Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Nýr formaður BSRB Fjölmennt þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja kaus sér nýja forystu á föstudaginn. Kristján Thorlacius lét af störfum eftir tuttugu og átta ára formennsku og Ögmundur Jónasson fréttamaður var kjörinn í hans stað. Auk þess var skipt um varaformenn bandalagsins og það er því ljóst að nýtt fólk mun leiða þessi fjöl- mennu samtök næstu þrjú árin. Tvennt er athyglisvert við þessa kosningu. Annars vegar virðist kjör Ögmundar endurspegla vilja þingfuh- trúa til róttækra breytinga. Hins vegar bera þessar kosn- ingar ekki svip flokkspólitískra áhrifa. Þetta tvennt seg- ir nokkra sögu því hvort tveggja hefur verið áberandi í störfum launþegasamtakanna að þar hefur gætt stöðn- unar og íhaldssemi í vinnubrögðum og forystu og að verkalýðsfélög hafi verið háð beinum og óbeinum tengsl- um við stjórnmálaflokkana í landinu. Rétt er þó að taka fram að Kristján Thorlacius hefur ekki verið tengdur neinum flokki og hann hefur á sinn hátt verið sjálfstæð- ari en margur veralýðsforinginn. Mótframbjóðendur Ögmundar voru Guðrún Árna- dóttir, framkvæmdastjóri BSRB, og Örlygur Geirsson, fyrrverandi varaformaður, en bæði hafa þau starfað náið með fráfarandi formanni. Guðrún hafði þar að auki yfirlýstan stuðning frá Kristjáni Thorlacius. Eftir að kosningunum lauk hefur Guðrún haldið því fram að stuðningur Kristjáns hafi verið bjarnargreiði enda hafi hún fengið þann stimpil að vera þannig fuhtrúi þeirrar stefnu sem ríkt hafi á valdatíma Kristjáns. Örlygur geld- ur þess sömuleiðis að vera fuhtrúi gamla gengisins sem þingið er greinilega að hafna. Þetta má hins vegar ekki skilja svo að opinberir starfsmenn hafi valið Ögmund Jónasson með einhvers konar útilokunaraðferð. Ögmundur stendur áreiðanlega fyrir sínu og er kjörinn í krafti eigin ágætis. Hann er löngu þjóðþekktur sem fréttamaður í útvarpi og sjón- varpi en hefur auk þess haft margvísleg afskipti af málefnum BSRB og þykir hugmyndaríkur og áræðinn. Hann hefur boðað breytingar og sá málflutningur hefur fengið hljómgrunn. Ekki er vitað th að Ögmundur sé flokksbundinn enda þótt ljóst sé að hann var boðinn fram af vinstri sinnuð- um í Bandalaginu og verður óneitanlega talinn th vinstri í póhtíska htrófinu. Það sem vekur þó athygli er að stjórnmálaflokkarnir og útsendarar þeirra réðu ekki ferðinni í þessu formannsmáh. Slíkt hefði þótt óhugs- andi fyrir aðeins nokkrum árum. Sú staðreynd sýnir bæði veikari stöðu stjórnmálaflokkanna í hinni al- mennu félagsmálahreyfingu í landinu og eins hitt að launþegahreyfingin er loks að losna úr þeim viðjum að vera handbendi einstakra flokka. Hvort tveggja er af hinu góða. Lengi vel var BSRB veik samtök, máttlaus risi í verka- lýðsbaráttunni. En eftir að samtökin fengu verkfallsrétt og eftir því sem opinberum starfsmönnum fjölgaði lét Bandalágið meira th sín taka og er nú ekki síðri áhrifa- valdur um kaup og kjör og almenna launapóhtík heldur en samtök hins ftjálsa vinnumarkaðar. En auknum áhrifum fylgir aukin ábyrgð og óskandi er að ný forysta í BSRB sé þeim ábyrgðarvanda vaxin. Stór samtök, eins og Bandalag opinberra starfsmanna, bera ekki aðeins ábyrgð gagnvart félagsmönnum sínum heldur og gagn- vart þjóðfélaginu öhu. Ögmundi Jónassyni er óskað ahs velfarnaðar í því hlutverki. Ehert B. Schram Þeir sluppu i gegn: Friðrik Sophussson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins - Davíð Oddsson borgarstjóri. Ekki er öll nött úti enn „Það á að vera grundvallarregla hvers hagfræðings að hafa nógu mörg tól til taks í skrínu sinni. Það er fremur list en visindi aö kunna rétta ráðið viö hverjum vanda.“ (Próf. Charles Kindleberger á 50 ára afmælisráðstefnu Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga - Fjármálatíðindi maí-júlí 1988.) Tilvitnuð orð eiga ekki síður við stjómmálamenn, einkum leiðtog- ana. Fyrsta flokks menn velja fyrsta flokks menn sér við hlið; annars flokks menn velja sér lak- ari. Bjami Benediktsson kunni að velja sér fyrsta flokks ráðgjafa. Sumpart þess vegna lifði viðreisn- arstjórnin lengur en aðrar stjómir á íslandi. Á hinn bóginn hafði hin deyðandi miðjupólitík stjómarinnar óheppi- leg áhrif á flokkana sem stjómina mynduðu. Þeir uröu að beygja sig undir lögmál samstarfsins. Munur- inn milli þeirra