Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Síða 10
10 LAUGARD'AGt'K 3. 'SÉP'TÍÍtóDDli'l9'88. Breiðsíðan HráiGunnlaiponí sanmoiiaenverkáii Nú er ljóst að Hrafn Gunnlaugsson hættir sem yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar hjá Sjón- varpinu í bili að minnsta kosti. Hann hefur feng- ið fjögurra ára leyfi frá störfum til að vinna að „samnorrænum verkefnum". Leyfið hefst nú um áramótin. Fyrsta kastið vinnur hann að upptökum á sjónvarpsóperunni Vikivaka eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir sjónvarpsstöðvarnar á Norðurlönduin eins og staðið hefur til undan- farið. „Hrafn hefur undanfarið unnið ötullega að framgangi þessa verkefnis og þegar því er lokið geri ég ráð fyrir að hann taki að sér fleiri verk fyrir norrænu sjónvarpsstöðvarnar," sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. „Það má því segja að hann verði með annan fótinn hérna þótt starfsvettvangur hans verði einnig annars staðar á Norðurlöndum.“. Hrafn eru um þessar mundir í Svíþjóð. Hann er að leggja lokahönd á frágang myndarinnar í skugga hrafnsins sem verður frumsýnd um ára- mótin hérálandi. Ýmsar getgátur eru uppi um hver verður arf- taki Hrafns í starfi hjá Sjónvarpinu. Hrafn fer aðeins í leyfi þannig að ekki verður nema um tímabundna ráðningu að ræða og staðan því ekki fýsilegur kostur þess vegna. Nú er helst talað um að Björn Emilsson taki við af Hrafni. í samtali við Breiðsíðuna vildi Björn hvorki játa þessu né neita. „Ég vil helst fá að svara þessu eins og stjórnmálamennirnir: Nó komment," sagði Björn. „Það hefur ekkert verið ákveðið og ég vil á þessari stundu ekkert ummáliðsegja." Sagt er að Egill Eðvarðsson, sem áður hefur hlaupið í skarðið fyrir Hrafn, hafi ekki áhuga á að gera það oftar. Þá hefur verið rætt um að Baldur Hermannsson, hinn fjölfróði dómari úr spurningaleik síðasta vetrar, hafi hug á stöð- unni en þyki of uppátektarsamur til að fá hana. Markús Örn Antonsson segir að staðan verði auglýst fljótlega og síðan valið úr umsóknum eftir hefðbundunm leiðum. „Ég kannast ekki við að einn sé orðaður við stöðuna öðrum frem- ur,“ sagði Markús. „Það kemur í ljós þegar umsóknir fara að berast hver kemur til greina.“ -GK Þú ert 2000 krónum ríkari Hún ntur meö aðdáun á forseta sinn sem er kominn í heimsókn á heimaslóðir hennar. Kannski langar hana að verða forseti þegar hún verður stór. Litla stúlkan á myndinni var svo þæg og góð þegar forseti íslands ræddi við börnin að hún á verðlaun skilið. Hún er því tvö þúsund krónum ríkari og má vitja þeirra peninga á helgarblað DV, Þverholti 11, Reykjavík. -ELA/DV-mynd Brynjar Gauti SAGT ER að söngkonan Dolly Parton loki sig inni sökum þess hve vinsæld- irhennar fara dvínandi. Svo virðist sem einhverj- ar breytingar eigi sér stað hjá leikkonunni. Eftir að hún losaði sig við kílóin er eins og allt hafi gengið á afturfótunum. Nú segja menn að hún sé að gera upp við sig hvort hún eigi að halda sig við leiklist- ina og kvikmyndagerð eða snúa sér aftur af full- um krafti að söngnum. Kánnski það væri rétt- ast... MICK JAGGER hefur ekki haft trú á hjóna- böndum og staðið í þeirri meiningu að gifting sé óþörf. Nú nagar hann sig í handarbökin fyrir að hafa ekki kvænst fyrir- sætunni Jerry Hall því hún er stungin af með ungum og glæsilegum milljónamæringi sem býr í London. Kannski hjóna- bandið heföi breytt ein- hverjuþar urn, að minnsta kosti vildi Jerry Iiall ganga til altaris en HER ER gamli kappinn Frank Sinatra, sem er 72 ára, ásamt eiginkonunni Barböru sem er 57 ára. Þau héldu það hátíðlegt á dögunum að hafa verið gift í tólf ár. Þykir nokkr- um það mikið þótt haldið sé upp á tólf ár í Holly- ' wood með pompi og prakt? Líklegast eru þeir ekki margir leikararnir sem ná þvi að eiga sama makann í svo mörg ár. DYNASTY LEIKKONAN Linda Evins er líklega fremur íhaldssöm ef marka má þá sögu að hún hafi ætlað sér að versla 16 varaliti með uppáhald- slitnum. Þegar sölukon- an sagði henni að fram- leiðandinn væri að hætta framleiðslunni á þessum tiltekna lit gerði Linda Evans sér lítið fyrir og keypti 72 stykki af uppá- haldsvaralitnum. Fyrir það greiddi hún um fimmtíu þúsund íslen- skar krónur. Það er gott að eigapeninga...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.