Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. JULÍ 1988. Viðskipti_______________________________________________pv í hvað fara launin? - útsölur á hverju strái en salan örvast ekkert Þaö eru ekki aöeins útsölur á fatnaði við Laugaveginn heldur eru líka útsölur í hliðargötum í litlum verslunum sem reknar ent af eldri konum. Það er útsala á nýjum bílum. Minna selst af fasteignum en í meðal- ári og nú eru fararstiórar suður á Fréttaljós Jón G. Hauksson Spáni farnir að tala um að íslending- ar á sólarströndum spari við sig syðra og eyði ekki eins miklu á bör- um og áður. En í hvað fara laun fólks þá eiginlega? Svarið virðist í stuttu máli að fjármagnskostnaður sé far- inn að íþyngja mörgum heimilum á sama hátt og atvinnurekendum og Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 23-26 Sp.lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 23-28 Sp.Ab 6mán. uppsögn 24-30 Sp.Ab 12mán. uppsógn 26-33 Úb 18mán. uppsögn 39 Ib Tékkareiknmgar, alm. 9-15 Ib.S- b.Ab Sértékkareikningar 10-28 Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsógn 4 Allir Innlánmeðsérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6-7,25 Úb.Bb,- lb Úb Sterlingspund 7-9,50 Vestur-þýsk mörk 2,75-4,25 Úb Danskarkrónur 7,25-8.50 Vb.Ab,- Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 38-39 Ab Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 41 Allir Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 39-42 Lb.Bb,- Sb Utlán verðtryggð Skuldabréf 9,25 Vb.lb Utlán til framleiðslu isl. krónur 36-41 Úb SDR 8,50-9,25 Lb.Úb,- Sp.Bb Bandaríkjadalir 9,75-10,50 Bb.Úb,- Sp Sterlingspund 12-12,75 Úb.Sp,- Bb Vestur-þýsk mörk 5,25-7,25 Úb Húsnæðislén 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 52,8 4.4 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. júlí 88 38,2 Verðtr. júlí 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júll 2154 stig Byggingavísitalajúlí 388 stig Byggingavisitala júli 121.3stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi8%1. júll. VERÐBRÉFASJÖÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1.6930 Einingabréf 1 3.131 Einingabréf 2 1,809 Einingabréf 3 1,994 Fjölþjóöabréf 1,268 Gengisbréf 1,340 Kjarabréf 3,122 Lífeyrisbréf 1.574 Markbréf 1,633 Sjóðsbréf 1 1,504 Sjóösbréf 2 1,326 Tekjubróf 1,497 Rekstrarbréf 1,2299 HLUTABRÉF Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip 269 kr. Flugleiðir 240 kr. Hampiöjan 116 kr. lönaöarbankinn 168 kr. Skagstrendingyr hf. 158 kr. Verslunarbankinn 120 kr. Útgeröarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viöskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavixla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýöubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Db= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýslngar um penlngamarkað- Inn birtast I DV ð llmmtudögum. jafnframt borgi fólk meira í skatta og mat en áður. í ofanálag eru alltof margar verslanir á höfuðborgar- svæðinu. Offjárfesting í atvinnulíf- inu virðist á öllum sviöum. Þess vegna duga útsölurnar ekki lengur til og skiptir þá ekki máli hvort varan er bíll eða jakki. Kaupmáttur ráðstöfunartekna minnkað Það er athyglisvert aö á meðan kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist á síðustu árum snýst dæmið við á þessu ári. Kaupmátturinn minnkar um 1 prósent að meðaltali. í fyrra jókst kaupmátturinn um 20,5 prósent. Bæði árin 1985 og 1986 jókst kaupmátturinn um 10 prósent á milli ára. Þetta er samkvæmt upplýsing- um