Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 38
58 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. Konur og aftur konur Reykjavík 25. júlí Kæri vin Þakka þér fyrir kortið frá Feneyj- um. Ég hef aldrei orðið svo frægur að koma þangað en ég trúi því vel að það sé gaman að dóla þarna um síkin á gondólum. Og eru ekki allir ræðararnir stórsöngvarar á borð við Kristján Jóhannsson og Kar- ússó? Því var allavega logið í mig einu sinni. En þú segir aö ítalimir hafi átt bágt með að skilja ítölskuna þína, vægast sagt. Já, það er leitt til þess að vita þegar menn skilja ekki einu sinni sitt eigið móðurmál en mikið öfunda ég þig að hafa ver- ið laus við alla bílaumferð þessa viku sém þú dvaldir í Feneyjum. Hér er nu verið aö stofna samtök gegn néikvæðum bílisma, svo sem hraðakstri og ölvunarakstri. Há- værar raddir krefjast hærri sekta eða fangelsisvistar til handa þeim sem aka eins og óðir eða setjast undir stýri þegar þeir eru svo fullir að þeir treysta sér ekki til að ganga. Auðvitað ber að taka hart á svona brotum en þaö er svo margt fleira að í umferðinni hjá okkur og ég er sannfærður um að þar á stærstu sök sú staðreynd að mikiil meiri- hluti íslendinga kann ekki al- menna kurteisi eða tillitssemi við náungann. Ég horfði á enskan ferðamann reyna að finna biðröð í troðningi fyrir framan afgreiðslu- stúku bankagjaldkera um daginn. Þú getur rétt ímyndað þér hvenær sá enski fékk afgreiðslu, ef hann er þá kominn að núna. Hér gildir hnefarétturinn á flestum sviðum og þá ekki síst í umferðinni. Nú er verslunarmannahelgin á næsta leiti og þá hefst þessi hefbundni umferðarsöngur fjölmiðla sem flestir eru orðnir leiðir á nema þeir sem fyrir honum standa. Þetta mætti nú vera jafnara yfir árið. Þessi helgi er samkvæmt venju mörkuö aðilum sem taka að sér að safna fólki saman og hafa af því fé undir yfirskini skemmtunar. Úti- hátíðir eru auglýstar grimmt vítt og breitt um landið og allir auglýsa að þangað liggi straumurinn. Ég heyrði í útvarpi að aðgangur að þessum skemmtunum væri frá þrjú þúsund og allt upp undir fimmþúsundkall á manninn en það þykir nú ekki mikið miðað við þær dásemdir sem í boði eru. En eitt er víst að ekki ætlar Ebba frænka á útihátíð um verslunarmannahelg- ina. Ég kom við hjá henni á laugar- daginn og þá voru fimm opnar ferðatöskur á stofugólfinu og inni- hald klæðaskápa flóði út um stóla og sófa og gaf þar að líta kjóla af ýmsum gerðum, pils og blússur, peysur og síðbuxur, auk undirfatn- aðar í háum hraukum. Mér datt fyrst í hug aö bíræfmn heildsali hefði platað Ebbu í söluferð út á land og hún væri nú að pakka nið- ur sýnishomum af lagernum. Sá samt í hendi mér að það gat varla passað því Ebba hefur ímugust á heildsölum. Hún hlaut að vera leggja upp i langferð og ég spurði hvort hún væri að pakka niður fyr- ir heimsreisu. - Ónei. Ég ætla að skella mér á kvennafundinn í Osló með henni Sigríði minni í Gnoðarvoginum, svaraði Ebba og strauk töskurnar aö innan með rökum klút. Ég hef svo sem heyrt talað um þennan kvennafund í Osló og að héðan ætluðu einar 700 konur með dygg- um stuðningi Jóns Baldvins, Dav- íðs borgarstjóra og annarra verka- lýðs- og fagfélaga. Hins vegar var ég búinn að gleyma í hvaða tilefni þessi fundur fer fram, hafi ég þá einhvem tímann vitað það. - Og hvað á að gera á þessum Bréftilvinar Sæmundur Guðvinsson fundi, Ebba mín, spurði ég. - Hvað á að gera? Hvað gerið þið á fundum annað en sitja meö bind- ið upp í háls, reynið að gera ykkur merkilega og þykjast hafa vit á því sem þið hafið ekki hundsvit á. Á kvöldin farið þið svo út á búllurnar og drekkið ykkur fulla og og.. ,ja ég ætla bara ekki að segja meira. Þú veist við hvað ég á. - það er einmitt það. Ef þú ætlar á búllumar í Osló, Ebba mín, get ég kannski reynt að riija upp heiti á einhverjum slíkum. - Láttu ekki svona, drengur. Þetta er sko kvennafundur. Á morgnana fáum við okkur kaffi og tölum sam- an og þær sem vilja geta meira að segja farið í leikfimi. Svo verða ræður og söngur og leiksýningar og matur og kaffi allan daginn og margt margt fleira. Og svo verða kvöldvökur með ýmsum skemmti- atriðum og við getum talað saman og fengið okkur kaffi og með því. Það var sko tími til kominn aö við konurnar gætum hist og rætt okk- ar mál, ég segi nú bara það. En