Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 14
14 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. Frjálst, óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Halli hjá ríki Nú stefnir í mikinn halla hjá ríkissjóði á þessu ári. Efndir núverandi ríkisstjórnar ætla að verða sízt betri en fyrri stjórna. Ekki skorti síðastliðið haust, að ráð- herrar stigju á stokk og strengdu þess heit, að ríkissjóð- ur yrði rekinn án halla. Fjármálaráðherra var þar fremstur í flokki. Réttilega var hallalaus ríkisrekstur þá tahnn meðal þess mikilvægasta, sem gera þyrfti. í krafti þess voru skattar svo hækkaðir gífurlega. Fyllt skyldi í gat ríkisfjármála með aukinni skattpíningu. Illu heUh bar stjórnin ekki gæfu tU að mæta vandanum með niðurskurði ríkisútgjalda, svo að heitið gæti. Lands- menn öxluðu skattaklyflarnar. En nú er aðeins kominn maímánuður, og landslýður sér, að enn einu sinni stefnir í, að ríkissjóður verði rekinn með miklum haUa. Rætt er um, að ríkishaUinn kunni að verða yfir þrír miUjarðar króna. Þetta kemur í stað nokkurs afgangs hjá ríkinu, sem ætlunin var, að yrði, við samþykkt fíár- laga fyrir þetta ár. Ef að líkum lætur, verður ríkishaU- inn miklu meiri. Það er sú bitra reynsla, sem við höfum haft hin síðustu ár. Halh hjá ríkissjóði veldur aukinni verðbólgu og skuldasöfnun ríkis. AUir vita, hvað því veldur, að nú stefnir í haUa. Verðbólgan hefur orðið miklu meiri en ráðherrar létu í veðri vaka. Við slíku mátti búast, þegar verðstöðvun lauk. Þrýstingurinn var of mikUl. Vandinn safnaðist upp. Þótt samdráttur hafi orðið á flestum svið- um, verður enn mikh verðbólga. Við erum því lent í því fyrirbæri, sem vel þekkt er í seinni tíð, að verðbólga verður ásamt samdrætti. Margir hafa sagt, að verð- bólgan hafi verið okkar mesti bölvaldur. Það heldur áfram. Ríkisstjórnin glataði tækifærinu til að koma raunverulegri verðbólgu niður, eftir að verðstöðvun lauk. Ekki var ráðizt gegn verðbólguvöldunum, og einn þeirra er halli á ríkisrekstri. Það er rétt, sem borgara- flokksmenn segja, að svo miklu leýti sem sá flokkur er tU, að núverandi stjóm fór mjög Ula að ráði sínu. Varla getur þeim borgaraflokksmönnum, sem studdu ríkis- stjórnina tU skattahækkana, fundizt annað en þeir hafi verið tældir. Ríkisstjórnin er að svíkja þau loforð, sem hún helzt gaf. Hörmulegt er, að enn verði mikill haUi á ríkisrekstr- inum. Þetta gerist í kjölfar margra ára af shkum, þar sem ýmsir stjórnmálaflokkkar hafa komið við sögu. í fjármálaráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar var mestaht árið látið hta svo út sem ríkishallinn yrði ht- Ul. Lengi var hann sagður verða enginn. En undir árs- lok reyndist hallinn skipta mörgum miUjörðum. Núver- andi fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, virðist ætla að lenda í sama feni. Hann byijaði með loforðum um afgang á íjárlögum. En ekki hafa hðið margir mán- uðir, áður en dæmið hefur snúizt við. Nú bíðum við þess einungis, hvort svar ríkisstjórnar verða meiri skattar, ef þessi stjórn situr eitthvað að ráði lengur. Halh á ríkisrekstri nú fylgir einnig í kjölfar þess, sem var í góðæri síðustu ára, að mikiU haUi varð í rekstri ríkisins. Þá var einmitt hið gullna tækifæri tU að snúa vörn í sókn og láta afgang verða í ríkisrekstri. Slíkt heföi gerzt, hefðu þáverandi stjórnarhðar getað orðið sammála um réttmætan niðurskurð ríkisútgjalda. Þaö sem nú gerist er hörmulegt. Og það er framhald margra ára svikinna fyrirheita - ára þegar ríkisrekstur- inn var rangur. Það bætir ekki úr skák fyrir núverandi stjórn. Haukur Helgason Þegar miklu er stolið Hjá lögreglunni í Reykjavík og Sakadómi Reykjavikur er jafnan fjallað um mál þeirra sem stolið hafa tug eða tugum þúsunda. Þetta fólk fær sína refsingu og verður að taka hana út. Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Jón Helgason, fyrrverandi land- búnaöarráðherra, hafi misfarið með vald sitt í ráðherratíð sinxú. Ríkisendurskoðun telur skv. frétt- um fjölmiðla að þetta kosti einn milljarð eða eitt þúsund milljónir. Þessa peninga tók Jón Helgason til aö kaupa sér atkvæði. Nú veröur athyglisvert að fylgjast með því hvort Alþingi lætur það óátahð að ráðherra hagi sér með þessum hætti. Það verður einkar spenn- andi að fylgjast með því hvort ann- að á yfir ráðherra að ganga sem taka milljarða, eða ungmenni sem valda tjóni í ölæði eða hnupla smá- ræði. Sú meginregla íslenskra laga að hvem mann skuh telja sak- lausan þangað til sekt hans er sönnuð er mér fuhljós en séualvar- legar ávirðingar bornar á menn, studdar þeim rökum sem eftirhts- aðih eins og Ríkisendurskoðun ber fram, er full ástæða til að kanna þau mál til hlítar og hverjir era hæfari til þess en dómstólar? Landsdómur í íslenskum lögum eru ákvæði um sérstakan dómstól sem ber heitið Landsdómur. Stjómarskráin kveður á um það að Alþingi geti kært ráðherra fyrir embættisrekst- ur þeirra og skuli Landsdómur dæma þau mál. Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Jón Helga- son hafi í embættistíð sinni sem ráðherra úthlutaö fullvirðisrétti umfram heimildir. Þannig segir Ríkisendurskoöun að reglugerðar- breytingar nr. 157 og 445 árið 1987 eigi sér ekki lagastoð, en þær hafi valdið því að úthlutað hafi verið fullvirðisrétti til framleiðenda sem ekki rúmist innan þeirra verð- ábyrgða sem búvörulög frá árinu 1985 geri ráð fyrir að ríkissjóður taki á sig. Þessi niðurstaða Ríkisendur- skoðunar bendir ótvírætt til þess aö Jón Helgason hafi framið mjög alvarleg embættisafglöp í ráð- herratíð sinni. Embættisafglöp sem kosti a.m.k. einn mihjarð, hver svo sem kemur th með að bera kostnað- inn. í mínum huga er ekki vafamál hver það verður sem þarf að gjalda fyrir embættisafglöp ráöherrans. Það verða skattgreiöendur og neyt- endur að gera í einu eða öðru formi. Þannig hggur fyrir að Ríkisend- urskoðun sakar nefndan Jón Helgason um alvarleg embættisaf- glöp, m.a. að fara á svig við lög sem hann sjálfur setti og ætti því að gjörþekkja. Finnst mönnum eðh- legt að Alþingi horfi framhjá þessu eins og ekkert hafi í skorist, á með- an refsivöndurinn er haföur uppi gegn þegnum þjóðfélagsins að við- lögöum æru- eða eignamissi fyrir jafnalvarlega hluti sem stöðu- mælabrot og hnupl. Aðhaldsleysi Það má þakka Alþingi margt en eitt er það sem ekki er hægt að KjaHaiiim Jón Magnússon lögmaöur Mér hefur stundum virst sem al- þingismenn almennt geri sér ekki alveg ljósa grein fyrir stjómskipu- legu hlutverki sínu. Þannig er það ekki hlutverk Alþingis aö þjónusta undir þá ríkisstjóm sem situr hverju sinni. Þaö er ekki hlutverk Alþingis að vera færibandaaf- greiðslustofnun ráðherra og starfs- manna ráðuneyta. Þannig hefði Alþingi átt að snúa heldur betur upp á sig þegar Jó- hanna Sigurðardóttir sagðist mundu segja af sér ef hún fengi ekki frumvarp samþykkt á Al- þingi. Alþingi kemur nefnilega ekkert við hvort ráðherra segir af sér eða ekki, þaö verður ráðherr- ann að gera upp við eigin sam- visku. Það er hins vegar minnkun fyrir Alþingi að láta hótanir sem þessar ráða löggjafarstörfum sínum. Það yrði líka minnkun fyrir Aiþingi að samþykkja samtryggingu valdsins með því að láta hjá líða að kalla saman Landsdóm th að dæma um meintar áviröingar Jóns Helgason- ar. Aðrir borga Margir stjórnmálamenn eru svo vanir að láta aðra borga fyrir sig og sína að þeim finnst það ekkert „Margir stjórnmálamenn eru svo vanir að láta aðra borga fyrir sig og sína að þeim finnst það ekkert tiltökumál.