Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 27
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. 27 Tveir landsleildr gegn Færeyingum í blaki um helgina: Mér f annst vanta kraft í strákana“ i - íslendlngar unnu örugga sigra 1 báðum leikjunum „Þetta er ákveðin frumraun hjá þessu liði, þjálfarinn er með til- raunastarfsemi og er að leita að því byrjunarliði sem hann kemur til með að nota. Mér fannst vanta kraft í strákana, það var ekki nógu mikil harátta í þeim en vonandi verður búið að kippa þeirri hlið mála í lag fyrir smáþjóðaleikana, sem verða á Kýpur, eftir rúma viku,“ sagði Kjartan Páll Einarsson, formaður Blaksambandsins, eftir seinni viðureign íslendinga og Færeyinga í blaki um helgina. Fyrri leikurinn fór fram í Haga- skóla á laugardag. Áhorfendur voru vart fleiri en fimmtán og eflaust hefur það hjálpað til við að gera leikmenn áhugalausa og ann- ars hugar. Leikurinn var heldur bragðdaufur og þessir fáu áhorf- endur fengu lítið bitastætt tii að smjatta á. íslenska liðið var töluvert sterk- ara en það færeyska, en gerði of . mikiö af mistökum. Færeyingar voru með heldur lágvaxið lið og sóknir þeirra voru ekki öflugar. í gegnum árin hefur þeirra aðal ver- ið góð vörn, en þennan dag ein- kenndi áhugaleysi leik þeirra og þurfti íslenska liðið ekki mikið að leggja á sig til að sigra. Enda fór leikurinn 3-0 á aðeins 55 mínútum. ísland komst strax yfir í fyrstu hrinu, Færeyingar jöfnuðu, 3-3, en síðan varla söguna meir því ísland vann, 15-4. Önnur hrinan var tölu- vert skemmtilegri og þurftu okkar menn að hafa meira fyrir sigrinum í henni. Mikið var haft fyrir hverju stigi og liðin skiptust bróðurlega á stigum upp í 12-12, en þá kom ágæt- ur kafli hjá íslenska liðinu og það vann, 15-12. í þriðju hrinu ákvað Zhao ShanWen, þjálfari íslendinga, að skipta algerlega um lið og setti fimm af sex varamönnum inn á. _Þeir virtust vera aðeins ráðvilltir í fyrstu, en náðu síðan yfirhöndinni og unnu hrinuna létt, 15-5. Bestir ísiendinga voru Vignir Hlöðvers- son, Sigurður Þráinsson og Leifur Harðarson fyrirliði. Dómarar leiksins voru Gunnar Árnason og Björn Guðbjörnsson. Seinni leikurinn fór síðan fram í Digranesi í gær. Allt annað var að sjá til liðanna enda nokkuð meira af áhorfendum en daginn áður. Færeyingar byrjuðu leikinn af krafti og komust strax yfir, 4-0, ís- land jafnaði, 5-5, og náði síðan for- ystunni, 12-11, en baráttuglaðir Færeyingar nýttu sér þau mistök sem íslendingar gerðu og unnu hrinuna, 15-12. Þetta voru okkar menn ekki ánægðir með, þeir mættu öllu ákveðnari í næstu hrinu og unnu hana létt, 15-6. Næstu hrinu unnu þeir einnig eftir að bafa verið undir, 6-1, en henni lyktaði 15-13. Fjórða hrinan varð sú síðasta. ísland vann hana, 15-9, og leikinn þar með, 3-1. Leikurinn stóð í 93 mínútur og var síðasta hrinan 29 mínútur, sem þykir ansi langt. Bestir íslensku leikmann- anna voru Stefán Jóhannsson, Vignir Hlöðversson og Þorvarður Sigfússon. Dómarar voru Ólafur Árni Traustason og Marteinn Guð- geirsson. Þessir leikir voru liður í undir- búningi íslenska landsliðsins fyrir þátttöku í Smáþjóðaleikunum á Kýpur. Liðið hefur einungis æft síðan 20. apríl og bar leikur liðsins oft merki þess að samæfingu vant- aði. Athygli vakti að Jón Árnason, sem nýiega var kjörinn besti leik- maður deildarinnar, fékk lítið að spreyta sig. Þó stóð hann sig ágæt- lega þegar hann kom inn á. -gje „Held að íslenska liðið hafi aldrei verið betra“ - sagöi Leifur Haröarson fyrirliöi „Þegar við sáum það í