Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Qupperneq 20
20
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verö í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Löggæsla í lamasessi
Hún er svört, skýrslan um löggæsluna í Reykjavík.
Eftirlit og löggæsla hefur dregist samán vegna mann-
eklu. Fullyrt er að fjöldi lögregluþjóna í götulögreglu
sé sá sami og fyrir íjörutíu árum. Þar af er þriðjungur-
inn reynslulítið fólk. Lögregluþjónar, sem eru um það
bil að hætta fyrir aldurs sakir, verða að standa vaktir
í einkennisbúningum. Fíkniefnalögreglan verður að
sinna störfum sínum í sjálfboðavinnu vegna þess að
eftirvinna hefur verið skorin niður. Tækjabúnaður er
gamall og úreltur og stendur lögreglustarfmu fyrir þrif-
um. Aðeins einn lögreglubíll verður að sinna útköllum
á svæðinu frá Gróttu að Hvalfjarðarbotni. Lögreglan
hefur engin tök á því að annast eftirlit í úthverfum borg-
arinnar og ökutækin eru léleg og úr sér gengin.
Þetta er ófögur lýsing á lögregluembættinu. Þegar
þess er gætt að lögreglan í Reyjavík er burðarásinn í
því lykilhlutverki að halda uppi lögum og reglu í þjóð-
félaginu þá hljóta menn að hafa miklar áhyggjur af
þessu ástandi. íslendingar hafa engan her og eru lausir
við útgjöld sem honum eru samfara. Fyrir vikið er al-
menn löggæsla sá öryggisventill, sem við treystum á,
og hefði mátt ætla að þjóðin hefði efni á að standa sæmi-
legan vörð um úthald hennar. Það hefur enda komið í
ljós í skoðanakönnunum að almenningur ber traust til
lögreglunnar og gerir kröfu til lögreglumanna um vernd
og aðstoð þegar á þarf að halda.
Sem betur fer eru manndráp, rán eða ofbeldi ekki
jafntíð hér á landi sem annars staðar. íslendingar eru
upp til hópa friðsamt fólk og löghlýðið. En lögreglan
þarf að gera fleira en fást við stórglæpi og afbrotamenn
í Derrick-stíl. Hún þarf að hafa hemil á ólátum og
skrílslátum, stilla til friðar á heimilum, halda uppi
umferðareftirliti, sinna óteljandi útköllum vegna smá-
þjófnaða og ryskinga. Fyrst og fremst þarf þó lögreglan
að veita aðhald og láta almenning Fmna fyrir nærveru
sinni, þannig að hún fyrirbyggi slysin.
Hvenær sem er sólarhringsins ætlast fólk til að geta
kallað á lögreglu, öðrum til aðvörunar og sjálfum sér
til aðstoðar. Lögreglan er bakhjall og varðmaður og þau
eru ófá málin sem góðir og reyndir lögreglumenn geta
leyst, án þess- að til komi fangelsi og réttarhöld. Þannig
leysir lögreglan mörg vandamálin og eftirleikinn sem
ella mundi hljótast af árekstrum og ágreiningi manna
í milli. Þennan þátt löggæslunnar skyldi enginn van-
meta.
Alvarlegast er þó að fíkniefnalögreglan er höfð í
svelti og kvótar settir á eftirvinnu hennar. Það gefur
augaleið að eftirlitsstarf í fíkniefnalögreglunni fer ekki
eftir stimpilklukku. Fíkniefnaneysla er mesta böl, sem
nútíminn á við að stríða, og það er einfaldlega þyngra
en tárum taki ef fíkniefnaneysla fær að grasséra hér á
landi vegna vanmáttar lögreglunnar til að stemma stigu
við útbreiðslu hennar. Hið opinbera má og á að spara
í rekstri sínum. En við getum ekki verið þekkt fyrir að
klípa svo við nögl í viðleitni okkar til að hafa hemil á
eiturlyfjabölinu að þar fái enginn rönd við reist.
Það er þarft verk hjá Lögreglufélagi Reykjavíkur að
vekja athygli á þessu vandræðaástandi. Skýrslan minnir
okkur á að hvað sem líður sparnaði og kreppuástandi
þá megum aldrei verða svo aum að geta ekki haldið
uppi lögum og reglu í þjóðfélaginu. Löggæslan er horn-
steinn réttarríkisins. Án hennar bilar allt annað. Þá
bjóðum við hættunum heim.
