Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Side 41
MÁNUDAGUR 24. OKTÖBER 1988. 53 _____________________Meimiiig Samhljómur auðsins Fyrir 108 árum gaf Hið íslenska bok- menntafélag út fyrsta íslenska fræði- ritið um hagfræði, Auðfræði Amljóts Ólafssonar. Ritið birtist nú í annarri prentun og er útgefandi forlagið Fjöl- sýn með aðild Félags viöskipta- og hagfræðinga og Félags viðskipta- fræðinema, en dr. Gylfi Þ. Gíslason ritar ágætan formála og rekur ævi- ferii og störf séra Amljóts. Hjá Gylfa kemur fram, að orðið hagfræði birt- ist á prenti í fyrsta sinn áriö 1857 í ritgerð eftir Amljót, en þar er hag- fræði þýðing á erlenda orðinu stati- stik en ekki á heiti fræðigreinarinnar ökonomia. Um þau fræði, er á okkar dögum nefnast hagfræði, notaði Arn- ljótur oröið þjóðmegunarfræði, en þjóðmegunarfræði skiptist í tvo hluta, auðfræði og félagsfræði, og svarar sú skipting að mestu leyti til núverandi skiptingar hagfræði í fræðilega og hagnýta hagfræði. Auð- fræði Amljóts fjallar því um fræði- lega hagfræði. Arnljótur Ólafsson stundaöi nám í hagfræði við Hafnarháskóla um miðja 19du öld, lauk ekki prófi í hag- fræði, en útskrifaðist úr Prestaskól- anum í Reykjavík 1863. Arnljótur var íjölhæfur maður: ágætur búmaður, góður klerkur, skörulegur þingmað- ur og ritaði jafnframt margt um margvísleg efni. Rit sitt Auðfræði samdi Amljótur á árunum 1877-1880. Áratugurinn 1870-1880 markaöi tímamót í sögu hagfræðikenninga. Á þessum ánun birtust merk hagfræði- rit bæði á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum og þá var lagður grundvöllur að því sem nú nefnist nýklassísk hagfræði. Það er ólíklegt, að séra Amljótur á Bægisá hafi átt þess nokkum kost, að fylgjast með skrifum Jevons á Englandi, Mengers í Austurríki eöa Walrasar í Sviss, svo að nokkrir kappar séu nefndir til leiks, enda byggði Amljótur bók sína á frönsku riti, Harmonies éc- onomiques, eftir Friðrik Bastiat (1801-1850).. Bastiat var einn mesti ritsnillingur hagfræðisögunnar, einlægur frjáls- hyggjumaður (stofnaði félög frjáls- hyggjumanna í Frakklandi, Assoc- iations pour la Láberté des Éxchang- es), en ekki þungavigtarmaður í fræðilegri hagfræði. Englendingur- inn Alfreð Marshall, merkastur ný- klassískra hagfræðinga, sagði um Bastiat, að hann virtist skilja hag- fræði htlu betur en sósíalistamir sem hann skammaði. Joseph Schumpet- er, einn mesti hagfræðingur 20. ald- ar, segir að Bastiat hafi ekki verið lélegur fræöimaður, hann hafi ekki verið fræðimaður. En sennilega er Bastiat vanmetinn, skrif hans um tengsl stjómmála og hagfræði eru frumleg og á undan sínum tíma. Kostir og gallar Auðfræði séra Am- ljóts eru margir hinir sömu og frnnast í ritverkum meistara Bastiat. Lítum fyrst á galla verksins en síðan á mikla kosti þess. Bastiat trúði því, að viðskiptafrelsi væri ekki aðeins hagkvæmt skipulag efnahagsmála, heldur væri þar um að ræða náttúru- lögmál. Á sama máta klæðir Amljót- ur verk sitt í búning jus naturae. Haftabúskapur er ekki aðeins óhag- kvæmur heldur einnig ónáttúruleg- ur og ekkert er aumara en lögfræð- ingar sem þvælast fyrir náttúrulög- málunum. Bastiat hafnaði kenning- um Bretanna Davíðs Ricardó og Tómasar Malthus sökum þess, að þær boðuðu svarta tíð og væru fölsk Arnljótur Ólafsson: Rangindi og heimska eru umfangsmikihað afleið- ingum sínum. Bókmenntir