þurrkaðist út í vit- und fólks síöustu árin fram aö 1971 og einstaklingamir lömuðust, einkum nýgræðingurinn. Umbrot Þegar lokiö fór af flokkunum eftir 1971 var brotist um í Alþýöuflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum. Sam- staða innan þeirra náðist ekki, þeir unnu stóra sigra og biðu líka mikla ósigra. Hið hstræna skorti í viður- eign við nýjar aðstæður sem kröfð- ust úrlausna sem vom allt í senn þjóðhagslegar, rekstrarhagfræði- legar og félagslegar. Flokkamir áttu ekki menn til að mæta þessum aðstæðum. Flokk- amir, sem lifðu á minningum, urðu að svara kalli tímans og andsvör allra flokka vom fálmkennd. Ég lagði til að viðreisnarstjórnin setti upp efnahagsráðuneyti eftir þingskosningamar 1967 til að koma fram á pólitíska sviðiö þeim manni sem var líklegastur til að gera póli- tík Sjálfstæðisflokksins að þjóðar- pólitík í framhaldi af Bjama Bene- diktssyni sem sagðist ætla að hætta kringum 1973. Jónas H. Haralz virt- ist mér eini maöurinn í námunda við Sjálfstæðisflokkinn sem hafði listræna og tæknilega eiginleika til að gera stjórnmál Sjálfstæðis- flokksins að þjóöarpólitík, eftir Bjarna. Málamiðlun Meðalmennskan, sem er bæði styrkur og veikleiki stjómmála- manna, fékk hins vegar öllu ráðið. Iistrænir hæfileikar og traustleiki urðu að víkja. Um skeið áttu þessir Kjallarinn Ásmundur Einarsson útgáfustjóri þættir eftir að takast á í átökum milli Gunnars Thoroddsens (list- fengi) og Geirs Hallgrímssonar (traustleiki) því að tímamir köll- uðu á listfengi með karakter, yfir- sýn, hæflleikum til að fá fólk með sér. Niðurstaðan varð síðbúin málamiðlun, bergmál af því liðna og ómur af framtíð - lausn án bak- hjarls. Þetta er ekki sök Þorsteins Pálssonar. Það er að vísu til marks um að flokkurinn var ekki dauður úr öllum æðum í Reykjavík að þeir tveir menn sluppu gegnum brest- ina sem áttu erindi við sín hlutverk og höfnuðu aö lokum á sínum rétta stað, Friðrik Sophusson og Davíð Oddsson. En það var einfaldlega ekki nóg. Geðþótti Sjáifstæðisflokkurinn endurnýj- - aðist ekki á Alþingi í takt við breytta tíma eftir 1971 og í sam- ræmi við ný viðfangsefni. Menn vildu semja við aöra flokka, fremur en við.sjálfa sig, um framtíðina. Málefnanefndir flokksins hétu sín- um gömlu nöfnum þótt viðfangs- efnin væru mörg af nýjum toga. Stefnumótun fluttist til hagsmuna- samtaka og áróöurinn til dagblaöa. Árum saman hefur geðþóttinn virst ráða í málefnum Sjálfstæðis- flokksins, fremur en samræmd stjómmál og listræn forysta sem leitast við að hafa rétt úrræði til taks og tækin í lagi. Gamlir kraftar dvínuðu án þess að nýir kraftar mynduðust í sama mæli. Fijálsræðispólitíkin varð samt ofan á en innan sósíalskra ramma, eins og ofstjórnar í helstu atvinnugreinum og heildarstjómar Ólafslaga. Hin korporativa hugsun við- reisnaráranna hefur fest sig í sessi, miðjupólitík samtímans, hið deyö- andi fyrir einstaklingana en lam- andi fyrir efnahagslífið. Þessi þró- un var ekkert einsdæmi á íslandi. Margvísleg verðmæti vom virt að vettugi, sópað út í hom, og von- brigði hafa sest að eftir köld stríð og samræmingu hugmynda, eins og bandaríska skáldið Archibald McLeish hafði spáð Bandaríkja- mönnum í frægri ritgerð sem hann skrifaði einhvem tíma á fimmta áratugmmi. Hækjupólitík Fijálshyggjupólitíkin var óneit- anlega raunhæfara svar við sam- tímanum en orðavaðall vinstri manna. En einhæfnin, hinn yfir- drifni áróður, varð henni að falli. Pólitískt dauðar hækjuhugmyndir gengu ljósum logum á sama tíma, eins og óskir um „nýja viðreisn" eða „nýsköpunarstj órn‘ ‘. Og nú er verið að útskýra fyrir okkur í heilu Reykjavíkurbréfi að foringjar sjálf- stæðismanna og krata verði að gjörast vinir svo að Sjálfstæðis- flokkurinn einangrist ekki við samstarf við Framsókn. Þetta er ekkert svar við samtím- anum heldur hækjupólitík, í stað listfengis, karakters og samstarfs sem byggjst á verömætum og sem styrkja flokka innan frá, í bland við „réttar“ lausnir. í stuttu máh sagt verður Sjálf- stæðisflokkurinn að skipa sínum málum á nýjan leik á landsvísu áöur en lengra er haldið og í þetta sinn verður það að heppnast. Ásmundur Einarsson „Niðurstaðan varð síðbúin málamiðl- un, bergmál af því liðna og ómur af framtíð - lausn án bakhjarls. Þetta er ekki sök Þorsteins Pálssonar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.