Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Qupperneq 42
42
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989.
Afmæli
Vilborg Sigurðardóttir
Vilborg Siguröardóttir, húsmóöir og
ljósmóöir, Miötúni, Grímsey, varð
sextug á mánudaginn.
Vilborg fæddist í Hátúni í Grímsey
og ólst þar upp. Hún lauk ljós-
mæðraprófí frá LMSÍ1950 og hefur
veriö ljósmóöir í Grímseyjarum-
dæmi frá þeim tíma. Þá hefur hún
veriö símstöðvarstjóri og veöurat-
hugunarmaöur í Grímsey frá sama
tíma.
yilborg giftist 9.4.1954 Bjama
Reykjalín, hreppstjóra, rafstöövar-
stjóra og vitaverði í Grímsey, f. 30.6.
1930. Foreldrar Bjarna: Magnús S.
Símonarson, b. og hreppstjóri í
Grímsey, og kona hans, Siggerður
Bjarnadóttir.
Börn Vilborgar og Bjarna eru Sig-
gerður Hulda, f. 16.6.1952, var gift
Stefáni Þór Jónssyni, sjómanni á
Akureyri, en þau skildu 1976 og var
dóttir þeirra Díana Mjöll, f. 17.7.
1974, d. 25.8.1987, en sambýlismaður
Siggeröar er Guömundur Júlíusson
vélstjóri; Sigurður Ingi, f. 6.4.1956,
vélstjóri í Grímsey, kvæntur Stein-
unni Stefánsdóttur og eiga þau eina
dóttur, Vilborgu, f. 19.12.1982, en
sonur hans frá því fyrir hjónaband
er Guðbjöm Þór, f. 21.5.1980; Krist-
jana Bára, f. 4.10.1957, gift Héðni
Jónssyni, sjómanni ogeru börn
þeirra Bjarni Hrannar, f. 23.1.1976,
Vilberg Ingi, f. 26.3.1979, og Margrét
Rún, f. 18.2.1981; Magnús Þór, f.
29.11.1963, starfar á verkstæöi bróð-
ur síns í Grímsey, en fyrrv. sambýl-
iskona hans var Asgerður Arnar-
dóttir og eiga þau einn son, Örn
Inga, f. 8.12.1986, og Bryndís Anna,
f. 20.1.1969, starfar á Akureyri.
Bræöur Vilborgar eru Þorlákur,
f. 5.1.1932, oddviti í Garði í Gríms-
ey, kvæntur Huldu Reykjalín Vík-
ingsdóttur, og Þorkell Árni, f. 22.8.
1934, húsasmíðameistari á Húsavík,
kvæntur Bryndísi Alfreðsdóttur.
Foreldrar Vilborgar: Sigurður
Kristinsson, b. og sjómaður í Hátúni
í Grímsey, f. 9.8.1894, d. 10.11.1937,
og kona hans, Kristjana Jóna, f. 9.1.
1900, húsmóðir, en er nú elst núlif-
andi Grímseyinga og dvelur á Dval-
arheimilinu Skjaldarvík.
Sigurður var sonur Kristins, pósts
á Tjörnesi, Tómassonar, og konu
hans, Indíönu Þorláksdóttur. Föð-
ursystir Vilborgar var Kristín, móð-
ir Sigurðar Benediktssonar hst-
munasala.
Kristjana var dóttir Þorkels, b. á
Sjálandi í Grímsey, Ámasonar, b.,
hreppstjóra, ættfræðings og skálds
í Neðri-Sandvík í Grímsey, Þorkels-
sonar, b. á Núpum í Aðaldal, Þórð-
arsonar, b. á Núpum, Þorkelssonar,
b. á Melum í Svarfaðardal, Þórðar-
sonar, bróður Ingibjargar, ömmu
Þórðar Pálssonar, ættfoður Kjarna-
ættarinnar, foður Páls, afa Friðriks
Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga.
Dóttir Þórðar var Þorbjörg, lang-
amma Vilhjálms Hjálmarssonar,
fyrrv. menntamálaráðherra. Önnur
dóttir Þórðar var Björg, langamma
Rögnvaldar Sigurjónssonar píanó-
leikara. Þriðja dóttir Þórðar var
Kristbjörg, langamma Ragnars
Halldórssonar, stjómarformanns
Vilborg Sigurðardóttir.
