Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Side 14
14 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. Spumingiii Hvað finnst þér um átök- in sem verið hafa í gangi innan Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík? Jóna B. Elmarsdóttir nemi: Þetta gengur út í öfgar. Kristinn söfnuður á ekki aö haga sér svona. Arnór Þorláksson loftskeytamaður: Þetta er ákaflega leiðinlegt og ekki sæmandi kristnum söfnuði. aö fara. Hann á ekkert að vera að standa í þessu. Helga Hermóðsdóttir húsmóðir: Mér finnst þetta alveg fáránlegt, annars hef ég Íítið fylgst með þessu. Nína Björnsdóttir, starfsstúlka á Múlalundi: Það er alveg ömurlegt að fyigjast með þessu. Guðmundur Guðmundsson lögreglu- þjónn: Þetta er hörmung. Mér finnst að presturinn ætti frekar að fara en að splundra söfnuðinum. Lesendur Að leysa málin: Hvevs vegna alltaf ráðherrar? Gísli Sigurðsson skrifar: Mér finnst vera ofnotkun á ís- lenskum ráðherrum. Það kemur ekki svo upp vandamál hér á landi að ekki sé leitað til ráðherra um lausn. Annaðhvort eru það heilu sendinefndimar sem arka á fund ráðherra eða þá að fjölmiðlarnir draga þá fram til svara um málin. Þetta finnst mér vera óeðlilegt í ekki fjölmennara þjóðríki en ísland er. Og einmitt vegna þess að við erum svo fámenn fer ekki hjá því að það er ávallt einhver, t.d. í hverj- um þrýstihópi sem þykist geta, skyldleika vegna eða vegna náins kunningsskapar, náð til viðkom- andi ráðherra og er síðan í forsvari fyrir þrýstihópnum. Stundum nær þessi „kunnings- skapur“ nú ekki út fyrir „heita pottinn" í laugunum, svo að við- komandi haldi að hann geti beislað ráðherra. Þetta er nú að verða ósköp hvimleitt og fólk fer að verða ónæmt fyrir fréttum með ráðherra- viðtölum um einhvern vandann sem að steðjar. En hvað em ráðherrar að hugsa með því að láta teyma sig út í þessa endemis vitleysu? Málin er nú hægt að leysa, án þess að ráðherra sé kominn á vettvang! Þetta er dæmigert í hvalamálinu svokall- aða. Ráðherrar eru kallaðir til hvað eftir annað og það endar með því að þeir era famir að tala sitt á hvað, fullyrða eitt í dag og annað á morg- un. Flest þessara „vandamála" em ekki stærri en svo, að þau megi leysa á embættismanna- eða ráðu- neytisgrundvelli, án beinna ráð- herraafskipta, a.m.k. í fjölmiðlum. Hvalamálið er þó dálítið annars eðlis og eðlilegt að ráðherra, og þá viðkomandi ráðherra einn, komi þar við sögu. - En í það heila tekið er hér áreiðanlega mikil ofnotkun á ráðherrum að því er tekur til af- skipta og umleitana á lausnum hvaða smámáls sem er. Norska bamaklárnmyndin: Nauðsynleg fyrir okkur? Ingibjörg Jóhannsdóttir skrifar: Fyrir nokkru á að hafa verið sýnd í Svíþjóð norskur sjónvarpsþáttur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Áhrifin létu ekki á sér standa. Kærum um kynferðislegt of- beldi rigndi yfir Svía eftir að þáttur- inn var sýndur. Sænski félagsmála- ráðherrann tárfelldi og hélt fyrir munn sér meðan á sýningu stóð, seg- ir í fréttum. Það er ekki að spyrja að hræsninni hjá þjóðinni þeirri, þar sem staðhæft er að komin sé miðstöð alls bama- kláms á Vesturlöndum, til viðbótar vopnaframeiðslunni fyrir þriðja heiminn! Sagt er að þessi norski barnaþáttur sýni blákaldan raun- veruleikann. Já, klámið hefur löng- um verið þeim Skandinövunum hug- leikið efni og nú nær það yfir alla aldurshópa, allt frá barnæsku fram á grafarbakka. Ætli næst verði ekki gerðar myndir um misnotkun gam- almenna á öldrunarheimilum. Eins og ég sagði hér fyrr fékk þátt- urinn óhemju sterk viðbrögð og sænski félagsskapurinn „Samtök gegn klámi“ fagnaði honum mjög. Mig minnir aö einhvem tíma hafi verið stofnaður félagsskapur hér með svipaðan tilgang? - Auðvitað er allt venjulegt fólk á móti hvers konar misnotkun á þessu sviði og sjálfsagt að beijast og verjast sem best. - En að þetta eigi að höfða sérstaklega til okkar hér er af og frá. Þetta er óþekkt fyrirbæri hér í