Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Síða 31
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. 31 |_______________________________________________________________________ Lífsstfll Agnar Guðjónsson, byssusmiðin- og foimaður skotveiðifélagsins Byssur eru ekkert feimnismál Byssusmiðir eru afar fámenn starfsstétt hér á landi og aðeins einn hefur lagt á sig að fara til útlanda að læra þessa iðngrein. Það er Agnar Guðjónsson byssusmiður. Agnar lagði leið sína til Denver í Cólorado fyrir fimm árum með konu og tvö börn til þess að læra að smíða byssur. Áður hafði hann verið til sjós í fjöldamörg ár og meðal annars siglt mikið til Bandaríkjanna. Áhuginn á skotíþróttinni eykst Agnar seglr að áhugann á byssum og skotíþróttinni hafi hann fengið í Bandaríkjunum á þessum árum. Hann hafi verið í sérstökum byssu- kiúbbi þar ytra og keypt sér byssur sem hann geymdi erlendis og stund- aði jafnan skotæfingar með. „Mér varð ljóst er ég hætti að sigla að mikil þörf var á byssusmið hér á landi. Einkanlega eftir að ég hóf störf í Sportvali, meðal annars við að gera við byssur, skíði og fleira. Ég ákvað því nokkru síðar að taka þá áhættu að fara til Bandaríkjanna og læra,“ sagði Agnar. „Síðan hefur komið í ljós nauðsynin fyrir þessa atvinnu- grein. Þau fjögur ár, sem ég hef verið með mitt eigið verkstæöi, hef ég unn- ið nánast dag og nótt og aldrei tekið mér sumarfrí.“ Hversu langt nám er þyssusmíöi? „Ég tók bæði kvöld- og dagskólann og var því aðeins eitt ár úti en venju- lega tekur námið 1 og 1/2 ár. Þessi skóli er einna stysti skólinn því venjulega eru skólarnir 3 ár í Banda- ríkjunum. Það munar því að skólinn sem ég fór í er aðeins verklegur en hinir eru að stærstum hluta bóklegir sem ég taldi mig enga þörf hafa fyrir. Vandaverk að umgangast mannskæð vopn Ég veit um nokkra sem hafa lært þessa iðn í bréfaskóla og get ekki ímyndað mér að þeir læri eins mikið á því. Þetta er mikið vandaverk enda eru þetta mannskæð vopn sem þeir hafa í höndunum. Ég er til dæmis eini maðurinn hérlendis sem hef að- stöðu til að prófa byssurnar almenni- lega áður en ég sendi þær frá mér.“ Ertu mikið í því að smíða byssur? „Starf mitt hér byggist helst á við- gerðum og viöhaldi á byssum enda eru handsmíðaðar byssur mjög dýr- ar,“ sagði Agnar og benti okkur á byssu sem hann hafði dundað við að smíða í Bandaríkjunum. - Þetta er stórt hreindýraverkfæri, eins og hann orðaði þaö sjálfur. „Það 'tók mig 180 klukkustundir að smíða þessa byssu og svona byssur seljast á 140 tii 200 þúsund krónur. Heitblámar byssur ' Ég er einnig sá eini sem hef tæki til þess að heitbláma byssur. Það hggur mikil nákvæmnisvinna að baki og skiptir það sekúndubrotum hvort maður eyðileggur byssurnar eða ekki. Núna liggja fyrir hjá mér tvær pantanir en ég get líklega ekki sinnt þeim fyrr en eftir áramót. Það eru hvort tveggja rifHar, annar er 243 kalíber en hinn er 22-250 kalíber." Gerir þú eingöngu við byssur og smíðar þær? „Nei, ég geri einnig viö skíöi.og veiðistangir og hjól. Eftir jól ætla ég svo að fara á námskeið í nokkrar vikur til að læra að gera við golfkylf- ur. Auk þess er ég formaður Skot- veiðifélags Reykjavíkur og nágrenn- is og það verður í nógu að snúast í vetur. Starfsemi félagsins hefst um miðjan ágúst þegar gæsatíminn hefst og næst á eftir er þaö ijúpan og stend- ur rjúpnatíminn til áramóta. Eftir áramót er svo andaveiðitíminn. En það er langminnst stundaða fugla- veiðiíþróttin. Mér finnst það mjög furðulegt því það er einna skemmti- legast að fara á andaskyttirí. Skeetvöllur opnaður Næsta verkefni okkar innan skot- veiðifélagsins er aö opna svokahaðan skeetvöll, sem er alþjóðlegt orð, rétt fyrir ofan Hafnarfjöröinn. Hann verður formlega opnaður helgina eft- ir verslunarmannahelgina með móti sem líklega verður haldið þá. Svo og á félagið 10 ára afmæh um miðjan september. Þá ætlum við að halda veglega