Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Page 36
52
Knattspyma unglinga
Breiðablik sigraði Fram, 2-1, á dögunum í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í 3.
flokki. Myndin er af fyrirliða Blikanna, Ásgeiri Baldurssyni, hampa bikarnum
eftir þann sigur. Þessi sömu lið léku til úrslita í íslandsmótinu um síðustu
' helgi í Kópavogi og endaði leikurinn með jafntefli, 1-1, eftir framlengdan
leik. Þau þurfa því að leika annan leik um íslandsmeistaratitilinn og verður
hann á morgun kl. 14.00 á Aðalleikvanginum í Kópavogi. Eitt er víst að
búast má við skemmtilegum og spennandi leik þessara tveggja góðu liða.
DV-mynd HH
Haustmót KR hefst í dag
Þá byrjar boltinn að rulla í haust-
mótinu. Óllum flokkum er skipt í
riðla, nema 2. og 3. flokki, þar spila
allir við alla. Kl. 11.00 í dag eru leikir
í 4. fl. (A) í riðli 1 og eigast við KR -
leiknir og Víkingur - Fram. i riðli 2
leika ÍR-Þróttur og Fylkir - Valur.
Á morgun spila í 4. fl. (B) Fram-
Valur og Víkingur - Fylkir. Báðir
) leikirnir hefjast kl. 11.00. í 2. fl. leika
á morgun kl. 19.00 Leiknir - Fram og
kl. 21.00 Fylkir - Valur.
6. fl. á gervigrasinu í dag og
á morgun
Haustmót 6. fl. hefst kl. 11.00 f dag
og lýkur á morgun. Leikir um sæti
hefjast kl. 13.30 á morgun. Úrslita-
leikurinn um titilinn hefst kl. 16.10.
Haustmót í 5. flokki verður um
næstu helgi og er með sama sniöi og
hjá 6. flokki og verður einnig á gervi-
grasvellinum. Sömu reglur gilda um
báða þessa flokka og tíðkaðist 1 ís-
landsmótinu með 5. fl. -HH
Umsjón:
Halldór Halldórsson
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988.
DV
íslandsmótið - 3. flokkur:
Jafnt hjá Breiðabliki og Fram
- nýr úrslitaleikur á morgun kl. 14.00 á Kópavogsvelli
1 úrslitakeppni íslandsmótsins í 3.
flokki voru sum úrslit leikja nokkuð
óvænt. Stjarnan olli t.d. miklum von-
brigðum eftir mjög góða frammi-
stöðu í A-riðli. Sömuleiðis var óvænt-
ur sigur KA á Fylki en Fylkir sigraði
Fram í fyrsta leik sínum. Breiöablik
sigraði Þór, Ak., 11-1, en ÍA átti í
miklu basli með iiðið en vann þó,
2-0. í báðum riðlum komast lið áfram
á markatölu eins og lög gera ráða
fyrir. Athyglisverður er einnig sigur
Þórs, Ak., yfir KA og er þetta fyrsta
tap KA á leikárinu gegn Þór. Þess
má geta aö KA sigraði í bikarkeppni
Norðurlands.
Ljóst er að dagsformið ræður miklu
í úrslitakeppni íslandsmóta yngri
flokka. ÍA tapar til að mynda ekki
leik á keppnistímabilinu en kemst
samt -sem áður ekki í keppni um
fyrsta sætið. Liðið vann alla sína leiki
í úrslitariðlinum nema leikinn gegn
Breiöabliki sem lyktaði 1-1. Bæði
þessi lið hlutu 5 stig en Blikarnir
komust áfram á stórum sigri yfir
Þór. Bæði Fylkismenn og Akurnes-
ingar kvörtuðu sáran yfir að þurfa
að leika á Smárahvammsvelli þar
sem hann væri bæði of stúttur og
minnst 10 metrum of mjór.
Því ekki undanúrslit?
Réttlátast væri, ef unnt er, að tvö
efstu lið úr hvorum úrslitariðlanna
héldu áfram í undanúrslit. Þar gæti
keppnin verið með ýmsu sniði. Til
að mynda gætu lið tekið með sér inn-
byrðisúrslit og leikið einn aukaleik
um rétt á úrslitaleik. Annar mögu-
leiki er að láta efstu lið úr A-riðli
keppa við lið í öðru sæti í B-riðli og
öfugt og sigurvegarar mæti síðan í
úrslitaleik. Þetta þýðir fjölgun leikja
um tvo. Þaö eru nú öll ósköpin. Áð
öllum líkindúm yrði þó úrslitaleikur-
inn að fara fram helgina eftir riðla-
keppnina og ætti það að vera til bóta
hvað varðar allan undirbúning fyrir
hinn mikilvæga leik.