Ellert B. Schram
„Niðri við Lækjartorg hittast ráðherrar 1 og 8 nokkrum sinnum í viku til að ráðslaga með hvaða jólagjafir
og aðrar gjafir þeir eigi að færa þjóðinni annars vegar og vildarvinum sínum hins vegar.“
Jólagjafir og
aðrar gjaf ir
Niðri við Lækjartorg hittast ráð-
herrar 1 og 8 nokkrum sinnum í
viku til að ráðslaga með hvaða jóla-
gjafir og aðrar gjafir þeir eigi að
færa þjóöinni annars vegar og vild-
arvinum sínum hins vegar. Þessar
jólagjafir koma til með að hafa
áhrif á næsta ári, annaðhvort til
hagnaðar eða taps.
Annan hvern dag kemur opinber
talsmaöur ríkisstjórnarinnar, Ól-
afur Ragnar Grímsson íjármála-
ráðherra, og tilkynnir fyrirætlanir
ráðherranna 9 um aukna skatta á
árinu 1989 og aukin gjöld sem stór-
hækka vöruverð. Mánaðarlega til-
kynnir þessi ráðherra síðan að fjár-
lagahallinn, þegar hann tók við,
nemi 1 milljarði hærri tölu en þeg-
ar hann tjáöi sig mánuði áður um
málið.
Þessi gífurlegi halli segir Ólafur
að sé öllum öðrum að kenna en
fyrirrennara sínum í starfi, Jóni
Baldvini Hannibalssyni, og sú
skýring sem núverandi íjármála-
ráðherra finnur helsta á íjárlaga-
halla í tíð fyrirrennara síns er sú
að í síðustu ríkisstjórn hafi verið
ómögulegur verkstjón.
Þetta er snjallt hjá Ólafi því hann
getur bent á þessar föksemdir þeg-
ar eftirmaður hans í starfi skýrir
frá fjárlagahallanum í fjármálaráð-
herratíð Ólafs Ragnars. Þá segir
Ólafur einfaldlega að það stafi af
ómögulegri verkstjórn í ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar sem,
eins og eitt stjórnarblaðið hefur
réttilega bent á, telur mikilvægara
aö hitta fegurðardrottningu og
enska járnfrú en vinna að lausn
aðsteðjandi þjóðarvanda. Vanda
sem lýsir sér gleggst, eftir því sem
Steingrímur hefur sagt, í yfirvof-
andi þjóðargjaldþroti.
Þegar svo er komið og samstarfs-
flokkar Steingríms agnúast út í
hann fyrir að hitta helsta boðbera
frjálshyggjunnar í heiminum i dag
þá átta þeir góðu menn sig ekki á
því að með því að koma hvergi
nálægt gerir Steingrímur mest
gagn.
Síðan gæti hann ef til vill áttað
sig á því hvað frjálshyggja þýðir.
Þannig getur enska járnfrúin sjálf-
sagt kennt honum hvers vegna það
er nauðsynlegt -að fyrirtæki séú
rekin með hagnaði en ekki tapi.
Sjálfsagt gæti hún líka sagt honum
að þetta einfalda atriði sé ekki
frjálshyggja heldur heilbrigð skyn-
semi en Steingrímur hefur gjarnan
ruglað þessu tvennu saman.
Skattbyrðin og
breiðu bökin
Skattapakkar ríkisstjórnarinnar,
sem verið er að útdeila þessa dag-
ana, eru engin gleðitíðindi. Fyrir
allan þorra fólks þýða þessir pakk-
ar að lífskjör versna til muna á
næsta ári. Ríkið tekur meira til sín
og það þýðir einfaldlega að minna
verður eftir af peningum til að ráð-
stafa til annarra hluta. Þaö er sér-
kennilegt að stjórnmálamenn skuli
helst hækka skatta þegar harðnar
á dalnum. Þessi stjórnspeki gerir
sveiflurnar, sem óhjákvæmilega
Kjallariiin
Jón Magnússon
lögmaður
komá öðru hvoru i okkar þjóðfé-
lagi, miklu erfiðari og þungbærari
en annars þyrfti að vera.
Það er kaldhæðni örlaganna að
eftir síðasta góðæri skuli þjóðin
standa uppi með óleystan fjárlaga-
halla svo nemur tugum milljarða
króna. Það er líka kaldhæðni örlag-
anna að þegar þrengist um vinnu
skuh ríkiö boða samdrátt eftir
gegndarlausa útþenslu á síðustu
árum. Einhvern tímann hefði verið
sagt að slíkt og þvílíkt ráðslag ætti
ekkert skylt viö skynsamlega
stjórnun. Það væri full ástæða til
að þorri fólks áttaði sig á að þannig
er þaö líka.