þú ert auðvitað á móti þessu. Ekki spyr ég að. Það á að halda konum niðri, traðka á þeim, troða á þeim, halda þeim í svaðinu. Satt best að segja leist mér ekki á æsinginn í Ebbu því eins og þú veist er hún ekkert lamb að leika sér við ef hún kemst í ham. Ég hefði gaman af að sjá þann karl- mann sem reyndi að halda henni niðri, það er að segja ef þaö væri á móti hennar vilja, eða þannig. Og ég byrjaði á smáræðustúf þar sem ég lofaði konur í hástert fyrir dugn- að, útsjónarsemi, fegurð og yndis- þokka og þar fram eftir götunum. Ræðan virtist hafa róandi áhrif á Ebbu sem greinilega tók þetta allt til sín persónulega. En þegar mér varð á að segja að konur væru al- mennt betri vinnukraftur en karl- menn varð hún snarvitlaus aftur: - Betri vinnukraftur, segirðu. Þakka skyldi þér að nefna það. Hvar kemur það fram í launum? Viltu segja mér þaö? Ég skal segja þér það að konan á að vera fallegri en karlmaður, hún á að vera dug- legri en karlmaður en hún fær laun sem kvenmaður. Lægri laun en karlar og hafðu það, tyrðillinn þinn. - Er þetta þá launafundur þarna í Osló? Ég vissi nú ekki betur en það væru greidd sömu laun fyrir sömu... - Sömu laun hvað? Heyr á endemi. Það er auðheyrt að þú hefur aldrei verið kona. Nei, það er eins og hún Sigríður sagði: Hér eru konur sví- virtar á degi hverjum. Þetta er rétt hjá Sigríði og ég get bara sagt þér það að þegar við Sigríður vorum að ganga yfir í Álfheimabakarí um daginn þá mættum við tveimur strákormum sem strax fóru að syngja þetta líka þokkalag: Feitar konur - feitar konur - og svo eitt- hvað meira sem ég heyrði ekki. En þetta er látið líðast að kallar syngi i útvarpið á hverjum degi. Hefur þú heyrt sungið svona um feita kalla? Ég er að hugsa um að kaupa plötuna og spila hana fyrir fundinn í Osló svo allar geti heyrt hvernig leyfilegt er að svívirða konur á ís- landi. Og eitt skal ég láta þig’vita, Sæmundur, að... Ég slapp út frá Ebbu við illan leik seint um kvöldiö en ég ætla bara að vona að hún fíli sig vel í kvenna- fansinum þarna í Osló. (Það held ég að Óli Norðmaður hugsi sér gott til- ■ •) Með bestu kveðju, Sæmundur PP KAT\ 1 EÐA V EÐA 7 lO | Héreruáttaspurningarog J-iXV hrJr\JLM JL -/V ju | hverriþeirrafylgjaþrírmögu- i Ólympíuliö íslands í skák teflir í Grikklandi í haust. Það A hefur fengið erlendan þjálfara og heitir sá: 1: Spasskí X: Smyslov 2: Bronstein tj Jerevanernafnáborgsemtalsverthefurveriðífréttum. j eittsvarréttviðhverrispurn- ** ÞettaerhöfuðborgeinsRáðstjórnarríkjanna.nánartiltekið 1 !n&u- ^kraio mðurrettar lausn- 1: Azerbajdzhan . írogsendiðokkurþærasvar- X: Armeníu ' seðhnum. Skilafrestur er 10 2: Afganistan 1 dagar. Að þeim tíma hðnum drögum við úr réttum lausnum B Morgunblaðið verður 75 ára í nóvember nk. Fyrsti rit- stjóriþess hét: 1: VaJtýrGuðmundsson X: JónÓlafsson 2: ViIhjálmurFinsen | ogveitumþrennverðlaun,öll G Þegarþúsérðþettavörumerkiveistuað 1 frá Póstyersluninni Primu í verið er aðfjahaum: Hafnarfirði. Þau eru: i- Tölvur | 1-Töskusett,kr.6.250,- x: Ljósmyndun i 2. Vasadiskó og reiknitölva, kr. 2: Hljómtæki ' 2-100,- | 3.Skærasett,kr.l.560,- c Þegar þú sérð þetta merki þá veistu að það tengist: 1: Heimilistækjum X: íþróttavarningi 2: Mótorhjólum H Fyrstinýsköpunartogariokkar(áriðl947)varkenndurvið 1 íoðruhelgarblaðiheðanifra landnámsmann og hét: | ^irtast nofn hmna heppnu en 1: Ingólfur Amarson nýjarspurningarkomaínæsta X: ÞorfinnurKarlsefni | helgarblaði. 2: HahveigFróðadóttir i Merkið umslagið: 1 eða x eða 1 2, c/o DV, pósthólf5380,125 | a | KeyKjaviK. D HafmerkvikmyndunáKristnihaldiundir Jökh.Aðkvik- | | Vinningshafarfyrir leðaXeða mynduninni stendur félagið: i Sendandl , 2íelleftugetraunreyndust 1: Sandra I vera: Guðrún Eiríksdóttir, X: JÓnPrímus 1 1 HialIalandilfi.infiRevkiflvík ! 2: Umbi E Þráinn Bertelsson undirbýr nú töku á sinni 6. kvikmynd. Nafnið á myndinni er stutt og laggott: 1: Nonni X: Magnús 2: Guðjón (töskusett), Sverrir Olafsson, HAimin 1 Aðalstrætill2,450Patreksfirði | (vasadiskóogreiknitölva), .—. .—. .—. Matthildur Oskarsdóttir, Faxa- Réttsvar: A 1 1 B 1 1 C 1 1 D 1 1 1 braut38D,230Keflavík(skæra- 1 sett). Vinningarnir verða sendir r I 1 r| 1 r| 1 u 1 I 1 heim- ta i— M — | RéttlausnvarX-2-l-2-l-X-2-2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.