fyrri leikn- um hver munur var á liðunum fór- um við að reyna alls kyns fléttur sem ekki gengu allar upp. í seinni leiknum voru þeir mun sprækari en daginn áður en við kannski heldur öruggir með okkur vegna úrslitanna í fyrri leiknum. Ég held að íslenska landsliðið hafi aldrei verið betra, bæði er móttakan miklu betri, sem gerir það að sókn- ir okkar geta verið mun fjölbreytt- ari, og þar að auki er hávörnin mun sterkari. Þetta er áð þakka hinum kínversku þjálfurum sem hér hafa verið undanfarin ár,“ sagði Leifur Harðarson, fyrirliði íslenska lands- liösins, eftir leikinn í gær. Leifur hefur átt fast sæti í landsliðinu síð- an 1976 og hefur verið fyrirliði þess síðan 1980. -gje Nokkuð ánægður“ - sagði landsliðsþjálfarinn, Zhao ShanWen „Ég er nokkuð ánægður með leik minna manna, sóknin var ágæt en svolítið vantaði upp á að vörnin væri nógu góð. Liðið hefur æft í mjög stuttan tíma, leikmenn þekkja ekki vel hver inn á annan og þessa tvo leiki gegn Færeyingum varð ég að nota til þess að ákveða hvemig byijunarliðið kemur til með að verða á Kýpur,“ sagði Zhao ShanWen, þjálfari islenska liðsins, eftir seinni leikinn. Aðspurður hvers vegna hann hefði valið þijá uppspilara í hóp sinn i stað tveggja, eins og vani hefði verið, sagöi hann að það væri gert vegna þess stutta tíma sem hann hefði til að þjálfa liðið. -gje • Hávörn íslensku leikmannanna Stefáns Magnússonar og Jóns Arnasonar er ekki árennileg enda reynir færeyski leikmaðurinn Jan Hentze hér að lauma yfir hana. Þjóðirnar léku tvo landsleiki um helgina og unnu íslendingar örugga sigra í þeim báðum. DV-mynd GS fþróttir • Alexander Mogilny - hvarf á braut í Svíariki. Símamynd/Reuter Alexander strokinn Það gerist æ algengara að íþrótta- menn austan járntjalds láti sig hverfa þegar þeir eru á keppnisferð á Vesturlöndum. Á dögunum lauk heimsmeistara- keppninni í íshokkí en mótið fór fram í Svíþjóð. Sovétmenn urðu heims- meistarar eftir að hafa sigraö Tékka í úrslitaleik. Eftir að mótinu lauk hvarf einn leikmanna sovéska liðs- ins, Alexander Mogilny. Þjálfari sov- ésku heimsmeistaranna, Viktor Tik- honov, sagði í samtali við sovésku fréttastofuna Tass að Mogilny hefði ætlað sér að komast að hjá banda- rísku íshokkíliði. -SK Jafntefli hjá Inter í Torino Inter Milan, sem trónir í efsta sæti í ítölsku knattspyrnunni, gerði jafn-. tefli viö Juventus, 1-1, í gær. Á sama tíma gerði Napoli sömuleiðis jafntefli við Bologna. Rui Barros kom Juvent- us yfir en Aldo Serena jafnaði fyrir Inter. Careca skoraði mark Napoli gegn Bologna og mátti Napoli teljast heppið aö ná jafntefli. Maradona lék ekki með Napoli. Að loknum 27 um- ferðum er Inter með 46 stig en Na- poli er í öðru sæti með 40 stig. Úrslit í 1. deild: Atalanta-Cesena.. Bologna-Napoli... 5-1 1-1 Fiorentina-Como. 3-0 Verona-Pisai 1-0 Juventus-Inter.... 1-1 Pescara-Lazio 0-0 Roma-Ascoli 1-1 Lecce-Sampdoria 1-0 -JKS -NM- veitti Real Madrid harða keppni Real Madrid þurfti að hafa fyrir jafnteflinu gegn Bilbao í Baskalandi í gær. Þrátt fyrir jafnteflið er Real Madrid með örygga forystu í 1. deild. Úrslit í deildinni í gær: Ovideo-Elche..................3-0 Espanol-Valencia..............0-1 Malaga-Osasuna................1-2 Cadiz-Sporting................0-3 Atletico-Real Sociedad........3-0 Bilbao-Real Madrid............1-1 Logrones-Real Zaragoza........0-2 Celta-Real Valladolid.........1-1 Sevilla-RealBetis.........Frestað Real Murcia-Barcelona.....Frestað -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.