hátíð og ráðstefnu á Hótel Sögu þar sem meðal annars verður sýning á veiðiútbúnaði og byssum og kynning á okkar starfsemi. Æth við veröum ekki með byssudag fjöl- skyldunnar," sagði Agnar kíminn. „Þaö er alveg ótrúlegt hvað byssur eru mikiö feimnismál ahs staðar. Mönnurri er gjamt að vera aö pukr- ast meö þetta áhugamál úti í horni. Hérna í þessu félagi eru'-um 340 manns en það eru margir fleiri sem stunda þessa veiðuþrótt." íþrótt og veiði Eiga Skotsamband íslands og skot- veiðifélagið eitthvað sameiginlegt? „Við í skotveiðifélaginu stundum veiði og erum félag sem þyggur ekki styrki sem íþróttafélag en félagar í skotsambandinu stunda þetta sem „Hreindýraverkfærið" sem Agnar smiðaði þegar hann var í skóla í Banda- ríkjunum. „Það tók mig 180 klukkustundir að smíða þessa," sagði Agnar. Veiðiútbúnaður Á skittiríum borgar sig að hafa ahan útbúnað góðan, góöar byssur, hlý og vatnsheld hhföarfót, sjón- auka og góðan skófatnað, svo eitt- hvað sé nefnt. Ekki má heldur gleyma því aö bráönauðsynlegt er að hafa meðferðis, hvert sem veiði- maðurinn fer, allan viðleguút- búnað, þar á meðal sjúkrakassa, neyðarblys, varmapoka, áttavita og síðast en ekki síst mat og drykk. Við könnuöum lauslega verðiö á útbúnaði í veiöiverslunum. Þar kom í ljós að haglabyssur eru á mjög mismunandi verði, til dæmis kosta einhleypur fyrir byrjendur frá um 9.000 krónum en það eru svokallaðar CBC byssur af einföld- ustu gerð og tilvaldar fyrir skittirí, en tvíhleypur með undir- og yfir- hólki kosta frá 24.000 krónum og geta veriö allt upp í 200.000 krónur. Þá eru þaö orönar byssur sem eru mjög vandaöar og jafnvel meö ein- hverju útflúri. Á Islandi eru leyfðar byssur fýrir mest 3 skot. Skotbelti, töskur o.tl. Margs konar skot eru til og tjáði Paul D.A. O'Keefe, verslunarstjóri í Veiðimanninum, okkur að 36 til 46 gr skot væru algengust á gæs og kosta 10 skot í pakka um 300 krónur. Þá er nauðsynlegt að hafa meðferðis skotbelti og tösku undir byssuna. Skotbeltin, sem taka yfir- leitt 25 til 30 skot, kosta frá rumlega 900 krónum upp i 3000 krónur, allt frá plastbeltum upp i leðurbelti, en töskumar kosta frá 1000 krónum upp í 6000 krónur. Sjónauki er eirrnig talinn nauösynlegur út- búnaður á skittirí og kosta þeir í Veiðimanninum frá 5000 upp í 8000 krónur. Sjálfsagt nota margir veiðimenn hlíföarfatnað sem þeir eiga sjálfir fyrir en þeir sem ætla aö kaupa sérstakan hlifðarfatnað geta fengið hann í hvaða sportvöruverslun sem er. Fyrst og fremst ber að nefna und- irfatnaö, til dæmis eru seld sænsk nærfót sem notuö eru í sænska hernum. Þessi fatnaöur, sem er uhar- og polyester blandaður, þyk- ir halda góðum hita. Þetta eru bæöi síöbuxur og bolur sem kosta tæpar 4000 þúsund krónur samanlagt. Svo og eru th sérstakar bómullar veiðibuxur og ekki má gleyma verð veiðipeysunum sem eru að sögn afar vinsælar. Þetta eru ýmist bóm- uhar- eða ullarpeysur sem eru með bótum á öxlunum til þess að verj- ast því aö að þær trosni þar undan þungri byrði. Þessar peysur kosta 3000 tíl 4000 krónur. Tíu skotfæraverslanir á höfuöborgarsvæöinu Skófatnaður fer eftir því hvernig veiðhendi veiðimaðurinn er á. Paul sagði að vaðstígvél hentuöu ís- lenskum aðstæöiun vel, en einnig væri mikiö keypt af fjallgcnugs- kóm sem hægt er að fá á mismun- andi veröi. Og síðast en ekki síst eru hlifðar- gahar sem einnig er hægt aö fá á mismunandi veröi. Þykkir, fóðrað- ir og vatnsþéttir gallar kosta frá 10.000 og allt upp í 50.000 krónur, og oft eru veiðihattarnir látnir fljóta með. Þaö má geta þess aö veiðiút- búnaöur af þessu tagi er seldur í verslunum víða um land og í um 10 verslunum á höfuöborgarsvæð- inu. -GKr íþrótt og halda keppni og annað inn- an félaga í skotsambandinu. Þannig eru þetta tvö sjálfstæð félög. En því er ekki að neita að þeir sem stunda skotíþróttina eru margir hveijir einnig veiðimenn.