Þjóðhagsstofnunar. Markaðsstjórar hafa ekki hringt aðvörunarbjöllum Tekjur heimilanna aukast því ekk- ert frá í fyrra, heldur öfugt, þær minnka um eitt prósent. Þetta hefur legiö í loftinu það lengi að markaðs- stjórar 1 viðskiptalifmu hefðu átt að vera búnir að hringja aðvörunar- bjöllum innan fyrirtækjanna fyrir löngu og láta hemja imikaup fyrir- tækjanna. Þannig hefði orðið minni þörf fyrir útsölur. Hagfræöin segir aö á samdráttar- tímum, líkt og heimilin í landinu upplifa núna, dragi fólk við sig í var- anlegum vörum, eins og fasteignum, og varanlegum neysluvörum, eins og bílum og heimilistækjum. Minna er hins vegar um samdrátt í matar- kaupum og öðrum neysluvörum. Oft hefur sígarettupakkinn verið tekinn sem dæmi. Hann er á sínum staö í innkaupunum. Menn sleppa hins vegar að kaupa sér bíl þetta árið. Raunskuldir heimilanna hafa tvöfaldast á fjórum árum Það er athyglisvert að raimskuldir heimilanna hafa tvöfaldast á fjórum árum, samkvæmt upplýsingum ágústheftis fréttabréfs Verðbréfa- markaðar Iðnaðarbankans. Þama liggur sennilega hundurinn grafinn í minnkandi eyðslu margra heimila á íslandi. Heimiíin í landinu skulduðu ís- lenska lánamarkaðnum 87 milljarða króna í lok síðasta árs. í byijun árs- ins 1984 skulduðu heimiiin hins veg- ar um 19 milljarða. Hvort tveggja er á verölagi hvors árs. Þessar upplýs- ingar er að fá í ársskýrslu Seðlabank- ans. Þegar búið er að taka tillit til verðbólgu er um tvöfóldun að ræða. Heimilin eru að skiptast í tvo hópa Þetta er í sjálfu sér grimmilegar staöreyndir á tímum raunvaxta. Allt bendir til að heimilin í landinu séu að skiptast í tvo hópa - þau heimili sem taka fé að láni og þau heimili sem taka ekki lán heldur spara. Heimilin eru og verða alitaf helstu lánveitendur á íslenskum lánamark- aði. Sparifjármyndunin á sér stað hjá fólkinu í landinu. Þess vegna er stað- an þannig á lánamarkaðnum að ann- ar parturinn af íslenskum heimilum er farinn að lána hinum. Á tímum raunvaxta breikkar því bilið á miili þeirra sem geta verið án einhvers hlutar og spara þess í stað og þeirra sem neita sér ekki um neitt og leita á lánamarkaðinn til að kaupa hlut- ina. Ungtfólk meðlág laun verst sett Ungt fólk hefur orðiö að taka lán með raunvöxtum sem margt eldra fólk hefur ekki gert þar sem nei- kvæðir vextir hafa viögengist í ára- raðir á íslandi. Ef við gefum okkur að það sé núna miöaldra og eldra fólk sem að jafnaöi leggur til lánin og að ungt fólk taki þau sést betur að þjóðin er að skiptast í tvo hópa, lánveitendur og lántakendur. Greiðslubyrði lána vegur þyngra þegar kaupmátturinn er að minnka eins og þetta árið á íslandi. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á neysl- unni. Launin fara meira en áður í að greiða afborganir og vexti af lán- um. Skuldir heimilanna sem hlutfall af lands- fram leiðslu stórhækkað Aftur vekur það athygli aö árið 1980 voru skuldir heimilanna um 14 prósent af landsframleiöslu. Núna eru skuldimar um 37 prósent. Þetta kemur fram í ársskýrslu Seðlabank- ans. Nokkrar skýringar eru nefndar. Áhrifin af verðtiyggingu húsnæðis- lána valda því að íbúðarkaup endur- greiðast hægar en áður. Lánin eru tii lengri tíma. Einnig er talið hugs- anlegt að heimilin hafi á síðustu árum bætt við sig skuldum til að íjár- magna neyslu. Úr þessu má lesa að ungt fólk með lág laun sé verst staddi hópurinn í dag hvaö greiðslubyrði snertir. Hjón með há laun eiga auðveldara með að greiða af lánum en hjón með lág laun. Þegar svo ungt fólk með lág laun ber sig saman í