En til að tryggja öllum sem mesta
samhjálp og réttlátast þjóðfélag
skulu skattar nú hækkaðir. Það er
aö sjálfsögðu sú röksemd sem ráð-
herrarnir 1 og 8 halda að þjóðinni
til að afsaka skattahækkanir.
Undir gunnfána samhjálpar skal
síðan skattpeningum almennings
eytt til þess m. a. að greiða fyrrver-
ándi fræðslustjóra, sem misnotaði
vald sitt til aukins kostnaðar fyrir
almenning, milljónir króna, til að
gefa fyrirtækjum í eigu þóknan-
legra eins og Sambandsins tugi
milljóna, til þess að halda við von-
lausum atvinnurekstri í þágu ein-
hvers, sem nefnt er byggðastefna,
nokkra milljarða.
Þetta ráðslag ráðherranna er
ekki til þess fallið aö létta undir
með þeim sem eiga um sárt að
binda, fótluðum, öldruðum eða ein-
stæðum foreldrum. Nei, skattar
þurfa að hækka nú sem fyrr af því
að stjórnmálamenn í þessari ríkis-
stjórn, sem og í þeirri fyrri og þeirri
sem sat þar á undan og svo mætti
lengi telja, eru ekki tilbúnir til aö
taka á vandanum. Þeir eru ekki til-
búnir að gefa þjóðinni virkilega
jólagjöf.
Spilling
Það er misjafnt mannanna mat
og þess vegna finnst einum það
vera spilling og valdníðsla sem öðr-
um finnst allt í lagi.
Þannig finnst félaga Svavari og
félaga Ólafi allt í lagi að gefa Sturlu
Kristjánssyni peninga á kostnað
skattgreiðenda. Þetta er gert til að
koma höggi á pólitískan andstæð-
ing.
Málið í einfaldleik sínum er þó
það að þessi Sturla misnotaði það
vald sem honum var falið sem opin-
berum embættismanni. Það þýddi
stóraukinn kostnað fyrir skatt-
greiðendur. Þess vegna rak Sverrir
Hermannsson hann úr starfi. Sjálf-
sagt má deila um hvort Sverrir
hefði átt að standa að uppsögninni
með þessum eða hinum hættinum
en hitt er ómótmælanlegt að þessi
Sturla var búinn að brjóta af sér
margítrekað í starfi. Þessum manni
eru nú rétt margföld árslaun
sumra launþega. Þetta finnst mér
spilling.
Félagi Ólafur vill rétta fyrirtæki
í eigu Sambandsins 45 milljónir eða
meira á meðan hann lætur inn-
heimtumenn sína taka húsmuni úr
eigu fátæks fólks og sveiflar gjald-
þrotahótunum og uppboðshótun-
um yfir þúsundum annarra ein-
staklinga og atvinnufyrirtækja.
Þetta finnst mér vera spilling.
Fjölda annarra dæma mætti
nefna en ég vona að þjóðin átti sig
á því áður en það er um seinan að
það er fleira spilling en brennivín.
Meðan valdhafar haga sér eins og
þeir sem núna sitja: rétta sumum
milljónir á silfurdiski á meðan þeir
selja eignir annarra nauðungar-
sölu og komast upp með það átölu-
laust, þá skulu menn átta sig á því
að þeir búa ekki við réttlátt þjóð-
félag heldur gjörspillt.
Besta jólagjöfin
Ólafur Ragnar og félagar gætu
gefið þjóðinni virkilega góða jóla-
gjöf. Þeir gætu sagt: Við ætlum að
afnema allan flottræfilshátt og
bruðl, þar með talið utanlands-
ferðir okkar sjálfra og annarra op-
inberra embættismanna í tíma og
ótíma. - Við ætlum að leggja niður
ónauðsynlegar stofnanir og störf
og viö ætlum í kjölfar þess að lækka
skatta.
Þetta geta þeir gert og þaö væri
virkilega góð jólagjöf. Aðra jólagjöf
gætu þeir einnig gefið þjóðinni en
þaö er að segja henni satt.
Jón Magnússon
„Það er sérkennilegt að stjórnmála-
menn skuli helst hækka skatta þegar
harðnar á dalnum.“