Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. Sandkom Gunnar séraGunnar Björnssonog frúÁgústa Ágústsdóttír hafaímörguaö snúastþessa Prestshjónln dagana. Safh- aöarstaifiö veröurákosiö ogaiþjóöveit. Þauþjónineru mikið fyrir félagslíf. Meöal annars munu þau yera helstu sprautumar í Vinafélagi íslands og Austur-Þýska- lands. Árehátíð, eöa einhver ámóta hátíð, mun veröa á næstunni hjá þessu annars ágæta vinafélagi. Skemmtidagslará hátíöarinnar mun vera tilbúin. Hátiðin hefst á hátíðar- ræðu séra Gunnare. Næst mun Síðast á dagskránni er einleikur á selló. Einieikarinn er séra Gunnar Bjömsson. Þau hjónin leita ekki langt yflr skammt t leit að skemmtikröftum ogiistafólki. Rósa kyssti Jón Óskarí beinni Einhverbesti skemmöþátt- ur.semRÚV hefursýntáár- inu,fórframí óiympiubúrinu margfræga. FiTirnæstsíð- ustubeinuút- sendingufrá Seouikom Rósalngólfs- dóttiríbúriðog færöi íþrótta- fréttamönnum gjaflr. Rósa kom meö kaffi, kaffivél, mjólk og fleira. Jón Óskar Sólnes veitti söfunum viö- töku. Hann hafði á orði aö hann drykki hvorki mjólk né kaffi. Fyrir hönd félaga sinna þáöi Jón gjafimar. Rósa færöi þeim félögura aö endingu guJlraedaliur. Hún setti einaþeirra um háls Jóns Óskars og rak honum síðan rembingskoss á munninn. Rósa var vel varalituð og bar Jón Óskar þess greinileg merki eftir. Bjami Fel. yflrgaf búrið þegar Rósa birtist og virtist ekki ánægður meö þessa ann- ars bráöskemmtílegu uppákomu. Vantarkonu með vitáhagfræði ÓlafurRagnar Grítnsson, fjár- málaráöherra ogformaður Alþýöubanda- lagsins.áí miklumerfið- leikumþessa dagana.Ráð- herrarflokks- insverða.sam- kvæmttillög- umÓlafsRagn- are,aðráðasér kvenmenn sem aðstoöarráðherra. Ólafur mun eigá í miklum erfiöleik- um meö að finna konu sem er í Al- þýöubandalaginu og hefur vit á hag- fræöi. Slíkar munu ekki vera á hvetjustrái Breytingar í Alþingi Núerunniö hörðumhönd- umviðbreyt- ingar í Aiþing- ishúsimt. Þegar rikisstjórn I>or- su-ins Pálsson- arvarmynduð varðaöhenda útöllumgöml- um8tólumog boröum. Ástæðanvarsú ir voru elleflt í stað tíu áöur og ekki var pláss fyrir fleiri. Því varráöist í gagngerar breytingar. í rikisstjóm Steingríms Hermannssonar eru aö- etns niu ráðherrar. Nú þarf aö fjar- lægja tvo ráöherrastóla og fram- kvæma aörar smærri breytmgar, Þetta eina þing, sem ellefu ráðherrar sátu í rMssfjóm, hefurþví skapað starfsmönnum þingsir” leikaogaukavinnu. Fréttir Helgi Sigurðsson dýralæknir í tímaritinu Eiðfaxa: Sumir hestamenn lifa í fíla- beinsturni varðandi hættuna á smitsjúkdómum „Oft hef ég á tilfinningunni að hesta- menn lifi í fílabeinstumi varðandi hættuna á smitsjúkdómum...“ segir Helgi Sigurðsson dýralæknir í lok greinar sinnar í nýjasta hefti tíma- ritsins Eiðfaxa. Grein Helga ber yfirskriftina „Ef ...?“ og fjallar um smitsjúkdóma hesta, aðallega hestainflúensu, hvað myndi gerast ef slíkir sjúkdómar bærust til landsins og hver viðbrögð yfirvalda yrðu. Hestainflúensa eða „smitandi hósti“ er mjög smitandi sjúkdómur sem veldur áköfum hósta. Berst veir- an ört út hvar sem margir hestar eru saman komnir og flyst hún meðal annars milli hesta með loftinu, mönnum, áhöldum og flutningabíl- um. Líða 2-3 dagar frá smiti og þar til einkenni koma fram. Fyrstu ein- kenni eru hár hiti, lystarleysi og slappleiki og svo kemur hóstinn sem getur varað í allt að 3 vikur. Bakter- íusjúkdómar geta fylgt í kjölfarið og í versta falli fær hesturinn bronkítis og lungnabólgu sem getur leitt til örkumlunar. Skipta aðstæður miklu þegar hesturinn er að ná sér, eins og hjá mannfólkinu, og þá eru vetrar- kuldar hérlendis hættulegir. Myndu útigangshross hrynja niður úr hesta- inflúensu. Hestainflúensa í Víðidal í greininni býr Helgi til dæmi þar sem hestainflúensa kemur upp aö vori til í hesthúsahverfinu í Víðidal við Reykjavík. Er það til að sýna fram á alvöru málsins. „Ljóst er að grípa verður til harka- legra aðgerða s.s. einangrunar alls svæðisins, því berist sjúkdómurinn út á land er voðinn vis...