Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Qupperneq 60
Frjálst.óháð dagblað FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. Straumurfólks ^ tilEyja Eftir samtölum viö Bifreiöastöö ís- lands að dæma virðast flestir feröa- menn á suðvesturhorni landsins ætla sér á þjóðhátíö í Vestmannaeyj- um. í morgun höföu aliir miöar, sem BSÍ hefur til Vestmannaeyja, selst nema meö Herjólfi klukkan tvö í nótt. Var stöðug eftirspurn eftir miö- um. Nokkur eftirspurn var eftir miö- um til Melgerðismela og Atlavíkur. Lítur út fyrir aö þeir sem ætla til JJaltalækjar og Víkur fari mest á "éinkabílum. Mikil farmiðasala var í Þórsmörk og á Laugarvatn. Ferðafélag íslands hefur þegar fyllt skálann í Þórsmörk. Getur félagið tekið 350 manns í dalinn og eru þau pláss þegar full. Eins virðast margir ætla í Þórsmörkina á vegum Útívist- ar. Hjá Bifreiðastöö Akureyrar feng- ust þær upplýsingar að töluvert væri um fyrirspumir en fólk pantaði á síðustu stundu. Yrði mikill straumur einkabíla á Melgerðismela. Eins var mikið spurt um Atlavík. -hlh kemur næst út þriðjudaginn 2. ágúst. Smáauglýsingadeild DV er opin til kl. 22 í kvöld. Lokað laugardag, sunnudag og mánudag. Ánægjulega verslunarmannahelgi og góða ferð! 1hefiOl Stjom Landakots: Samningar við yfirlækni endurskoðaðir í morgun í svari stjórnar Landakotsspítala við skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur spítalans kemur fram að stjórnin telur nú eðlilegt að endur- skoða samninga við Jóhann L. Jón- asson, yfirlækni á rannsóknarstofu. í svarinu segir að hann fái nú 30 prósent af öllum rannsóknargjöld- um. Þetta hlutfall hefur farið lækk- andi á undanförnum árum. Nú telur stjómin eðlilegt að semja að nýju með það fyrir augum að lækka hlut Jóhanns enn. Stjómin segir einnig ástæðu til að endurskoða afgreiðslufyrirkomulag lyfjabúrs. Læknamiðstöðvamar á Marargötu 2 og í Glæsibæ höföu fengið lánuð lyf úr lyíjabúrinu. Það mun í fyrsta lagi vera ólöglegt en einnig hefur þetta fyrirkomulag ver- ið spítalanum óhagkvæmt. Þá tekur stjórnin undir flestar af mörgum ákúrur Ríkisendurskoðun- ar varðandi bókhaldsfærslur, til dæmis um færslu kaupleigusamn- inga. Stjómin véfengir hins vegar reikn- inga Rikisendurskoðunar um kostn- að vegna þvottahúss spítalans. í hús- næði þvottahússins er einnig birgða- geymsla. Ríkisendurskoðun tók ekki tillit til þess við útreikninga sína enda ekld getið um kostnað vegna þessa í bókhaldi. Það mun því vera rangt í skýrslu Ríkisendurskoðunar að kostnaður vegna þvotta og líns sé 76 prósent hærri hjá Landakoti en hjá ríkisspítölunum. Meginatriðið í svari Landakotsspít- ala er að ríkið hafi'með samningi árið 1976 gengið að því að sjá spítal- anum fyrir rekstrarfé. Honum beri því að standa við það. -gse LOKI Mikið verður gaman að vera í Reykjavík um helgina! Banaslys í Eyjaferð Jónas Fr. Jónsson, DV, Vestmaimaeyjum: Ungur maður féll fyrir borð á MS Herjólfi um klukkan 22.15 1 gærkvöldi. Var skipiðnýlagtaf stað frá Þorlákshöfn og rétt komið á fulla ferð þegar slysið átti sér staö. Var maðurinn mjög öivaður. Björgunarbátur var strax settur út og skipinu siglt í hringi. Fannst maðurmn eftir að hann hafði verið um 10 mínútur í sjónum. Hafði hann flotið upp á plastbrúsa sem hann hafði um hálsinn. Þegar manninura hafði verið komið um borð hófust lífgunartil- raunir björgunarmanna. Reyndust þær árangurslausar. Skipið sneri þá aftur til Þorlákshafnar til að fara meö raanninn í land, Herjólfur hélt síðan aftur af stað til Vestraannaeyja klukkan hálf- tólf. Þá var búið að strengja net meðfram borðstokknura til að koma í veg fyrir frekari slys. Var rólegt um borð. Ungi maðurinn, sem lést, var 20 ára, frá Tálknafirði en hefur búiö í Garðabæ. Þetta er fyrsta dauðaslys sem verður á MS Herjólfi. Helgaiveðrið: Gott ferðaveður Veðurhorfur á laugardag. Þessi fríði hópur fólks var ekki í neinum vafa um hvert skyldi halda um verslunarmannahelgina. Var ferðinni heitið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Var góð stemning og létt yfir mannskapnum þegar lagt var í’ann frá BSÍ klukkan átta í morgun. DV-mynd KAE Veðurhorfur á mánudag. Veðurhorfur á sunnudag. Hið besta ferðaveöur mun verða um allt land um verslunarmanna- helgina samkvæmt spá sem Eyjólf- ur Þorbergsson veðurfræðingur hefur unnið fyrir DV. Veðrið verð- ur best á sunnanverðu landinu en lakara fyrir norðan. Veðrið fer þó batnandi og á sunnudag og á mánu- dag verður ekki hægt að tala mn annað en blíðskaparveður. Á laugardag verður hæg norðlæg átt á landinu. Um norðan- og aust- anvert landið verður skýjað og sums staðar lítilsháttar úrkoma, en skýjað með köflum á Suðvestur- og Vesturlandi. Fremur svalt verður í veðri en þó sæmilega hlýtt yfir daginn suðvestanlands. A sunnudag verður komið hið besta veður um nánast allt land, þurrt og bjart. Hæg breytileg átt verður ríkjandi eða norðangola. Á mánudag verður fremur hæg breytileg átt um allt land. Sums staðar við norðurstöndina verður skýjað en yfirleitt þurrt og bjart veður alls staðar á landinu. -JFJ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.