Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Qupperneq 24
24
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988.
UBIBE
I JTU JOLL\
<4 >IÓI.AI*I.AÍ A.\ í ÁIS
Áþessarí bráðskemmtílegu jólaplötu eru 18 bestujóla-
lögin. Spyrðu um plötuna Litlujólin og fjölskyldan er
öll komín í hátíðarskap.
Áplötunni syngur Guðmundur Rúnar ásamt
börnum og Guðlaugu Helgadóttur.
HliöA HliöB
1. Nú er Gunna á nýju skónum. 1. Göngum við í kringum.
2. Þyrnirós 2. Ég sá mömmu kyssa jólasvein.
3. Bráðum koma blessuð jólin. 3. Adam átti syni sjö.
4. í skóginum stóðkofi einn. 4. Ó, Jesús bródir besti.
5. Pabbi segir. 5. Nú skal segja.
6. Jólasveinar ganga um gólf. 6. Jólasveinar einn og átta.
7. Þaðbúa litlir dvergar. 7. Klukkurnar dinga linga ling.
8. Gekk ég yfirsjó og land. 8. Bjarter yfir Betlehem.
9. í Betlehem. 9. Heimsumból.
Eínníg þessar tvær frábæru kassettur fáan-
legaríverslunum.
Dreífíng G.R.L.
S.670305/21675
Gtiðrún
og Steínar hf.
i mmmN
(jh'ðileí* jót!
Merming
Tryggvi Emilsson varö þjóö-
kunnur maður af fyrstu bókum
sínum, Fátæku fólki og Baráttunni
um brauðið. Hann bættist þá í hóp
þeirra flölmörgu alþýðumanna,
sem virðast hafa þá eðlislægu
kennd fyrir máli, formi og stíl, að
vandséð er hvort lengri eða
skemmri skólamenntun hefði þar
fengiö nokkru um bætt. Síðan hafa
komið út eftir hann bækurnar Fyr-
ir sunnan og Kona sjómannsins og
aðrar sögur.
í þessari nýjustu bók sinni rær
Tryggvi enn á ný mið. í full þrjú
ár brá hann yfir sig skikkju fræði-
mannsins, sat á Þjóðskjalasafni og
kannaði tiltæk gögn um forfeður
sína og formæður. Afraksturinn er
Tryggvi Emilsson 26 ára úti fyrir Bakkaseli í Öxnadal hjá hestinum Brún
og tíkinni Drífu.
Óaðgengilegt ættfræðitorf
þessi bók. Fyrsti kaflinn er sögu-
ágrip um Grímsey og Grímseyinga,
en þangað rekur Tryggvi fóðurætt
sfna. Þá er fóðurættin rakin á 270
blaðsíðum og berst þá leikurinn
víða um landið norðanvert, og loks
móðurættin á 120 blaösíðum og eru
Mýra- og Borgarfjarðarsýslur
hennar sögusvið.
Runa nafna og ártala
Það liggur í hlutarins eðli að bók-
in verður mikil runa mannanafna
og ártala. Tryggvi reynir eftir föng-
um að tjasla holdi á þessi bein bók-
arinnar, en tekst misjafnlega, þar
sem heimildir eru allajafna fá-
skrúðugar um alþýðu manna á
fyrri tímum, nema þá helst ef fólk
lenti í ótímabærum barneignum
eða komst undir manna hendur.
Þessi bók er því alls ólík fyrri bók-
um Tryggva, tyrfm lesning og tor-
sótt öðrum en sérstökum áhuga-
Bólonerintir
Ólafur Hannibalsson
mönnum um ættfræði eða það fólk
og þær slóðir, sem sérstaklega um
er fjallað.
Hér er því um að ræða fræðibók
og verður að gera kröfur til hennar
sem slíkrar. í formála vitnar
Tryggvi til heimildaskrár, en þrátt
fyrir ítarlega leit fann ég hana
hvergi í bókinni. Þar með er gildi
hennar orðið ákaflega takmarkað
fyrir fræðimenn og aðra, sem ieita
vilja frumheimilda. Hitt er svo öllu
lakara fyrir almennan lesanda, að
við hana vantar nafnaskrá í staf-
rófsröð. Svona bók lesa ekki marg-
ir í einum fleng sér til fróðleiks og
skemmtunar, heldur leita til henn-
ar þegar tilefni gefast til og þurfa
þá á aðgengilegan hátt að geta flett
upp á nafni manns eða staðar. Þetta
rýrir svo gildi bókarinnar, að mér
finnst furðu gegna, að útgefandi
skyldi ekki sjá fyrir þessu. Þá eru
þeir ekki margir, sem vel kunnugir
eru staðháttum í Grímsey.
Prófarkir að svona bók eru ákaf-
lega vandlesnar og ýmsar ritvillur
og prentvillur rakst ég á, þótt víð-
ast megi lesa í málið. Þá mun það
staðreyndavilla, aö einungis 30
þúsund manns hafi lifað eftir í
landinu eftir stórubólu. Ætli 36
þúsund sé ekki nær lagi.
Tryggvi Emilsson mun eiga vísan
nokkuð stóran lesendahóp eftir
útgáfu fyrri bóka sinna. Þeir hefðu
verðskuldað, að útgáfan gerði
þessa bók betur úr garði.
Sjómenn og sauöabændur
Höfundur: Tryggvi Emilsson
Útgefandi: Mál og menning
Ólafur Hannibalsson
JÓLAUMFERÐIREYKJAVÍK
- engin gjöld í stöðumæla á laugardögum í desember né á Þorláksmessu -
* Fjölgað verður um 640 gjaldfrjáls bílastæði frá 10.-24. des.
1. I bílakjallara á horni Vesturgötu og Garðastrætis (ekið inn frá Vesturgötu) 80 stæði
4. Á lóðinni við Skúlagötu 4 60 stæði
5. Á svæði milli Skúlagötu og Sætúns, vestan bensínst. Olls 150 stæði
6. Á lóðum Eimskips við Vitastíg/Skúlagötu 150 stæði
7. Á opnu svæði norðan Vitatorgs 100 stæði
8. Á svæði við Mjölnisholt/Brautarholt 100 stæði
* Bakkastæði (ekið inn frá Kalkofnsvegi) og Kolaport (nr. 2 og 3), frítt á laugardögum 450 stæði
* Á laugardögum í desember og á Þorláksmessu verður ókeypis í stöðu-
mæla, bílastæði og bílastæðahús á vegum Reykjavíkurborgar.
* Ökumenn, sýnið lipurð og tillitssemi í umferðinni. Akið varlega og fækkið
þannig umferðarslysum.
BÍLASTÆÐASJÓÐUR REYKJAVÍKURBORGAR