Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Page 7
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 198 Fréttir Lúða menguð af kvikasilfri á íslandsmiðum íslenskir togarar hafa lent í því aö stórar lúðir, sem veiðast á hinum hefðbundnu karfamiðum suðaustur af landinu, hafa reynst vera svo kvikasilfursmengaðar að þær hafa verið dæmdar óætar og þeim hent á þýsku fiskmörkuðunum. Hér er um að ræða lúður sem eru 100 kíló eða meira og því orðnar áratuga gamlar. Minni lúður og karfmn eru alveg án þessarar mengunar. Svona gamlar lúður hafa að sjálf- sögðu víða farið og vitað er að fiskur úr Norðursjóhum er svo kvikasilf- ursmengaður að í mörgum tilfellum er hann ekki talinn ætur. Tahð er víst að þessar stórlúður hafi dvaliö lengi í Norðursjónum. Geir Amesen, líffræðingur hjá Rannsóknastofnun sjávarútvegsins, annast kvikasilfursmælingar í fiski hér á landi. Hann sagðist ekki hafa orðið var við neina kvikasilfurs- mengun í fiski af íslandsmiðum. Einn íslenskur togari lenti í því fyrir skömmu að af 20 stórlúðum sem hann kom með á Þýskalandsmarkað voru 14 dæmdar óætar vegna kvika- siifursmengunar og þeim hent. -S.dór Höfn: „Viðhöldumáfram af fullum krafti“ - segir Hermann Hansson Julía Imsland, DV, Höftu Fyrstu loðnunni á þessari vertíð var landað á Höfn 30. nóvember og nú hafa Sunnuberg GK og Húnaröst landað um 1900 tonnum. Bræðsla hefur gengið vel og hafa rúmlega 1000 tonn af síld verið brædd í haust. Unnið er af fuhum krafti við síldar- frystingu í Fiskiöju KASK og verður áfram til 17. desember. Búið er að taka á móti yfir 3000 tonnum af síld th frystingar og er frysta síldin flutt út jafnóðum. Vinnslu verður hætt í fiskiðjunni 17. desember og tíminn th áramóta not- aður til ýmissa endurbóta og lagfær- inga fyrir vetrarvertíðina. Hermann Hansson kaupfélags- stjóri segir að ákveöið hafi verið að byrja fiskvinnslu strax eftir áramót- in. „Hér verða engar uppsagnir starfsfólks þvi að hér hefur verið mikh vinna og við höldum áfram af fullum krafti,“ sagði Hermann. „Við leggjum mikla áherslu á sparsemi og hagsýni í rekstri félagsins og stöðugt er unnið að bættri hagræðingu. Sjúkrahúsin berj- ast við föst fjárlög Þórhallur Asmundssort, DV, Sauöárkróki: Allt ófaglært starfsfólk á Sjúkra- húsi Skágfirðinga, rúmlega 50 manns, fékk uppsagnarbréf í síðustu viku. Ástæðan fyrir uppsögnunum er athugun á breyttu fyrirkomulagi hjá stofnuninni. Stefnt er að endur- ráðningu starfsfólksins. Uppsagnirn- ar voru nauðsynlegar sökum þess að samkvæmt lögum er ekki heimilt að breyta vinnutilhögun fastráðins starfsfólks. Þessi staða sjúkrahússins á Sauð- árkróki er trúlega nokkuö dæmigerð fyrir sjúkrahúsin í landinu sem rek- in eru að mestu leyti fyrir fost fram- lög úr ríkissjóði. Eftir aö horfið var frá gamla daggjaldakerfinu og sjúkrahúsin sett á fóst fjárlög hafa kröfur aukist frá því opinbera um að stjórnendur sjúkrahúsanna haldi rekstrinum innan marka fjárlaga. Það hefur reynst erfitt víða, m.a. hjá Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Síðasta ár var afleitt,-farið 16 milljónir fram úr fjárlögum. Það er eingöngu launahðurinn sem hefur hleypt rekstrinum upp og viö 10 mánaða uppgjör nú var tapið orð- ið 11 mihjónir. Þar af 5 milljónir vegna fjármagnskostnaðar á skuld síðasta árs. Nú geturðu fengið uppáhalds sultuna þína í sérstökum umbúðum með spraututappa. Þá geturðu fengið þér mátulega af Mömmusultu og sprautað henni beint á vöffluna eða við hliðina á stórsteikinni! SULTAN HENNAR MÖMMU ÞESSI GÓÐA MEÐ SPRAUTUNNI! # Getum nú boðið þennan fullkomna og hentuga Bondstec örbylgjuofn á ótrúlega hagstæðu og milliliðalausu heildsöluverði beint til þín 18 lítra, 500 vatta, affrysting, snúningsdiskur. Nákvæmur íslenskur leiðbeiningarbæklingur fylgir. Sparið tíma, fé og fyrirhöfn, með Bondstec og lækkið um leið rekstur heimilisins. VERÐ AÐEINS 13.850 STGR. Opið mánudag—fimmtudag frá kl. 9—22 föstudag frá kl. 9—19 laugardag frá kl. 10—16 OPUS-VERSLUN SEM ER TIL FYRIR ÞIG. I SNORRABRAUT 29 S'm 62-25-55 l powm o jurti-sf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.