Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 28
28 Sérstæð sakamál FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. DV í bílslysinu sem varð á vegi í Suður-Frakklandi týndi maður lífinu. Hann var sagður Yves Dandonneau og var líftryggður fyrir um níutíu milljónir króna. Féð skyldi renna til kon- unnar sem hann hafði búið með. Það var því ef til vill ekki að undra þótt grunur vaknaði um að ekki hefði allt verið með felldu og Yves Dandonneau hefði verið myrtur. Slysiö varö á frekar fáfómum vegi aðfaranótt 7. júní í fyrra. Bíllinn ók beint á kiett nokkuð fyrir vestan Marseille, hafnarborgina við Mið- jarðarhafið. Um kiukkan hálftvö um nóttina kom maður að húsi um kílómetra frá slysstaðnum og bað um aðstoð. „Vin- ur minn situr meðvitundarlaus í bíinum," sagði hann. „Vonandi kviknar ekki í honum.“ Síðari setn- inguna endurtók maðurinn mörgum sinnum. Þegar lögreglan og sjúkrabíll komu á staðinn kom í Ijós að ótti mannns- ins hafði verið á rökum reistur því bíllinn stóð í ljósum logum og sá sem í honum hafði verið var látinn. Ökumaður bílsins, sá sem komið hafði til hússins um nóttina til að biðja um hjálp, reyndist vera Daniel Blouard. Bæði hann og Yves Dan- donneau höfðu verið að koma frá heimabæ sínum, Montmorency nærri París. Blouard sagðist hafa tekið sér frí frá vinnu til þess að fara með vini sínum til Suður-Frakk- lands. Þar sem slysið varð er vegurinn beinn og þótti einkennilegt að það skyldi hafa orðið þar en ekki nokkru áður er bílnum var ekið eftir mjög hlykkjóttum vegarkafla. Blouard gaf hins vegar þá skýringu að hann hefði litið af veginum í nokkur augablik og þá sveigt óafvitandi til hhðar. „Líkið skal brennt,“ var eitt af því fyrsta sem sambýliskona Dan^onn- eaus, Marie-Therese Herault, sagði er hún hafði jafnað sig eftir fregnina af dauöa mannnsins sem hún hafði búið með í nokkur ár og átti dreng með. „Það var ósk hans sjáifs að hann yrði brenndur," sagði hún svo til skýringar á beiöni sinni. Enginn efaðist um sannleiksgildi orða hennar og aö sjálfsögðu er það siður að fara í þessum efnum eftir ósk þess látna. Lík Yves Dandonneaus var því brennt og grét Marie-Therese á með- an. Öskunrn var síðan dreift þar sem slysið hafði orðið og lagður blóm- sveigur á klettinn. Svo einkennilega vill til að slysstaðurinn heitir L’Homme Mort eða Dauði maöurinn. Grunur vaknar Sennilega hefði engum þótt neitt grunsamlegt viö morðið hefði ekki fljótlega komið í ljós aö nokkrum dögum fyrir slysið hafði Yves Dan- donneau líftryggt sig fyrir verulegri upphæð og skyldi hún þrefaldast léti hann lífið í bílslysi. Tryggingafélagið, Generale Accident, hóf því rann- sókn. Var henni stjómað af manni, Moser aö nafiii, sem verið hafði lög- reglufulltrúi en var hættur störfunj. Yves Dandonneau. Hann fór þegar á slysstaðinn og ræddi við fólkið sem Blouard hafði leitað til um hjálp nóttina sem slysið varð. Moser þótti mjög undarlegt hve lít- ið skemmdur bíll Dandonneaus reyndist vera að framan eftir slys þar sem hann hafði átt að missa meðvit- und í. Er Moser ræddi við fólkið, sem Blouard hafði komið til, kom í ljós að hann hafði ekki einu sinni verið móður þegar hann kom af slysstaðn- um og hefði hann þó átt aö vera bú- inn að hlaupa um kílómetra. Þá vaknaði enn fremur sú spuming hvers vegna hann hefði ekki komið vini sínum úr bílnum úr því hann óttaðist svo mjög að eldur kynni að koma upp í honum. Morð? Moser velti þeirri spumingu mjög ákaft fyrir sér næstu dægrin hvort það gæti verið að Yves Dan- donneau hefði verið myrtur til þess að erfingjamir fengju greidda líf- trygginguna? Á meðan hann reyndi að komast að niðurstöðu lagði haxm sig fram um að afla frekari upplýs- inga sem varpaö gætu ljósi á máUö. Kom þá í ljós að Yves Dandonneau hafði verið líftryggður hjá átta trygg- ingafélögum og að í flestum tilvikum var þannig frá tryggingunum gengiö að upphæðin skyldi þrefaldast létist sá tryggði í bílslysi. Alls var trygg- ingarféö jafnvirði um níutíu milljóna króna. Skyldi það allt renna til MarieTherese Herault. Moser gaf tryggingafélaginu Gen- erale Accident brátt skýrslu en félag- ið sendi hana til lögreglunnar í Mont- pellier. Tók þá við málinu lögreglu- fúlltrúi aö nafni Male. Hann