Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 8
8
mil S H'KlAOHA.aiU í
LAUGARDAGÚR 3. SEPTEMBER 1988.
Steinarr Ólafsson, leikari, námsmaður og flugþjónn:
Foxtrot setti allt úr skorðum
„Heppni,“ svarar Steinarr Ólafs-
son aö bragði þegar hann á aö skýra
hvers vegna hann er orðinn ein af
stjömum hvíta tjaldsins á íslandi.
Steinarr leikur „alveg voðalegan
bjána“ í kvikmyndinni Foxtrot eins
og hann segir sjálfur. Hann hefur
fengið lof fyrir frammistöðu sína
þótt hann sé ólærður. í sumar hefur
hann endasenst milli landa með
Flugleiðum þar sem hann er flug-
þjónn. Hann hefur nú farið síðustu
ferðina á þessu ári og eftir viku sest
hann á skólabekk í tannlæknadeild
Háskólans.
Heppnin, sem Steinarr talar um,
var fólgin í því að á menntaskóla-
árum sínum sótti hann tíma í leik-
Ust. „Það var engin alvara í þessu
námi enda var þaö ekki komið til af
sérstökum leikhstaráhuga,-1 segir
Steinarr og brosir. „Tilgangurinn
var aö ná sér í ódýrar einingar." En
einn daginn birtist í leikUstartíman-
um Jón nokkur Tryggvason Ujá
Frostfilm. Hann var að leita að and-
Utum til að hafa í sjónvarpsauglýs-
ingum.
Andlit í bókaauglýsingu
„Jón haföi samband við mig ári
síðar og þá kom ég fram í einni bóka-
auglýsingu," segir Steinarr. „Ég
reiknaði ekki með aö meira yrði úr
þessu. Ég fór á námskeið fyrir flug-
þjóna hjá Flugleiðum og ætlaði að
vinna við það sumarið eftir að ég
lauk menntaskólanum. Þá hafði Jón
aftur samband við mig og vildi fá
mig í prufutökur vegna kvikmyndar.
Það gekk vel og ég fékk texta til að
æfa með Valdimar Erni Fygenring.
Niðurstaðan varð sú aö ég var ráðinn
til að leika á móti honum í Foxtrot.
Ég hafði sannast sagna engan sér-
stakan áhuga á leiklist þegar þetta
var en það hefur breyst síðan. Ég
geri þó ekki ráð fyrir að leggja leik-
list fyrir mig en ég sé kvikmyndir
nú frá allt öðru sjónarhorni en áður
og nýt þeirra betur.
Vantaði leiklistarnámið
Ég komst að því að leiklist er erfitt
fag og ég fann að það háði mér greini-
lega að hafa ekkert lært. Ég fann
þetta sérstaklega í framsögninni og
sjálfsagt er margt fleira sem er ábóta-
vant þótt ég geri mér ekki grein fyrir
því. Valdimar ráðlagði mér mikið og
við náðum mjög vel saman í vinn-
unni.
Ég var með mjög mikinn skrekk
þegar ég sá myndina fyrst og gerði
ráð fyrir að koma hörmulega út. Þeir
voru þó áður búnir að segja mér aö
ég væri ekki alveg glataður en þetta
var mjög sérkennileg tilfinning. Ég
held að ég þurfi ekkert að skammast
mín fyrir minn hlut þótt þetta sé
enginn leiksigur."
Þegar Steinarr tók að sér hlutverk-
ið í Foxtrot var hann búinn að
ákveða að gerast flugþjónn og hefja
Steinarr Ólafsson - Ég leik alveg voðalegan bjána í myndinni. DV-mynd GVA.
JH JB JH Jli JIS Jli JI5 Jl! JIB Jli Jl! Jli Jl! Jl! JIS JU Jl! JBC
9 2 JIB HÚSIÐkIÍ Hringbraut 121 - Sími 10600 f_
9 n 9 “> 9 gi jji 9 -> 9 "> 9 ■í 9 “> 9 “> ■1 ■) ■ ■) a - “) Við ætlum að halda \ vöruverði í lágmarki \ Og til að svo sé hægt, þá verðum í við að ioka framvegis ki. 18.30 át j{ föstudögum eins og aðra virka j k daga, vegna opnunar á laugar-! 3 “TuS' •*- : JÓN JÓNSSON " " " JÓN JÓNSSON GikJir tu 9 7 1989 GikJirtii 9 ,’ 1989
ATHUGIÐ!!! MlllllO 5% StSÖ" KYNNIÐ YKKUR B ENGIN . KOSTIVIÐSKIPTA- C kortagjöld greiðsluafslattmii! kortanna b
VELDU OKKAR KOST, HANN KOSTAR ÞIG MINNA!!! B
BJ H JU JU JU JU JU JU JU JU JU JU JU JU JU JH JU JU JU
síðan nám í tannlækningum. Þessar
áætlanir röskuðust allar. Hann vann
í sex mánuði við Foxtrot og varð að
fresta öðrum áformum um eitt ár.
„Það var í góðu lagi,“ segir Steinarr.
„Ég hefði ekki viljað missa af þessu
ævintýri."
Arfgeng viðfangsefni
Steinarr líkir starfi flugþjónsins
einnig við annað ævintýri. „Þetta er
þrælskemmtilegt starf,“ segir hann.
„Ég kann vel við öll ferðalögin og
vinnutímann þótt hann sé síbreyti-
legur. Það er alltaf nýtt og nýtt fólk
og nýir staðir. Þetta er að vísu nokk-
uð erfitt en tekjurnar ágætar.“
Steinarr kom úr síðustu ferð sinni
á þessu sumri í gærmorgun. Hann
gerir ráð fyrir að taka upp þráðinn
aftur næsta vor þegar skólanum lýk-
ur. Fleiri kvikmyndir eru hins vegar
ekki á döfinni. Hann er nú 22 ára
gamail og býr í föðurhúsum ókvænt-
ur. Hann er næstelstur fjögurra
bræðra.
Faðir hans er Ólafur Höskuldsson,
lektor við tannlæknadeildina, og
móðir hans er Bylgja Tryggvadóttir,
fyrrum flugfreyja, sem hefur fullt
starf af því að „halda aftur af stráka-
hópnum“, eins og Steinarr orðar það.
„Fjölskyldan hafði miklar áhyggj-
ur af myndinni," segir Steinarr bros-
andi. „Þau gerðu ráð fyrir að ég yrði
ærulaus maður á eftir en árangurinn
var þó framar vonum. Það stefnir í
það minnsta ekki í að ég missi æruna.
Ég held þó að þeim lítist ekkert á
aö ég geri þetta að ævistarfi og eru
himinlifandi yfir að ég skuh ætla í
tannlæknanámið. Ef leikurinn er
frátalinn þá virðist það reyndar vera
háð erfðum hvað ég tek mér fyrir
hendur," sagði Steinarr Ólafsson.
-GK
önu
mali
skiptir
að vera vakandi
||UMFERÐAR VÍð StyTlð.