Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Side 34
46 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. LífsstíU Mikill fjöldi fólks hefur lagt leiö sína í Borgarleikhúsið til aö fylgj- ast með heimsbikarmóti Stöðvar 2 í skák. Skipta þeir eflaust þúsund- um, áhorfendumir. Eftir því hefur verið tekið að sumir koma aftur og aftur og má því eiginlega kalla þá fastagesti skákmótanna. Þeir hafa ekki eingöngu sótt þetta eina skák- mót heldur flest meiriháttar skák- mót sem haldin hafa verið hér á landi í áraraðir. Þessi iðja er þeirra líf og yndi. Margir þeirra eru einn- ig fastagestir í stúkunni í Laugar- dal á knattspymuleikjum eða á leikjum í handbolta í Laugardals- hölhnni. Ekki er heldur óalgengt að andlit þeirra sjáist á stærri bridgemótum. Svo einhver þessara nafna séu nefnd þá eru það t.d. Ámi Njálsson íþróttakennari, Siguröur Sigurðs- son, fyrrverandi íþróttafréttamaö- ur, Helgi Sæmundsson rithöfund- ur, Sæmundur Pálsson lögreglu- maður, Reynir Ólafsson vélsmiður, Magnús Siguijónsson, fyrrverandi borgarstarfsmaður, Baldvin Jóns- son hæstaréttarlögmaður, Egill Jónsson rakari o.fl. Hvað er það sem dregur þá á svona mót og eftir hveiju em þeir að sækjast? Blaða- maður tók nokkra þessara fasta- gesta tali og fyrstur varð fyrir svör- um Árni Njálsson íþróttakennari. Talnafrík „Ég hef séð óvenjulítið af þessu móti miðað við önnur stórskákmót sem hér hafa veriö haldin. Ég hef eingöngvr séð þrjár umferðir fram að þessu. Stöð 2 færir manni fréttir af þessu móti beint í æö og því er kannski minni ástæða til að mæta. Annars hef ég í gegn um tíðina verið mjög duglegur að mæta á mót sem þetta. Ég hef einnig mikinn áhuga á að fylgjast meö stórmótum í bridge enda spilaði ég nokkuð í gamla daga. Ég er þó aö mestu hættur að spila bridge nú. Þessa dellu mína má hugsanlega rekja til þess að alla mina tið hef ég haft óskaplega gaman af tölum, er algjört talna- frík, ef svo má segja. Þess vegna hef ég svo gaman af að velta fyrir mér möguleikum á mótum sem þessum. Sennilega er ég á rangri hillu í lífinu, hefði átt að gerast endurskoðandi en ekki íþrótta- kennari. Það hefur, hjá okkur áhorfendum, alltaf veriö heldur meiri félagsskapur í kringum skák- mótin heldur en bridgemótin, en þó fmnst mér eitthvað vanta nú á heimsbikarmótinu. Tæknin er svo mikil, og manni rétt allt upp í hend- umar, að minna verður um það að menn velti saman fyrir sér mögu- leikunum í stöðunum en áður gerð- ist. Mörg mót hafa verið mér minnis- stæð um ævina. Heimsbikarmótið verður ömgglega ógleymanlegt vegna þess hve sterkt það er. Ann- ars eru mótin með Friðriki Ólafs- syni í gamla daga sérlega eftir- minnileg. Þar má nefna mót eins og það sem haldið var í Sjómanna- skólanum 1960 og stúdentamótið 1957 sem haldið var í Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Tal var sérlega eftirminnilegur í því móti. Hann keppti þar í fyrsta sinn á móti hér á landi og hann var yfirleitt fljótur að rúlla andstæð- ingum sínum upp. Að lokinni hverri skák fór hann að tefla hrað- skák við Pilnik, keppanda á þessu móti, og þar héngu flestir áhoríend- ur og fylgdust með atganginum en viöureignimar á skákmótinu sjálfu fengu minni athygli. Því gleymir maður seint,“ sagði Ámi Njálsson íþróttakennari. Heimsmeistarinn vekur athygli Næstur varð Reynir Ólafsson vél- smiður fyrir svömm. „Það er nú kannski ekki rétt að kaila mig fastagest á skákmótum en ég hef sótt 3 umferðir til þessa á heims- bikarmótinu. Ég hef mjög gaman af að fylgjast með árangri Islend- inganna, og svo að sjálfsögðu að fylgjast með heimsmeistaranum. Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi íþróttafréttamaöur, sagði að það væri iif sitt og yndi að fylgjast með mótum sem þessu. Sumir láta sér nægja að fylgjast með skákmótinu í sjónvarpi. Hér er verið að búa þá Helga Ólafsson stórmeistara og Pál Magnússon frétta- mann undir útsendingu. DV-myndir KAE Áhorfendur kunna greinilega vel að meta liflegar útskýringar Jóns L. Árnasonar á heimsbikarmótinu. Arni Njálsson er fastagestur á öll- um stærri skák- og bridgemótum. Hér er hann (standandi fyrir miðju) að fylgjast með hinum fræga bridgespilara Giorgio Belladonna frá Ítalíu sem er margfaldur heims- meistari. Stór hluti áhorfenda kemur á flestar umferðir heimsbikarmótsins. Reynir Ólafsson vélsmiður og Baldvin Jónsson hæstaréttarlög- maður voru sammála um að stór- skemmtilegt væri að fylgjast með