Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Page 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989.
Spumingin
Átt þú reiðhjól?
Hlynur Þór Sveinbjörnsson, nemi í
Árbæjarskóla: Já, ég á Raleigh hjól
og nota það svolítið oft. Það fer í við-
gerð bráðlega og svo byrja ég að
hjóla.
Valgeir Sveinsson, nemi í MS: Nei,
ég er bara á bíl. Ég átti hjól áður en
það er grotnað niður núna.
Jens Gíslason bóndi: Nei, það eru
15-20 ár síðan ég átti slíkt. Það er svo
erfitt að hjóla í sveitinni - það er nóg
að börnin hjóli.
gíra, Peugot, léttmálmshjól. Ég hjóla
mikið í frístundum
Guðmundur H. Jónsson, nemi í
Flensborgarskóla: Nei það er langt
síðan ég átti hjól og þá var þvi stolið.
Ég kaupi mér bara bíl.
fræðingur: Nei, ég hjólaöi fyrir mörg-
um árum en ekki núna - það er of
erfitt að hjóla á íslandi í brekkunum
og í vindí.
Lesendur
Frystingin gjaldþrota!
Og hvað þá?
Magnús Jónsson skrifar:
Ég hef verið að hlýöa á fréttir af
aðalfundi Félags Sambandsfisk-
framleiðenda sem nýlega var hald-
inn hér í Reykjavík. í ræðu fram-
kvæmdastjóra þessa félags voru
upphafsorð hans þessi: „Frystiiðn-
aðurinn er gjaldþrota“. - Þetta eru
stór og þung orð - en vafalaust
sannleikanum samkvæm.
Þá er bara komið að spurning-
unni: Hvað þá? Eða: Hvað kemur
næst? Venjulega fylgir gjaldþroti
nauðungaruppboð að undangengn-
um lýsingum kröfuhafa í búin. Er
það þá ekki næsta skref hvað fisk-
vinnsluna varðar?
Samkvæmt upplýsingum for-
stjóra Félags Sambandsfiskfram-
leiðenda eru orsakir gjaldþrotsins
efnahagsstjórn síðustu 10 ára sem
hefur leitt til þess að atvinnuveg-
irnir hafa verið reknir á blekking-
um einum saman. Ekki kemur
fram hjá honum hvort það hafa þá
verið stjórnvöld sem hafa blekkt
fyrirtækin svona herfilega eða
hvort það eru framkvæmdastjórar
vinnslustöðvanna og stjóm þeirra
sem hefur blekkt sjálfa sig svona
allt fram á þennan dag.
Ekki tók betra við þegar sjávarút-
vegsráðherra ávarpaði ofannefnd-
an fund. Inntak hans var í stuttu
máli það að það væri enginn starfs-
friður, hvorki í atvinnugreininni
(þ.e. fiskvinnslunni) né í stjórn-
málunum. Hann sagðist hins vegar
hafa þá trú að takast muni að klóra
sig frám úr þeim vanda sem nú
væri en það yrði ekki auðvelt. Eng-
inn annar kostur væri fyrir hendi.
Auðvitað er þaö rétt hjá ráð-
herranum aö hér er enginn friður
til neins, hvorki innan neinna at-
vinnugreina né í stjómmálum - og
mun ekki verða, því miður. Ég get
því ekki séð neinn annan kost í
máh fiskvinnslunnar en þann að
hún gefi allt upp á bátinn, leggi
niður sína vinnslu og allur fiskur
verði fluttur út héðan sem fersk-
fiskur sem er mun verðmeiri en
frystur hvort eð er.
Og fyrir alla muni að halda ekki
lífi í atvinnugrein sem er yfirlýst
gjaldþrota af öllum sem til þekkja.
Við höfum langa reynslu af því að
„klóra okkur út úr vandanum".
Það hefur ekki tekist og tekst aldr-
ei.
Aliur fiskur verði fluttur út sem ferskfiskur sem er mun verðmeiri," segir m.a. i bréfinu.
Ekki sama fiskur og fólk
Gamall kennari skrifar:
Mér sárnar hvemig mín gamla
stétt fer að ráði sínu þessa dagana.