Þetta eru kannski atriði sem vert
er að menn velti betur fyrir sér.
Úrslitakeppnin tókst annars í alla
staði vel og voru flestir leikjanna
mjög spennandi og skemmtilegir.
Úrslit leikia í riðlum í 3. flokki:
A-riðill:
Fram - ÍBK
Fram - Fylkir
KA - Fram
Fylkir-KA
ÍBK - KA
Fylkir - ÍBK
Fram
Fylkir
ÍBK
KA
4-1
1-2
0-4
2- 3
2-1
3- 1
3 2 0 1 9-3 4
3 2 0 1 7-5 4
3 1 0 2 4-8 2
3 1 0 2 4-8 2
Innbyrðisúrslit ÍBK og KA ráða hér
úrslitum um sæti.
B-riðill:
Stjarnan - LA 1-4
Stjarnan - Þór, Ak. 4-1
Breiðablik - Þór, Ak. 11-1
Stjaman - Breiöablik 1-6
IA - Breiðablik 1-1
Þór Ak. - ÍA 0-2
Breiðablik 3 2 10 18-3 5
ÍA 3 2 10 7-2 5
Stjarnan 3 10 2 6-11 2
Þór, Ak. 3 0 0 3 2-17 0
Keppni um sæti
í keppni um íslandsmeistaratitil- ’
inn léku Fram og Breiðablik. Leikn-
um lauk 1-1 eftir framlengdan leik.
Mörkin gerðu þeir Ríkarður Daðason
fyrir Fram og Árnar Grétarsson fyrir
Breiðablik. Aukaleik þarf því um tit-
ilinn og verður hann á Kópavogs-
velli kl. 14 á morgun.
3.-4. sæti: ÍA-Fylkir, 3-1. Mörk ÍA:
Hafsteinn Gunnarsson 2, Arnar
Gunnlaugsson 1. Mark Fylkis: Finn-
ur Kolbeinsson.
5.-6. sæti: ÍBK-Stjarnan 1-0. Mark
ÍBK gerði Margeir Vilhjálmsson.
7.-8. sæti: KA-Þór, Ak., 2-3. Mörk
Þórs: Aðalsteinn Pálsson 2, Rúnar
Sigtryggsson 1. Mörk KA: Karl Karls-
son og Sigurður Ólason. Sigurgleði
Þórsara var mikil eftir leikinn. Þetta
er fyrsta tap KA á „erkifjendunum"
í sumar.
-HH
2. flokkur - íslandsmót:
ÍA létt bráð fyrir í slandsmeistarana
íslandsmeistarar KR-inga í 2. flokki
enduðu glæsilegan feril sinn í ís-
landsmótinu á viðeigandi hátt meö
3-0 sigri yfir Akurnesingum. ÍA-
strákarnir böröust hetjulega því til-
veruréttur þeirra í A-riðli hékk á
markatölu. Fyrir þennan leik voru
þeir í 3. neðsta sætinu með sama
stigafjölda og Fram en eitt mark í
plús. Þetta lukkaðist hjá strákunum
því Framarar töpuðu mjög stórt gegn
Val.
Mörk KR gerðu þeir Rúnar Krist-
insson, 2, og Þormóður Egilsson, 1,
úr vítaspyrnu. Mynd af íslands-
meisturum KR-inga verður því miö-
ur að bíða betri tíma.
Framarar fallnir í B-riðil
í 2. flokki
Valsmenn byrjuöu leikinn af miklum
krafti og skoruðu hvert markið á
fætur öðru. Staðan í hálfleik var 6-0
Val í hag og hefði forysta Vals getaö
verið enn meiri þvi tækifærin komu
á færibandi. Vörn Framara var mjög
opin og er það undarlegt þar sem
þeir voru að berjast við Skagamenn
um fallsætið.
Mörk Vals gerðu þessir: Þórðúr
Bogason 3, Gunnar Már Másson og
Steinar Adolfsson 2 mörk hvor og
Engilbert Friðfinnsson 1. Mark
Fram: Haukur Pálmason.
Stjarnan sigrarenn
-nú Víkinga, 2-0
2. fl. Stjörnunnar hefur gert það
mjög gott eftir að Siguröur Þorsteins-
son tók við stjórn liðsins. Undir hans
stjórn hafa strákarnir halað inn 11
stig. Sl. þriöjudag léku þeir gegn Vík-
ingi og fór leikurinn fram í Garðabæ.
Víkingar voru betri aðilinn framan
af en gátu ekki skapað sér nein afger-
andi færi. Staðan í hálfleik var 0-0.