þeim mæli sem greint er frá í myndinni og við höfum ekkert við svona sjón- varpsþætti að gera. Nóg er af klám- inu fyrir í íslenskum sjónvarps- myndum og dagskrá ríkissjónvarps- ins. Og svo er farið að færa það upp á íslensk leiksvið til viðbótar. Nú er varla sýnt svo leikrit hér að ekki þyki við hæfi að hafa eina eða fleiri klám- eða ofbeldissenur í bland. Svona rétt til „bragðbætis" og augna- yndis fyrir almúgann. En ríkissjónvarpið er nú sagt vinna að því að fá norsku heimildamyndina til sýningar hér. - Hvað annað? Við erumþó Skandinavar, „for fanden“! Margflokkakerfi úr sér gengið: Einn flokk til ábyrgðar Hlutlaust Óskar Guðnason skrifar: Ég vil koma á framfæri þakk- læti til Stöðvar2fyrir vel unnimt, fræðandi og hlutlausan þátt um Bahá’í-trúna og starfsemi Bahá’ía hér á landi. - Þátturinn var í dag- skrárliönum 19:19, laugardaginn 8. okt sL Ein af meginkenningum Bahá’í-trúarinnar er „sjálfstæð leit að sannleikanum” og finnst mér Stöð 2 hafa unniö í anda þess- arar kenningar. Væri óskandi að fleiri hölmiðlar hér á íslandi hefðu kjark og þor til aö feta í fótspor Stöövar 2. - Lengi lifí trú- frelsiö! Kjartan P. hringdi: Ég og kunningjarnir röbbum stundum saman yfir kaffibolla og er þá gjaman umræðuefnið stjómmál- in hér á landi. Við komum að vísu víðar við og fórum stundum út fyrir landsteinana í þeim efnum og m.a. vegna þess höfum við komist að þeirri niðurstöðu að það margflokka- kerfi, sem við búum við í stjórn- málum, sé algjörlega úr sér gengið. Þ'að þarf ekki að líta nema til Bret- lands og Bandaríkjanna í þvi efni og sjá að í þessum löndum ríkir miklu meiri festa í stjómmálum og þjóðlífi en annars staðar þar sem flokkarnir eru margir. Hérna ættu ekki að vera nema tveir, í allra mesta lagi þrír, stjórn- málaflokkar. Raunar ættu kjósendur að flykkjast um einn flokk til ábyrgð- ar og þá skipta um þegar eða eftir því hvernig honum vegnar við stjórnvölinn. Þetta reynist nokkuð vel í stjórn borgarmála og fáum dytti í hug aö skipta, nema þá að fá ein- hvern annan flokk sem einn gæti stjórnað málunum. Þetta marg- flokkakerfi er ekki bara úr sér geng- ið heldur er það líka orðið þjóðarböl. Hringið í síma milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Afnotagjöld og auglýsingar Áskrifandi að Stöð 2 skrifar: Heiðruðu herrar, er nú ekki kominn tírai til að fella niður af- notagjöldin hjá Stöð 2 og bjóða upp á ókeypis dagskrá eins og margar sjónvarpsstöðvar í Amer- íku gera? - Til hvers er maður eiginlega látinn greiða áskrift, þegar dagskráin er meira og minna ein samfelld auglýsing fýr- ir hin og þessi fyrirtæki? Landsbankinn, sem engum get- ur lánaö vegna peningaleysis, dælir peningum í þætti á Stöð 2. Reykjavíkurborg leggur milljóna styrki í skákmót og skáksnilling- arnir geta varla þveríotaö fyrir auglýsingaskiltunum í Borgar- leikhúsinu. Heilbrigðisráðuneyt- ið borgar þætti um heilsuvemd. Og nú síðast er það Pepsi-vin- sældalistinn. - Hvað gera nú „Coke“ og „ískóla"? Svo eru það íþróttaþættirnir, sem allir eru útbíaðir í einhveij- um auglýsingamerkjum, o.fl„ o.fl,- fyrir utan venjulega auglýs- ingatímann. - Era engin takmörk fyrir því, hvað fyrirtækjum leyf- ist í svona sníkjustarfsemi hjá opinberum aðilum, og rukka svo fólk aukalega? Manni er spurn hve langt sé hægt að ganga í svona fjármálastarfsemi! „Hip hop“-tón- list tekur vfir „Borgaraðdáandi“ sknTar: Ég vil hér lýsa óánægju minni með þá stefnu sem skemmtistaðir borgarinnar hafa tekið í tónlist- armálum. Síðastliðna mánuði hefur „Hip hop“ og „House“- tónlist yfirtekið a.m.k. þrjá af dansstöðum Reykjavíkur, einnig Borgina, minn uppáhaldsstað í gegnum árin. Eg veit að ég tala fyrir stóran hóp „Borgaraðdáenda" er ég seg- ist sakna gömlu góðu Borgarinn- ar með sína góöu tónhst. Eg vona aö ráöamenn þar á bæ snúi sér aftur að henni og hverfi frá þeirri sem nú er leikin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.