Víst veit ég vel að hún er ekki of-
haldin af launum sínum, en það
réttlætir ekki að fara þannig með
varnarlausa nemenduma sem hún
gerir. Verkfall á þessum tíma getur
valdið þeim skaða hjá þeim sem
tæpast standa að þeir beri þess
menjar alla sína ævi. 1
Ég veit líka vel að þeir sem standa
fyrir framan í þessari kjarabaráttu
segja að það sé ekki þeim að kenna,
heldur geti ríkisvaldiö bara samið
við þá - og það undir eins. En þetta
er bara ekki svona einfalt.
Það voru kennarar sem völdu
tímann, og með tilliti til þess hve
hátt boginn var spenntur í hundr-
aðshlutum talið, var fyrirséð að
verkfallið yröi langvinnt.
Þess vegna hefur mín gamla stétt
nú orðið sér til skammar. Hún hef-
ur ekki gert sér grein fyrir að það
er ekki sama hvort sá efniviöur
sem raaður vinnur úr er fiskur eða
fólk, svo dæmi sé tekiö.
Það er ekki hægt aö leyfa sér
hvað sem er, jafnvel þótt launin séu
lág.
Hvimleitt bílflaut
Helga Kristinsdóttir skrifar:
Það er einstaklega leiðinleg árátta
hjá sumum bílstjórum að flauta við
íbúöarhús, og þaö um miöja nótt.
Þetta er aö verða hreinasta plága.
Hvort sem maður er nýsofnaður eða
hefur sofið einhvem tíma er jafn-
óþægilegt að vakna upp við bílflaut.
Það er svo sem sök sér að flauta
einu sinni örstutt og láta þar við
sitja. En þegar þetta er komið upp í
það að vera þijú, fjögur flaut á
þriggja mínútna fresti - allt upp í
hálftíma - fyrir utan að heyra vélar-
hljóöið frá díselvélum bOanna, fær
maður einfaldlega nóg.
Þetta skeði einmitt fyrir utan hús
okkar hjónanna nýlega. Við vorum
nýsofnuö, þegar einn byrjaði að
flauta á nokkurra minútna fresti. Við
urðum svo pirruð að viö gripum
hreinlega til örþrifaráöa.
Ég ætla aö biðja alla þá bílstjóra
sem þetta lesa að gera fólki ekki
svona grikk. Það gæti leitt til þess
að bílar yrðu fyrir skemmdum.
Hringiö í síma
27022
mim Id. 10 og 12
eða skrifið
Dreifbýlingar
kusu sér bústað
Fyrrverandi sveitamaður skrifar:
Skelfmg leiðist mér eymdargaulið
í þessum dreifbýlisbúum um þaö hve
bágt þeir eigi meö að draga fram lífið
og illa sé með þá fariö samanborið
við þá sem búa í Reykjavík.
Málið er ósköp einfalt. Dreifbýling-
amir kusu að búa þar sem þeir búa.
Ef það er svona slæmt skulu þeir
bara flytja sig annað.
Eitt af því sem fer illa með okkur
íslendinga og gerir jafndýrt að vera
íslendingur og raun ber vitni, er að
við viljum endilega hola okkur niður
á öUum landsins útnárum og skoru-
vikum og hafa þar allt tU jafns viö
aUa aðra. Ef útnárar og skoruvíkur
eru svo eftirsóknarverðar að það
réttlæti að búa þar hljóta það að vera
forréttindi í sjálfu sér sem viðkom-
andi einstakUngur verður þá aö gefa
eitthvaö fyrir.
Það á ekki að þjappa aUri byggð í
kringum Reykjavík. Hins vegar á að
þjappa allri byggð kringum lífvæn-
legustu byggðakjarnana á hverjum
stað, og ná sem heppUegustum
rekstrareiningum þar, atvinnulega,
efnahagslega og félagslega. Ef ein-
hver þolir ekki sambýli af því tagi
og kýs að verma eitthvert krumma-
skuðið verður hann bara aö gera það
upp á sína.
Lítið bara á Ólafsfjörð og Dalvík,
sem bæði lepja dauðann úr skel. Nú
er verið að gera jarðgöng tU Ólafs-
flarðar svo hægt sé að lepja þar dauð-
ann úr skel eithvað lengur - eða auð-
veldara verði að flytja burtu. Auðvit-
að ætti að flytja þetta fólk tU Dalvík-
ur og byggja þar upp lífvænlegri og
betri einingu!
Og svo vUja kommar endilega
halda áfram að bora sig í gegnum
fjöU, hvað sem það kostar!
Auðvitað til Dalvíkur, segir í bréfinu. - Yfirlitsmynd frá Dalvík.