Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. 15 Annars bróðir í leik j í sambandi við árásina á írönsku farþegaþotuna yfir Persaflóa á dög- unum vaknar sú spurning hvað Bandaríkjamenn eru yfirleitt að gera á þeim slóðum. Afskipti þeirra af átökum á flóanum hafa ekki gert málin friðvænlegri þar, heldur þvert á móti. Árásum á skip hefur fjölgað stórlega eftir að þeir komu meö flota sinn þangað, tundurdufl hafa verið lögð og mannfall verið töluvert. Ástæðan fyrir afskiptum Bandaríkjamanna er ekki aðeins almenn umhyggja fyrir fijálsum siglingum um flóann, heldur er hennar að leita fyrst og fremst í 'bandarískri innanlandspólitík, í hinu svokallaða íran-contra máh. Þaö mál var hápunkturinn á lang- varandi klúðri Bandaríkjastjómar gagnvart íran og var í því fólgið aö Bandaríkjamenn sendu írönum vopn gegn því að gíslum í Beirút væri sleppt, og ætluðu að nota hagnaðinn til að styrkja contra- skæruhða í Nicaragua, allt á laun við þingið og forsetann sjálfan. Vegna þessa máls leit svo út í aug- um bandamanna Bandaríkjanna meðal araba, að þeir hefðu gengið í lið með írönum gegn írak. Þetta ohi miklum áhyggjum, sérstaklega í Saudi-Arabíu og Kuwait, sem eru þau ríki sem mest óttuðust íran, bæði hernaðarlega og umfram aht póhtískt. Sá heittrúarofsi sem er ríkjandi í íran á sína fylgismenn í þessum ríkjum og fleirum, og þau óttuöust mjög innanlandsólgu vegna þáverandi velgengni írana. Afleiðingin af þeirri hneisu sem Bandaríkjamenn fengu af vopna- sölunni til írans varð sú að þeir gengu lengra til hðs við írak en þörf krafði og það án þess að fá nokkurt tak eða áhrif á Irak í stað- inn. Niðurstaðan varð sú að Banda- ríkjamenn drógust inn í átökin sem KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður bandamenn íraka í einhvers konar lögregluhlutverki. Að vísu fengu þeir málamyndastuðning frá Bret- um, Frökkum og ítölum. í fyrra ákváðu þeir svo að 11 olíuskip frá Kuwait skyldu sigla undir banda- rískum fána og pjóta herskipa- vemdar, og síðan hafa þeir tekið að sér að vemda öh hlutlaus skip á flóanum. Öfugmæli Þetta var háleitt markmið, en máhð var það, að það vora írakar sem aðallega stóðu fyrir árásum á skip á flóanum en ekki íranar. Meginhlutinn af ohuútflutningi ír- aka fer um ohuleiðslur um Tyrk- land og Saudi-Arabíu til hafna þar, og þeir eru hvergi nærri eins háðir sighngum um Persaflóa og íranar. Nær ahur þeirra olíuútflutningm-, svo og hvers konar út- og innflutn- ingur, verður að fara um hafnir við flóann, og því em þeir viðkvæmir fyrir röskun á samgöngum á sjó. Þetta notuðu írakar sér, þegar hemaðurinn á landi gekk hla, og þótt íranar svömðu í sömu mynt, vora það írakar §em áttu upptökin. Þetta kusu Bandaríkjamenn að leiða hjá sér, þegar ákveðið var að senda flotann th Persaflóa. í þessu sambandi er rétt að rifja upp, að þaö var herþota frá írak, en ekki íran, sem gerði árás á freigátuna Stark í fyrra, þar sem 37 banda- rískir sjóhðar fómst. Skipherrann á Stark skaut ekki, því aö hann átti sér einskis hls von af íraskri herþotu, en skipherrann á Vin- cennes lærði þá lexíu og tók enga áhættu. Bandaríkjamenn erfðu þennan misskilning ekki við íraka, heldur efldu flota sinn um ahan helming, svo að nú em það 29 her- skip, sum þeirra af fuhkomnustu gerð, eins og Vincennes. Þrátt fyrir allan fyrirganginn á flóanum hafa „Bandarikjamenn vilja trúa því að afskipti þeirra á Persaflóa hafi átt þátt í að stöðva stríöið," segir m.a. í greininni. - Bandariska her- skipið Vincennes sem skaut niður írönsku farþegaþotuna. ohuflutningar lítið sem ekkert raskast, hvort sem það er nú vegna flotavemdar Bandaríkjamanna eða þrátt fyrir hana. Á sínum tíma var það umdeilt að Bandaríkja- menn færu að skerast í leikinn á Persaflóa, því