Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 36
56 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. Breiðsíðan Atli Geir Grétarsson, kátur piltur úr Hafnarfirði sem vinnur í garðyrkju, stúderar stjórnmálafræði í Há- skólanum og syngur um feitar konur. DV-mynd KAE Kátir piltar úr Hafnarfirði: „Þetta byijaði fíflagangi" „Þetta byrjaði með fíflagangi. Við vorum allir í Flensborg og tókum mjög virkan þátt í félagslífi skólans - vorum í leiklist og farnir að glamra á hljóðfæri. Þá var Buþbaæði alls- ráöandi,“ sagði Atli Geir Grétarsson, söngvari hljómsveitarinnar Kátir piltar, í samtali við Breiðsíðuna. Kátir piltar voru óþekktir er plata ► iþeirra kom út fyrir mánuði. „Það má segja að ferillinn hafi byijað með plötunni,“ sagði Atli Geir. Þeir félag- ar áttu talsvert af frumsömdu efni frá skólaárunum sem þeir ákváðu að koma á plötu núna. Síðan hún kom út hafa þeir haft nóg að gera og lögin þeirra, t.d. Feitar konur, hafa náð miklum vinsældum. Þá gerðu þeir stutta kvikmynd, Hina ómótstæðilegu, sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir viku. Myndin var skemmtilega gerð enda var hún byggð upp eins og þættimir Hinir vammlausu. Gamall Ford kom þar mikið við sögu. „Það var öðhngsmað- ur úr Fombílaklúbbnum sem lánaði okkur bílinn," sagði Atli Geir. Kátir piltar em úr Hafnarfirði eins og myndin gaf glögglega tíi kynna. „ Við reyndum að kynna bæinn enda vilj- um við gera hann að ferðamanna- stað,“ útskýrði Atli Geir. Hann sagði ennfremur að lögin þeirra hefðu aðailega heyrst í Þórs- mörk og í veislum áður en þau komu á plötu. Kátir piltar hafast misjafnt að fyrir utan tónhstína. Ath Geir vinnur í garðyrkju í sumar en segist dunda við stjómmálafræði í Háskól- anum á vetuma. Öm Almarsson er efnafræðingur. „Hann er yngsti og gáfaðasti meðlimurinn, fæddur 1967.“ Hahur Helgason, fyrrum bamasijarna úr Punktur, punktur, komma, strik, starfar sem „free lan- ce“ kvikmyndagerðarmaður, Steinn Armann Magnússon klárar Leikhst- arskólann næsta vor, Davíð Þór Jónsson er þýðandi á Stöð 2 og vinn- ur við leikmyndagerð hjá Sjónvarp- inu. „Hann samdi lagið Feitar konur en ekki veit ég hvað lá að baki því.“ Jakob Bjöm Grétarsson er eldri bróðir Atía Geirs. Hann er aö klára BA í bókmenntafræðum. „Við erum ekki tvíburar.“ Ath Geir sagði að myndin Hinir ómótstæðhegu hefði verið gerð vegna þess að nokkrir þeirra félaga vinni við sjónvarp. „Við fréttum að það væri laus tími og sendum inn handritið sem við fengum samþykkt hjá Baldri Hermannssyni. Við feng- um einungis þrjá daga í upptöku en hefðum viljað fá miklu meiri tíma,“ sagðiAtliGeir. Hann bætti því við að þeir phtar hefðu svo gaman af spihríinu að þeir gætu aht eins hugsað sér að lifa á tónhstínni. „ Við höfum haft nóg að gera á dansleikjum og verðum á gos- svæðinu í Mývatnssveit um þessa helgi. Aht eins gæti farið svo að við gæfum út aðra plötu áður en langt um hður. Það skortir að minnsta kosti ekki áhuga frá okkar hendi,“ sagði káti phturinn Ath Geir Grét- arsson. -ELA Þú ert 2000 krónum ríkari! Enn veitum viö manninum í hringnum tvö þúsund krónur. Aö þessu sinni er þaö kona sem afgreiddi gosdrykki í veislu sem Bylgjan, Vífilfell og Stöö 2 héldu á Miklatúni um síðustu helgi. Sennilega hefur verið nóg að gera í afgreiðslunni þennan dag og mikil vinna hjá þeim stúlkum sem stóðu í því að hella í glösin. En stundum hefur maður heppnina með sér eins og dæmin sýna. Afgreiðslustúlkan, sem hefur hring um höfuð sér, má vitja peninga sinna hér á ritstjórn DV, Þverholti 11. ELA/ DV-mynd GVA Þessi stóri blómvöndur hefur nú orðið þe$s heiðurs aðnjótandi að fá inni í Heimsmetabók Guin- ness. Hann er settur saman úr fjögur hundruö þúsund nelhkum, ersjö metra hár og sex metrar á breidd. Væri ekki gaman aö hafa slikan vönd í garðinum? En hvað skyldi hann standa lengi með útsprungnum blómunum...? LaToya, 3?ja ára, systir Michaels Jacksons, hefur slegist í hóp með Nancy Reagan og fleira góðu fólki sem berst gegn vímuefnum. La- Toya söng á mikilh tónlistarhátíð í Washington fyrir skömmu þar sem forsetafrúin var viðstödd. LaToya hefur mikla tónhstar- hæfileika eins og sy stkini henn- ar, Michaei, Jermaine og Janet. Ptótur hennar hafa selst vel en nú er ný plata sögð á leiðinni. Bandarísku ikomamir Olh og Twiggy era bannsettir glannar. Helst vilja þeir þjóta um á vatna- skíðum og snjótþotum. Reyndar er Olli miög skotinn í Twiggy og nú á pariö von á íkomabami. Eigendur íkoraanna eru hjónin Chuck og Luanne sem hafa kennt þeim ýmsar kúnstír. „Þeim þykir ofsalega gott að fá eplamús sem verðlaun fyrir góða frammistöðu og það fá þau gjaman,“ segir Chuck. í Englandi var fyrir stuttu haldin samkeppni meðal slátrara (kjöt- gerðarmanna). Meðalþess sem keppt var í var pylsugerð. Sá heppni reyndist vera Alan Hump- hries sem vafði sig inn í pylsur sínar frá toppi tíl táar í thefni sig- ursins. ,J>aö er betra að þær séu langar,“ sagði kappinn. Hann segir að leyndarmáhð á bak viö góðu pylsumar sé auðvitaö kryddið. Það feer samt enginn að vitasamsetninguna...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.