Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Qupperneq 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988.
Viðskipti
Hörður Sigurgestsson:
Afkoma Eimskips í jámum
en réttum megin við núllið
Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips. „Reksturinn var í járnum fyrstu sex mánuðina en þó réttum megin
við núllið.“
Afkoma Eimskips fyrstu sex
mánuðina er nokkurn veginn í
járnum, að sögn Harðar Sigur-
gestssonar, forstjóra Eimskips. „Ég
hef ekki lagt sex mánaða uppgjöriö
fyrir stjórnina þannig að ég vil ekki
nefna neinar tölur um afkomuna.
En reksturinn var samt réttum
megin við núllið,“ segir Hörður.
Að sögn Harðar gerðu stjórnend-
ur fyrirtækisins sér grein fyrir því
að þetta ár gæti orðið erfitt. „Kostn-
aöur vegna gengislækkana á þessu
ári eru rúmar 200 milljónir króna.
Það ásamt hækkandi kostnaði inn-
anlands hefur haft mestu áhrifin á
afkómuna."
Eimskip flutti fyrstu sex mánuð-
ina um 537 þúsund tonn. Á sama
tíma í fyrra flutti félagið um 499
þúsund tonn.
„Flutningar til landsins hafa
dregist saman en útflutningur okk-
ar hefur á hinn bóginn aukist,“
segir Hörður.
Eimskip skilaði um 270 milljóna
króna hagnaði á síðasta ári. Heild-
artekjur voru um 4,4 milljarðar
króna. Hagnaður á síðasta ári, sem
hlutfall af tekjum, varð því um 6,1
prósent. Mikil hagvöxtur þjóðar-
búsins og almenn gróska í atvinnu-
lífinu kom sér vel fyrir Eimskip í
auknum flutningum á síðasta ári.
Tekjur fyrstu sex mánuöina voru
um 2,5 milljarðar króna, að sögn
Harðar. -JGH
Vegna mikillar eftir-
spurnar höfum við
AUKIÐ sætaframboð
í ágúst og september
Brottfarirtil Búlgaríu í sumar:
30. ágúst
6. september
13. september
Fararstjóri er Hreiöar Arsælsson, fyrrverandi
knattspyrnuþjálfari
Nýr feröabæklingur á skrifstofunni
Seinasta sumar dvöldum viö hjónin, ásamt tveimur yngstu
börnum okkar, á Sunny Beach í Búlgaríu, sem er við
Svartahafið. Gist var í nýjum íbúðum í ferðamannaþjónustu-
kjarnanum Elenite. Því er skemmst frá að segja, að fríið kom
okkur þægilega á óvart. Þarna var gott að vera og allur
viðurgjörningur hlægilega ódýr.
Margt var hægt að gera sér til dundurs: sólböð, stuttar
skoðunarferðir, næturklúbbaferðir svo eitthvað sé nefnt.
Ekki má gleyma siglingunni yfir Svartahafið, þegar Istanbul
var heimsótt - hreint ógleymanleg ferð.
Vonandi eigum við eftir að endurtaka ferð til Búlgaríu.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson og fjölsk.
Vestmannaeyjum
Kynntu þér verð á Ðúlgaríuferð,
þær eru ótrúlega ódýrar
FERDA VALhf
Hafnarstræti 18 - Símar: 14480 • 12534
Jámblendiverksmiðjan:
Þrumugott ár
Jámblendiverksmiðjan á Grund-
artanga hagnaðist um 90 milljónir
króna á fyrstu sex mánuðum ársins,
að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra
verksmiðjunnar. Hann gerir enn-
fremur ráð fyrir aö hagnaður seinni
hluta ársins verði enn meiri. Útlit er
því fyrir verulegan hagnaö á árinu
og ekki undir 200 milljónum króna.
Jafnvel eiga eftir að sjást hærri tölur.
„Það er uppsveifla á markaðnum
og verðið hefur hækkað nokkuð síð-
ustu misserin. Aðalástæðan er að
eftirspurnin er meiri en áður hjá
stálframleiðendum sem eru aðal-
kaupendur kísiljárns. Eins hefur
framboðið minnkað frá Kínverjum,
sérstaklega á Japansmarkaði," segir
Jón Sigurðsson.
