Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. Merming__________________________dv Hver á frelsið? Fangarnir Valentin(Guðmundur Ólafsson) og Molina (Árni Pétur Guð- jónsson). Alþýðuleikhúsið sýnir í kjallara Hlaðvarpans: Koss kóngulóarkonunnar Höfundur: Manuel Puig Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir Tónlist: Lárus Halldór Grímsson Lýsing: Árni Baldvinsson Leikmynd og búningar: Gerla Leikstjórn: Sigrún Valbergsdóttir Þegar frumsýning er hjá Al- þýöuleikhúsinu er eins gott aö líta tvisvar á aðgöngumiðann til þess aö eiga það ekki á hættu aö fara í misgripum á rammvitlausan staö. Stofnanabragurinn háir ekki þessu húslausa leikhúsi sem setur sýn- ingar upp víös vegar um borgina og slær hvergi af þrátt fyrir aö- stööuleysiö. í gærkvöldi var þaö leikrit eftir argentínskan höfund, Manuel Pu- ig, sem Alþýöuleikhúsið frumsýndi í kjallai'a Hlaðvarpans við Vestur- götu. Leikritið, Koss kóngulóarkon- unnar, er nærgöngult verk, sem leiðir áhorfandann inn í ógnarver- öld fangelsis og frelsissviptingar . Þar eru mannleg réttindi fótum troöin, og öllum ráðum beitt, til þess aö brjóta einstaklinginn niður. Þegar líkamlegar pyntingar duga ekki til er leitað annarra ráöa og hugvitsemi kúgaranna eru engin takmörk sett. Leikhúsgestir sitja inni í klefan- um, nánast á rúmstokknum hjá fongunum tveimur sem eru dæmd- ir til vistar á þessum dapurlega stað. Rammbyggilegu rimlahliöi er vandlega læst á hæla áhorfendum, áöur en sýning hefst. Kjallari Hlað- varpans er oröinn að argentínsku fangelsi og þaðan á enginn von um undankomu á meðan á sýningu stendur. Gerla, höfundur leikmyndar og búninga, nýtir umhverfið vel og gráir steinveggir, blakkir bjálkar og digrir jámrimlar mynda sterka leikmynd. Tónlist Lárusar H. Grímssonar tekur viö þegar þungt járnhliðið hefur lokast með glamri. Hún skellur án miskunnar á áhorf- endum líkt og svipuhögg og segir aö sumu leyti meira en sjálfur text- inn um það sem á undan er gengið. Þáð er kannske helsti styrkur leikritsins að höfundi er þrátt fyrir allt ekki svo mikið niðri fyrir að sjálft frásagnarefnið í verkinu og persónusaga þeirra Mohnas og Valentíns fái ekki aö blómstra. Það er einmitt þessi ljóslifandi mynd af því hvernig gagnkvæmur skiln- ingur þróast smátt og smátt á milli tveggja gjörólíkra manna sem er aðalinntak og buröarás verksins. Hins vegar hallast á með per- sónusköpunina og sannferðugheit- in. Molina er dreginn mun skýrari dráttum og varð í sýningunni bæði fyrirferöarmeiri og sennilegri per- sóna. Valentín, sem að mörgu leyti hefur burði hetjunnar, póhtískur baráttumaöur og píslarvottur, er mun óljósari og vantar ahan kraft. Þrátt fyrir skýr og ótvíræð skha- boö höfundar um skilyrðislaus mannréttindi öllum th handa og fordæmingu hans á valdbeitingu, kúgun ogfrelsissviptingu, prédikar hann ekki, heldur kemur boö- skapnum á framfæri í gegnum samskipti þeirra Valentíns og Mo- hnas. Þessir tveir menn, sem neyddir eru th að eyða saman illri ævi í þröngum klefa, eru tortryggnir hvor í annars garð. Mohna hefur ’ verið dæmdur th fangelsisvistar fyrir að „afvegaleiða unglinga” en Valentin er meðvitaður baráttu- maður sem haldið er í fangelsi vegna stjómmálaskoðana. Til að stytta stundirnar segir Mohna frá bíómyndum sem hann