ísals.
Móðir Kristjönu var Hólmfríður
Guðmundsdóttir. Móðir Þorkels var
Kristjana ljósmóðir Guðmundsdótt-
ir, b. á Naustum á Höfðaströnd, Ei-
ríkssonar, og konu hans, Hildar
Nikulásdóttur, b. á Þönglaskála í
Hofsóshreppi, Jónssonar.
Óskar A. Guðjónsson
Óskar Aðalsteinn Guðjónsson rit-
höfundur, Reykjanesi, Hafnahreppi,
Gullbringusýslu, varð sjötugur í
gær. Óskar Áðalsteinn er fæddur á
Isafirði og var í gagnfræðanámi á
ísafirði í einn vetur. Hann var í ís-
lenskunámi i þijá vetur hjá Haraldi
Leóssyni, kennara og bókaverði, á
ísafirði og var bókavörður við Bóka-
safn ísafjarðar 1941-1946. Óskar var
vitavörður á Hornbjargsvita í N-
ísafjarðarsýslu 1947-1949 og var rit-
höfundur og blaðamaður á Isafirði
1949-1950. Hann var vitavörður á
Galtarvita í V-ísafiaröarsýslu 1953-
1977 og hafði á hendi veðurathugan-
ir fyrir Veðurstofu íslands og rak
smábúskap. Óskar var formaður
KFUM á ísafirði 1934-1936 og í stjórn
Leikfélags ísafiarðar 1950-1953. Rit
Óskars eru Gísla saga Brimness
(endurminningar Gísla Gíslasonar),
1951, Úr dagbók vitavarðarins,
þáttasafn, 1968, ljóð: Vökuljóð fyrir
alla, 1976, skáldsögur: Ljósið í kot-
inu, 1939, Grjót og gróður, 1941,
Húsið í hvamminum, 1944, Þeir
brennandi brunnar, 1947, Högni
vitasveinn(unglingasaga), 1950,
Hlauparinn frá Malareyri, 1952,
Vormenn íslands (unglingasaga),
1956, Ennþá gerast ævintýri (bama-
saga), 1957, Kosningatöfrar, 1958,
Vonglaðir veiðimenn, 1963, Lífsorr-
ustan, 1964, Beyskar ástir, 1965, Epl-
in í Eden, 1969, Dísir drauma minna,
1971, í röstinni, 1978 og Fyrirburðir
áskálmöld, 1982.
Óskar kvæntist 1943 fyrri konu
sinni, Sigfríði Maríu Guðbjartsdótt-
ur, f. 6. febrúar 1920, þau skildu.
Faðir Sigfríðar er Guðbjartur Sig-
urðsson, sjómaður í Bolungarvik.
Dætur Óskars og Sigfríðar em Sig-
ríður Ósk, f. 23. október 1940, gift
Hermanni Sigfússyni, sjómanni í
Rvík, og Halldóra Björt, f. 21. sept-
ember 1943, gift Guðmundi Jóns-
syni, rafvirkja í Rvík. Óskar kvænt-
ist 10. ágúst 1950 seinni konu sinni,
Valgerði Hönnu Jóhannsdóttur, f.
29. janúar 1922, vitaverði á Reykja-
nesvita. Foreldrar Valgerðar eru
Jóhann Bjarni Loftsson, útvegsb. á
Eyrarbakka, og kona hans, Jónína
Hannesdóttir. Synir Óskars og Val-
gerðar eru Flosi, f. 30. desember
1946, vélstjóri í Rvík, Gylfi, f. 5. júní
1948, myndlistarmaöur í Rvík, sam-
býliskona hans er Sigríður Konr-
áðsdóttir, og Bragi, f. 11. janúar 1951,
blaðamaöur á Morgunblaðinu.