“ Helgi seg- ir illmögulegt að dæma um hve út- breitt smit geti orðið eða hvort það berist út fyrir svæðið. „Öllum hest- um í sýktum húsum ætti að mati undirritaðs að farga, en spurningin hlýtur að verða sú, hversu langt skuli gengið í þeim efnum. Eitt er þó víst að auðveldara yrði að útrýma hestainflúensu með niðurskurði, en t.d. riðu í sauðfé, þar sem vitað er um smitleiðir.“ Nefnir Helgi bólusetningu sem aðra leið en hún sé dýr, fyrirhafnar- mikil og illa framkvæmanleg vegna fjölda hrossa í landinu og annarra „praktískra" atriða. Ef farið yrði út í bólusetningu væru menn búnir að „sætta sig við við vissa tilvist sjúk- dómsins". Útigangshross dræpust unnvörpum „Ef þetta yrði gert myndi sjúk- dómurinn berast út um allt land og valda gífurlegum usla, sérstaklega þar sem hross ganga úti að vetrar- lagi... ÚtigangShross myndu drepast unnvörpum áður en nokkur fengi rönd við reist.. .mótstöðuafl ís- lenskra hrossa gegn veirusjúkdóm- um er ekkert, þar sem hrossin hafa aldrei komist í snertingu við veirur og því hættara við að sjúkdómurinn verði alvarlegri hér á landi en er- lendis, þar sem sjúkdómurinn hefur verið landlægur um langan tíma. Þær búsifjar sem af þessu hljótast munu því verða þyngri en annars staðar." Um úrræði segir Helgi að þau yrðu harkaleg og ekki víst að hestamenn tækju slíkum aðgerðum þegjandi. Því sé ástæða til að hvetja hestamenn til varkámi í ferðum sínum erlendis og við móttöku erlendra gesta. Sé megintilgangur greinarinnar að efla slíka varkárni. Smit geti borist með beisli, hnakka, reiðstígvélum, reið- fotum og fleiru. Væri ástæða til að birta nöfn þeirra hestamanna sem eru kærulausir í þessum efnum. -hlh Það var vel mætt á morgunveróarfundi Verslunarráös íslands í Átthagasal Hótel Sögu í gærmorgun. Umræðuefnið var Hvað er fram undan í íslensku atvinnulífi? DV-mynd S Ólaíur Davíðsson: Ekki ósennilegt að nokkurt atvinnuleysi sé fram undan Ólafur Davíösson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrekenda, sagði á morgunverðarfundi Verslun- arráðs íslands í gærmorgun að ekki væri ósennilegt að upp kæmi nokk- urt atvinnuleysi á næstunni. Hann telur ennfremur aö allri þeirri ofljár- festingu, sem nú er í atvinnulífinu, verði ekki haldið í rekstri án þess að það komi niður á lífskjörum þjóöar- innar. Um atvinnuleysið sagði Ólafur ennfremur: „Þaö getur verið nauð- synlegt til aö skapa þær breytingar sem nauðsynlegar eru í atvinnulíf- inu.“ Hann sagði að höfuðvandinn í ís- lensku efnahagslífi núna væri verö- bólgan og oöjárfesting næstum allra atvinnugreina. „Við búum við offjár- festingu sem aftur er afleiöing nei- kvæðra raunvaxta.“ Um verðbólguna fram undan sagði Ólafur Davíðsson: „Þaö er ekkert sem bendir til þess að verðþólgan verði minni en undanfarin ár eða um 15 til 20 prósent á ári, jafnvel allt upp í 30 prósent. Verðbólgan mun samt hjaðna verulega á næstu mánuð- um.“ -JGH Ólafur Daviðsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Friörik Pálsson, forstjóri SH: Stór hluti vandans bönkunum að kenna Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sagði á fundi Verslunarráðs íslands í gær- morgun að stóran hluta vandans hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi mætti rekja til bankanna. Friðrik var svart- sýnn á komandi mánuði í íslensku efnahagslífi. „Það er ástæða til að óttast að okkur hrekji af leið í verð- bólgunni enn einu sinni. Bankarnir eiga ekki að lána í erfið fyrirtæki,“ sagði hann, „og nú eru bankarnir að fá aftur stóran hluta af millifærsl- unni.“ „Aö slá fleiri lán er einfaldlega að slá vandanum á frest.“ Og síðar: „Ætli orðið lánafyrirgreiðsla segi ekki meira um þetta mál.“ Friðrik lagði áherslu á að röng gengisstefna hafi kollvarpaö allri rekstraráætlun fyrirtækja í útflutn- ingi. Hann taldi að millifærslan kæmi að litlu gagni. „Það að gjaldeyririnn var seldur á útsölu á síðasta ári jók fjölda heild- verslana í landinu. Það hefur aftur aukið innflutninginn stórlega þó margar heildsölur séu að vísu að fara á höfuðið í samdrættinum núna,“ sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.