Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 26
26 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. Iþóttir Steffi Graf frá Vestur-Þýskalandi, besta tennlskona heimsins í dag, er gengin út. Á myndinni hér að ofan sjást hennar nánustu fylgjast með henni í keppni á dögunum. Lengst til hægri er Alexander Mronz, 24 ára unnusti tenniskonunnar sem er 19 ára. Margir kynnu að halda að Graf sæti sjálf við hlið hans en þar er systir hennar, Heidi Graf. Til vinstri á myndinni er Michael, bróðir Graf, og fremst er elsti bróðir hennar, Peter Graf. Símamynd Reuter Frétta- stúfar Argentlnska knatt- spyrnugoðiö Diego Armando Maradona, sem leikur sem kunnugt er með ítalska liðinu Napolí, þykir hafa hrapaö víða í áliti eftir fyrri úrshtaleik Na- polí og Stuttgart. Þar handlék Maradona knött- inn viljandi er hann fiskaði vítaspyrnu. Eftir leikinn viður- kenndi Maradona að hann hefði reynt allt til aö fiska um- rædda vítaspymu. Mörgum þykir kappinn hafa lagst lágt og víst er að fram- koma hans er ekki til fyrir- myndar ungum knattspymu- mönnum sem dá þennan óum- deiianlega snilling. Vonandi lætur Maradona af þessum ósið, að reyna að blekkja dóm- arann aftur og aftur. Fékk dómarinn sumarhúsið? Uppi eru háværar raddir þess efnis að dómaranum, sem dæmdi leik Napolí og Stuttgart á dögunmn, hafi verið mútaö af forráöamönnum ítalska liðsins. Er því haldiö fram aö dómar- inn hafi þegið sumarhús í Grikklandi af forráöamönnum Napolí ef hann hagræddi hlut- um ítalska liðinu í hag í leikn- um. Dómarinn, sem er grískur, var að dæma sinn síðasta leik og þykir það geta rennt stoðum undir ásakanirnar sem einkum hafa komið frá forráðamönn- um Stuttgart. Margt annað varöandi fyrri leik Uðanna fór í taugar Þjóðverjanna og er ekki enn séð fyrir endann á kvörtunum þernra varöandi ýmsa hluti. Sæmundur og Elísa- bet hlutskörpust - á golfinóti íslendinga á Spáni Með vorkomunni fara kylfmgar að keppa á hverju mótinu á fætur öðru en fyrsta mótið, þar sem íslendingar eru einir keppendur, fór fram í síðasta mánuði á Spáni. Það voru 50 hressir kylfingar á ferð á vegum Samvinnu- ferða-Landsýnar sem reyndu með sér á Benidorm. Leiknar voru 18 holur og vegleg verðlaun voru í boði sem ferðaskrifstofan gaf. í keppni karla án forgjafar sigraði Sæmundur Pálsson, GR, á 69 höggum. Annar varð Baldvin Jóhannsson, GK, á 82 höggum og þriðji Helgi Eiríksson, GK, á 83. í keppni kvenna án forgjafar sigraði Elísabet Gunnlaugsdóttir, GR, á 98 höggum. í 2. sæti varö Kristín Zoega, GR, og þriðja Sigríður Mathiesen, GR. í karlaflokki með forgjöf sigraði Hannes Ingibergsson, GR. í kvennaflokki með forgjöf sigraði Herdís Siguröardóttir, GR. Mótsstjóri var fararstjórinn kunni, Kjartan L. Pálsson. -SK • Frá verðlaunaafhendingunni á Benidorm. Kjartan L. Pálsson afhenti verðlaunin. Hér tekur Elsa Wium, GR, við verðlaunum sínum. vinstri: Morten Ottesen, born hans, Tinna og Atli, og Gisli Gislason. DV-mynd G.Bender Enginn snjór í Hvammsvík „Golfvöllurinn hér í Hvammsvík er í mjög góðu ásigkomulagi og hér er enginn snjór," sagði Ólafur Skúlason hjá Laxalóni og aöalmað- ur á útivistarsvæðinu í Hvamms- vík í ’samtali viö DV. Kylfingar víða um land hafa átt í erfiðleikum með aö leika golf á völlum sínum vegna snjóþyngsla. Því er þó ekki fyrir að fara í Hvammsvíkinni og þegar DV-menn voru á staðnum á dögunum var greinilegt að völlurinn kemur miög vel undan vetri. „Við erum aö hefja vinnu við völlinn og munum meðal annars búa til „bönkera1' nú í vor. Og ef ekki rignir mikið í þessum raánuði verður völlurinn mjög góð- ur í sumar," sagði Ólafur Sktilason | ennfremur. Völlurinn i Hvamm- svík hefur {regar verið opnaöur og I hafa kylfingar verið iðnir viö að leika þar siðustu daga. Til merkis um gott ástand vallarins má nefna að þar er hægt að leika svo tii „hreyfingarlaust" golf. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.