Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. 29 IþróttapistHl Glæsileg frammistaða landsliðsins Einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að Laugardals- hölhn væri troðfull af áhorfendum á landsleik í handknattleik um há- sumar, nánar tiltekið í lok júlí. Þetta gerðist í landsleikjunum gegn Vestur-Þjóðverjum á dögunum og áhorfendur fengu mikið fyrir aur- ana sína að þessu sinni sem oftar þegar handknattleikslandslið okk- ar á hlut að máli. Fyrri leikurinn I fyrri leiknum gegn Vestur- Þjóðverjum náði íslenska landshð- ið þriggja marka forskoti. Auðvitað voru það vonbrigði aö missa foryst- una niður. Mörgum fannst það óþarfi en þegar litið er á allar að- stæður er það ekki svo óeðlilegt. Lítum á síðari leikinn. Sama sagan endurtók sig íslenska liðið náði alveg glymr- andi leik í fyrri hálíleiknum í síð- ari leiknum - komst í 10-3 og yfir- burðirnir voru algerir. í síöari hálf- leik gerðist það aftur að forskotið varð að engu og Vestur-Þjóðveijum tókst að jafna metin. Ástæðan fyrir þessu er aðallega sú að okkar menn hafa verið í gífurlega erfiðum æf- ingum síðustu vikumar. Fyrri hálfleikurinn er yfirleitt góöur en þegar halda þarf haus í þeim síðari hverfur öh einbeiting, leikmenn fara að reyna skot í slökum færum og sóknirnar styttast. Þetta er eðli- legt á þessum tima. Enn era tæpir tveir mánuðir fram að handknatt- leikskeppni ólympíuleikanna og þann tíma þarf að nýta vel og hann verður vel nýttur. Sigur íslenska liðsins í síöari leiknum var gífur- lega mikih og kannski mikilvægari en menn gera sér almennt grein fyrir. Enn ein stjarnan að skjótast upp á stjörnuhimininn I gegnum árin höfum við íslend- ingar getað státað af snjöllum handknattleiksmönnum og mörg- um í allra frenístu röð í heiminum. Nú er farið að glitta í næstu stjörnu okkar en þar á ég að sjálfsögðu við hornamanninn unga og efnilega, Bjarka Sigurðsson. Hann sýndi ah- ar sínar bestu hliðar í síðari leikn- um gegn Vestur-Þjóðveijum og það verður erfitt fyrir Bogdan að ganga fram hjá honum þegar hann velur landsliðið fyrir ÓL. í Seoul. Bjarki er ótrúlega snjall og leikinn og það er engin lygi að hann á eftir að verða einn allra besti homamaður heims ef svo heldur fram sem horf- ir. En að sjálfsögðu er það undir Bjarka sjálfum komið hvort hann nær á topppinn eða ekki. Hann má vara sig á því, sem og aðrir efnileg- ir leikmenn sem fá verðskuldaða umfjöhun í fjölmiðlum, að ofmetn- ast ekki og umfram aht að halda sínu striki. Framarar stigu mikilvægt skref í átt að titlinum Knattspyrnumennirnir í 1. dehd eru nú komnir í dulítið frí en næstu leikir í 1. dehd eru á dagskrá 7. ágúst, eftir viku. Framarar halda enn miklu forskoti, sem er tíu stig. Næst eiga Framarar aö leika gegn Víkingum í Fossvoginum og helstu keppinautar þeirra um Islands- meistaratitilinn, Valur og Akranes, eiga að leika á Hlíðarendavelh. Sé mið tekið af síðustu leikjum í dehd- inni og frammistööu hðanna í sum- ar er ekki ólíklegt að ímynda sér að leikur Vals og ÍA endi með jafn- tefli og að Fram sigri Víking. Þar með held ég að Framarar væru al- veg öryggir með íslandsmeistara- tithinn. Forysta liðsins yrði þá 12 stig og eftir að leika um 15 stig, fimm umferðir. Auðvitað er það líka möguleiki að annaðhvort Val- ur eða IA vinni sigur og að Fram tapi. Þá yrði forskot Fram hugsan- lega komið niður í sjö stig og þá gæti allt gerst. íslandsmótið er því hvergi nærri búið og spennai^er þónokkur þrátt fyrir yfirburði Fram. Spennandi fallbarátta Spennan er jafnvel enn meiri á botni 1. dehdar en á toppi. Mörg lið geta enn falhð en aðeins þijú orðið Islandsmeistari. Ógerningur er að spá fyrir um hvaða lið falla í 2. deild en Völsungur frá Húsavík virðist þó líklegur til að yfirgefa 1. deild. Hvaða lið fylgir Völsungi í 2. deild æfia ég að leyfa lesendum að velta fyrir sér. Stefán Kristjánsson Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar Fjölskyldudeild Fósturheimili óskast fyrir 10 ára heimilislausan dreng. Nánari upplýsingar gefur Áslaug Ólafsdóttir félags- ráðgjafi í síma 685911. fcimhjólp Dagskrá Samhjálpar yfir verslunarmannahelgina fyrir þá sem ekki komast í ferðalag. Laugardagur 30. júlí. Opið hús kl. 14-17. Lítið inn og rab- bið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könnunni. Gunn- björg Óladóttir syngur einsöng. Almennur söngur kl. 15.30. Allir velkomnir. Sunnudagur 31. júlí. Samhjálparsamkoma kl. 16.00. Mikill almennur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnis- burðir. Gunnbjörg Óladóttir syngur einsöng. Ræðumaður Óli Ágústsson. ALLIR VELKOMNIR í ÞRÍBÚÐIR UM VERSLUNARMANNAHELGINA. ALLT í FERÐALAGIÐ Komið og kynnið ykkur úrvalið. Paradiso-fellihýsin uppsett á Vi mínútu. Opið föstudag til kl. 22.00 og laugardag frá kl. 10.00 til kl. 16.00 Ferðamarkaðurinn Bíldshöfða 12 Við hliðina á Bifreiða- eftirlitinu. Sími 674100 I IúsnæÖisstofnun ríkisins VEKNIDEILD Simi 696900 ÚTBOÐ Eskifjörður Stjórn verkamannabústaða á Eskifirði óskar eftir til- boðum í byggingu tveggja hæða fjölbýlishúss, byggðu úr steinsteypu. Verk nr. Z.05.01 úr teikninga- safni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 428 m2. Brúttórúmmál húss 1371 m3. Húsið verður byggt við götuna Dalbarð 8, Eskifirði, og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á bæjarstjórnarskrifstofu Eskifjarðar, Strandgötu 49, 735 Eskifirði, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá miðviku- deginum 3. ágúst 1988 gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðju- daginn 16. ágúst 1988 kl. 11.00 og verða þau opn- uð að viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða á Eskifirði. Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. ^Húsnæðisstofnun ríktsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.