að þeir eiga sáralít- iha beinna hagsmuna að gæta. Oha þaðan fer næstum eingöngu th Jap- an, annarra Asíuríkja svo og th Vestur-Evrópu, en lítið th Banda- ríkjanna. Bandaríkjastjórn áleit það aftur á móti skyldu sína sem risaveldis að gæta hagsmuna bandamanna sinna, og í því hafa þeir stuðning þeirra flestra. Álitsauki Á þeim tíma, þegar Bandaríkja- floti kom th skjaíanna, höfðu íran- ar yfirhöndina, að því er tahð var, og það var ótti við sigur írana fyrst og fr emst sem olh því að önnur ríki vhdu efla írak. Öðrum ríkjum stafar ógn og skelfing af íran. Ekki svo að skhja að írakar séu neinir englar, þar th íran kom til sögunnar vom þeir með stöðugan yfirgang, og hla þokkaðir í Miðausturlöndum. írak- ar hafa lengi þegiö ómældan stuðn- ing Sovétríkjanna og verið ahra araba heiftúðugastir út í ísrael. Það er því ekki sjálfsagt að Bandaríkja- menn geri þá að fyrra bragði að skjólstæðingum sínum. Reyndar töldu þeir óopinberlega, ásamt ísraelsmönnum, að enginn skaði væri skeður þótt írak og íran gengju hvort af öðru dauðu. Vegna þess hve Bandaríkjamenn tóku eindregna afstöðu með írak hern- aðarlega, hafa þau misst þau litiu póhtísku áhrif sem þau höfðu á ír- ak, raunin hefur orðið sú að þau berast með straumnum, en ráða engu um atburðarásina. Það er því ekki við öðm að búast en sumir Bandaríkjamenn sjái nú samhengi milli þess að íranska flugvéhn var skotin niður og íranir fóru að leita eftir vopnahléi. Þaö er þeirra ósk- hyggja að þessi atburður hafi sýnt írönum svo í tvo heimana, að þeir hafi séð sitt óvænna. Bandaríkja- menn vilja trúa því að afskipti þeirra á Persaflóa hafi átt þátt í aö stöðva stríðið. Nú er ljóst að engin hætta er á því að íranar sigri, hefndarstríð þeirra gegn írak hefur þegar mistekist. Ohjákvæmhega eigna Bandaríkjamenn sér sigur, og færast allir í aukana. Atburðir síöustu vikna hafa réttlætt afskipti bandaríska flotans í augum Banda- ríkjamanna, íhlutunarstefna Reag- ans á nú upp á pallborðið hjá al- menningi og smánarbletturinn, þegar bandarísk vopn voru seld th Irans í skiptmn fyrir gísla 1 Beirút, hefur verið þveginn af. Gunnar Eyþórsson „Það er því ekki við öðru að búast en sumir Bandaríkjamenn sjái nú sam- hengi milli þess að íranska flugvélin var skotin niður og Iranir fóru að leita eftir vopnahléi.“ Fagurt mannlrf á stöðumæli Nú hefur borgarráð ákveðið að lækka stöðumælagjaldið í borginni til að koma til móts við kröfur kaupmannanna í miðborginni, blessaðra, sem em orðnir hræddir um að þeirra velmektartíð sé hðin. Almenningur flykkist í Kringluna með aurana sína og fagurt mannlíf miðborgarinnar er í hættu. Vonandi verður lækkun á stöðu- mælagjaldi th þess að almenningur snúi frá villu síns vegar og fari aft- ur að versla við kaupmenn í mið- borginni, svo fagurt mannlíf blómgist þar á ný. Fagurt mannlíf Já, vel á minnst; fagurt mannlíf. Oft hafa merkilegir menn, leikir og lærðir, vitrir og sumir kannski of- urlítið minna vitrir, haft á því orð hversu nauðsynlegt það sé fyrir gamla miðbæinn að þar eigi fólk heima, búi þar. Ég held meira að segja að ég hafi heyrt mann í ræðu- púlti vitna í það sem Halldór Lax- ness sagði forðum daga um rétt mál og fagurt, sem verður ljótt og visið ef það er ekki þrungið líf- mætti stundarinnar, og snúið því upp á miðborgina til að sanna að þar verði fólk að eiga heima ef sá borgarhluti á ekki aö visna og deyja, jafnvel þótt góðir og gildir kaupmenn hafi þar búðir sínar. Froðusnakk Undirritaður þekkir mann, sem er einn þeirra sem bjálfaðist th að trúa þessu orðagjálfri og tók sér bólfestu í miðborginni. Auðvitað er ekki ætlast th að því sé trúað, þetta er froðusnakk, sem er notað th að punta upp á huggulega stund í ræðustól. Auðvitað eiga allir að