“ Eru einhveijir kvenmenn sem stunda skotveiðar? „Já, þaö eru mjög margar konur sem stunda skotveiðar meö mönnun- um sínum þótt þær séu ekki í skot- félagi. En þær hafa sýnt okkar starf- semi mikinn áhuga og ég á von á að þær stofni fljótlega einhvem kvenna- félagsskap innan hreyfingarinnar. Þá bæði í því skyni að æfa skotfimi og einnig að halda hópinn þegar við karlmennimir emm mikið að heim- an í. veiði. Konan mín á til dæmis sína eigin byssu og hefur stundum farið með mér á veiðar. Það verður líklega efnt til nám- skeiða fyrir þær á skotvellinum í Hafnarfirði í vetur.“ GK bioquick LOKSINS Á ÍSLANDI FÓTA- 0G NAGLASNYRTILÍNAN VEL HIRTIR FÆTUR ERU UNDIRSTAÐA VELLÍÐUNAR FÓTA - OLÍUBAÐ (Foot oil bath) Bioquick fótaolía er styrkjandi og örvandi fótameðferð. Olían inniheldur náttúrleg jurtaefni, svo sem piparmyntu, sædögg (rósmarin), ástralskt myntutré (Eukalyptus) og furunálasafa I soyjaoliuþykkni. Leiðbeiningar: Notið þrjá tappa I fótabaðvatnið, hrærið vel í og látið fæturna vera I vatninu í 10 til 15 mín. Jurtirnar fara að starfa sérstaklega og þið finnið aukna vellíðan. Fótabaðolían er sérstaklega góð fyrir þurra og sprungna 'húð. IVIagn I flösku: 200 ml. FÓTA - BAÐSALT (Foot bath salt) Bioquick fótasalt er til að auka vellíðan. Það þrvar blóðstreymið, er mjög róandi eftir erfiðan starfsdag og viðheldur eðlilegri starfsemi húðarinnat. Einnig kemur það I veg fyrir fótraka og sveppa- myndun. Fótsaltið inniheldur sjávarsalt, ástralskt myntutré (Eukalyptus), sem vinnur mjög vel gegn gigt, furunálasafa og blóðberg (Tymian) sem er mjög róandi. Leiðbeiningar: Látið einn tappa af fótasalti út í fótabaðvatnið, hrærið vel I og látið fæturna vera I vatninu I 15 til 20 min. Við mælum með 2 til 3 skiptum á viku. Ef um mikinn raka eða sveppasýkingu er að ræða ber að nota fótabaðvat- nið daglega. Magn I flösku: 250 ml. FÓTA - HREINSIVATN (Foot lotion) Bioquick fótahreinsivatn er mjög gott fyr- ir fætur og leggi. Hreinsivatnið dregur úr þreytu og óþægindum i fótum. Fóta- hreinsivatnið inniheldur jurtaolíur, kamfóru, (Comfrey) sem er bólgueyðandi og róandi fyrir fæturna, Filípendúla, sem er náttúrulækningajurt, furunálasafa, einiberjakraft (juniper) og blóðberg (Tymian) semer sótthreinsandi og róandi. Leiðbeiningar: Bleytið bómullarhnoðra eða hreinan linklút með fótahreinsivatn- inu og berið það á fætur og leggi á hverjum morgni og/eða á kvöldin. Magn I flösku: 100 ml. FÓTA - KREM (Foot creme) Bioquick fótakrem er fyrir langþreytta og sára fætur. Fótakremið inniheldur hrein náttúruefni og jurtaolíur. Ástralska myntu- tréð (Eucalyptus), furunálasafinn og blóðbergið (Tymian) vinna mjög vel'sam- an. Þessar jurtir draga úr þreytu og gigt, einnig auka þær blóðstreymið. Við ráðleggjum að fótakremið sé borið á fæturna á kvöldin fyrir svefn. NAGLA - KREM (Nail care creme) Bioquick naglakremið bætir sveigjanleika naglanna, vöxtur eykst, neglurnar verða harðari og klofna ekki. Naglakremið inniheldur virk efni svo sem mjólkurprótein og sérstakar aminosýrur. Sam- verkun þessara efna gerir frumunum kleift að starfa hraðar og betur. Leiðbeiningar: Berið naglakremið á neglur og naglabönd einu sinni á dag. Á meðhöndlunartimanum ber ekki að nota naglalakk, jjaglalakkseyði eða önnur efni á neglurnar. Ef það er ekki mögulegt berið þá ekki naglalakk nálægt nagla- böndunum. Eftir tíu daga kúr mælum við með að nota naglakremið einu sinni til tvisvar I viku. Magn I túpu 30 g. SVISSNESK GÆÐAVARA OFNÆMÍSPRÓFUÐ NÁTTÚRUVARA I VIRTUSTU RANNSÓKNARSTOFUM: AÐEINS VÖNDUÐUSTU HRÁEFNI SEM VERNDA FÆTUR ÞlNA OG TRYGGJA FÓTAHEILBRIGÐI ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek, heilsubúðir, snyrtivöruverslanir og fót- og snyrtistofur. PÓSTKRÖFUR 68-16-80 Símsvari tekur pantanir allan sólarhringinn. bioquick® umboðið SAF HF. Dugguvogi 2 - Pósthólf 4331 124 Reykjavík - Sími 68 16 80. E [ EURQCARD I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.