Verð á kísiljárni er nú um 1.000
dollarar tonniö en var um 600 dollar-
ar á fyrri hluta síðasta árs. Stað-
greiðsluverð á mörkuðum sem selja
einstaka farma er hærra eða um 1.100
dollarar. Munurinn þama á milli
sýnir umframeftirspurnina og að
markaðurinn er í uppsveiflu.
„Við gerum ráð fyrir sömu eftir-
spum fram á mitt næsta ár, lengra
er ekki raunhæft að spá,“ segir Jón.
- Eru hugmyndir í gangi um
stækkun verksmiðjunnar?
„Nei, það er ekki ætlunin að
stækka verksmiöjuna. Við ætlum
frekar að nota uppsveifluna til aö
Jón Sigurðsson, forstjóri Járn-
blendiverksmiðjunnar. „Ætlum frek-
ar að nota uppsveifluna til að styrkja
stoðir rekstursins en fara út í stækk-
un verksmiðjunnar."
styrkja stoðir rekstursins, en verk-
smiðjan hefur verið rekin með tapi
undanfarin ár, að árinu 1984 undan-
skildu en þá var mikill hagnaður,"
segir Jón Sigurðsson.
-JGH
Hagstofan sein með
Hagstofa íslands er seinni með
innflutningsskýrslur eftir tolla-
breytingamar sem gerðar vom um
áramótin. Venjulega komu tölur
um innflutninginn mánuði síöar.
Nú þegar komið er fram í byrjun
áttunda mánuðar ársins, ágúst, fást
aöeins tölur um innflutning fyrstu
þrjá mánuðina.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofunni hafa komið upp
vandamál vegna kerflsbreytingar-
innar sem gerö var í tollamálum
um áramótin.
Eins og kerfið var áður hefði inn-
fiutningur í júlí legið á hreinu
seinni partinn í ágúst, eða um mán-
uði síðar. -JGH
Útsýn er komin í American
Express hótelbókunarkeifið
Ferðaskrifstofan Útsýn hefur gerst
aðili að alþjóðlegu hótelbókunarkerfi
American Express, en Útsýn hefur
meö höndum umboðið fyrir Ameri-
can Express á íslandi.
„Um er að ræða 950 hótel víðs veg-
ar um heiminn. American Express
hefur gert samninga við þessi hótel
um allt að 56 prósent afslátt. Við er-
um mjög ánægðir með þessa samn-
inga þar sem hótelverð í mörgum
stórborgum er orðið hátt,“ segir
Helgi Magnússon, forstjóri Útsýnar.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 23-26 Sp.lb
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 23-28 Sp.Ab
6mán. uppsogn 24-30 Sp.Ab
12mán.uppsögn 26-33 Úb
18mán. uppsögn 39 Ib
Tékkareikningar, alm. 9-15 lb,S- b.Ab
Sértékkareikningar 10-28 Vb
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn 4 Allir
Innlán meðsérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 6-7,25 Úb.Bb,- Ib Úb
Sterlingspund 7-9,50
Vestur-þýsk mörk 2,75-4,25 Úb
Danskarkrónur 7,25-8,50 Vb.Ab,- Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 38-39 Ab
Viöskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 41 Allir
Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 39 42 Lb.Bb,-
Sb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 9,50 Allir
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 36-41 Úb
' SDR 8,50-9,25 Lb,Úb,- Sp.Bb
Bandarikjadalir 9,75-10,50 Bb.Úb,- Sp
Sterlingspund 12-12,75 Úb.Sp,- Bb •
Vestur-þýskmork 5,25-7,25 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 56,4 4,7 á mán.
MEÐALVEXTIR
óverðtr. júlí 88 38,2
Verðtr. júlí 88 9,5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala ágúst 2217 stig
Byggingavísitalaágúst 396 stig
Byggingavísitala ágúst 123,9 stig ■
Húsaleiguvisitala Hækkaði8%1.júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávöxtunarbréf 1,6930
Einingabréf 1 3,163
Einingabréf 2 1,819
Einingebréf 3 2,008
Fjolþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,465
Kjarabréf 3,122
Lifeyrisbréf 1.574
Markbréf 1,655
Sjóósbréf 1 1,516
Sjóðsbréf 2 1,338
Tekjubréf 1,519
Rekstrarbréf 1,2299
HLUTABRÉF
Sóluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
• Eimskip 269 kr.
Flugleiðir 240 kr.
Hampiðjan 116 kr.
lönaðarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 120 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.