Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. 5 Fréttir Göng 1 Olafsfj aröarmúla: Sjáum ekki hvort mann- skapurinn þorir þama inn - segir Bjöm Jónasson, staðarstjóri hjá Krafttaki Gylfi Kristjánsson, DV, Akmeyri: Björn Jónasson, staöarstjóri Krafttaks. Á bak við hann má sjá 52 tonna gröfuna þar sem hún er nær öll á kafi í druliu. DV-mynd gk „Þaö er gífurlegt magn af aur og drullu sem hefur komið hér niður úr fjallinu á stæðið fyrir framan þann stað þar sem göngin eiga að fara inh í fjallið í Kúhagagili, ég reikna með að 20-30 þúsund rúm- metrar hafi komið hérna niður í skriðunum," sagði Björn Jónasson, staðarstjóri hjá Krafttaki, er DV hitti hann að máh við Kúhagagil í Ólafs- firði í gær. Krafttak hafði unnið þar aö gerð plans, fyrir framan þann stað þar sem göngin eiga að koma út úr fjall- inu, Ólafsfjarðarmegin. „Við vorum búnir að sprengja rás sem á að liggja að gangaopinu og höfðum skilið þar eftir stóra gröfu sem nú er svo gott sem á kafi í aur og drullu,“ sagði Björn. Grafan, sem er af Liebherr-gerö, hvorki meira né minna en 52 tonn að þyngd og um 5 metra há, var nán- ast á kafi í drullunni þar sem hún haföi verið skilin eftir áður en ósköp- in dundu yfir. „Hún er ekki ónýt en sennilega illa farin þar sem aurinn og drullan smýgur alls staðar inn,“ sagði Bjöm. - Nú hafa þær raddir heyrst að skyn- samlegast væri að flytja gangaopið Ólafsfjarðarmegin nær bænum svo að atvik eins og þetta geti ekki komið upp aftur, hvað segir þú um það? „Það vekur auðvitað upp þá spurn- ingu hvort Kúhagagil sé rétti staður- inn fyrir gangaopið þegar svona lag- að gerist. Hins vegar eiga að koma um 160 metra löng göng fyrir utan sjálf jarðgöngin, með steyptu þaki, og þá veröur þetta svæði á þurru.“ En telur þú að uggur sé í þeim mönnum sem eiga að vinna við gangagerðina vegna þessara at- burða? „Ég er mjög hræddur um aö menn séu uggandi út af þessu og ég sé ekki Ferskfiskútflutningur: Biðskák í baráttunni í gær féllst Landssamband ís- lenskra útvegsmanna, á fundi með sjávarútvegsráðherra, á að halda áfram þátttöku í útflutningstak- mörkunum á ferskfiski. í síðustu viku neitaði fulltrúi LÍÚ að taka þátt í vikulegri úthlutun á íeyfum til út- flutnings á ferskum þorski og ýsu á Bretlandsmarkaö. Þessi niðurstaða er málamiðlun í deilum útgerðarmanna og fiskverk- enda um það hverjir eigi ráðstöfun- arréttinn á þeim fiski sem dreginn er út sjó. Fiskvinnslan berst með kjafti og klóm fyrir því að fiskurinn verði ekki fluttur ferskur úr landi. Útgerðarmenn yilja ákveða sjálfir hvert þeir selja fiskinn, á innlendan markað eöa erlendan. LÍÚ féllst á að taka þátt í útflutings- takmörkunum gegn því að núver- andi reglur yrðu rýmkaðar og að 600 tonna sölukvóti á þorsk og ýsu yröi afnuminn. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, vildi ekki segja til um hvprt gengið hefði verið að kröfum LÍÚ um að vikulegur útflutningur næmi 1100-1200 tonnum af þorski og ýsu. „Það kemur í ljós hvað nefndin gerir sem úthlutar leyfunum,“ segir Kristján. Kristján sagöi að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um framtíðar- skipulag á útflutningi ferskfisks. Núverandi reglur gilda til loka september og ósennilegt er aö nokkr- ar takmarkanir muni gilda um fersk- fisksölu til Bretlands í vetur. á þessari stundu hvort mannskapur- inn er tilbúinn að fara þarna inn í fjallið. En við höfum ekki haft tök á því að funda með mannskapnum ennþá þannig að það er best að segja ekki meira um það að svo komnu máli.“ Björn sagði að áætlaö hefði veriö að hefja sjálfa borunina í fjallið í annarri viku september. „Það tefst þó örugglega talsvert og við erum þegar búnir að missa eina viku úr,' sagöi Björn Jónasson. LATTU FJARMUNI ÞINA VAXA í VERZIUNARBANKANUM! Verzlunarbankinn hefur bryddað upp á mörgum vinsælum nýjungum í þjónustu við spariijáreigendur, enda mikil gróska í starfsemi bankans. Þess vegna kemur til okkar fólk sem vill hleypa nýju lífi í sparnað sinn og sjá hann daíha hratt og örugglega. MARGIR KOSTIR - AIIIR GÓÐIR. Við höfum margar uppástungur um það hvernig best verður staðið að ávöxtuninni: 1. KASKÓREIKNINGURINN er löngu orðinn klassískur hjá sparifjáreigendum sem þurfa að hafa ffjálsan aðgang að sparnaði sínum. Sterkur og sveigjanlegur. 2. RENTUBÓK, nýr 18 mánaða spennandi sparnaðarkostur. Bók sem rentar sig eins og góð fjárfesting, en er þó óbundin ef þörf krefur. 3. SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS, öruggt sparnaðarform til þriggja, fimm eða átta ára. Nú til sölu í bankanum. Við veitum allar nánari upplýsingar og hjálpum þér að vega og meta kosti allra ávöxtunarleiða með hliðsjón af aðstæðum þínum og markmiðum. Alltaf velkomin (n). VERZLUNARBANKINN -vúuuvi vtteð pé% ! BANKASTRÆTI 5 LAUGAVEGI 172 grensAsvegi 13 ÞARABAKKA 3 UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI VATNSMÝRARVEGI 10 HÚSI VERSLUNARINNAR KRINGLUNNI 7 ÞVERHOLTI 6, MOSFELLSBÆ VATNSNESVEGI 14, KEFLAVlK pv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.