Systkini Óskars eru Sigurður
Tryggvi, múrari á ísafirði, Valgeir,
múrari á ísafirði, kvæntur Sigríði
Sveinsdóttur, Kjartan, matsveinn í
Rvík, kvæntur Bergþóru Skarphéð-
insdóttur, Einar, fisksali í Rvík,
kvæntur Margréti Gunnlaugsdótt-
ur, Þorlákur, matsveinn á ísafirði,
kvæntur Ágústu Ebenharðsdóttur,
Sigríður Ósk, lést ung, og Ásgeir,
sjómaðuráísafirði.
Foreldrar Óskars voru Guðjón
Sigurðsson, fæddur á Skagaströnd,
vélgæslumaður á ísafirði, og kona
hans, Guðmundína Jónsdóttir, fædd
í Miðhúsum í Gufudalssveit.
Kristján
Kristján Jónsson, Laugarnesvegi
85, Reykjavík, meistari í bifreiða-
yfirbyggingum, er níræður í dag.
Kristján er fæddur á Kirkjubóli í
Valþjófsdal í Önundarfirði og ólst
þar upp. Hann vann við bílayfir-
byggingar í Danmörku 1921-1925 og
hefur unnið við trésmíðar og bíla-
yfirbyggingar á íslandi frá 1925.
Kristján kvæntist 1954 Halldóru
Jónsson
Þórðardóttur, f. 23. október 1892, d.
1983. Systkini Kristján era Daníel
Benediktsson, b. á Kirkjubóli, Vil-
berg Jónsson, Flateyri, Guðrún
Jónsdóttir, Hafnarfirði (öll látin), og
Guðmunda Jónsdóttir á Þingeyri.
Foreldrar Kristjáns voru Jón Guð-
mundsson, b. og smiður á Kirkju-
bóli í Valþjófsdal, og kona hans,
Marsibil Guðbjörg Kristjánsdóttir.
Axel Magnússon
Axel Magnússon, Tryggvagötu 26,
Selfossi, er sextugur í dag. Axel er
fæddur í Rvík og lauk námi í pípu-
lögnum í Iönskólanum í Rvík 1955.
Hann var pípulagningamaður á Sel-
fossi 1955-1965 og sjáifstæður at-
vinnurekandi 1965-1984. Axel hefur
verið pípulagningameistari hjá
Kaupfélagi Amesinga frá 1984.
Hann var einn af stofnendum Leik-
félags Selfoss 1958, hefur verið for-
maður þess og leikið með því flest
árin. Axel hefur leikið meira en tutt-
ugu og þijú hlutverk og er síðasta
hlutverk hans í Mávnum eftir
Tsékov í október 1988. Hann hefur
sungið með Karlakór Selfoss frá
1972. Axel kvæntist 26. febrúar 1955
Sigríöi Einarsdóttur, f. 10. maí 1931.
Foreldrar Sigríöar eru Einar Sig-
urðsson, b. í Helli í Ölfusi, og kona
hans, Pálína Benediktsdóttur. Son-
ur Axels er Sigurður Axel, f. 1949,
verkamður í Trelleborg í Svíþjóð,
kvæntur Kobrúnu Sandholt Jóns-
dóttur. Sonur Axels og Sigríðar er
Benedikt Þór, f. 23. október 1965,
nemi í Trelleborg, kvæntur Aðal-
björgu Runólfsdóttur. Systir Axels
er Sigurþóra, f. 1931, hjúkrunar-
fræðingur í Hafnarfirði, var gift
Pálma Magnússyni, útgeröarmanni
á Patreksfirði, sem er látinn. Bróðir
Axels er Guðni Ásgrímsson, f. 1918,
bifreiðarstjóri í Rvík, kvæntur
Huldu Ólafsdóttur.
Foreldrar Axels vom Magnús
Bjamason frá Skógum í Kolbeins-
staðahreppi, verkamaður í Rvík, og
kona hans, Þórey Brandsdóttir, b. í
Amarstaðakoti í Hraungerðis-
hreppi, Þorvaldssonar, af Víkings-
lækjarættinni.
95 ára
Pétur Finnbogasqn,
Tangagötu 19 A, ísafirði.
85 ára
Þórarinn Guðmundsson,
írabakka 22, Reykjavík.
Bragi Ásbjörnsson,
Hjallabrekku 4, Kopavogi.
