Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Side 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989.
íþróttir
Stúfar frá
Polar Cup
Ægir Már Kárason, DV, Suðunœsjum;
Teitur skoraði mest
Teitur Örlygsspn
skoraði flest stig ís-
lands á mótinu, 68
talsins. Guðjón
Skúlason skoraði 59, Magnús
Guðfinnsson 36, Jón Kr. Gísla-
son 35, Guðmundur Bragason
33, Guðni Guðnason 26, Birgir
Mikaelsson 20, Tómas Holton
16, Axel Nikulásson 16, Valur
Ingimundarson 15, Falur Harð-
arson 2. Friðrik Ragnarsson
var 12. leikmaður Islands í
keppninni.
Gott hjá Magnúsi
Magnús Guðfinnsson tók ílest
fráköst af íslensku leikmönnun-
um, 36 talsins, og Guðmundur
Bragason kom næstur með 29.
Magnús hirti næstflest fráköst af
öllum á mótinu, Pekka Markkan-
en frá Finnlandi tók 37, aðeins
einu meira en Magnús, en Magn-
ús tók langflest varnarfráköst af
öllum, alls 31. Þetta er frábær
árangur hjá Magnúsi sem er „að-
eins“ 1,94 m á hæð og var ávallt
í báráttu við menn sem voru vél
yflr tvo metrana. Markkanen er
t.d. 2,07 metrar á hæð.
Þrír með 100 prósent
Guöni Guðnason, Tómas Holton
og Guðjón Skúlason voru allir
með 100 prósent vítahittni á mót-
inu. Guðni og Tómas tóku 4 skot
hvor og Guöjón 2, og öll rötuðu
ofan í. Valur Ingimundarson hitti
úr 4 af 5, Birgir Mikaelsson úr 7
af 9, Axel Nikulásson 8 af 11, Teit-
ur Örlygsson 12 af 17, Jón Kr.
Gíslason 12 af 18, Guðmundur
Bragason 7 af 11, og Magnús Guð-
fxnnsson úr 2 af 4.
Einstaklingsverðlaun á Polar Cup:
Teitur í
úrvalsliði
mótsins
Ægir Max Karason, DV, Suöumesjura;
Teitur Örlygsson var valinn í úr-
valslið NorðUrlanda, Nike-liðið, að
loknu Norðurlandamótinu í körfu-
knattleik, Polar Cup, á Suðurnesjum
á laugardaginn.
Auk Teits skipuðu liðið þeir Tor-
björn Gehrke og Orjan Andersson
frá Svíþjóð, Haakon Austeríjord frá
Noregi og Pekka Markkanen frá
Finnlandi.
Jón Kr. átti lang-
flestar stoðsendingar
Jón Kr. Gíslason fékk sérstök verö-
laun fyrir að eiga flestar stoðsending-
ar á mótinu eða sendingar sem leiddu
til þess aö karfa var 'skoruð. Hann
átti 35 slíkar og var langhæstur.
Næstur var Svíinn Peter Hellström
meö 25 stoðsendingar. Tómas Holton
var þriðji með 18.
Austerfjord bestur
Fern önnur einstaklingsverðlaun
voru afhent í lokahófi mótsins. Kari
Pekka Klinga frá Finnlandi var víta-
kóngur mótsins, hitti úr 16 vítaskot-
um af 17 sem er frábær nýting. Pekka
Markkanen frá Finnlandi tók flest
fráköst, 37 talsins, og Haakon Aust-
erfjord frá Noregi var stigahæstur,
skoraði 94 stig. Austerfjord var jafn-
framt útnefndur besti leikmaöur
mótsins.
• Verðlaunahafarnir og þeir sem komust í Nike-liðið. Aftari röð fró vinstri: k
Austerfjord, Noregi, Pekka Markkanen, Finnlandi, Torbjöm Gehrke, Svíþjóð.
Gfslason og Orjan Andersson.
