Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 39
Kvikmyndir Leikstjórinn og leikarinn ásamt Tucker-bílnum. Tucker * I fyrsta sinn síðan þeir félagar Francis Coppola og George Lucas gerðu American Graffiti árið 1973 hafa þeir ákveðið að starfa saman að nýju við gerð myndarinnar Tucker Öll lönd eiga sín blómaskeiö í kvik- myndagerð og sum þeirra fleira en eitt. Til dæmis stóðu Þjóðveijar mjög framarlega upp úr fyrri heimsstyij- öldinni þegar Fritz Lang var upp á sitt besta. Síðan kom öldudalur og það var ekki fyrr en með „nýbylgj- unni“ upp úr 1965 sem kvikmynda- gerð Þjóöveija náði sér á strik aftur með mönnum eins og Fassbinder, Kluge og Herzog í fararbroddi. Eftir marga góða kafla virtist bandarísk kvikmyndagerð eiga erfitt uppdráttar upp úr 1955. Það virtist vanta nýtt blóð, bæði hvað varðaði framleiðendur og leikstjóra. Þetta breyttist þó upp úr 1970 þegar hópur ungra leikstjóra tók völdin í Holly- wood og sendi frá sér hveija mynd- ina á fætur annarri sem sló í gegn. Þessir einstakhngar áttu það allir sameiginlegt að vera einlægir kvik- myndaaðdáendur sem höföu verið meira eða minna allt sitt líf í kvik- myndahúsum eða við gerð kvik- mynda. Kvikmyndagerð var ástríöa hjá þeim frekar en atvinna, a.m.k. á þessum tíma. Þeir voru uppnefndir „kvikmyndafríkin“ og talað var um „endurvakningu Hollywood". Nýttblóð En hveijir voru þessir ungu menn? Jú, við þekkjum flest nöfnin því enn eru þeir með afkastamestu og hugmyndaríkustu kvikmynda- gerðarmönnum Bandaríkjanna og tengjast flestum vinsælustu mynd- um alira tíma. Þeir sem oftast eru nefndir eru þeir Robert Altman, John Cassavetes, Paul Mazursky, Martin Scorsese, Brian DePalma, John Milius, Steven Spielberg, Fran- cis Coppola og svo síðast en ekki síst George Lucas. Fyrir 15 árum gerðu þeir tveir síð- astnefndu hina vinsælu mynd Amer- ican graffiti. Skömmu síðar skildi leiðir þeirra þegar Lucas stofnaði fyrirtækið Lucas Film meðan Copp- ola hélt áfram með Zeotrope. Síðan hefur gengiö á ýmsu hjá þeim félög- um og skipst á skin og skúrir eins og síðar verður vikið að. En nú fundu þeir félagar þörf á aö leiöa saman hesta sína aö nýju og fyrir vahnu varð mynd um bandaríska fram- kvæmda- og uppfinningamanninn PrestonTucker. Hver er þessi Tucker? Ævisaga Tucker minnir um margt á bandaríska drauminn að verða heimsfrægur og ríkur á einni nóttu. Hún minnir einnig á að skjót- unnið gengi getur verið fallvalt og það er auðvelt að missa allt úr hönd- um sér á einni nóttu. Preston Tucker var hugmyndarík- ur maður. Hann fann upp vél sem klóraöi fólki á bakinu, tæki til aö leita að úraníum, sem festa mátti á bíl viðkomandi, auk þess sem hann hannaði bíl sem var með vatn- skældri vél að aftan, með diskabr- emsur, öryggisglugga semlosnaði við árekstur og svo var mælaborðiö sérstaklega bólstrað til að minnka líkur á að farþegi slasaðist við snögga hemluneðaslys. Árið 1946 ákvað Tucker aö hefla framleiðslu á bílnum sínum sem hlaut heitið Tucker. Hér var um ný- tískulegan bíl að ræða sem var hann- aður með öryggi í huga án þess að það kæmi niður á úthtinu og til að kóróna aht var hann á viðráðanlegu verði. Meðal nýjunga má nefna að framhjólin voru tengd aðahjósunum þannig að þau hreyfðust þegar beygt varogþáísömuátt. Ofundsýki Stóru bílaframleiðendumir voru ekki yfir sig ánægðir með þetta fram- tak Tuckers. Þeir sáu th þess að bandaríska verðbréfanefndin hóf at- hugun á rekstri og bókhaldi Tuckers 1948 vegna ásakana um