Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. Fréttir_____________________________________________________ Svört skýrsla um viðhald íslenskra húsa: Kostnaður getur orðið 17 milljarðar á ári Kostnaður við viðhald á íslenskum húsum getur náð allt að 17 milljörð- um á ári áður en langt um líður og því er spáð að hann fari stöðugt vax- andi. Þetta er mun meira en eðlilegt’ getur talist og eru orsakirnar raktar til mistaka við hönnun og byggingu og til lélegra byggingarefna. Þetta kemur fram i könnun sem birt er í nýjasta tölublaöi tímaritsins Arkitektúr og skipulag. Þar er því spáð að kostnaður við viðhald á ís- lensku húsnæði geti á næstu árum numið 12 til 17 milljörðum króna. Þar kemur einnig fram að viðhaldskostn- aður hér er um fjórðungi meiri en eðlilegt er talið í nágrannalöndun- um. Þessum fjárhæðum er ekki varið til viðhalds á húsnæði nú enda mik- ill hluti húsnæðis hér nýlegur. Um 80% húsa hafa verið byggð á síöustu 30 árum. Viðhald nýjustu húsanna stefnir þó í að verða verulega meira en eðlilegt getur talist vegna hönn- unargalla, hroðvirkni við byggingar og lélegra efna. Alvarlegasti hönnunargallinn er talinn við þök húsanna. Flötu þökin hafa reynst óhæf við íslenskar aö- stæður en þök með bárujárni vilja einnig leka vegna lélegs frágangs. Þá hefur einnig komið í ljós að hús frá árunum 1965 til 1980 þurfa mikið við- hald vegna alkalískemmda í steypu. -GK Ögmundur Jónasson, formaóur BSRB, og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, á fundinum í Háskólabíói. Með þeim situr Lára Júlíusdóttir. DV-mynd Brynjar Gauti Kæra ASÍ til Alþjóða vmnumálastofnunarinnar: Ríkisstjórnin tefur málið vegna bráðabirgðalaganna - segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ „Ríkisstjórnin er vísvitandi að hindra að niðurstaða fáist í málið fyrir afgreiðslu bráðabirgðalaganna frá því í haust,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að senda ekki gögn til Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar vegna kæru ASÍ um brot á samningsrétti. „Það hefði skipt verulegu máli fyr- ir afgreiðslu bráðabirgðalaganna á þingi ef niðurstaða hefði fengist í haust,“ sagði Ásmundur. „Nú er ljóst að niöurstaða fæst ekki fyrr en nokk- uð veröur liðiö á næsta ár. Þaö er reynslan að ríkisstjórnir, sem hafa óhreint mjöl í pokanum, reyna eftir megni að draga aö senda gogn sem þeim ber að senda stofnuninni þegar kærur berast.“ Umrædd gögn verða send út nú i vikunni og kæra ASÍ verður ekki tekin fyrir hjá Vinnumálastofnun- inni fyrr en á næsta fundi sem verð- ur um mánaðamótin febrúar mars. „Samningsrétturinn er mannrétt- indi og við vorum að undirstrika það með fundinum í Háskólabíói um helgina að samningsréttinn ber að virða. Hann er ekki bara einhver flík sem notuð er í útlöndum,“ sagði Ás- mundur.-GK Viðræður hafnar um samvinnu flugfélaganna: Viðhald flug- flotans sameinað? Viðræður eru hafnar milli Flug- leiða og Arnarflugs um samvinnu í rekstri félaganna. Fyrsti fundur- inn var haldinn á laugardag og búist er við framhaldi á viðræðun- um. „Viö ræddum ýmsa möguleika á samvinnu til að halda niðri rekstr- arkostnaði,“ sagði Kristinn Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri Arn- arflugs, í samtali við DV. Kristinn sagði að einkum hefði verið rætt um samvinnu við viðhald á flugvél- um. „Hugmyndin er fyrst og fremst sú að ná fram betri nýtingu með betra vinnuskipulagi og hagræð- ingu,“ sagði Kristinn. Hann sagði að enn hefði ekkert verið rætt um möguleika á að fækka fólki við viö- haldið enda viðræðumar á frum- stigi. „Við fórum vitt og breitt yfir möguleika á samvinnu sem hægt væri að koma í kring án þess að það kæmi niöur á samkeppni félag- anna,“ sagöi Kristinn Sigtryggs- son.-GK Árekstrar í hálkunni Nokkuð var um árekstra um há- degisbil á laugardag. Þá gerði tölu- verða hálku í Reykjavík. Um tíma var hálfgert öngþveiti í Ártúns- brekku vegna árekstra. Þá valt bif- reið á mótum Höfðabakka og Stór- höföa. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en eignatjón varð talsvert. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags var mikið annríki hjá lög- reglunni. Tilkynningar um innbrot, árás, brotnar rúöur og fleira bárust til lögreglu. Öllu minna var að gera á laugardagskvöld og aðfaranótt. sunnudags. -sme Töluvert var um umferðaróhöpp í Reykjavík á laugardag. Um tíma var hálfgert öngþveiti í Ártúnsbrekku. Ekki urðu alvarleg slys á fólki. DV-mynd S Eldw í Mjódd Eldur varð laus í kjallara hússins númer þrjú við Þarabakka á laugar- dagskvöld. Töluverður reykur var af eldinum og barst hann upp stiga- gang hússins. Fólk, sem var statt á knattborðsstofu á þriðju hæð húss- ins, var beöið um að halda kyrru fyrir - þar sem stigagangurinn var ófær sökum reyks. Gerðar voru ráö- stafanir til aö hægt yrði að flytja fólk- ið úr húsinu með körfubíl - en til þess kom ekki. Reykkafarar fóru í kjallara hússins og slökktu eldinn. Hann var i lausu dóti sem haft var þar til geymslu. Reykskemmdir urðu á stigagangi og einnig í fyrirtækjum sem í húsinu eru. -sme Unnið að slökkvistarfi á Þarabakka þrjú. Skemmdir urðu á húsinu vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum. DV-mynd S Sandkom i>v Þrálr heimska Ijósku... Margir ,.snillingar“ ■ hafaruðstiram ásviðiðoggefið úthljómplötur fyrirjóhn. Ohætterað segjaaðþar kenni margra ogmísgóðra grasaogsem fyrr eru það textarnir sem vekjaekki minnsta athygli Einn þeirra syngur ungur maður, sem kallar sig Geira Sæm, og er óhætt að segja að hjá honum fari saman furðulegur söngur og enn furðulegri textagerð. Eitt lag- anna á plötu hans hefúr orðið öðrum vinsælla, enda texti þess ömurlegri enaðrir.Hverskilurþettat.d.: „Hana langar í sanseraðan sportbíl og hann verður fús, þráir heimska lj ósku í sportbílogvoðastórthúúúúús.. Þannig hlj ómar þetta en að visu er þetta sungið á þann hátt að engu er líkara en að banani sé fastur í hálsin- um á söngvaranum þannig að von- andi er textinn ekki alveg svona þótt vandleg hlustun gefi það til kynna. Blessuð sé minn- ing hans Kambháfur- inn,semkomí vörputogarans: Guðbjarparfrá ísafirði í síð- ustuviku.erán efafrægasti kambháfur ailratimaogí hverjum frétta- tíma Ríkisút- varpsins af öðrum voru landsmönn- um fluttar fregnir af líðan hans. Engu var líkaraen þjóðhöfðingi lægi bana- leguna svo mikiö var haft við. Kamb- háfurinn þjáðist hins vegar af „kaf- araveiki" eftir mikla flutninga af miðunum til ísafiarðar og þaðan til Vestmannaeyja þar sem hann andað- ist á fimmtudag. Ekki er vitað hvort flaggað var í hálfa stöng í Eyjum vegna þessa. Hins vegar má telja víst aö andrúmsloftið á fréttastofú Ríkis- útvarpsins hafi verið þrungið sorg ogerþaöaðvonum. Nýtttímatal ÍDegiáAk- ureyrivarsagt fráþviaðþing- menn Rovkja- :: ness hefóu : ..kippt í polii- ískanspoita" ogþannigkom- ið ■ vegfyrirað fyrirtækiáAk- ureyrifengi vinnu rið uppsetningu tækja í stöðv- arhúsi Nesjavallavirkjunar. Þessí stað var verkið fengið fyrirtæki í Njarövlk. Um umfang verksins sagði Dagur að það væri áætlað yfir 20 þúsund „manntímar“. Höfundur fréttarinnar hefur greinilega fúndið hér upp nýtt timatal ogkemst vænt- anlega á spjöld sögunnar fyrir. Flugeldastríð „Flugelda- stríð”eríaösigi: áAkureyriog reyndar iteí'ur hevrst aðslikt stríðmuni geisavíðaðum landiöfyrir áramótin. Ástæðáþesser súaðýmisfélög hyggjast nú standa að flugeldasölu en víðast hvar um landið hafa skátar setið einir að þessari sölu og grætt vel. Þeir sjánú fram á að missa spón úr aski sínum og gera það án efa því t.d. á Akureyri ætla bæði KA og Þór að standa að slíkri sölu. Skátamir eru daprir og segja að sér vegið en íþróttafélögin segja hins vegar að skátarnir hafi fariö inn á þeirra fjár- öflunarleiðir með skafmiðahapp- drætti sitt sem geri þaö að verkum að hefðbundið happdrætti, sem oft hefur reynst góð tekjulind, sé úr sög- unni. MÚdll hiti er í mönnum vegna þessa máls og skátamir sem hafa unnið í óteljandi „manntíma" að þessari sölu með góðum árangri und- anfarin ár hugsa íþróttafélögunum þegjandi þörfma. Umsjón: Gylli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.