Þráinn Eggertsson nóta í samhljómi náttúrulögmál- anna. Bastiat og aðrir harmónistar voru bjartsýnismenn. Til þess að geta hafnað niðurstöðum Ricardó og Malthusar taldi Bastiat mikilvægt að sanna það, að nytsamar náttúmauð- hndir, sem eru gjöf guðs, fáist jafnan án endurgjalds á markaði. Aðeins er greitt fyrir endurbætur sem menn gera á gæðum náttúrunnar. Bastiat varð að athlægi fyrir þessa kenningu og hún gengur aftur (og aftur) í riti Arnljóts og gerir það þunglamalegt. Fræðilegir langhundar Arnljóts um nytsemd og hvernig verð kemur á hlutina eru helst til þess fallnir að skemmta skrattanum. Kostir Auðfræði em margir. Fyrst er að geta ritsnihdar höfundar. Hann ritar leikandi létt um fræöilega hag- fræði, svo að þess eru tæplega önnur dæmi í íslensku máli. í öðm lagi fjall- ar Arnljótur hstavel um kosti versl- unarfrelsis fyrir land og lýð og styður mál sitt ýmsum íslenskum dæmum. Rök Arnljóts fyrir haftalausum viö- skiptum á ýmsum sviðum em að mörgu leyti fullgild hagfræði og í samræmi viö nútíma kenningar í austri og vestri (en þó vantar þar t.d. kenningu Ricardó um hlutfahslega yfirburði og ábata af verslun). Loks nefni ég skrif Arnljóts um það, hvernig athafnir og skipulag í at- vinnulífinu stjómist að hluta af lög- um og lögvenjum. Óskynsamleg lög- gjöf er ekki síður skaöleg fyrir af- komu þjóðarinnar en aflabrestur og óþurrkatíö. Arnljótur nefnir svo- nefnd úttektarlög, en þau vom lögð th gmndvallar er metnar vom jarða- bætur og húsabætur á jörðum. Þegar jarðir vom teknar út voru bætur all- ar vanmetnar með þeim afleiðingum, að leiguhðar og jarðeigendur sáu sér htinn hag í því að festa fé í húsum og jaröarbótum í stað þess að láta eigninar drabbast niður, „því drabb- ið og níöslan á húsum fær verðlaun í vægu álagi. Rangindi þessi og brot á eignarrétti leiguliðanna staðnæm- ast engan veginn viö leiguliðana eina, heldur koma þau og fram við landeigendurna sjálfa. Þau koma niður á öhu mannfélaginu. Rangindi og heimska eru umfangsmikil að af- leiðingum sínum, á sinn hátt sem réttlæti og vit.“ (AUÐFRÆÐI eftir Arnljót Ólafsson 2. prentun. Útgefandi Fjölsýn, 1988) Kjögxættin Þetta er önnur skáldsaga Þórarins, sem er löngu landskunnur fyrir ljóð og smásögur. Og hér er reyndar tek- ið upp efni úr seinna smásagnasafni hans, Margsögu, sem kom út fyrir þremur árum. Þar vom helstu per- sónur hrakfallabálkar og furðufugl- ar sem drögnuðust með sárasjald- gæft ættamafnið Kjögx, sér th sárrar mæðu oft á tíöum (í símaskrá Kaup- mannahafnar og nágrennis em alls tveir meö þessu nafni). Uppfinningar og fræðimennska Aöalpersónan heitir Kort Kjögx og er um fertugt. Við fáum yfirlit um hðna ævi hans í sundurshtnum minningum. Hann virðist að flestu leyti hversdagslegur, ekki síst sem nýstúdent, fylgihnöttur Nonna, sem ahtaf er númer eitt í ahri tísku. Sér- kennhegt við Kort er þó í fyrsta lagi ættarfylgjan að hlæja þegar hann reiðist (tekið eftir hinum fræga Þor- leifi Repp sem bjó í Kaupmannahöfn um miöhluta 19. aldar). Og svo er sú ástríða allt frá bamsárum að finna upp alls kyns fánýt og fáránleg tæki, svo sem talburstann, sem gerir fólki kleifi: að tala á meðan það burstar í sér tennurnar. Því er vel lýst hvem- ig þessar uppfinningar spretta upp úr viðleitni barnsins th að bæta heimhisástandið, þar sem aöal- vandamáhð er fúhyndi fóður hans. En svo verður