Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. 11 Utlönd ■y&A | | gSk I HAA éSÉB^ I ■ ■ HAA mioia maium Gizur Hedgaðcn, DV, Reeranæs: Utaxiríkisráðherra V-Þýskalands, Hans Dietrich Genscher, mun á morgun hitta aö máli leiðtoga Sov- étrikjanna, Michail Gorbatsjov, í Moskvu. Genscher vonast til að fó nánari útskýringar á tillögum Var- sjárbandalagsins um hernaðarlegt jafnvægi í Evrópu. Auk Gorbatsjovs mun hann hitta starfsbróöur sinn, Edvard Sé- vardnadse, að máli en hann hefur nú nýverið vakið athygli um heim allan fyrir að gagnrýna utanrQds- málastefnu Sovétríkjanna síðast- liðin tiu ár. Opinberiega er talað um að heim- sókn Genschers sé til þess að und- irbúa opinbera heimsókn Hehnuts Kohl kanslara tH Moskvu i lok okt- óber. Genseher hefur að undanf- ömu veriö mikið á ferðinni en talið er aö þessi skotferð hans til Moskvu sé aðallega farin til þess aö hægt verði að undirrita samn- inga sem nú eru til umræðu í Vín- arborg en þar eru þijátíu og flmm lönd frá Austur- og Vestur-Evrópu aö raeða um valdahlutfóllin og styrkleika heija í austri og vestri. Gert er ráö fyrir að fljótlega komi í ijós hvort endar ná saman. Aöalatriðiö i endanlegum samn- ingi er að ákveða hvort koma eigi á laggirnar alþjóðlegri ráðstefnu um fækkun hefðbundinna vopna ogheija. Genscher þrýstir á Genscher hefur bæði ieynt og Ijóst hvatt Vesturlönd tU þess aö grípa i framrétta hönd Gorbatsjovs. Haim þrýstir því á að samningar um jafhvægi í heijum og hergögn- um verði settir af stað þegar á þessu ári. Síðastliðinn mánudag birtist greinargerð eftir Genscher þar sem hann benti á að jafnvægið milli austurs og vesturs í heijum og her- gögnum væri aðalatriðið þegar rætt væri um öryggi Evrópu. Genscher benti á að Varsjárbanda- lagsríkin hefðu á toppfundi sinum í Varsjá komið til móts viö óskir Atlantshafsbandalagsins á mörg- um sviðum. Sá möguleiki sem nú væri fyrir hendi að ná jafnvægi á milli þessara tveggja bandalaga mætti ekki fára til spillis. Helaumt viöfangsefni Genscher benti einnig á það vandamál í greinargerð sinni að erlend ríki heföu herafla í öðrum ríkjum. Þar var hann að ræða um herafla Sovétmanna í A-Þýska- landi, Póllandi og Tékkóslóvakíu og herafla Bandarikjanna í V- Þýskalandi En það er vitaskuld helaumt viöfangsefni. Genscher benti á að tillögur V- Evrópu innihéldu einmitt tak- markanir við staðsetningu heija á erlendum landsvæöum. Genscher fagnaði þeirri yfirlýsingu Varsjár- bandalagsins að herstyrkurinn skyldi eingöngu takmarkast við varnaraðgeröir og aö hann, miðað við uppbyggingu og vopn, raætti alls ekki nota til árása. Yflrlýsingar Genschers hafa nú þegar fengið stuðning frá skrifstof- um kanslaraembættisins í Bonn og auk þess, öllum tíl undrunar, stuðning frá framkvæmdastjóra Atiantshafsbandalagsins, Manfred Wömer, sem annars, sem v-þýskur varaarmálaráðherra, var ætíð verulega hógvær og varkár þegar Genscher var á ferðinni með vin- áttuhugmyndir sinar varðandi A- Evrópu. Nýrkapítuli Þegar kanslari V-Þýskalands, Helmut Kohl, fer í opinbera heim- sókn til Sovétríkjanna í október vonast hann til aö geta hafið nýjan kapítula í samskiptum V-Þýska- lands og Sovétríkjanna. V-Þýska- land vill nú leika eins konar mála- miðlunaraðila í slökunarstefnu V- og A-Evrópu en V-Þýskaland vill einnig auka áhrifamátt sinn í evr- ópskum stjómmálum, eða svo segir stjómmálalegur ráðgjafi Kohls. Merkin frá Sovétríkjunum eru jákvæð og það veröur aö fullnýta. Bonn ætlar sér - sem einn þátt í fiár- málasamvinnu - að þjóðast til þess að veita sovéskum hagfræðingum aukna menntun í V-Þýskalandi, í v-þýskum iðnaöarháskólum. Menn eru afar spenntir i Bonn aö sjá hvort fijálslyndisstefiia Gorbatsjovs nær svo langt aö Sovétmenn viðurkenni að þeir geti lært heilmikiö af v- þýskri fjármálasnilld. Hans Dietrich Genscher, utanrikisráðherra V-Þýskalands, sem er á for- um til Moskvu, hefur bæði ieynt 09 ijóst hvatt tit að Vesturlönd grípi í tramrétta hönd Gorbatsjovs. Simamynd Reuic-r .._J AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl.A 01.08.88-01.02.89 kr. 325,92 "Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS Skyldaðir í dönskunám? Sumarliði ísleifason, DV, Arósum: Danskir sósíaldemókratar hafa lagt til aö innflytjendur í landinu veröi skyldaðir í dönskimám. Er þetta hugsað til þess að bæta stöðu þeirra kvenna sem flytja til landsins á fullorðinsáruin, einkum frá lönd- um múhameðstrúarmanna. Sósíaldemókratar telja að mörg dæmi séu um aö eiginmenn þeirra komi í veg fyrir að þær fái tækifæri til að læra dönsku og aðlagast sam- félaginu. Þeir viiji sumir hveijir halda þeim inni á heimilinu án tengsla út fyrir það. Afleiðingin sé sú að þær einangrist og séu algjör- lega upp á menn sína komnar. Leggja sósíaldemókratar til að þær konur, sem ekki uppfylla þá kröfu að koma í dönskukennslu, verði sviptar opinberri fjárhagsaðstoð. Telja þeir að þá muni körlum þeirra fljótt snúast hugur og leyfa þeim að stunda námið. Þessum tiilögum hefur verið tekið heldur fálega. Stjómmálamenn, bæði til hægri og vinstri við sósíal- demókrata, hafa varað við þeim en leggja þess í stað til að kennsla í fjöl- miölum, til dæmis í útvarpi og sjón- varpi, sé aukin. Yfirvöld menntamála hafa sömu- leiðis verið neikvæð og kennarar, sem hafa lagt aðaláherslu á að kenna útlendingum, benda á að kennslan sé yfirleitt árangurslaus ef nemand- inn taki ekki þátt í henni af fúsum og fijálsum vflja. Skólavörðustíg 30 • Sími 23233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.