lífsgæðakapphlaupinu við eldra fólk sem er skuldlaust eða annað ungt fólk með há laun og veit- ir sér sömu hluti með því að taka meira af lánum verður greiðslubyrð- in enn verri og bilið breikkar aftur á milli hópanna. Bílainnflutningurinn í rusli Það kom fram í DV í gær að fyrstu sex mánuði- ársins var 7.831 bíll nýskráður hjá Bifreiöaeftirlitinu á móti 12.689 í fyrra. Talið er að á milli 2 og 3 þúsund nýir bílar, af árgerð- inni 1988, séu hjá bílaumboöunum óseldir. Þess vegna er bílaútsala. Markaðurinn er mettaður eftir rok- bílasölu i fyrra. Allt árið í fyrra seldust um 24 þús- und nýir fólksbílar. Það er slíkur fjöldi að erfitt er að sjá að sama tala myndi nást á þessu ári. Allt tal um gengisfellingar kemur sérstaklega illa niður á bílasölu. Óvissa í efna- hagsmálum og ótti við gengisfellingu dregur strax úr bílasölu og sölu fast- eigna. Fasteignamarkaðurinn daufari en í meðalári Menn á fasteignamarkaðnum sögðu við DV í gær að árið í ár væri með því daufara sem komið hefði lengi og greinilega undir meðalári. Samdrátturinn er enn meiri þar sem árið í fyrra var gífurlega gott á fast- eignamarkaðnum. Þess vegna brosa þeir ekki breitt sem byijuðu á ný byggingu í fyrra í þenslunni og þurfa að losa sig_ viö gömlu fasteignina núna. Útsölurnar við Laugaveginn Útsölumar við Laugaveginn og nánast ffjá öllum fataverslunum landsins útskýra menn aðeins á þann hátt að verslunum hafi íjölgað gífur- lega á síðustu árum. Það sé ekki endalaust hægt að bæta við verslun- um og halda að eftirspumin aukist að sama skapi. Útsölumar núna bera þess vegna vott um að margar fata- verslanir eigi í erfiðleikum og aö þar sé framundan hressileg tiltekt. Sólarlandaferðir ekki minnkað Starfsmaður einnar ferðaskrifstof- unnar sagði í gær að svo virtist sem jafnmargir fæm til sólarlanda í ár og í fyrra. Hins vegar bærust þær fréttir heim frá fararstjórum að ís- lendingar væm famir að eyöa minna úti, sem er að sögn manna mjög óvepjulegt því yfirleitt slá íslending- ar um sig á sólarströndum. Hins vegar stendur það eftir að ferðalög em ofarlega á listanum hjá fólki. Það reynir að komast út í frí hvað sem það kostar. Það er frekar beðið með að kaupa nýjan bíl eöa teppaleggja íbúðina. Skattheimtan aukist um 100 þúsund á hvert heimili Skattheimta á þessu ári hefur auk- ist á milli ára um 2,3 prósent af lands- framleiöslu að sögn Vilhjálms Egils- sonar hjá Verslunarráði. Bara þessi aukning þýðir um 96 þúsund krónur á hvert fjögurra manna heimili. Það dugir samt ekki til, útlit er fyrir um 700 milljóna króna halla á ríkissjóði. Og að sögn Vilhjálms má ekki mikið út af bera til að hallinn verði á bilinu einn til tveir milljarðar. Aukin skattheima hefur því aftur áhrif á tekjur heimilanna. Svona er grunnur framfærsluvísitölunnar Samkvæmt grunninum að fram- færsluvísitölunni á hvert heimili að eyða um 21 prósenti í mat, um 13 prósentum í afborganir og vexti af húsnæði, um 15 prósentum í rekstur bíls, um 1 prósenti 1 gosdrykki, um 3,3 prósentum í áfengi og tóbak. í tómstundir fara um 11 prósent. Af- gangurinn er breytilegur. Miðað við skuldir heimilanna má búast við að húsnæðið sé vanreiknað í framfærsluvísitölunni. Að hinni grái veruleiki sé aö fjármagnskostn- aöur sé farinn að shga heimilin eins og atvinnuvegina. -JGH Útsölur eru nánast i öllum fataverslunum við Laugaveginn. En það dugir ekki til. Eftirspurnin hefur ekki aukist. Og í þessari verslun var enginn nema afgreiðslustúlkan. DV-mynd KAE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.