ein þessi uppfinning móður hans að bana. Þessi uppfinn- ingaástríöa beinist raunar aha tið að einhverjum smávandamálum á heimihnu, en verður seinna óvið- ráðanleg, glórulaus fíkn, eins konar lífsflótti. Það er líka í samræmi við aö á fuhorðinsárum birtist Kort sem misheppnaður fræðimaöur, eilífðar- stúdent sem verið hefur áratug að safna sér efni í ritgerð, en getur aldr- ei byrjaö að semja hana. En hún á þá að fjalla um tvö hundmð ára gam- alt rit Jóns frá Grunnavík um uppr- ~ una orða, „eitt hið vitlausasta rit, sem eftir nokkum íslenskan mann hggur“, svo vitnað sé th Jóns Helga- sonar prófessors. Hjónabandið shtn- ar á þessum ámm. Eins og í öðrum þjóðsögum um misheppnaða snillinga, hverfur þessi íslendingur heim, þegar hann á að- eins eftir lokahrinuna, að skrá verk- ið, sem hggur nú ljóst fyrir honum. Frá heimferð hans segir hér í nútí- maútgáfu af sögunni um Sæmund á selnum. Aðrar þjóðsögur koma lika í nútímabúningi, svo sem álfagleði á nýársnótt o.fl. þessu fylgja nákvæm- ar lýsingar á hversdagslegustu aö- stæðum, það skerpir andstaéðumar, Bókmeimtir Örn Ólafsson dregur fram hiö yfimáttúrulega. Við fyrstu sýn getur þetta efni virst ástæðulaust og truflandi, eins og þeg- ar bamlausum hjónum sprettur langþráð afkvæmi úr bökunardeigi. En nánar að gáð eru allar helstu persónur þjóðsagnakenndar, og svo virðist þetta þjóðsagnaefni jafnan vera til aö leysa vandamál sem sögu- persónumar ráða ekki við, með öör- um orðum, hér sjáum viö drauma þeirra samkvæmhþjóðlegri hefð. En í lok sögunnar blasir andstætt þessu bókstaflega við ískaldur raunvem- leikinn. Margvíslegur stíll Eilífðarstúdent snýr heim th ís- lands, próflaus eftir áratuga nám, og kemur sér fyrir í kerfinu, fellur inn í það. Þetta sýnir sagan í eftirminni- legum kafla, þar sem er myndræn lýsingin á húsi sem Kort erfir eftir afabróöur sinn. Húsið er vandfundið, huliö bak við önnur hús og mann- laust, en allur húsbúnaður er'frá því fyrir. 1930, þrunginn persónuleika gamals, íhaldssams lögfræðingsins. Viö sjáum húsiö gleypa Kort og móta hann, jafnvel vönduð, gömul fotin reynast mátuleg. Hér kemur efni af ýmsu tagi, og hvert meö sínum sth. Þar tekst Þór- ami vel upp, eins og hans var von og vísa. Sthlinn blómstrar svo unun er viö að dvelja, t.d. þegar lýst er elh- heimih: „í setustofunni sátu gamalmenni og hömuðust við að murka lífið úr tímanum meðan tíminn vann á þeim. Sph smullu í borð, hnýtt- ar kjúkur reyndu að halda vel á spöðunum, brostnar raddir streittust enn við djarflegar sagn- ir og skeyttu ekkert um þó búið væri að segja pass í eitt skipti fyrir öll fyrir hönd þeirra ahra.“ (bls. 127) Hins vegar sýnist mér aht fara úr böndum í sumum köflum. Fyrrnefnd rannsókn á atferli í sturtuklefanum virðist ekki vera th annars en að skopstæla smásmugulega fræði- mennsku gagnvart lítilvægum við- fangsefnum, og steingert stofnana- málfariö er þarna yfirkeyrt. Persóna fræðimannsins Korts birtist þarna vel. En þetta kemst vel th skha á fyrstu þremur eða fjórum bls. - af 15! Þaö verður þreytandi að fá þetta aftur og aftur oní sig. Sama gerist enn þegar Kort hittir í fyrsta sinn dóttur sína tvítuga. Samræður ganga stirð- lega, sem von er, og þau grípa til þess ráðs aö láta fyrstu kynnin fara fram í gegnum spihð lúdó. Skák heföi kannski sagt meira um persónuleik- ann, en þarna þarf líka umhugsunar