Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Page 19
 ■ , ■ : . . ■ ' ' ■ Lottó:3-17-19-20-25-(36) Getraunir:112-X11-112-X1> Einar náði risakasti í Texas kastaði 86,42 m sem var hárfínt ógilt íslandsmetið 84,66 m. „Er í dúndurformi,“ segir Einar Vilhjálmsson „Þetta var mjög skrítið allt saman. Ég er alls ekki hissa á þessum árangri og tel mig mun betur undirbúinn fyrir keppnistímabOið nú en í fyrra,“ sagði Einar Vilhjálmsson spjótkastari í samtali við DV í gær. Einar keppti í spjót- kasti á móti í Texas í Bandarikjunum í gær og var hársbreidd frá því að bæta íslandsmet sitt yerulega. Einar kastaði 86,42 metra en gerði kastið naumlega ógOt. íslandsmet Einars er 84,66 metrar. • Einar Vilhjálmsson náði frábæru kasti i Texax i gær á fyrsta móti ársins. Risakast hans mældist 86,42 m en var hárfint ógilt. íslandsmet Einars er 84,66 m. DV-mynd BrynjarGauti „Þetta var nú hálfgert klúður. Ég var heima hjá mér í rólegheitum að undirbúa mig fyrir mótið þegar síminn hringdi og mér var tjáð að spjótkastkeppnin væri að byrja. Það hafði fallið út heOl riðill í kringlukastkeppninni og þvi færð- ist spjótkastið framar á dagskrána. Ég þaut út í bíl og haíöi lokið keppni aðeins 25 mínútum síðar. Það gefur því augaleið aö ég gat ekkert hitað upp fyrir keppnina,“ sagði Einar og hló að öllu sam- an. Menn stóðu agndofa yfír risakastinu Þegar spjótkastkeppnin hófst var 80 metra markið vandlega merkt og áttu menn ekki von á lengra kasti. Lengsta kast Einars sveif hins vegar langt fram fyrir merkiö og stóðu starfsmenn og dómarar agndofa er spjótið hafði numiö staðar. Einar sagði í gær: „Það munaöi mjög htlu að ég gerði þetta kast gOt. Ég steig aðeins fram fyrir línuna. Ég er í dúndurformi núna og var ekki rpjög svekktur þótt kastiö væri ógilt. Ég á mikiö inni og mun mæta grimmur á næsta mót sem verður í lok júní. Síðan taka Grand Prix mótin við í sum- ar.“ 65 metrar án atrennu Þess má geta að hamagangurinn var svo mikOl þegar Einar var að kasta að hann varð að tryggja sig í keppninni með þvi að kasta einu kasti án atrennu og mældist það 65 metrar. Það sýnir vel hve Einar virðist öflugur um þessar mundir. Á sama tíma í fyrra og á sama stað kastaöi Einar 83,66 metra og þá við eðlúegar aðstæöur. „Ég er allur annar maður en í fyrra og hef ekki misst úr dag við æfmgar vegna meiðsla. Þetta lítur óneitanlega mjög vel út og ég er mjög bjartsýnn á góðan árangur í sumar,“ sagði Einar Vilhjálmsson við DV. -SK Viggó þjálfar Hauka eða Mayo - önnur félög koma ekki til greina „Ég hef ekki enn tekið ákvörðun um hvort ég fer til Tres De Mayo eða ekki. Ég reikna með að þau mál ský- rist í næstu viku. Þó verður það að segjast eins og er að það eru viss at- riði sem gera það að verkum að mað- ur er kannski ekki alltof spenntur," sagði Viggó Sigurðsson handknatt- leiksþjálfari í samtali við DV í gær- kvöldi. Ef Viggó fer ekki til Spánar og þjálf- ar lið Tres De Mayo mun hann taka við þjálfun 2. deildar liðs Hauka í Hafnarfirði en Viggó hefur sem kunnugt er þjálfað hitt Hafnarfjarð- arliðið, FH, síðustu árin. Haukum yrði eflaust mikill fengur í Viggó en Haukamenn munu leggja mikla áherslu á að komast í 1. deild að loknu næsta keppnistímabili. Sam- kvæmt öruggum heimildum DV eru nokkuð meiri líkur á því að Viggó þjálfl lið Hauka en Tres De Mayo en málin skýrast endanlega í næstu viku. Munu það ekki síst vera mjög löng ferðalög milli leikstaða á Spáni sem vefjast fyrir kappanum. -SK • Viggó Sigurðsson - liklegra að hann þjálfi Hauka en Tres De Mayo. Vilja Valsmenn f á 2 milljónir fyrir Sigga? sjá bls. 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.