hefur séð og rekur efni þeirra. Hann bútar frásögnina niður og dvelur við smáatriði. Valentín er óþohnmóður og finnst nægja að heyra hráan söguþráðinn. En smám saman fer hann að sjá hlut- ina með augum Molinas, sem að Leiklist Auður Eydal sínu leyti öðlast skhning á póhtísk- um viðhorfum Valentíns og með þeim þróast gagnkvæm virðing og vaantumþykja. Ámi Pétur Guðjónsson leikur Mohna og tekst að sýna langleiðina inn í sál hans. Þó að fullmikh th- gerð óprýði leik hans á köflum, ræður þó einlægni ferðinni mestan part og þegar upp er staöið er Mo- lina bæði sannfærandi og ljóslif- andi persóna í túlkun hans. ístöðu- laus og ráðvihtur veröur hann handbendi kúgaranna, en hann vex af kynnum sínum við Valentin og tekst að bæta að nokkm fyrir und- irferhð. Guðmundur Ólafsson leikur bar- áttumanninn Valentin, sem eins og fyrr sagði er að ýmsu leyti vand- ræðalegri persóna frá hendi höf- undar. Við upphaf verksins hafa fangelsisyfirvöld gefist upp á að brjóta fangann niður likamlega, en hyggjast lokka hann í ghdru með því að setja hann í klefa með Mol- ina, sem á að vinna að því að eign- ast trúnað hans. Guðmundur túlk- aði ahvel vonleysi Valentíns, for- dóma hans og pirring gagnvart klefafélaganum í upphafi, en var hins vegar ekki trúverðugur sem baráttumaður og foringi, þar skorti á kraftinn. Hins vegar lék hann mjög sannfærandi, eiginlega hroll- vekjandi, langt atriði þar sem fang- anum er byrluð ólyfjan í mat til þess að brjóta viðnámsþrótt hans enn frekar niður. Rúnar Lund var vingjamlegur fangavörður, ekki alveg í takt við það andrúmsloft sem ríkti í leikrit- inu að öðru leyti. Þýðing Ingibjargar Haraldsdótt- ur á texta verksins var einkar þjál og áheyrheg. Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri hefur fellt verkið á áhrifamikinn hátt aö aðstæðum þarna 1 kjahar- anum þar sem innsýn gefst í heim sem vonandi er og verður okkur íslendingum framandi. Heim nið- urlægingar og kúgunar þar sem mannslíf eru einskis metin og rétt- ur einstakhngsins fótum troðinn. Heim þar sem valdhafar telja sig hafa yfirráö yfir frelsi einstaklings- ins og mega svipta hann því aö geðþótta. En engu að síður heim sem er raunverulegur og sá eini heimur semmhljónirmannaþekkja. AE klúður - á Ævintýrum Hoffmans eftir Offenbach molum. En hún hefur sannarlega oft sýnt góöa verkstjóm, t.d. í Don Giovanni og II trovatore. Verk- Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir Söngstjórn: Antony Hose Leikmynd: Nicolas Dragan Búningar: Alexander Vassiliev Þá er loks komiö áeinhvers kon- ar samstarf milli Þjóðleikhússins og íslensku öperunnar. Ævintýri Hoffmans eftir Offenbach voru frumsýnd á vegum þessara aðila í Þjóðleikhúsinu um helgina. Ýmsir hefðu að vísu kosiö að sjá þama og heyra merkhegri tónsmíö og um leið einfaldara drama. Þeir sem leggja meira upp úr glæshegum leikhúsátírifum og brehum en æöri tónlist hafa að þessu sinni greini- lega ráðið ferðinni. Við því er auð- vitaö ekkert að gera. Kemur raunar heldur ekki flatt upp á einn eða neinn. Ævintýrí Hoffmans em býsna flókið drama, meö boðskap sem eflaust má túlka á ýmsa vegu. Þór- hhdur Þorleifsdóttir, sem margt hefur prýðisvel gert á óperusvið- inu, var fengin enn einu sinni th aö greiða úr flæKjunum. Því miður verður að segjast eins og er að héhni tekst það engan veginn að þessu sinni. Persónur Hoffmans em þannig að söngvarar þurfa allir . á mikihi leikstjóm að halda. Lík- lega er persónuleikstjóm ekki sterkasta hlið Þórhildar, í öhu fahi er persónusköpun þessarar leik- sýhingar öh á ytra borðinu og í stjórnarhæfheikar hennar bregö- ast þó þarna illhega, og er ekki ljóst hvort um má kenna vondum að- stæðum, áhugaleysi eða kannski þreytu? Eitt er víst að ekki er auð- velt að koma fyrir u.