Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. Sendiherrahjónin Ástríður og Hans G. Andersen: „Þar var barist látlaust" - ferill og störf í þágu íslands rifjuð upp Hjónin Ástríöi og Hans G. Ander- sen þarf vart að kynna. Þau hafa um áratuga skeiö veriö glæsilegir full- trúar íslands á erlendum vettvangi. Heimili hafa þau meðal annars átt í Stokkhólmi, Osló, París, Washington og New York. Heimili þeirra er glæsi- legt, prýtt listaverkum eftir fremstu listmálara íslands. Einnig efdr hús- freyjuna sjálfa sem getið hefur sér gott orð sem myndlistarmaður. Þau hjón eru gestrisin og víst er að engum gestkomandi hefur leiðst á heimili þeirra. Hans G. Andersen er kunnur fyrir störf sín í þágu íslands, sérstaklega á sviði hafréttarmála. Nær allan sinn starfsferil hefur Hans helgað krafta sína eignarréttinum á fiskimiðunum í kringum landið. Árangurinn af því starfi má öllum vera ljós. Hans hefur getið sér alþjóðlega frægð og virð- ingu sem einhver mesti hafréttarsér- fræðingur okkar tíma. Ástríður Andersen er vel þekkt, bæði á íslandi og erlendis, sem litlir styrkir. Fyrsí fór ég til Toronto og byrjaði þar nám í þjóðarétti hjá prófessor Laskin. Hann varð síðar forseti hæstaréttar Kanada. Eftir dvölina í Toronto fór ég til New York og nam viö Columbia lagaháskólann. Ég var heppinn því ég lærði hjá próf- essor Charles Cheney Hyde, sem hafði verið aðallögfræðingur Banda- ríkjastjórnar í mörg ár. Hann var þá að skrifa bók og þar sem mig vantaði peninga réð hann mig sem aðstoðar- mann. Ég vann að því að gera skrá yfir atriðisorð og málaferli sem hann vitnaði í í bókinni, svo og prófarka- lestri. Bókin kom síðar út í þremur bindum. Ég hafði aldrei hugsað mér að taka próf frá Columbia því ég vildi heldur fara frá Harvard. Eftir að mínu starfl við bókina lauk flutti ég mig til Harvard og þar komu sér vel þeir peningar sem ég hafði unnið mér inn. í Harvard var ágætur kenn- ari í þjóðarétti, Manley Hudson, sem var um tíma dómari við alþjóðadóm- stólinn í Haag. Þetta var á stríðstíma an varð sú að ekki mundi það eitt breyta neinu þar sem alþjóðalög kváðu á um þriggja mílna landhelgi. Þar fyrir utan væri ekkert hægt að gera nema með samningum við önn- ur ríki. Bretar urðu æfir Allar þær þjóðir, sem veiddu við ísland og tóku nærri helming af ís- lenska aflanum, voru alls ekki til- búnar að breyta lögunum. Vísuöu einungis í alþjóðalög. Ég skrifaði greinargerð um málið og lagði það þannig upp að það ætti að hafa tví- þætta stefnu. Önnur var sú að setja lög á íslandi sem miðuðu við sem stærst svæði, allt landgrunnssvæðið. Það væri rammalöggjöf sem ekki kæmi til framkvæmda nema með reglugerðum sem ekki þýddi að setja eins og á stóð. Hitt atriðið var að setja í gang hreyfmgu til að breyta þessum alþjóðalögum. Þá var staðan sú að sett hafði verið koma fram með tillögu um að taka máhð upp aftur. Ég man að ég sagði að ástæðulaust væri að ætla að menn hefðu ekki vitað hvað þeir væru að gera og að minnsta kosti þyrfti tvo, þriðju til aö taka málið upp aftur. Þeim meirihluta náðu þeir ekki. Þannig var málið sett í gang. Samkomulag náðist ekki Alþjóðalaganefndin fékkst viö það næstu árin að gera uppkast aö reglum um hafréttinn í heild. Við lögðum greinargerðir inn til hennar hvað eftir annað. Viö lögðum mikla áherslu á að greina þyrfti á milli landhelgi og fiskveiðilögsögu. Land- helgin gæti verið hvað sem væri en fiskveiðilögsagan yrði þar fyrir utan. Fara ætti eftir hvað væri nauðsyn- legt á hveijum stað, ekki