Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAI 1989.
13
Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður 1 Barðastrandarsýslu:
Fengum áður jógúrt
flesta fimmtudaga
„Við erum sveitamenn, sem hér
búum, og þurfum að sætta okkur við
ýmislegt sem aðrir þurfa ekki að
gera. Það er mikill munur hvað alla
þjónustu snerfir að búa hér éða í
Reykjavík. Þegar kaupfélagið var hér
fengum við jógúrt flesta fimmtudaga.
Nú er húið að loka kaupfélaginu og
við göngum því ekki lengur að jóg-
úrtinni á fímmtudögum. Þetta er nú
bara lítið dæmi um hvað við verðum
að sætta okkur við. Samgöngurnar
eru sérkapítuli. Vegasambandið er
lélegt. Héðan er ófært stóran hluta
ársins. Það kostar okkur nærri tíu
þúsund krónur að fljúga suður og
aftur heim. Það má nefna fleira. Til
dæmis fara áfengiskaup okkar fram
gegnum pósthús og því verðum við
að hafa fyrirhyggju ef við ætlum að
gera okkur dagamun. Það hefur hent
fólk hér að það hefur boðið til veislu
og tilkynnt að vín verði veitt. Það
hefur síðan brugðist þar sem vínið
kemur ekki alltaf. Það eru samgöng-
ur og fleira sem spilar þar inn í,“
Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður
í Barðastrandarsýslu.
sagði Stefán Skarphéðinsson, sýslu-
maður í Barðastrandarsýslu.
í Barðastrandarsýslu búa um 2400
íbúar. Flestir eru íbúarnir á Patreks-
firði - eða tæplega 1000 manns.
Fólksfjöldi í sýslunni hefur staðið
nokkurn veginn í stað undanfarin
ár. Um 30 manns hafa verið á at-
vinnuleysisskrá. Stefán sagði að at-
vinnuástandið hefði oftast verið
betra en nú.
„Það er fleira en þjónustan sem er
öðruvísi hér hjá okkur. Það er fræg
saga af manninum sem flutti frá
yestfjörðum og keypti blokkaríbúð í
Árbæjarhverfi. Hann var gerður að
gjaldkera húsfélagsins strax og hann
flutti. Eftir nokkra mánuði spurði
einn íbúa stigagangsins hann hvort
ekki hefðu komið reikningar fyrir
hitann. Vestflrðingurinn hafði greitt
hitann fyrir allar íbúðirnar úr eigin
vasa og taldi sig aðeins vera að greiða
fyrir eigin íbúð. Og honum þótti
reikningurinn ekki hár. Það kostar
um 15 þúsund krónur á mánuði að
hita upp venjulegt íbúðarhús hér hjá
okkur. íbúðarverð er mjög lágt eða
um 50 prósent af brunabótamati,"
sagði Stefán Skarphéðinsson.
-sme
Egilsstaðir:
Sumri
heilsað í
norðan-
gjólu
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðiim;
Sumardagurinn fyrsti var ekki sér-
lega hlýr á Héraði, norðankaldi og
hreytti snjó um morguninn. En vetur
og sumar frusu saman svo um mun-
aði og það á að vita á gott. Snjóinn
sem setti niður laugardag síðastan í
vetri hafði ekki tekið upp og var held-
ur kuldalegt um að litast á Egilsstöð-
um þennan fyrsta sumardag. Þegar
kom fram á daginn sást til sólar.
Hátíðahöld dagsins voru í höndum
félagsmálaráðs, fjölbreytt að venju.
Helgistund, skrúðganga, leikþættir,
söngur, tónleikar og dans.
Hestamenn fóru fyrir skrúðgöngunni og urðu að búa sig vel.
DV-mynd Sigrún
Fréttir
Vinnuaðstaða á sýsluskrifstofunni er með eindæmum. Sýslumaður hefur
ekki sérskrifstofu og vinnur oftast í dómsalnum. Þar er Ijósritunarvélin
geymd og eins verður hluti starfsfólksins að ganga i gegnum dómsalinn
þurfi það að fara á salerni. Verið er að byggja ofan á húsið og verður
hæðin væntanlega tilbúin í ágúst. Þá mun sýslumaður fá einkaskrifstofu.
DV-myndir GVA
WFM
rafstöðvar
Traustar
og vandaðar
G.Á. PÉTURSSON HF,
NÚTÍÐ FAXAFENI 14
SÍMI 685580
LUSMARKAÐIRNIR
ERU HVERFISMARKAÐIR
6 • Grímsbæ • Vesturbergi 77
MEÐ PLUSMARKAÐSVERD...!
Góð þjónusta í hverfi • heldur fasteign í verði