Vigdís Birgisdóttir,
Hnjúkaseli 2, Reykjavík.
Ari Sigurjónsson,
Melagötu 3, Neskaupstað.
Pétur Þórðarson,
Hveramörk 17, Hveragerði.
Guðlaug H. Guðbjörnsdóttir,
Stóragerði 5, Mosfellsbæ.
Ellen Sigrið Emilsdóttir,
Brúnalandi 38, Reykjavík.
80 ára 50 ára
Halldór Þorsteinsson,
Norðurbrún 1, Reykjavík.
60 ára
Einar Sigurðsson,
Hvassaleiti 22, Reykjavik.
Hafliði Hjartarson,
Asparlundi 7, Garðabæ.
Ásbjörg Albertsdóttir,
Mjölnisholti 4, Reykjavík.
Kristin Guðmunda Halldórsdóttir,
Hátúni 19, Reykjavík.
Sigurður Bjamason,
Njálsgötu 98, Reykjavík.
40 ára
Bjarni G. Bjarnason,
Njálsgötu 98, Reykjavík.
íris Lilja Sigurðardóttir,
Miðvangi 129, Hafnarfirði.
Björgvin Ásbjörn Bjarnason,
Frostaskjóli 15, Reykjavik.
Gyða Maja Guðjónsdóttir,
Hrauntungu 67, Kópavogi.
Þorvaldur S. Hermannsson,
Faxastíg 3, Vestmannaeyjum.
Steinunn S. Káradóttir,
Stífiu, Vestur-Landeyjum, Rangár-
vallasýslu.
Ágústína Jónsdóttir,
Svarfaðarbraut 15, Dalvík.
Margrét Lárasdóttir,
Brimhólabraut 22A, Vestmanna-
eyjum.
Sigurður Bjarai Gislason,
Vegamótum, Búlandshreppi, Suð-
ur-Múlasýslu.
Andlát
Ólafur Þorgrímsson
Ólafur Þorsteinn Þorgrímsson,
hrl. og tónskáld, lést miðvikudags-
morguninn 26. aprí sl. Hann veröur
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 3. maí
klukkan 15. Ólafur fæddist í
Reykjavík og ólst upp í Laugar-
nesi. Hann lauk stúdentsprófi frá
MR1923, embættisprófi í lögfræði
frá HÍ1928 og varð hæstaréttarlög-
maður 1940. Ólafur stofnaði mál-
flutningsskrifstofu 1928 ásamt G.A.
Sveinssyni og starfrækti Ólafur
skrifstofuna til dauðadags, síðustu
árin með syni sínum, Kjartani
Reyni. Á siðasta ári voru því liðin
sextíu ár frá því málflutningsskrif-
stofa Ólafs var stofnuð. Hann var
einn af stofnendum Strætisvagna
Reykjavíkur 1931 og formaður þar
frá stofnun til 1938 en fram-
kvæmdastjóri 1934-1938. Hann var
einn af stofnendum Tónlistarfé-
lagsins og hefur setið í stjórn þess
frá upphafi og sem formaður síð-
ustu árin. Hann hefur setið í skóla-
nefnd og síöar skólaráði Tónlistar-
skólans og hann var einn af stofn-
endum Sambands íslenskra karla-
kóra 1929.
Ólafur var m.a. í stjórn Austur-
bæjarbíós, Austurvers hf., Edda-
film, Sambands smásöluverslana
og síðar Kaupmannasamtaka ís-
lands. Hann var heiðursfélagi
Lúðrasveitar Reykjavíkur og
Hreyfils. í tilefni af áttatíu og fimm
ára afmæh Ólafs kom út nótnahefti
með lögum hans.
Kona Ólafs var Ásdís Ingiríöur,
f. 27. nóvember 1909, sem lést 1987,
Pétursdóttir, sjómanns í Reykja-
vík, Sigurðssonar og konu hans,
Guðrúnar Gróu Jónsdóttur.
Börn Ólafs og Ásdísar eru: Erna
Guðrún, giftist Einari Inga Jóns-
syni prentsmiðjueiganda sem lést
1987, og Kjartan Reynir hrl., giftur
Kristínu Önnu Sigurðardóttur.
