Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Page 37
MÁNUDAGUR 24. OKTÖBER 1988. 49 Var Bush skotínn? Sviðsljós Bryan Ferry segist aldrei hafa átt náinn vin úr hópi kvenna, aö móöur sinni undanskilinni. Ferry, sem hefur þaö hentuga vandamál aö konur hggja flatar fyrir honum í rööum, segist vera of feiminn til að stofna til kynna viö kvenfólk. Hann er líka giftur og þess vegna ekki á lausu aö eigin sögn. En ef hann er giftur bendir það til þess aö honum hafl tekist aö yfirvinna feirtjni sína einu sinni í það minnsta. Stefanía Mónakóprinsessa hefur í gegnum tíðina valdið fjölskyldu sinni og sérstaklega fóður sínum, Rainier fursta, mikiurp ama og leiðindum. Stúlkan hefur afls ekki hegðað sér eins og fólk með blátt blóð í æðum á að hegða sér. Þess er skemmst að minnast er hún var að dandalast með honum Mario sínum heimshoma á milfl. Karl faðir hennar var ekki alls kostar hrifmn af því hátterni, enda er Mario dæmd- ur nauðgari. Hvaða faðir myndi vilja vita dóttur sína í félagsskap slíks manns? Núna er stúlkan hins vegar farin að fara að ráðum fóður síns. Hún er búin að sparka Mario og er farin að búa í Los Angeles í þeirri von að þar séu mestu möguleikarnir á að kom- ast inn í kvikmyndirnar. Ekki er faö- ir hennar neitt sérlega yfir sig hrif- Þessa dagana er verið að breiða út í Bandaríkjunum alls kyns sögur um varaforsetann George Bush sem nú er mjög líklegur til að taka við starfi núverandi yfirmanns síns, Ronalds Reagan. Samkvæmt þeim sögum sem nú eru í gangi á Bush að hafa veriö hið mesta kvennagull og ekki við eina fjölina felldur í þeim efnum. Jafnvel á hann að hafa komið sér í hinn mesta lífsháska með kvennafari sínu. Samkvæmt sögunum á Bush að hafa verið skotinn og særður fyrir utan hús einnar hjákonu sinnar árið 1981. Sáriö á ekki að hafa verið alvar- legt og leyniþjónustumenn munu hafa breitt algerlega yfir þetta atvik. Konan, sem Bush á að hafa verið að heimsækja, er ekkja öldungadeildar- þingmanns úr flokki repúblikana. Aðalhjákona Bush á að hafa verið Jennifer Fitzgerald, fimmtíu og sex ára að aldri, einkaritari varaforset- ans. Samband þeirra á að hafa staðið í tólf ár, eða allt frá því að Bush var sendiherra í Kína. Samkvæmt sög- unum á Bush að hafa haft meira vit í þessum efnum en Gary Hart sem neyddist til að draga sig í hlé úr kosn- ingabaráttunni eftir að upp komst um ósiðsamlegt athæfi hans með Donnu Rice. Bush á einfaldlega að hafa hætt að hitta ástkonur sínar eftir að hann tók þá ákvörðun að sækjast eftir forsetaembættinu fyrir tveimur árum. Talsmenn Michaels Dukakis segj- ast alsaklausir af því að hafa komið þessum söguburði á kreik. Segjast þeir ekki taka þátt í svona löguðu því að það gæti skaöaö framboð Duk- akis. Heimildir innan Dukakis-herbúð- anna herma að strax í sumar hafi verið ákveðið að láta engar svona sögur um Bush leka út. Ástæðan hafi verið sú-að aðstoðarmenn-Duk- - akis voru hræddir um að ef kjósend- ur fengju að heyra svóna sögur um Ólyginn sagði... Þau voru alveg sérstaklega glæsileg í veislunni til heiðurs Cary Grant þau Albert, Stefania og Rainier. Veislan var að sjálfsögðu haldin í Beverly Hills. Símamynd Reuter uarbara Bush stendur eins og klettur við hlið manns síns þrátt fyrir allar sögurnar um framhjáhald harís. keppinaut hans myndi það gera Bush of karlmannlegan í huga almennings samanborið við Dukakis. í sumar komust á kreik sams konar sögur um Bush þótt ekki væru þær eins safaríkar og þær sem nú ganga manna á milli. Þá lét Bush son sinn bera þær til baka. Barbara kona hans segist hafa stungið upp á því í gríni, þegar sög- urnar um að hann hefði verið skot- inn fyrir utan hús ástkonu sinnar komust á kreik, aö hann héldi blaða- mannafund og afklæddi sig þar alveg og sneri sér í hring svo að blaðamenn gætu séð aö ekkert skotsár væri á manninum. Þetta fannst Bush ekki fyndið. Diana Ross - sem er sem kunnugt er hinn mesti vargur - er víst alveg ras- andi þessa dagana út af nýrri mynd sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Myndin á að heita Dream Girls og í henni leik- ur Whitneý Houston valdasjúka söngkonu í kvennasöngtríói. Di- önu finnst illa að aö sér vegið með þessum söguþræði og vill meina að þarna sé veriö að hnýta í hana og framkomu hennar þeg- ar hún var aðalsöngkonan í hljómsveitinni Supremes. Jane Seymour þurfti um daginn að leika atriði í kvikmynd sem hún er nú að leika í. Það er ekki svo merkilegt út af fyrir sig nema fyrir þær sakir að takan á þessu atriði fór fram í Auschwitzfangabúðunum illræmdu. Seymour sagði aö henni hefði fundist hún finna lykt af mannakjöti og það væri ekki svo skrítiö þar sem margir ætt- ingjar hennar heföu látiö lífið í þessum fangabúðum og þess vegna hefði þetta allt verið mjög raunverulegt fyrir sig. Stefaníu finnst það greinilega alveg meiriháttar að standa við hliðina á Frank Sinatra. Símamynd Reuter inn af þeim draumum þeirrar stuttu en það er þó skárra en Mario. í síöustu viku komu síðan Rainier og Albert, bróðir Stefaníu, í heim- sókn til hennar. Tilefniö var að þeim hafði öllum verið boðið í heljarmikla veislu til heiðurs Cary Grant sem lék svo oft á móti mömmu hennar. Ágóð- inn af veislunni rann síðan allur í sjóö sem kenndur er við Grace prins- essu. Ágóðinn varö nálægt fimmtíu milljónum íslenskra króna þannig að eitthvað hafa sjússamir kostað. Stefanía fær fjöl- skylduna í heimsókn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.