Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 60
Frjálst.óháð dagblað FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. Straumurfólks ^ tilEyja Eftir samtölum viö Bifreiöastöö ís- lands að dæma virðast flestir feröa- menn á suðvesturhorni landsins ætla sér á þjóðhátíö í Vestmannaeyj- um. í morgun höföu aliir miöar, sem BSÍ hefur til Vestmannaeyja, selst nema meö Herjólfi klukkan tvö í nótt. Var stöðug eftirspurn eftir miö- um. Nokkur eftirspurn var eftir miö- um til Melgerðismela og Atlavíkur. Lítur út fyrir aö þeir sem ætla til JJaltalækjar og Víkur fari mest á "éinkabílum. Mikil farmiðasala var í Þórsmörk og á Laugarvatn. Ferðafélag íslands hefur þegar fyllt skálann í Þórsmörk. Getur félagið tekið 350 manns í dalinn og eru þau pláss þegar full. Eins virðast margir ætla í Þórsmörkina á vegum Útívist- ar. Hjá Bifreiðastöö Akureyrar feng- ust þær upplýsingar að töluvert væri um fyrirspumir en fólk pantaði á síðustu stundu. Yrði mikill straumur einkabíla á Melgerðismela. Eins var mikið spurt um Atlavík. -hlh kemur næst út þriðjudaginn 2. ágúst. Smáauglýsingadeild DV er opin til kl. 22 í kvöld. Lokað laugardag, sunnudag og mánudag. Ánægjulega verslunarmannahelgi og góða ferð! 1hefiOl Stjom Landakots: Samningar við yfirlækni endurskoðaðir í morgun í svari stjórnar Landakotsspítala við skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur spítalans kemur fram að stjórnin telur nú eðlilegt að endur- skoða samninga við Jóhann L. Jón- asson, yfirlækni á rannsóknarstofu. í svarinu segir að hann fái nú 30 prósent af öllum rannsóknargjöld- um. Þetta hlutfall hefur farið lækk- andi á undanförnum árum. Nú telur stjómin eðlilegt að semja að nýju með það fyrir augum að lækka hlut Jóhanns enn. Stjómin segir einnig ástæðu til að endurskoða afgreiðslufyrirkomulag lyfjabúrs. Læknamiðstöðvamar á Marargötu 2 og í Glæsibæ höföu fengið lánuð lyf úr lyíjabúrinu. Það mun í fyrsta lagi vera ólöglegt en einnig hefur þetta fyrirkomulag ver- ið spítalanum óhagkvæmt. Þá tekur stjórnin undir flestar af mörgum ákúrur Ríkisendurskoðun- ar varðandi bókhaldsfærslur, til dæmis um færslu kaupleigusamn- inga. Stjómin véfengir hins vegar reikn- inga Rikisendurskoðunar um kostn- að vegna þvottahúss spítalans. í hús- næði þvottahússins er einnig birgða- geymsla. Ríkisendurskoðun tók ekki tillit til þess við útreikninga sína enda ekld getið um kostnað vegna þessa í bókhaldi. Það mun því vera rangt í skýrslu Ríkisendurskoðunar að kostnaður vegna þvotta og líns sé 76 prósent hærri hjá Landakoti en hjá ríkisspítölunum. Meginatriðið í svari Landakotsspít- ala er að ríkið hafi'með samningi árið 1976 gengið að því að sjá spítal- anum fyrir rekstrarfé. Honum beri því að standa við það. -gse LOKI Mikið verður gaman að vera í Reykjavík um helgina! Banaslys í Eyjaferð Jónas Fr. Jónsson, DV, Vestmaimaeyjum: Ungur maður féll fyrir borð á MS Herjólfi um klukkan 22.15 1 gærkvöldi. Var skipiðnýlagtaf stað frá Þorlákshöfn og rétt komið á fulla ferð þegar slysið átti sér staö. Var maðurinn mjög öivaður. Björgunarbátur var strax settur út og skipinu siglt í hringi. Fannst maðurmn eftir að hann hafði verið um 10 mínútur í sjónum. Hafði hann flotið upp á plastbrúsa sem hann hafði um hálsinn. Þegar manninura hafði verið komið um borð hófust lífgunartil- raunir björgunarmanna. Reyndust þær árangurslausar. Skipið sneri þá aftur til Þorlákshafnar til að fara meö raanninn í land, Herjólfur hélt síðan aftur af stað til Vestraannaeyja klukkan hálf- tólf. Þá var búið að strengja net meðfram borðstokknura til að koma í veg fyrir frekari slys. Var rólegt um borð. Ungi maðurinn, sem lést, var 20 ára, frá Tálknafirði en hefur búiö í Garðabæ. Þetta er fyrsta dauðaslys sem verður á MS Herjólfi. Helgaiveðrið: Gott ferðaveður Veðurhorfur á laugardag. Þessi fríði hópur fólks var ekki í neinum vafa um hvert skyldi halda um verslunarmannahelgina. Var ferðinni heitið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Var góð stemning og létt yfir mannskapnum þegar lagt var í’ann frá BSÍ klukkan átta í morgun. DV-mynd KAE Veðurhorfur á mánudag. Veðurhorfur á sunnudag. Hið besta ferðaveöur mun verða um allt land um verslunarmanna- helgina samkvæmt spá sem Eyjólf- ur Þorbergsson veðurfræðingur hefur unnið fyrir DV. Veðrið verð- ur best á sunnanverðu landinu en lakara fyrir norðan. Veðrið fer þó batnandi og á sunnudag og á mánu- dag verður ekki hægt að tala mn annað en blíðskaparveður. Á laugardag verður hæg norðlæg átt á landinu. Um norðan- og aust- anvert landið verður skýjað og sums staðar lítilsháttar úrkoma, en skýjað með köflum á Suðvestur- og Vesturlandi. Fremur svalt verður í veðri en þó sæmilega hlýtt yfir daginn suðvestanlands. A sunnudag verður komið hið besta veður um nánast allt land, þurrt og bjart. Hæg breytileg átt verður ríkjandi eða norðangola. Á mánudag verður fremur hæg breytileg átt um allt land. Sums staðar við norðurstöndina verður skýjað en yfirleitt þurrt og bjart veður alls staðar á landinu. -JFJ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.