Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Page 11
LAUGARDAG.UJR ,3. SEPXEMBER 1988, 11 Breiðsíðan DV-Myndbrot vikunnar i Þeir eru fallegir litlu kettling- arnir og nutu sín vel í sveit- inni. Brugðið var á leik fyrir Ijósmyndara DV, Kristján Ara Einarsson, svo hann gat ekki stillt sig um að smella af. Kisumamma varfjarri góðu gamni meðan á leikn- um stóð en kom síðan aftur til að gæta að börnum sín- um. Það er eins og miðkettl- ingurinn se að velta því fyrir sér að bjóða upp í dans. Kannski var sú raunin ... -ELA FKwiwwwwmwwixwmmwwmw ■ : s Það er ekki nema von að Hófi stilli sér upp þegar tekin er mynd af henni með öllum verðlaunapeningunum. Hún hefur líka skreytt sjálfa sig með rauðum slaufum og virðist bara nokkuð ánægð með lífið. Er ástæða til annars? DV-mynd Hanna Fegurðardrottningin Hófí: Bætti enn á sig yerðlauniim Hún heitir Hófi og vann sitt þriöja meistarastig á hundasýningunni sem fram fór um síðustu helgi. Hófí er af Maltise kyni og afbragösfalleg eins og sjá má á myndinni. Eigandi henn- ar er Erna Fr’íða Berg. Hófi er aðeins 3ja ára. Hún var svo ung þegar hún fékk fyrstu tvö meistarastigin að vegnaaldurssínsþurftihúnþriðja ' stig. Aðeins einn annar hundur er meðþrjúmeistarastighérálandi. . Hófí er því orðinn alþjóðameistari, geriaðrirbetur. Hófí er fædd í Mosfellsbæ og er að sjálfsögöu af hreinræktuðu kyni. Innan við tuttugu Maltise hundar eru til hér á landi. Nú á Hófí kost á að taka þátt í hundasýningum er- lendis ef slíkt væri leyfilegt. Heimil- isfólk Hófíar er að vonum stolt af velgengni hennar og ekki var úr vegi að stilla dömunni upp fyrir mynda- töku. Verðlaunapeningarnirfengu aðverameð. Tíkip Hófí fæddist um svipað leyti og Hólmfríður Karlsdóttir var kjörin ungfrú heimur og er ekki nokkrum blöðum um það að fletta að nafnið má rekja til fegurðardrottningarinn- ar. Ætli fegurðin fylgi nafninu? -ELA „íslenskar konur hafa lagtniðurheimilisstörf- . in og hafa varpað sér út í hringiðu stjórnmál- anna.“ Svo segir í einu útbreiddasta dagblaði í Noregi, Verdens Gang. Þarbirtistþessi skemmtilega mynd af Þórhildi Þorleifsdóttur þarsemhún siturá grasflötinni með kven- fatnað á snúru í baksýn. Blaðið gerir því góö skil aö ísland sé eina landið í heiminum sem hafi kvennalista - og sé með sex þingmenri á Al- þingi. „Þriðja hver ís- lensk kona styður flokk- inn,“ segir blaðið. „Eftir að flokkurinn var stofn- aður árið 1982 hefur hann sífellt verið að bæta við sigfylgi. Ein af fremstu konum á Kvennahstanum er Þórhildur Þorleifsdóttir, 43ja ára, fimm barna móðir og fyrrum leik- stjóri. Nú situr hún á Alþingi íslendinga." „Það er nauðsynlegt að hafa Kvennalista," segir Þórhildur í viðtali við blaðið. „Konur hafa allt- af starfað í karlaflokk- um þar sem þær hafa ekki mætt skilningi." Þórhildur segir að það sé hvorki hægt að tala um Kvennalistann sem hægri né vinstri flokk, „heldur erum við þriðja víddin í stjórnmálum." „Öll mál eru kvenna- mál,“ segir Þórhildur ehn fremur. „Viö höfum þó se’tt okkur oddamál. Fyrir síðustu kosningar voru það lágmarkslaun, við höfnuðum stóriðju á íslandi og höfnum upp- byggingu NATO í landinu." Þórhildur upplýsir að Kvennalist- inn sé sífellt að bæta við sig fylgi og að flokkurinn hafi vakiö heimsathygli, ekki síður en forsetinn, Vigdís Finnbogadóttir. -ELA Þessi mynd birtist af Þórhildi Þorleifsdóttur i norska blaðinu VG. Þingmaðurinn með kvenmannsfatnað á snúru á bak við sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.