Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Síða 5
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. 5 Fréttir Samtökin Vemd virðast vera að klofna: Jóna Gróa ræðir ekki við sáttanefndina - bíður þess í stað eftir lögfræðilegu áliti Nú er allt útlit fyrir aö samtökin Vemd klofni en núverandi formaöur og framkvæmdastjóri, Jóna Gróa Sigurðardóttir, hefur ekki viljað ræða við fuUtrúa sáttanefndar sem skipuö var eftir að aðalfundurinn 22. október leystist upp. Nefndin var kosin eftir að Jóna Gróa og hennar stuðningsmenn höföu slitið fundi og gengið á braut. í nefndinni sitja Ás- geir Hannes Eiríksson, Haraldur Jónasson, Jóhann F. Guðmundsson og Guðmundur Jóhannsson. Nefndinni var falið að: .leita sátta og samstöðu við þann minni- hluta sem gekk af fundi. Tilgangur- inn er sá að freista þess að ganga frá sameiginlegri niðurstöðu aðalfundar samtakanna." - En svo segir í bréfi sem sáttanefndin sendi Jónu Gróu 22. september. Sáttanefndin segist ekki hafa feng- ið nein svör við bréfinu og segir reyndar að bréfinu hafi verið visað frá. „Það sýnir glögglega þann hug sem formaðurinn ber til félags- manna sinna," sagði einn nefndar- manna. En sáttanefndin sendi frá sér annað bréf þriðjudaginn 4. október og er það stílað til Jónu Gróu. í bréfinu er skorað á hana að boða til stjórnar- fundar 10. október næstkomandi. Segir að ef formaðurinn veröi ekki við áskorunni muni sáttanefndin kalla stjómina saman. Það kom fram í samtali við menn Séekki ástæðu þess að senda þingið heim - segir Ólaíur G. Einarsson „Ég veit ekki hverjar eru ástæð- umar fyrir því að ríkisstjómin vill senda þingið heim. Ég hef ekki heyrt þær og í fljótu bragði sé ég ekki hveij- ar þær ættu að vera. Ég sé ekki þörf- ina á því. Það er skiljanlegt að fjár- lagaframvarpið sé ekki tilbúið. En ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þing- ið starfi þótt fj árlagafrumyarpið sé ekki komið fram,“ sagði Ólal'ur G. Einarsson, formaður þingflokks Sj álfstæðisflokksins. Ólafur sagðist hafa heyrt ávæning af því að ríkisstjórnin ætlaði að senda þingið heim strax og það kænu saman á mánudag. Hann heíði hins vegar ekkert heyrt formlega frá rík- isstjórninni um þetta mál. „Éitt af fyrstu málum þingsins er stefnuræða forsætisráðherra. Það er ný ríkisstjórn í landinu sem hlýtur að hafa mótað sér stefnu. Af þeirri ástæðu er þörf á að ræða málin í þinginu," sagði Ólafur, aðspuröur um afstöðu sjálfstæðismanna til þess aöþingiðyrðisentheim. -gse íslensk-portú- galska gjaldþrota íslensk-portúgalska verslunarfé- lagið hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta hjá borgarfógetaembættinu. í fyrradag var lögð fram beiðni um gjaldþrotaskipti. Að sögn Ragnars Hall skiptaráðanda hggur staða fé- lagsins ekki fyrir en „við erum að byrja að vinna að þessu máli,“ sagði hann. -JSS innan Verndar að líklegast er nú að samtökin klofni og muni þeir sem hafa deilt við formanninn þá stofna nýja fangahjálp. Það sé nauösynlegt til að losna undan ofurvaldi for- mannsins. „Þegar lögfræöilegt áht er komið munum við vinna að lausn málsins eins fljótt og auðið er,“ var það eina sem Jóna Gróa Sigurðardóttir vildi seyja þegar hún var spurð um stöðu málainnanVerndar. -SMJ Jón Baldvin á bíl Þorsteins Steingrímur Hermannsson tók með sér Wagoneer-jeppa utanrík- isráðuneytisins þegar hann flutti sig niður í forsætisráðuneyti. Audi-bifreiðin, sem Þorsteinn Pálsson ók, var hins vegar flutt upp í utanríkisráðuneyti og ekur Jón Baldvin Hannibalsson nú henni. Mitsubishi-jeppinn, sem Jón Baldvin ók áður, stendur hins vegar ónotaður fyxir framan fj ármálaráöuneytið. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ákveðiö að nota sinn eigin bíl í vinnuna og borga auk þess bensínið sjálf- ur. -gse WÆ 3Ö^S5 Midð fynrívKð yyx AIIKLIG4RDUR VESTUR í BÆ Hringbraut 121. Sími28511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.