var Bernard Depene. honum aftanverðum. Helst leit því út fyrir að bensíni hefði verið hellt yfir manninn sem setið hafði við hlið ökumannsins. Og aftur vaknaði spumingin um hvort hægt væri að sanna að hann hefði verið einhver annar en Dandonneau. Tannflísar í bílnum fundist nokkrar beinflís- ar og flísar úr tönnum. Þær vom reyndar svo smáar að erfitt var að átta sig á þeim en eftir nokkum tíma tókst sérfrEeðingum rannsóknarlög- reglunnar að sýna fram á að þær væm úr manni sem vantað hefði aðra augntönnina. Hefði hún verið tekin mörgum ámm áður. Er rætt var við tannlækni Dan- donneaus kom í Ijós að hann hafði hvomga augntönnnina vantað. Hver hafði þá maðurinn í bílnum verið? Og hvar var Yves Dandonneau? Símahleranir vom næsta ráð rann- sóknarlögreglunnar. Var fylgst með öllum símtölum Marie-Therese því líklegast var að hún gæti leitt lögregl- una til Dandonneaus. Hún heyrðist hins vegar aldrei ræða við neinn sem talinn var geta verið hann. Aftur á móti kom í Ijós að hún ræddi stund- um við konu í Cannes. Spurði hún þá jafnan hvemig herra Depene hefði það. Gat það verið að herra Depene væri Yves Dandonneau? Þetta var nú spumingin sem lögreglan varð aö fá svar við. Grunaði ekkert Er hér var komið sögu grunaði Marie-Therese ekki að fylgst væri með ferðum hennar og sími hennar Marle-Therese Herault. þeirrar skoðunar að Moser hefði haft rétt fyrir sér í skýrslu sinni er hann hélt því fram að Yves Dandonneau hefði ekki verið myrtur heldur hefði hann sjálfur myrt einhvem óþekkt- an mann sem hann hefði komið fyrir í bílnum sínum sem hann hefði borið eld að. Væri það Yves Dandonneau sjálfur sem ætlaði sér, ásamt Marie- Therese Herault, að lifa í vellysting- um er allt tryggingarféð hefði fengist greitt. Spumingin væri bara hvar Dandonneau héldi sig. Var tryggingasali Rannsókn á ferli Dandonneaus leiddi í ljós að hann hafði áður selt líftryggingar. Þekkti hann því það vel til starfsemi tryggingafélaga að óhætt virtist að ganga út frá því að hann hefði vitað aö hægt væri aö tryggja sig fyrir talsverða upphæð án þess að slysadauði vekti það mikla athygli að sérstök rannsókn yrði lát- in fara fram. Það að selja slys af þessu tagi á svið kraföist hins vegar samstarfsmanna. Daniel Blouard hlyti að vera í þeim hópi. Bfllinn. í Ijós kom nú að áður en atvikið á L’Homme Mort átti sér stað höfðu þeir Dandonneau og Blouard farið saman til Suður-Frakklands til þess að leita að einbýlishúsi. Sá grunur vaknaöi, er þetta varð ljóst, að sam- tímis hefðu þeir verið að leita að hentugum „slysstaö",- Hlyti það að vera ætlun Dandonneaus að kaupa hús á fallegum stað í Suður-Frakk- landi er hann gæti á ný leyft sér að koma fram í dagsljósið eftir „dauða“ sinn. En ekkert yrði sannað nema tækist að sýna fram á að Dandonne- au væri ekki sá sem látist hafði í bíln- um. Bíllinn grandskoðaður Bíllinn var illa farinn eftir elds- voðann. Farið var með hann á rann- sóknarstofur lögreglunnar þar sem hver smáblettur var skoðaöur og allt sem fannst tekið til frekari rann- sóknar hversu lítið sem það var. Þessi rannsókn leiddi meðal ann- ars í Ijós aö ekki hafði kviknað fram- anvert í bílnum eins og búast hefði mátt við eftir slíkt atvik heldur í hleraður. Hún vissi því ekki að í Cannes var fylgst með ferðum Dani- ele Simonin, konunnar sem hún hringdi stundum til. Simonin reynd- ist hafa tekið að sér ráðskonustörf fyrir mann að nafni Bemard Depene. Er hann var borinn saman við Yves Dandonneau kom í ljós að hann var bláeygur og dökkhærður en Dan- donneau haföi verið með Ijóst hár og brúneygöur. En hár má lita og augnalit má breyta með sjónlinsum. Handtakan fór fram 15. janúar síð- astliðinn. Þá barði lögreglan að dyr- um hjá herra Depene í Cannes og var hann handtekinn. Reyndist hann vera Yves Dandonneau, maöurinn sem „látist" hafði sjö mánuöum áð- ur. Samtímis vom Marie-Therese og Daniel Blouard handtekin. En hver haföi hann þá verið sá sem myrtur hafði verið svo hægt væri að komast yfir tryggingarféö? Hann reyndist hafa veriö drykkjumaður sem gekk undir nafninu Joel. Var hann lokkaöur til Suöur-Frakklands með áfengi og brenndur inni í bílnum er hann svaf áfengisdásvefhi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.