Systkini Ólafs voru Kristján, fram-
Ólafur Þorsteinn Þorgrímsson.
kvæmdastjóri Austurbæjarbíós;
Pétur, forstjóri SVR; Ragnar, fyrrv.
starfsmaður SVR; Guðrún Sigríð-
ur, húsmóðir í Reykjavík; Þorbjörg,
húsmóðir í Reykjavík, og Gestur
myndlistamaður.
Foreldrar Ólafs voru Þorgrímur
Jónsson, söðlasmiður og veggfóðr-
ari og síðar b. í Laugarnesi, og kona
hans, Ingibjörg Þóra Kristjánsdótt-
ir. Þorgrímur var sonur Jóns, b. í
Skipholti í Hrunamannahreppi,
Ingimundarsonar. Móðir Jóns var
Guðfinna Halldórsdóttir, b. í Jötu,
Jónssonar, ættföður Jötuættarinn-
ar. Móðir Þorgríms var Þorbjörg
Jónsdóttir, b. í Skipholti, Gríms-
sonar, stúdents í Skipholti, Jóns-
sonar, b. og hreppstjóra í Skip-
holti, Jónssonar, bróður Fjalla-
Eyvindar.
Ingibjörg var dóttir Kristjáns,
sjómanns í Rvík, Þorsteinssonar
Kúld, kaupmanns í Rvík, Jónsson-
ar, prófasts á Auðkúlu, Jónssonar,
biskups á Hólum, Teitssonar. Móð-
ir Jóns á Auðkúlu var Margrét
Finnsdóttir, biskups í Skálholti,
Jónssonar. Móðir Kristjáns var
Vigdís Steindórsdóttir Waage,
skipstjóra í Hafnarfirði. Móðir
Steindórs var Rannveig Filippus-
dóttir, síðar kona Bjarna Síverts-
ens riddara. Móðir Vigdísar var
Anna Kristjánsdóttir Welding,
verslunarmanns í Hafnarfirði, ætt-
foður Welding-ættarinnar.
Móðir Ingibjargar var Guðrún
Vigfúsdóttir Thorarensen, sýslu-
manns á Borðeyri, Sigurðssonar
Thorarensen, prests í Hraungerði,
Gíslasonar, prófasts í Odda, Þórar-
inssonar, sýslumanns á Grund í
Eyjafirði, Jónssonar, ættföður
Thorarensen-ættarinnar. Móöir
Gísla var Sigríður Stefánsdóttir,
systir Ólafs stiftamtmanns í Viðey,
ættföður Stephensen-ættarinnar.
Móðir Sigurðar var Jórunn Sigurð-
ardóttir, alþingisskrifara á Hlíðar-
enda í Fljótshlíð, Sigurðarsonar og
konu hans, Helgu Brynjólfsdóttur
Thorlacius, sýslumanns á Hlíðar-
enda, Þórðarsonar, biskups í Skál-
holti, Þorlákssonar, biskups á Hól-
um, Skúlasonar, ættföður Thorla-
ciusættarinnar. Móðir Vigfúsar
var Guðrún Vigfúsdóttir, sýslu-
manns á Hlíðarenda, Þórarinsson-
ar, bróður Gísla í Odda. Móðir
Guörúnar var Steinunn Bjarna-
dóttir landlæknis Pálssonar og
konu hans, Rannveigar Skúladótt-
ur landfógeta Magnússonar. Móðir
Guðrúnar Vigfúsdóttur Thorar-
ensen á Borðeyri var Ragnheiður
Pálsdóttir Melsteð, amtmanns í
Stykkishólmi, ættföður Melsteð-
ættarinnar, og konu hans Önnu
Stefánsdóttur, amtmanns á Möðru-
völlum, Þórarinssonar, bróður
Gísla í Odda. Móðir Önnu var
Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving,
sýslumanns á Víðivöllum, Hans-
sonar Scheving klausturhaldara á
Möðruvöllum, Lárussonar Schev-
ing, sýslumanns á Möðruvöllum,
ættföður Scheving-ættarinnar.
Móðir Ragnheiðar var Anna Stef-
ánsdóttir, systir Sigríðar á Grund.