verðbréfa- svik. Þótt Tucker væri sýknaður af kærunni síðar var skaðinn skeður. Neikvætt umtal í fjölmiðlum gerði fólk, sem haíöi ætlað aö fjárfesta í fyrirtæki Tuckers, hrætt, sem gerði það að verkum að hann varð gjald- þrota eftir að einungis 50 bílar höfðu veriðframleiddir. Tucker gafst ekki upp og hélt áfram að reyna að finna leið tll aö framleiða bha sína. Þegar hann dó, aðeins 53 ára að aldri árið 1956, var hann að vinna að bh framtíðarinnar sem átti að framleiöa í Brasihu og bar hið framandi nafn Caricoa. Samlíking Margir hafa velt fyrir sér hve hkt lífshlaup Tuckers er lífi Coppola. Hafa sumir komist svo að orði að engu líkara sé en Coppola sé að kvik- mynda ævisögu sína. Þessi ummæli eru ekki heldur alveg að ástæðu- lausu því margt hefur drifið á daga Coppola. Coppola hafði leikstýrt einum fjór- um myndum áöur en hann sló í gegn með TTie Godfather árið 1972. Síðan gerði hann hina stórgóðu mynd The Conversation sem nýlega var sýnd í sjónvarpinu. Síðan tókst Coppola að sýna fram á aö það var engin thvhjun að myndin The Godfather varð svona vinsæl þegar hann gerði framhalds- myndina, The Godfather n, sem reyndist vinsæhi en fyrsti hlutinn. Hápunkturinn á ferh Coppola verð- ur að teljast Víetnam-myndin Apo- calypse Now sem hann gerði 1979. Myndin fór fram úr áætlun á öhum sviðum og orsakaöi m.a. að Coppola fékk taúgaáfah. Hann lagði aht undir og þegar myndin sló í gegn hélt Copp- ola að honum væri allir vegir færir. Hallarundanfæti Eitt fyrsta verk Coppola var að kaupa kvikmyndaver sem hann kall- aði Zoetrope kvikmyndaverið. Þang- að hóaði hann vinum og kunningj- um. Ætlunin var aö gefa ungu og óþekktu fólki tækifæri th að koma sér á framfæri. Einnig bauð hann aðstöðu mörgum eldri leikstjórutfr— sem áttu erfitt með að fá fjármagnað- ar myndir sínar hjá stóru kvik- myndaverunum. Sjálfur lagði Copp- ola út í gerð myndarinnar One From The Heart sem var ástarsaga sem gerðist í Las Vegas. Myndin reyndist feiknadýr og þegar hún var frum- sýnd vhdi enginn sjá hana. Coppola fór á hausinn með kvikmyndaverið ogmisstiahtsitt. Th að borga skuldimar og th að sanna að hann gæti enn gert ódýrar myndir og á áætlun tók hann að sðsL nokkur verkefni sem leikstjóri. Hann leikstýrði tveimur nettum myndum, byggðum á sögum S.E. Hinton, þ.e. The Outsiders og svo Rumble Fish. Síðan tók hann að sér The Cotton Club sem hlaut mjög misjafna dóma og stórtap varð á. Hins vegar sló Peggy Sue Got Married í gegn en hún var unnin fyrir eitt af stóm kvik- myndaverunum í Hohywood. Svo viröist sem Coppola standi sig betur þegar hann vinnur fyrir stóru kvik- myndaverin en fyrir einkaaðha. Framtíðin En áfóllin vom ekki öh aö baki. Meðan Coppola var að vinna að myndinni Gardens Of Stone, sem yfirleitt hlaut lélega dóma, drukkn- aði sonur hans þar sem hann var að sigla á bát þeirra feðganna. En enn að nýju virðist Coppola kominn vel á strik. Tucker, sem er gamalt draumaverkefni hans, er komin vel af stað og aht bendir th þess að myndin eigi eftir að verða vinsæl. í hlutverki Tuckers er Jeff aro. Paramount hefur tekið að sér dreifinguna svo líklega birtist mynd- in í Háskólabíó. Fyrir bhaáhuga- menn má nefna að enn em 45 eintök th af Tucker-bílnum og munu áhorf- endur fá aö sjá eina 19 bha sem sam- tök Tucker-bheigenda lánuöu Copp- ola. Baldur Hjaltason Heimildir: American Film/Variety. Hér sést hinn raunverulegi Tucker ásamt fyrsta bílnum sinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.