þyrfti að vera sama fiskveiðilögsaga alls stað- ar. Ýmis uppköst voru gerð og send til umsagnar ríkisstjórnanna. Við ópuráðinu, Efnahagssamvinnustofn- un Evrópu og hvar sem færi gafst. Engir árekstrar árið 1950 Þriðja hafréttarráðstefnan hófst árið 1973 og stóð til ársins 1982. Þar var barist látlaust og alltaf þokaðist áfram. Ef við snúum okkur aftur að landgrunnslögunum þá voru þau smám saman framkvæmd á grund- velli þessarar þróunar í alþjóðarétti. Það fyrsta var að við notuðum tæki- færið þegar úrskurður Haag-dóm- stólsins kom í máli Breta og Norð- manna, þar sem dómurinn viður- kenndi beinar norskar grunnlínur. Við ákváðum að velja stað á landinu þar sem minnst átök væru og fyrir valinu varð norðurströndin. Þar voru dregnar beinar grunnlínur árið 1950 og fjórar mílur þaðan. Ekki urðu miklir árekstrar út af því þar sem Bretarnir voru ekki þar að veiðum. Þetta var því hættulítið. Árið 1952, þegar endanlegur dómur kom, var Kortið af landgrunnssvæðunum sem Hans nefnir f viöfalinu. Frá tólf mílum í fimmtiu og ioks tvö hundruð mílur eins og endanlega var ákveðið í hafréttarsáttmála. . I 3 sjómilur, 25þúsundkm2 □ 4 - 43 - ■ 12 75 B! 50 216 - □ 200 - 758 - Hans G. Andersen og Thor Thors á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York árið 1947. myndlistarmaður. Hún hefur haldið málverkasýningar í Bandaríkjunum, Sviss, Noregi, Svíþjóð og á Islandi. Hún hefur hlotið margvíslega viður- kenningu sem listamaöur og hefur tvívegis hlotið listamannastyrk frá norsku ríkisstjóriúnni. Ástriður er mikill velunnari íslendingafélaga í Bandaríkjunum og allan þann tíma, sem þau hjón voru í Washington, gaf hún Islendingafélaginu málverk sem boðin voru upp á þorrablótum félags- ins. Síöan þau hjónin fluttu til New York hefurhún verið jafnrausnarleg við íslendingafélagið þar. Þau búa nú í New York þar sem Hans er sendiherra íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum. DV spjallaði við þau fyrir nokkru og bað þau að segja frá ferli sínum. Hans hóf fyrstur máls. Kynnti sér þjóðarétt „Ég tók stúdentspróf árið 1937 frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þaðan lá leiðin í lagadeild Háskóla íslands og ég lauk prófi þaðan rúmum þrem- ur árum síðar. Þá fór ég að hugsa um framhaldsnám og fyrir valinu urðu alþjóðalög eða þjóðaréttur. Ég fékk smástyrk úr Kanadasjóði og síö- ar úr sáttmálasjóði. Þetta voru mjög # og ekki margir námsmenn, þeir voru annað að gera. Ég hafði því kennar- ann nokkuð fyrir mig. Við vorum aðeins þrír hjá honum í framhalds- námi. Landhelgismál var fyrsta verkefirið Eftir að ég lauk prófi frá laga- deildinni í Harvard fór ég heim til að leita mér að atvinnu. Ég vildi helst starfa við það seiii ég hafði verið að mennta mig í. Ég fór því til Bjama Benediktssonar sem hafði kennt mér í lagadeildinni og Ólafs Thors. Þaö varð úr aö ég var ráðinn sem þjóð- réttarfræðingur utanríkisráðuneyt- isins. Fyrsta verkefni, sem mér var faliö, var að kanna hvort möguleiki væri á að gera eitthvað í landhelgis- málinu. Þá stóð þannig á að í gildi var samningur milli Dana og Breta frá 1901 þar sem kveðið var á um þriggja mílna landhelgi. Talið var þannig frá lágfjöru aö í flóum og fjörðum átti grunnlínan að vera sem næst mynninu sem voru tíu mílur. Það táknaði að allir flóar og flestir firðir voru opnir. Mitt fyrsta verk var að kanna hvort rétt væri að segja upp þessum samningi og reyna síðan að vinna á þeim grundvelli. Niðurstað- upp alþjóðalaganefnd á vegum Sam- einuðu