Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 6
6 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. Fréttir Sandkom dv Jón R. Steindórsson flugstjóri: Hún er eins og sportbfll með öllu Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; „Þetta var alveg rosalega gaman. Hún er eins 'og sportbíll meö öllu,“ sagði Jón R. Steindórsson, flugstjóri Aldísar, hinnar nýju Boeing 737-400 þotu Flugleiða, en hún kom til lands- ins í fyrsta sinn á laugardagsmorgun. „Þetta gekk allt mjög vel. Við þurft- um aö taka eldsneyti í Montreal en veður hefði mátt vera betra í Reykja- vík. Ætlunin var að taka einn hring og leyfa borgarbúum að sjá vélina en veðursins vegna var það ekki hægt,“ sagði Jón. Aðstoðarmaður hans í fyrsta fluginu var Árni Sig- urðsson. Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, gaf þotunni nafnið Aldís með því að ausa hana vatni úr fljótum allra landsfjórðunganna þegar þot- unni var fagnað við hátíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir sem fluttu ávörp og óskuðu Flugleiðum til hamingju voru Stein- grímur J. Sigfússon samgönguráð- herra, Pétur Einarsson flugmála- stjóri, Þorgils Óttar Mathiesen, fyrir- liði landsliðsins í handknattleik, og Borge Boeskov, aðstoðarsölustjóri Boeing verksmiðjanna. Athygli vakti að hann talaði íslensku. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Sig- urður Helgason stjórnarformaður fluttu einnig ávörp. Aldís er fyrsta vélin af fimm sem Flugleiðir hafa fest kaup á. Að lokn- um ávörpum var gestum boðið að þiggja veitingar og skoða vélina. Sumarvinna á KeflavíkurfLugveUi: Ráðningar svipaðar og undanfarin ár „Ætli við ráðum ekki um 100 manns i sumarafleysingar. Það örlar á aðeins meiri eftirspum eftir vinnu nú en verið hefur undanfarin ár en það er fullsnemmt að svara nokkru endanlegu um það,“ sagði Baldur Guðjónsson hjá ráöningarþjónustu varnarliösins í samtali viö DV. Heyrst höfðu raddir um að mun meiri ásókn væri í sumarvinnu á Keflavíkurvelli í ár en í fyrra, þegar vantaði í einhver störf, og að Skand- inavar væm meðal umsækjenda. „Það eru engir Skandinavar á skrá hjá okkur ennþá. Ástæðan fyrir því aö vantaði í störf hjá okkur í fyrra er sú að vamarliðið baö seint um fólk í sum störf, þar á meðal í ágúst. Var þá um tveggja mánaða störf að ræða sem fólk vildi ekki ráða sig í. Vanalega ráðum við 90-120 manns í sumarvinnu en þörfm fyrir vinnuafl er ekki alveg jöfn allan sumartím- ann.“ Hjá íslenskum aðalverktökum var DV tjáð að hvert sumar væri ráðið töluvert af sumarfólki. Fengju flestir vinnu sem sæktu stíft eftir því en aldurstakmark væri 17 ár. Vinnu- framboö er háð verkefnum en þau byrjuðu í seinna lagi í fyrra. Þá var ráðið í á annað hundrað sumaraf- leysingastöður. -hlh Jón R. Steindórsson yfirflugstjóri sýnir forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, flugstjórnarklefa hinnar nýju þotu Flugleiða. DV-mynd Ægir Már Sverrir Hermannsson bankastjóri: Ríkisendurskoðun nær ekki yfir Landsbankann „Eg átta mig ekki á þessari ósk fyrrum félaga minna í Sjálfstæðis- flokknum um sérstaka skýrslu Ríkisendurskoðunar um trygging- ar Landsbanka íslands vegna skulda Sambands íslenskra sam- vinnufélaga við bankamr. Bankinn heyrir ekki undir Ríkisendurskoð- un þótt hann sé í ríkiseign. Hann hefur sína kjörnu endurskoðendur og til er sérstakt bankaeftirlit sem fylgist með bönkunum," segir Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, um ósk Guðmund- ar H. Garðarssonar og átta annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksinns um sérstaka skýrslu Ríkisendur- skoðunar um tryggingar bankans vegna skulda SÍS við hann. Að sögn Sverris er Landsbankinn í viðamiklum viöræðum við Sam- band íslenskra samvinnufélaga um stöðu fyrirtækisins og skulda j>ess viö bankann. Sverrir er fulltrúi bankans í þessum viðræðum. -JGH Árla á laugardagsmorgun komu nokkrir lögregluþjónar að læknum í Naut- hólsvík og báðu viðstadda um að fara til síns heima. Eitthvað mun mönnum hafa vegnað misvel i samskiptum sínum við Bakkus. Ástandið var misjafnt - sumir enn sprellfjörugir en aðrir i fastasvefni. Kópavogur: Skemmdir unnar á bílum Um helgina voru unnar skemmd- ir á tíu bílum í Kópavogi; rúður voru brotnar og loftnetsstengur beygðar eöa brotnar. Aðfaranótt laugardags voru sjö bílar skemmd- ir í vesturbænum en ekki náöust þeir sem þar voru aö verki. Aö- faranótt sunnudags voru þrír bílar skemmdir og náðust skemmdar- vargamir. Að verki voru ungir menn nokkuð vel ölvaðir og fengu þeir að sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar. Ekki liggur ljóst fyr- ir hvort þeir handteknu eiga líka sök á skemmdunum sem unnar voruaöfaranóttlaugardags. -JJ Fiski ekið frá Suður- nesjum til Eyjafjarðar Að undanförnu hefur á annað þús- und tonnum af slægðum og ísuðum fiski verið ekið á Eyjafjarðarsvæðið frá Suðurnesjum. Veiði hefur verið fremur lítil á Norðurlandi. Aðilar þar hafa keypt fiskinn til skreiðarfram- leiðslu og hefur hann m.a. farið til Grenivíkur, Svalbarðseyrar, Ár- skógssands og Dalvíkur. Ætlunin er að hann fari í skreið til Ítalíu. Guðmundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Hóps í Grindavík, seg- ir að ítalir vilji frekar fá skreið sem kemur frá Norðurlandi. „Fiskurinn er veiddur í djúpkönt- unum og hentar prýðilega í skreið. Við teljum okkur ekki hafa minna upp úr því aö slægja hann og hausa og selja hann norður í körum en að vinna hann í salt,“ segir Guömund- ur. ÓTT Norræna nemakeppnin 1989: íslenskir þjóna- nemar sigruðu Tveir íslenskir þjónanemar, Níels Hafsteinsson og Svava Björk Jóns- dóttir, báru sigur úr býtum í fram- reiðslu hluta norrænnar keppni fyrir framreiðslu- og matreiðslunema sem haldin var í Sandviken í Svíþjóö dag- ana 21.-23. apríl. íslensku keppend- umir í matreiðslu, Jón Daníel Jóns- son og Hafsteinn Sigurðsson, urðu í fjórða sæti. Að sögn Níelsar stóð keppnin í þrjá daga og samanstóð bæði af verkleg- um og skriflegum verkefnum. ís- lensku keppendurnir voru valdir eft- ir forkeppni sem haldin var í lok jan- úar. Þau Níels og Svava Björk hlutu að launum farandbikar, eignarbikar sem og önnur verðlaun. Árið 1991 verður norræna nema- keppnin haldin á íslandi. Ekkert kaupfé- lagsfundan/eður Þaðhefur veriðhaftáorði að þegar aðal- fundurKaup- félagsEyfinl- ingaséhaldinn ár hvert bresti : áhiðversta veðurogdaani; eruþessaö fundurinn hafi verið haldinn í kulda og jafnvel snjóhraglanda í lok maí. Fundurinn íár var haldinnsl. föstudag og brá þá svo við að veður- guðimir skörtuðu sínu fegursta, sól skein í heiði og því var sólbráð mik- il. Þetta á ekki aö koma á óvart þ ví veöurglöggir menn hafa spáð snjó- léttu sumri á Norðurlandi í ár eftir fádæmaharðan vetui'. En þótt bjart liafi verið yfir veðurguðunum þenn- an dag var víst ekki jafnbjart yfir reikningum KEA að þessu sinni og oftast áður því þeir sýndu tap á rekstri félagsins sem var yfir 200 milljónir króna á síðasta ári. Beta og móttökutækið Þeirerulíf- seigirHafnar- ijarðarbrand- amirogsífellt finnast tleiri og fleiri brímdar- arsemekkiem bemlínissamd- ir um I hifnfirð- ingaheldur heimfærðir uppáþáefúr kúnstarinnar reglum. Víkurblaðið eina og sanna á Húsa vík sagði frá þ ví á dögunum að Hafnfirðingur einn hefði verið spurður að þvi hvað væri 10 sentímetra fyrir neðan mittismál ElisabetarBretadrottningar. Þetta vafðist ekki fyrir Hafhfirðingnum frekar en annað sem þeir þurfa við að glíma, blessaöir, og svarið kom strax: „Philips móttökutæki"! Æ, æ, æ..! Þeiremlíf- seigirmjög sumirþessara: Hafnarijarðar- brandara. Mörgum finnst þaðhinsvegar skemmadáhtið fyrirvarðandi þá hversu létt Hafnfirðing- arnirsjálfir taka þeim og segja þá jafnvel sjálfir. Sumir taka hins vegar þessa Hafnar- fjarðarbrandara og heimfæra þá upp á íbúa annarra sveitarfélaga og hefur dálítið borið á þvi á Akureyri að þar segi raenn þessa brandara um Hús- víkinga í stað Hafnfirðinga. Einn slík- anraká fjörar okkar i síðustu viku og hljóðaöi þannig: Veistu hvað kom fyrir Húsvíkinginn sem var að fikta í naflanum á sér með skrúfjámi? - Nei, hvað gerðist? - Þaö duttu af hon- um báðar rasskinnarnar! Starramirtveir Starri í Garði í Mývatnssveit erlöngulands- kutmurmaöur, ennúerannar Starri kominn ákreikíÞing- . e.vjarsýslunni oglæturmikið aðsérkveða.Sá erreyndar Hjartarsonog berst fyrir því að varaflugvöllur fyrir millilandaflug verði byggður í Aöal- dai en það mun eldri Starranum mjög á móti skapi. Eldri Starrinn kvartaði undan því í Vikurblaðinu að ungi Starrinn, sem hefur ferðast um sveit- ir með undirskriftalista flugvellinum til stuðnings, hefði ekki hcimsótt sig. , ,Hann kom að vísu hér heim í hlað, akandi og skimaði í kringum sig en líklega hefur hann þekkt okkur feðga sem voram úti við og þá áttaö sig á því hverthann var kominn,“ segir eldi Starri. Ungi Starrinn scgisthins vegar hafa bankað upp á hjá þeim eldri en hann hafi ekki verið við og ber þarna mikið á milli eins og gjarn- an hefur verið haft á orði síðustu vik- urnar. Umsjón: Gylti Kristjánsson -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.