“ þakka Alþingi en það er að veita ráðherrum virkt aðhald í embætt- isrekstri. Því miður hefur Alþingi ekki tahö það innan síns verka- hrings að skipa sérstakar rann- sóknarnefndir þingmanna til að kanna sérstaklega einstök mál varðandi embættisfærslu ráða- manna og aldrei í sögu lýðveldisins hefur þótt eðlilegt að láta á það reyna hvort ráðherra hefur gerst sekur um embættisafglöp með því að láta Landsdóm rannsaka og dæma þar um. Miðaö við þá embættisfærslu, sem hefur veriö uppi hjá einstök- um ráöherrum, virðist sem stund- um áður hafi verið ástæða til'að fela Landsdómi að fjalla um mál. Það að Alþingi skuh ítrekaö láta það undir höfuð leggjast er ákveð- inn áfehisdómur yfir Alþingi og alþingismönnum. Þeirra hlutverk er að veita stjórnvöldum aðhald. Geri þeir það ekki þá bregðast þeir hlutverki sínu. Skyldi nú sitja á Alþingi maður sem hefur döngun í sér að bera fram tihögu um að Landsdómur verði látinn fjalla um meint emb- ættisafglöp Jóns Helgasonar? Jón Helgason, alþm. og fyrrv. landbúnaðarráðherra. - Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi misfarið með vald sitt í ráðherratið sinni, segir greinarhöf. m.a. thtökumál. - Jóni Helgasyni, þá- verandi landbúnaðarráðherra, fannst t.d. ekkert athugavert við það að láta neytendur borga marg- falt verö fyrir kartöflur til þess eins að tryggja kjósendum sínumhagn- að af aMnnustarfsemi sem átti engan rétt á sér nema með þeim hætti að láta neytendur borga mhljónir með henni. Þannig lagði þessi maður sérstakt jöfnunargjald á innfluttar kartöfl- ur th mikhs kostnaðarauka fyrir neytendur. Þessi sami Jón lét undir höfuð leggjast aö sinna réttmætum kröfum neytenda um ætar kartöfl- ur þegar fmnski óhroöinn var hér á boðstólum. Þá hvorki sá þessi maöur né heyrði enda hagnaðist fyrirtæki, sem leggur drjúgt í kosn- ingasjóð Jóns, á þessum innflutn- ingi. Hægt væri að nefna ýmis önnur atriði þar sem þessi ráðherra með afturhaldsgenginu í landbúnaðar- málum hefur valdið nejdendum og skattgreiðendum gífurlegu tjóni. Sennhega ber ráðherra þó ekki stjómskipulega ábyrgð á því, þó að hann beri fuha siðferðilega ábyrgð á því, ásamt þeim stjórnmálaflokk- um sem studdu hann til verkanna. Kosningavíxill Því hefur verið haldið fram í mín eyru að setning þeirra reglugerða, sem Jón Helgason setti, hafi verið gerð í fullu samráöi helstu ráða- manna í næstsíðustu ríkisstjórn. - Þetta hafi verið sameiginlegur kosningavíxih málsvara sauðkind- arinnar í íslenskum stjórnmálum. Sé þetta rétt þá kunna fleiri en Jón Helgason að bera ábyrgö á þeirri óhæfu sem Ríkisendurskoð- un sakar Jón um. Líklegt er að samtrygging valdsins hafi séð svo um að þaö margir væru ábyrgir, að ekkert yrði gert hvað svo sem á dyndi. Finnst mönnum eðlilegt að millj- arða kosningavíxlar skuh greiddir af almenningi? í löndum þar sem stjómarfarið er kennt við banana þekkist slíkt. Gerist það einnig hér? Jón Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.