Kjallariim Sigurjón Valdimarsson blaðamaður geta séö að íbúar taka bara upp húsnæði sem væri miklu betur nýtt undir verslun eða atvinnu- rekstur af öðru tagi, enda fá þeir að finna fyrir því. Ráðin eru mörg th að gera þessum óþurftargeml- ingum líflð leitt, sagði þessi kunn- ingi mér, t.d. að senda lögguna af stað með sírenuvæh og hjólaískri ef fylliraftar, sem eiga miðborgina tvær nætur í viku, slaka á um stund svo hætt sé við að íbúunum renni í brjóst. Stóra trompið En stóra trompið er stöðumælir- inn. Eins og flestir vita er bannað að byggja hús í Reykjavík nema tryggt sé að nægilega mörg bha- stæði fyrir notendur þess séu við þaö. Ólánskrákumar sem búa í miðborginni mega hins vegar ekki stíga út úr bíl í grennd við heimhi sín á tímabihnu frá klukkan 9 að morgni th 18 síðdegis, flmm daga vikunnar, nema greiða borgarsjóði gjald fyrir. Borgarstarfsmaður sagði honum kunningja mínum að þetta væri ekki óréttiátt vegna þess að hann njóti þeirra forréttinda að fá að leggja bíl sínum ókeypis viö stöðumæla á kvöldin og um helgar. Hálf milljón í húsaleigu Auðvitað átti þessi kunningi minn að vera þakklátur fyrir þetta örlæti borgarinnar, vegna þess að leigan fyrir þessi stæði á götunum er ákaflega há, og því auðvitað mikh fóm af hendi borgarinnar að leyfa svona frí afnot af þeim meðan búðirnar em lokaðar. Þessi marg- nefndi kunningi minn segist hafa reiknað út að leigan fyrir þessa „Vonandi verður lækkun á stöðu- mæiagjaldi til þess að almenning- ur snúi frá villu síns vegar og fari aftur að versla við kaupmenn í miðborginni, svo fagurt mannlíf blómgist þar á ný,“ segir greinar- höfundur. reiti samsvari hátt í hálfa mihjón á mánuði fyrir 100 fermetra íbúð. Þegar sektirnar bætast við, verður leigan auðvitað miklu hærri. Vont þykir þessum kunningja mínum, sem yfirleitt vinnur ekki nema th klukkan fjögur á daginn, aö mega ekki fara heim til sín eftir vinnu, nema greiða borginni skatt fyrir, um 200 krónur á dag. Samt lætur hann sig hafa það einstaka sinnum • og hleypur þá ofan af íjóröu hæð á hálftíma fresti út á götu með fimmtíukahinn í hend- inni. Skattskyld flensa Hann varð þó ekki æfur fyrr en hann fékk flensuna. Hann var með buhandi hita einn morguninn og treysti sér alls ekki th að fara í vinnu. Það hðu fjórir dagar áöur en bráði svo af honum að hann svo mikið sem mundi eftir að hlaupa niður með fimmtíukallinn á hálf- tíma fresti. Það kostaði hann sex þúsund krónur. Auðvitaö var það honum bara mátulegt fyrir tilhts- leysiö. Það er hreint thhtsleysi að leggja bh sínum við stöðumæli heima hjá sér að kvöldi, vel vitandi að ílensa var að ganga í borginni, hún er það ahtaf. Og hvernig eiga kaupmenn í miðborginni að kom- ast af ef íbúarnir skhja bíla sína eftir þar sem viðskiptavinirnir eiga að leggja, meðan þeir flatmaga sjálfir í bæhnu heima hjá sér? Hundeltur síbrotamaður Annars er þessi væh í kaup- mönnum út af háu stöðumæla- gjaldi algjörlega óskiljanlegur. Skhja þeir ekki að þetta háa gjald er sett fyrir þá, til að losa þá við þessi aðskotadýr, sem kahast íbú- ar? Þar heggur sá sem hlífa skyldi. Kunningi minn sagöist vera orð- inn æði þreyttur á að vera hundelt- ur með fésektum alla daga fyrir það eitt að vilja njóta sömu borgararétt- inda og flestir samborgarar hans, að mega fara á bhnum sínum heim th sín. Hann segist skilja hugtakið síbrotamaður miklu betur nú, en áður en hann flutti í miðborgina th að vera þátttakandi í fógm mann- lífi. Sigurjón Valdimarsson „Ólánskrákurnar sem búa 1 miðborg- inni mega hins vegar ekki stíga út úr bíl í grennd við heimili sín á tímabilinu frá klukkan 9 að morgni til 18 síðdegis, fimm daga vikunnar, nema greiða borgarsjóði gjald fyrir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.