heimsbikarmótinu. Fastagestir Það er ekki á hveijum degi sem heimsmeistari teflir hér. Ég er af þessu svokallaöa Mela- vallargengi sem heldur nokkuð hópinn, við teflum meðal annars á hverju ári svokallað Melavallar- skálunót. Það er þó meir aðeins til gamans gert. Ég get ekki sagt að ég sé mikill skákmaður en kann svona mannganginn, nóg til að fylgjast með því sem er að gerast. Það má segja að ég sé einnig tíður áhorfandi á íþróttavöllunum enda spilaði ég með meistaraflokki KR í gamla daga í handbolta. Auk þess þjálfaði ég Val, FH og unghnga- landshðið á sínum tíma. Maður hefur því ástæðu til þess að fylgjast með á þessum vettvangi," sagði Reynir. Baldvin Jónsson hæstaréttarlög- maður hefur einnig verið iðinn við það í gegn um tíðina að fylgjast með skákmótum. „Ég hef þó kom- ist minna á heimsbikarmótið en ég hefði óskað sjálfur enda hef ég svo mikið að gera að ég má varla vera að þessu. Ég er staögengill Mar- geirs Péturssonar í Búnaðarbank- * anum á meðan mótið fer fram. Sjálfur tefldi ég talsvert á háskólaá- rum mínum erlendis við Rögnvald Sigurjónsson píanóleikara sem var að læra úti í París á sama tíma og ég. En ég er að mestu hættur að tefla núna, fylgist bara með. Mótið hér er mjög gott og vel skipulagt. Maöur reynir að fylgjast með skák- um einstakra skákmanna, og þá oftast með Jóhanni Hjartarsyni. Það er mest um að vera í skákskýr- ingasal og þar heldur maður sig mest,“ sagði Baldvin, og var þar með rokinn til að fylgjast með skák Jóhanns við Guyla Sax. Dægradvöl Stara á tæknina Sigurð Sigurðsson, fyrrverandi íþróttafréttamann, kannast flestir við og hann er tíður gestur á skák- mótum. Hann sagðist vera búinn að fara á allar umferðimar. „Ég á heima héma rétt hjá svo það er stutt fyrir mig að fara. Svona mót era mitt líf og yndi síðan ég losnaði úr helvitis íþróttunum. Nú get ég loks, eftir að ég hætti að vinna, sinnt hugðarefnum mínum. Þar sem ég var svo lengi í íþróttalýsing- um í hand- og fótboltanum þá fékk ég fullkomlega minn skammt í því efni og meira til og nenni ekki að fylgjast með því lengur. Ef ég á leið um England get ég þó ekki stillt mig um að fara á leik með ein- hverju ensku liðanna enda er þar allt öðmvísi stemning en hér. Hérna í Borgarleikhúsinu virðist sem fastagestir skákmótanna haldi sig ekki eins saman og þeir era vanir, til þess að spá í stöðumar og finna leikina á undan stórmeist- urunum. Tæknin er svo mikil hér að menn týna hver öðrum og stara bara á tæknina. Þó er húsnæðið héraa of lítið því sennilega hafa mótshaldarar ekki gert ráð fyrir að hingað komi meira en um 700 manns þegar mest er. Það komu hérna um þúsund manns um síð- ustu helgi og þá kom í ljós að þetta er of lítið húsnæöi. Það er kannski hægt að segja að ég sé svolítill dellukarl í mér. Eftir nám mitt í Verslunarskólanum fór ég aö læra á fiðlu í Tónlistarskólan- um. Vegna fjölskyldu minnar hafði ég ekki tíma til þess að sinna því áfram svo ég fann mér aðra dellu í staðinn og valdi skákina. Ég fór aö tefla talsvert, og tók meðal ann- ars þátt í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og mætti þar Friðriki Ólafssyni. Þar tapaði ég glæsilega eftir miklar mannfómir. Þrátt fyrir að lenda í hakkavélinni hans hélt ég eitthvað áfram að tefla en síöan komu íþróttimar í veg fyrir áfram- hald. En ég hef verið tíður gestur á skákmótum allt frá árinu 1970, bæði sem lýsandi og sem áhorf- andi. Skákeinvígið 1972, á milli Fis- hers og Spasskys, var mér alveg ógleymanlegt. Ég lenti oft í því að lýsa á skákmótunum og þá fékk ég upplýsingar hjá sérfræðingunum til þess að segja ekki eintóma þvælu. Efdr að ég hætti að vinna get ég leyft mér hvað sem er, að sökkva mér niður í eina og eina skák. Mótið hér er mjög sterkt og stór- kostlegt í alla staði, og það er gam- an fyrir landann að Jóhann skul hafa teflt íjörugast. Jóhann virðist oft tefla betur á hvítt en á þessu móti virðist hann tefla best á svart. Það er nokkuð undarlegt í sjálfu sér en þetta fer sennilega eftir stuð- inu. Þaö er eftirtektarvert að Ka- sparov hefur ekki sýnt sömu yflr- burði og annars staðar en þó á hann enn möguleika á naumum sigri hér. Ég held hreinlega að hann sé þreyttur og sé búinn að taka út sinn skammt í bili. Skák er hst- grein og skákmenn eru listamenn. Listamenn verða að fá tækifæri til þess að hvíla sig öðru hveiju eins og aðrir hstamenn," sagði Sigurður Sigurðsson. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.