Sagt að loknu Norðurlandamótinu í körfuknattleik á Suðumesjum
„Hefði aldrei látið
vítaskot í svona sti
Þriggja stiga skot
Eyvind Gronil frá Noregi skoraði
mest úr 3ja stiga skotum á mót-
inu. Hann skoraöi 13 sinnum úr
23 tilraunum, eða 39 stig samtals.
Næstur kom Henrik Norre Niel-
sen frá Danmörku sem hitti 9
sinnum í 26 tilratmum. Síðan
kom Teitur Örlygsson en hann
skoraði 8 3ja stiga körfur úr 20
tilraunum. Guðjón Skúlason var
fióröi - hann hitti 7 sinnum í 13
tilraunum fyrir utan 3ja stiga lín-
ima.
Tveir með16villur
Flestar villur á mótinu fengu
Mattias Sahlström frá Sviþjóö og
Peter Nettil frá Noregi, 16 hvor 1
4 leikjum. Guðmundur Bragason
fékk flestar viilur íslensku leik-
mannanna, 12 taisins, og var í
8.-11. sæti yfir þá sem brutu mest
af sér.
Magnús og Guðmundur
léku mest
Magnús Guðfinnsson og Guö-
mundur Bragason léku mest með
íslenska iiðinu í mótinu, í 119
mínútur hvor af 165. Teitur Ör-
lygsson iék í 110 mínútur og Jon
Kr. Gíslason í 108, Guöjón Skúia-
son í 94, Tómas Holton í 64, Axei
Nikulásson í 64, Guðni Guðnason
í 53, Valur Ingimundarson í 38,
Birgir Mikaeisson í 36 og Falur
Harðarson lék i 20 mínútur. Frið-
rikRagnarsson kom aldrei inn á.
Daninn mesti þjófurinn
Henrik Norre Nieisen frá Dan-
mörku „stal“ boltanum oftast af
andstæðingi á mótinu, 14 sinnum.
Guðmundur Bragason var bestur
í þeirri iöju af íslensku leikmönn-
unum, stal boltanum 8 sinnum
af mótherja.
Lars Bæk Jensen frá Dan-
mörku tapaði boltanum hins veg-
ar oftast allra, 15 sinnum. Jón
Kr. Gíslason var í íjórða sæti á
þeim lista, tapaði boltanum 13
sinnum.
Ægir Már Karason, DV, Suöumesjum;
„Ég hefði aldrei látið mitt lið taka
vítaskot í svona stöðu. Ef íslenska
landsliðið hefði tekið þá ákvörðun aö
halda boltanum þegar 34 sekúndur
voru eftir, sem það hefði hæglega getað
vegna þess aö það er með fljóta og
snögga leikmenn, hefði þaö farið létt
með að halda honum. Meö því að skjóta
á síðustu stundu heföu Norðmenn
fengið boltann 2-3 sekúndum fyrir
leikslok og það hefði aldrei dugað þeim
til að jafna,“ sagði Eero Saarinen, þjálf-
ari finnska landsliðsins, í samtali við
DV eftir leik íslands og Noregs á laug-
ardaginn.
„Ég vii þakka íslendingum fyrir frá-
bæra framkvæmd á mótinu. Það var í
alla staði mjög vel skipulagt og mér
fannst íslenska liðið koma mjög á óvart
með góðum leikjum. Þaö spilar
skemmtilegan körfubolta, leikmenn-
irnir eru fljótir og snöggir og skytt-
umar góðar. Þaö sem háir íslenska lið-
inu er skortur á hávöxnum leikmönn-
um,“ sagði Saarinen.
Eins og Asíuþjóð
„íslenska liðiö er mjög skemmtilegt
og gott. Þaö er undravert hve mjög
leikmennirnir leggja sig fram í hverj-
um leik og það má taka þá til fyrir-
myndar - þeir beijast um hvern ein-
asta bolta og hætta ekki fyrr en leik-
tíminn er liðinn. Þeir vom óheppnir
gegn Norömönnum, þeir heföu átt að
sigra þá, en þaö voru mikil mistök hjá
þjálfaranum að láta taka bónusvíti
þegar aðeins 34 sekúndur voru eftir.