þ.b. 70 leikend- um í því endemis kúhssuflóði sem rúmenski leikmyndasmiðurinn Nikolas Dragan hefur naglfest þarna á sviðinu. Hvaö þá að láta þá hreyfa sig. Hvaö söng snertir er þessi óperu- uppfærsla varla netna í meðaUagi. Garöar Cortes var langt frá því sem hann hefur gert best áður, þungur og óöruggur á hátónum. En hann er auðvitað jafnglæshegur á sviði og áður. Það em ansans vandræði að ekki skuli vera th ein söngkona að gera fjórfóldu kvenhlutverki sýningarínnar skil. SteUa, Olymp- ia, Giihetta og Antonia em auðvit- að ein og sama mannesKjan, draumsýnir Hoffmans á „das ewige Weibhche”. Sigrún Híálmtýsdóttir er dúkkan Olympia og kemst lag- lega frá hlutverkinu, miðaö við hvað það er erfitt og hún næsta byrjandi. Einnig er Signý Sæ- mundsdóttir efnheg í Guhettu, þó röddin og stíhinn passi eflaust bet- ur Aradne, jafnvel Brynhildi. Og Ólöf Kolbrún Harðardóttir er auð- Gestir og brúður í húsi furðufuglsins og uppfinningamannsins Spalanganio. vitað þaulreynd snhldarsöngkona í Verdi og þeim bræðmm. En henni tókst þó ekki að töfra mann sem Antonia. Niklausse, Hoffmans alter ego og fylgisveinn, er stórskrýtin Tónlist Leifur Þórarinsson ruUa fyrir messósópran. Manni á líklega ekki að vera ljóst hvort hann er af holdi og blóði eöa ann- arsheimsleg ímyndun Hoffmans. Hjá hinni ágætu ungu söngkonu Rannveigu Bragadóttur virðist hann þó helst vera dálítið rogginn smah, hvort sem það er meining leikstjórans eða bara tilvhjun. Kristinn Sigmundssori var í hlut- verkum úrþvættanna þriggja, Coppeliusar, Dapertuttos og dr. Miraclesar. Hann geröi margt vel í söngnum, þó ekki fari mikið fyrir þeim glæsibrag sem hann hefur sýnt margsinnis, t.d. í Mozart í fyrra. Þessi þrjú hlutverk og hlut- verk Lindorfs, keppinautar (og sig- urvegara) Hoffmans um ástir Stellu, em frá höfundarins hendi einn og sami maöurinn. Guðjón Óskarsson söng þó Lindorf (í for- og eftirleik), og það var einmitt hann sem kom mest á óvart í þess- ari sýningu. Gleðilega á óvart. Hann er magnaöur bass-baríton og eins og skapaður fyrir ópemsviðið. Leitt að ekki skyldi heyrast meira í honum að þessu sinni. Önnur hlutverk em veigaminni, en allir gera þeim sæmileg skh, svo langt sem þaö nær. Þó má ekki gleyma Sigurði Björnssyni sem var kostulegur sem Spalanzani og Franz. Æjá. Þaö má finna ótalmargt að þessari sýningu. T.d. hefði áreiðan- lega verið betra að kynna sér og flytja fmmgerð óperannar, þ.e.a.s. Ævintýri Hoffmans eins og hún er án söngleskafla Girauds. Þannig er hún oftast flutt núthdags, rétt eins og Carmen. En þá hefði líka þurft að þýða verkið vel og vandlega, í staðinn fyrir að syngja hana á óhijálegri golfrönsku sem stíflar allan hljóm úr kokum söngvar- anna. Nema Guðjóns. Já, þetta er óttalegt klúður. LÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.