viö. Viö fylgjumst með spilinu frá sjónarmiði Korts, og níu bls. fara í ekkert annað en þessa leiklýsingu. Lengstum er ekki einu sinni vikiö að svipbrigöum leikenda eða látæði, hváð þá 'áð þ'eir s'egá neiff. "Nu'sKáT Þórarinn Eldjárn : Notar fyndni til að rjúfa skel venjuhugsunar. ég ekki álasa Þórarni fyrir að fara öðruvísi að en skálda er siður, og þetta má vel vera skopstæhng á þeim sið, auk þess að sýna takmarkanir Korts, en lýsingin er bara þreytandi löng, svona einhliða og fátækleg. Er þetta vegna þess aö skáld sem náð hafði góðum tökum á smásögum hef- ur nú fært út kvíarnar í miklu lengri sögu, og hefur þá ekki sama lag á aö nýta rýmið og áður? Fyndna kynslóðin Þórarinn er, eins og alkunna er, einn helsti höfundur sem settur hef- ur veriö í þennan dhk, og hefur hon- um oft veriö legið á hálsi fyrir þaö. Það er þó auðvitaö þakkarvert hve oft og vel hann hefur skemmt lesend- um sínum, einnig í þessari bók. En þaö er of yfirborðslegur lestur á rit- um hans að segja að hann takmarki sig við þaö. Bæöi er vart hægt annaö en finna th með ýmsum persónum hans, og svo er meginstefna hókanna ekki að segja brandara, heldur að nota fyndni með öðru th að ijúfa skel venjuhugsunar, sýna lesendum óvænta dýpt undir yfirborði hvers- dagsleikans. Það er mikhs virði hve djarfur hann í rauninni er í thraun- um sínum, þótt mér þyki ýmsar bæk- ur hans hafa heppnast betur en þessi. (Þórarínn Eldjárn. Skuggabox. - - Gullbringa (cigin útgáfa) 1988, 173 bls., verð kr.2480.) f TOYOTA COROLLA TWIN CAM GTI árgeró 1988. Ekinn aóeins 11.000 km, 5 gira, toppl- úga, litaö gler, 16 venlla, rafm. i rúðum og læsingum, spoiler, álfelgur, útvarp/segul- band, vökvastýrí. Skipti gætu komð til greina á nýlegum ódýrari bil. Verð 820.000. GMC JIMMY árgerð 1987, ekinn 30.000 km, 6 cyl., 5 gira, áHelgur, ralmagn i rúðum, útvarp/segulband, bein innspýting, litur svartur. Skipti gætu komið til greina á ódýr- ari nýlegum smábil. Verð 1.500.000. MERCEDES BENZ 190E árgerð 1984, ekinn 84.000 km, sjállskiptur, vökvastýrí, topplúga, centrallæsingar, ABS bremsukerli, höfuð- púðar aftur i, útvarp/segulband, litur hvitur. Skipti á ódýrarí bifreið eða nýlegum jeppa. Verð 950.000. SUBARU1800 station 4*4 árgerð 1988, ekinn 13.000 km, sjáHskiptur, vökvastýri, ratmagn i rúðum, centrallæsingar, útvarp/segulband. gy Skipti gætu komið til greina á ódýrari bif- reið. Verð 890.000. HONDA ACCORD AERODECK EXI árgerð 1986, ekinn 21.000 km, 2.0 litra vél, bein inn- spýting, sjálfskiptur, vökvastýri, ralmagn i rúðum, topplúga, útvarp/segulband. Skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 820.000. NISSAN VANETTE sendibill, 9 manna, ár- gerð 1989, ekinn aðeins 3 þús. km, 5 gira. Skipti koma til greina á ódýrari bHreið. Verð 670.000. NISSAN BLUEBIRD SLX 2.0 árgerð 1987, ekinn 34.000 km, sjáltskiptur, vökvastýri, overdrive, áHelgur, útvarp/segulband. Skipti koma tll greina á ódýrari bifreið. Verð 730.000. NISSAN PATROL HIGH ROOF TURBO disil með mæli, árgerð 1986, ekinn aðeins 30.000 km, 6 cyl. vél, 5 gira, vökvastýrí, breið dekk, White Spoke felgur, vel úUHandi og vel með farinn, útvarp/segulband. SkipU koma til grelna á ódýrari nýlegri bifreið. Verö 1.420.000. MIKIÐ ÚRVAL NÝLEGRA BÍU GREIÐSLUKJÖR VID ALLRA HÆFI 0PIÐ LAUGARDAGA KL. 10-17.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.