í síðari hálfleik tóku Stjörnustrák-
arnir af skarið og skoruðu 2 mörk
án þess að Víkingar næðu að svara
fyrip sig. Mörk Stjörnunnar gerðu
þeir Valdimar Kristófersson (víti) og
Ingólfur Ingólfsson. Með þessum
sigri sínum náöi Stjarnan 5. sæti í
riðlinum og 13 stigum.
Þór - Þróttur, 1-3 (1-1)
Þórsarar náðu 4. sæti í A-riðli í 2.
flokki þegar þeir sigruðu Þróttara á
útivelli, 1-3. Þór var sterkari aðilinn
og þá sérstaklega í síðari hálfleik.
Mörk Þórs: Birgir Jón Karlsson 1 og
Sævar Árnason 2 mörk. Þess má geta
að Þróttarar brenndu af vítaspyrnu
undir lokin.
-HH
Skot
Drengimir skipta mestu máli
Mjög sjaldséða sjón bar fyrir augu á KR-völlum um miðjan júlimánuð. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem
ígeirfugl blandar geði við ísfugla undir kringumstæðum sem þessum. Segja má þó með sanni að það sé besti
kosturinn í þessu tilviki því ísfuglum hefur fjölgað gifurlega á svæðinu og því mikilvægt að allt samstarf sé með
besta móti. Að þessu sinni tókst allt slíkt með miklum ágætum þegar tríóið sá um dómgæslu í leik KR og Stjörnunnar
i 2. fl. kvenna sem KR-stelpurnar unnu. Línuverðir í hinu röggsama tríói voru leikmenn 5. fl. KR, þeir Ágúst Jó-
hannsson markvörður, t.v., og Haraldur Þorvarðarson varnarmaður. Dómarinn er enginn annar en Geir Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR. Eftir á sögðu hinir ungur línuverðir álit sitt á dómgæslunni. Ágúst
taldi að Geir hefði mátt sýna meiri ákveðni og Haraldur sagði að dómarinn hefði sleppt allt of mörgum brotum.
Unglingasiðan getur aftur á móti engan veginn tekið undir þessa hörðu gagnrýni fuglanna - að hennar mati sýndi
Geir góða hæfni. DV-mynd HH
Öllum þjálfurum er ljóst mikil-
vægi þess aö koma saman og ræða
málin. Á slíkum stundum láta
menn skoðanir sínar í ljós og hlusta
af áhuga á það sem aðrir hafa til
málanna að leggja. Hugur manna
opnast fyrir nýjum leiðum til
bættrar þjálfunaraðferða.
Það eru, sem betur fer, margar
leiöir sem hægt er aö fara til þess
aö ná settu marki. Því mikilvægara
er að menn hittist við gott tækifæri
og beri saman bækur sínar.
Mistök hjá
unglinganefnd KSÍ
Drengjalandsliðsþjálfarinn
Lárus Loftsson deildi á dögunum
hart á þjálfara félagsliða vegna
slæmrar frammistöðu drengja-
landshðsins á Norðurlandamótinu
um síðustu mánaðamót og kenndi
m.a. slælegri markmannskennslu
um, auk úthaldsleysis annarra
leikmanna. Einnig sagði hann
skort á hæfum varnarmönnum.
Þetta og fleira sagði Lárus í viðtali.
við Morgunblaðið við heimkom-
una. Þessu vildu þrír þekktir ungl-
ingaþjálfarar ekki una og birtust
mótmæli frá þeim á unglingasíðu
DV 20. ágúst sl. 28. ágúst birtist síð-
an svar frá Lárusi á unglingasíð-
unni um að blm. Mbl. hefði mi-
stúlkað orð sín við heimkomuna.
í úrslitakeppni 3. flokks voru
margir af helstu ungingaþjálfurum
landsins komnir saman á einn stað
og var því kjörið tækifæri fyrir
unglinganefnd aö boða til fundar
með þjálfurum og ræða málin. Sá
fundur heföi reyndar átt að vera.
opinn öllum þjálfurum. En ungl-
inganefndin brást þarna hrapal-
lega því enginn varð fundurinn
sem stóð þó til að yrði haldinn laug-
ardaginn 27. ágúst sl. Hvers vegna
guggnaði unglinganefndin á þessu?
Hér var þó kjörið tækifæri til að
koma hlutunum á hreint.
Svona í lokin vil ég minna menn
á að það eru hinir ungu leikmenn
sem skipta öllu máli í þessu sam-
bandi og þess vegna hlýtur það að
vera blátt áfram skylda þjálfara að
geta starfað saman og sinnt málefn-
um þeirra eins og best verður á