Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 29. JULÍ 1988. Popp Skárra að spila íslenskt rusl en erlent Þá er fyrsta og ef til vill eina plata hljómsveitarinnar Sálar- innar hans Jóns míns komin út. Fimmmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru nú í óöa önn að kynna efni hennar á dansleikj- um víða um land. Þessa helgina verða þeir á útihátíð á Melgerðis- melum. Það er píanó- og orgelleikari Sálarinnar sem ætlunin er að kynnast aðeins nánar. Jón Ólafs- son heitir hann, hálfþrítugur, og hefur þrátt fyrir stutta veru á tónlistarsviðinu - dægurdeild - sett nokkurt mark á það. Jón hefur einnig getið sér gott orð sem útvarpsm'aður en hefur nú lagt pickupana á hilluna! - Þá má ekki gleyma námsferli Jóns. Hann hefur fengist við píanónám bæði hér heima og erlendis. Er stúdent frá Verslunarskóla' ís- lands og tók þaðan nokkuð gott lokapróf. í skóla var Jón allt í öllu í félagslífinu þannig að öllu óbreyttu hefði átt að bíða hans gott starf í viðskiptaheiminum og glæstur frami í JC. En hvers vegna lá leiðin í poppið? Kórstjóri „Eg hef alltaf haft megnustu óbeit á tölum nema þegar ég þarf aö græða fé,“ svaraði Jón og hló. „Ætli níutíu og fimm prósent samstúdenta minna hafi ekki far- ið í viðskiptafræði þannig að ég hef sennilega ekki valið hina hefðbundnu leið. En ég fór fyrst og fremst í Versló vegna hins blómlega félagslifs sem skólinn var frægur fyrir. Verslunar- menntunina sem slíka ætlaði ég aldrei aö hagnýta mér. Innst inni held ég að mig hafi alltaf langað til að verða popptón- listarmaður. Ég vildi bara ekki viðurkenna þaö fyrir sjálfum mér. Ég hafði alltaf ímyndað mér að ekki væri hægt að lifa af popp- tónlist og hún yrði afitaf áhuga- mál með aðalstarfi. Ég hætti að læra á píanó fimmtán ára og ætl- aöi bara að gutla á hljóðfærið þaö sem eftir yrði. Síðari árin í Versl- unarskólanum spilaði ég þó táls- vert. Byijaði reyndar ferilinn í hinni frábæru hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, sem var loksins aö slá í gegn á dögunum með lag- inu ís, lokkar og hey. Það var eig- inlega ekki fyrr en Bítlavinafé- lagið kom til sögunnar sem ég gerði mér grein fyrir því aö það má lifa af því að leika dægurtón- listáíslandi." - Geturðulifaðafþví? „ Já, já. En þá verður maður náttúrlega að taka allt mögulegt að sér. Það skrimtir enginn af því aö vera bara djasspíanisti eða bara af því að spila á böllum. Fleira verður að koma til. Ég hef stjórnað kórum, fengist dálítið við aö útsetja, spilað dinnertón- list ööru hverju og fleira. Það koma þeir tímar að hart er í ári og þá er jafngott að hafa ekki sér- hæft sig í einhverju einu. Um þessar mundir er hægt að lifa af popptónlist á íslandi vilji menn gera eitthvað meira en bara að spila á böllum eða taka upp plöt- ur.“ - Aðeins meira um feril þinn Rætt við Jón Ólafsson píanóleikara Sálarinnar hans Jóns míns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.