Ef íslendingarnir hefðu tekið innkast
hefðu þeir haldið boltanum og unnið
leikinnsagði Charles Barton, þjálfari
sænska landsliðsins, við DV en hann
hefur þjálfað þaö í sex ár.
„íslenska liðið spilar eins og Asíu-
þjóð, leikmennirnir eru lágvaxnir en
snöggir og fljótir. Þegar við lékum gegn
þeim var leikurinn mjög jafn og spenn-
andi og um tíma réðum viö ekkert við
íslenska liðið en náöum aö tryggja
okkur sigur á lokamínútunum. Ef Is-
land ætlar aö ná góðum árangri í Evr-
ópu þarf liðið að fá tvo leikmenn sem
em nokkuð yfir tvo metrá á hæð,“
sagöi Charles Barton.
Hefði ekki viljað
skjóta í þessari stöðu
„Við tókum ekki leikinn gegn íslandi
nógu alvarlega, við vomm búnir að
horfa á þá spila við Svíana, en íslenska
liðið er mjög gott og skemmtilegt,"
sagi Haakon Austerfjord, Norömaður-
inn sem var kjörinn besti leikmaður
Noröurlandamótsins og varð jafn-
framt sá stigahæsti.
„Þegar íslenska liðið er komiö á skrið
er nær ómögulegt aö stöðva þaö. Skytt-
urnar eru mjög góöar og geta skoraö
nánast hvaðan sem er og mér fannst
þessi númer 9 (Guðjón Skúlason) geta
komiö inn á hvenær sem var og skoraö
þegar hann vildi. En undir lokin, þegar
34 sekúndur vora eftir, hefði ég sem
þjálfari látið íslenska liðið taka innk-
astið í stað vítaskots. Ég hefði ekki
viljað taka bónusskot sjálfur í þessari
stöðu. Þessi ákvörðun íslenska þjálfar-
ans bjargaði okkur. Möguleikarnir em
1 gegn 100 aö viö heföum náö boltanum
af íslenska liðinu á þessum 30 sekúnd-
um og við hefðum aldrei getað náö að
jafna á 2-3 sekúndum eftir þaö.
Ég vil þakka íslendingum fyrir góða
framkvæmd á mótinu, þetta var mjög
skemmtilegur tími,“ sagði Haakon
Austerfjord.
Bar of mikið traust
til leikmannanna
„Það voru 37 sekúndur eftir af leik-
tímanum þegar Jón tók vítakastið,“
sagði Lazslo Nemeth, landshðsþjálfari
íslands, við DV. Hann stóð fast á þess-
ari fullyrðingu en allir aðrir eru sam-
mála um að það hafi verið 34 sekúndur
eftir.
„Ég tók tvisvar leikhlé til að und-
irbúa okkur betur ef vítaskotið geigaði
en þetta var mér að kenna - ég bar
sennilega of mikið traust til leikmann-
anna. Það kostaði okkur bronsverð-
launin," sagði Lazslo Nemeth.
Hefði valið innkastið
„Ég hefði frekar valið innkastið og
reynt að halda boltanum út leiktímann
• Bogi Þorsteinsson frá Njarðvík, „faðir körfuboltans á íslandi", var að
loknu Norðurlandamótinu sæmdur gulikrossi KKÍ, fyrstur manna. Kolbeinn
Pálsson, formaður KKÍ, afhenti honum viðurkenninguna.
DV-mynd Ægir Már
• Framkvæmdanefnd Norðurlandamótsins stóð sig með mikilli prýði og framkvæi
mótsins var til fyrirmyndar. Nefndina skipuðu, frá vinstri, Björn Birgisson, Helgi Hó
og Stefán Bjarkason.
DV-mynd Ægir N