þjóðanna og hún var einmitt aö hefja störf. Þar var hægt að taka málið upp. Greinargerö mín var sam- þykkt í ríkisstjórninni og fyrsta framkvæmdin var að setja land- grunnslögin frá 1948 sem kveöa á um að innan endimarka landgrunnsins mætti einhliða setja reglur um veiðar og verndum fiskimiða. Hvað hina hliðina varðar þá hafði alþjóðanefnd- in valið sér forgangsverkefni og voru þau þrjú. Milliríkjasamningar, gerð- ardómar og í þriðja lagi úthafið. Þar var leikur á borði. Ég átti á þessum tíma sæti í sjöttu nefnd allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna sem fjall- aði um lögfræðileg mál. Þar kom ég með þá tilllögu að alþjóöalaganefnd- in skyldi taka ekki einungis úthafiö heldur allan hafréttinn í heild sinni. Þá ruku Bretar upp og sögðu að ekki þýddi aö tala um þetta mál þvi allir vissu að landhelgin væri þrjár mílur og þar fyrir utan væri ekki hægt að gera neitt, þess vegna væri úthafið nóg. Ég sagði að ef þetta væri svona ljóst þá kæmi það fram hjá nefndinni og við skyldum hætta á það. Tillaga mín var síðan samþykkt snemma um morgun og voru ekki allir mættir sem betur fer. Þá urðu Bretamir al- veg æfir og fengu Hollendinga til að svöruðum alltaf og lögðum alltaf áherslu á sömu hlutina. Alþjóða laganefndin kom sér ekki saman um víðáttu lögsögunnar þó þeir kæmu sér saman um ýmsar reglur. Þeir voru hlynntir tólf mílna landhelgi og tóku fram að athygli þeirra hefði verið vakin á því að ef til vill þyrfti víðari fiskveiðilögsögu en þeir þóy- ust ekki hafa kunnáttu eða aöstöðu til að taka tillit til þess. Þeir lögðu því til að kölluð yrði saman alþjóða- ráðstefna. Árið 1958 kom fyrri Gen- farráðstefnan saman. Þar náðist ekki samkomulag um þetta atriði heldur, þótt ýmislegt annað yrði þar að sam- komulagi. Þá var kölluð til önnur ráðstefna árið 1960 en þar náðist ekki heldur samkomulag um málið. Þegar hér var komið sögu var ekki annað hægt að gera í stöðunni en að halda áfram að róa í þessu við aörar þjóðir. Það þýddi ekkert aö eiga við Vestur-Evrópuríkin. Þaö voru frem- ur Suður-Ahieríku, Asíu og Afríku- ríki seiri viö gátum unnið á okkar band. Smám saman fundum við fylgi og þá var ákveðiö að halda þriðju hafréttarráðstefnuna árið 1973. í millitíðinni höfðum við unniö að málinu bak við ijöldin. Það gerðum við á hinum og þessum stööum svo sem Atlantshafsbandalaginu, Evr- þetta sett allt í kringum landið. Síðan kom þptta stig af stigi eins og sést á kortinu sem hér fylgir með. Frá tólf mílum í fimmtíu og loks tvö hundruð mílur eins og endanlega var ákveðið í hafréttarsáttmála. Jafnframt þessu var reynt að losna við útlendingana en eins og alhr vita var gerður samningur við Vestur- Þjóðverja og Breta og reynt að tak- marka veiðiheimildir handa Belgum sem höfðu staðiö með okkur. Síðan fengu Færeyingar leyfi til að veiða hér takmarkað magn. Samningar um flugstöðina Þetta var aðalviðfangsefhi mitt fyrstu árin þó endanleg lausn hafi ekki komið fyrr en árið 1982 við und- irskrift hafréttarsáttmálans á Jama- ica. Af öðrum verkefnum, sem ég hef fengið, má nefna vamarmálin. Mér var á sínum tíma falið að semja við bandaríska fulltrúa um vamarsamn- inginn, gera uppkast að þeim samn- ingi. Það gekk ágætlega og sá samn- ingur hefur staðið síðan lítiö breytt- ur. í sambandi við það kom síðan upp flugstöðin í Keflavík. Á endanum tókst að útvega tuttugu milljónir dala sem framlag Bandaríkjamanna. Það átti að vera helmingur af heildar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.