Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Qupperneq 26
26
FÖSTUDAGUR 29. JULÍ 1988.
Popp
Skárra að spila íslenskt
rusl en erlent
Þá er fyrsta og ef til vill eina
plata hljómsveitarinnar Sálar-
innar hans Jóns míns komin út.
Fimmmenningarnir sem skipa
hljómsveitina eru nú í óöa önn
að kynna efni hennar á dansleikj-
um víða um land. Þessa helgina
verða þeir á útihátíð á Melgerðis-
melum.
Það er píanó- og orgelleikari
Sálarinnar sem ætlunin er að
kynnast aðeins nánar. Jón Ólafs-
son heitir hann, hálfþrítugur, og
hefur þrátt fyrir stutta veru á
tónlistarsviðinu - dægurdeild -
sett nokkurt mark á það. Jón
hefur einnig getið sér gott orð
sem útvarpsm'aður en hefur nú
lagt pickupana á hilluna! - Þá
má ekki gleyma námsferli Jóns.
Hann hefur fengist við píanónám
bæði hér heima og erlendis. Er
stúdent frá Verslunarskóla' ís-
lands og tók þaðan nokkuð gott
lokapróf. í skóla var Jón allt í
öllu í félagslífinu þannig að öllu
óbreyttu hefði átt að bíða hans
gott starf í viðskiptaheiminum og
glæstur frami í JC. En hvers
vegna lá leiðin í poppið?
Kórstjóri
„Eg hef alltaf haft megnustu
óbeit á tölum nema þegar ég þarf
aö græða fé,“ svaraði Jón og hló.
„Ætli níutíu og fimm prósent
samstúdenta minna hafi ekki far-
ið í viðskiptafræði þannig að ég
hef sennilega ekki valið hina
hefðbundnu leið. En ég fór fyrst
og fremst í Versló vegna hins
blómlega félagslifs sem skólinn
var frægur fyrir. Verslunar-
menntunina sem slíka ætlaði ég
aldrei aö hagnýta mér.
Innst inni held ég að mig hafi
alltaf langað til að verða popptón-
listarmaður. Ég vildi bara ekki
viðurkenna þaö fyrir sjálfum
mér. Ég hafði alltaf ímyndað mér
að ekki væri hægt að lifa af popp-
tónlist og hún yrði afitaf áhuga-
mál með aðalstarfi. Ég hætti að
læra á píanó fimmtán ára og ætl-
aöi bara að gutla á hljóðfærið þaö
sem eftir yrði. Síðari árin í Versl-
unarskólanum spilaði ég þó táls-
vert. Byijaði reyndar ferilinn í
hinni frábæru hljómsveit Birgis
Gunnlaugssonar, sem var loksins
aö slá í gegn á dögunum með lag-
inu ís, lokkar og hey. Það var eig-
inlega ekki fyrr en Bítlavinafé-
lagið kom til sögunnar sem ég
gerði mér grein fyrir því aö það
má lifa af því að leika dægurtón-
listáíslandi."
- Geturðulifaðafþví?
„ Já, já. En þá verður maður
náttúrlega að taka allt mögulegt
að sér. Það skrimtir enginn af því
aö vera bara djasspíanisti eða
bara af því að spila á böllum.
Fleira verður að koma til. Ég hef
stjórnað kórum, fengist dálítið
við aö útsetja, spilað dinnertón-
list ööru hverju og fleira. Það
koma þeir tímar að hart er í ári
og þá er jafngott að hafa ekki sér-
hæft sig í einhverju einu. Um
þessar mundir er hægt að lifa af
popptónlist á íslandi vilji menn
gera eitthvað meira en bara að
spila á böllum eða taka upp plöt-
ur.“
- Aðeins meira um feril þinn
Rætt við Jón Ólafsson
píanóleikara Sálarinnar
hans Jóns míns