Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Síða 44
44 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. Jarðarfarir Björn Þórarinsson er látinn. Hann fæddist í Kílakoti í Kelduhverfi hinn 30. mars 1905, sonur hjónanna Ing- veldar Björnsdóttur og Þórarins Sveinssonar.' Eftirlifandi eiginkona hans er Guörún Ásbjörnsdóttir. Þau hjónin eignuðust átta börn. Útfor Björns verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. Pálmi Jósefsson lést 26. apríl. Hann fæddist 17. nóvember 1898 að Finna- stööum, Sölvadal, Eyjafirði. Foreldr- ar hans voru hjónin Jósef Jónasson og Sigríður Jónsdóttir. Pálmi lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla ís- lands 1923. Að námi loknu réðst hann til starfa að Miðbæjarskólanum í Reykjavík en þar var starfsvettvang- ur hans alla tíð. Pálmi var tvigiftur. Fyrri kona hans var Helga Níels- dóttir en eftirlifandi eiginkona hans er Elín Elísabet Siguröardóttir. Þau eignuðust tvær dætur og er önnur þeirra á lífi. Útför Pálma verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Kristín Snæbjörnsdóttir, Hjallavegi 54, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. Ingvar Jónsson vörubílstjóri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 15. Axel Arnar Þorgilsson, Brekkubyggð 20, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 9. maí kl. 15. Steinunn Pálsdóttir, frá Hofi í Öræf- um, Laugarásvegi 5, lést á uppstign- ingardag. Kistulagning fer fram í Fossvogskapellu í dag, 8. maí, kl. 14. Ólafur Haukur Ólafsson læknir verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 9. maí kl. 13.30. Útför Hermanns Jónssonar frá Sæ- bóli, Aðalvík, til heimilis í Bleikar- gróf 5, fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 13.30. Járnbrá Kristrún Sveinbjörnsdóttir, Hátúni lOb, lést 20. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Tilkyiinmgar Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju verð- ur haldin í annað sinn dagana 5.-15. maí. Óratorían Elia verður flutt laugar- daginn 6. maí. í hádeginu alla virka daga frá 8.-12. maí verða orgeltónleikar í kirkj- unni. Við setningu kirkjulistahátíðarinn- ar í dag verður opnuð myndlistarsýning í forkirkju Hallgrímskirkju. Sýndar verða vatnslitamyndir eftir Karólínu Lárusdóttur. Myndirnar hefur Karólína gert sérstaklega fyrir þessa sýningu en þær tengjast lífi Krists. Alla virka daga hátíðarinnar verða kvöldbænir kl. 18. Árni Rúnarsýnir á Mokka Nýlega opnaði Árni Rúnar Sverrisson sýnlngu á málverkum, klippimyndum og teikningum á Mokkakaffi viö Skóla- vörðustíg. Sýningin, sem er sölusýning, stendur út maímánuð. Aðalfundur íþrótta- félagsins Leiknis verður haldinn miðvikudaginn 10. maí kl. 20.30 að Austurbergi 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. lagabreyt- ingar. 3. Önnur mál. Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur spilakvöld mánudaginn 8. maí kl. 20.30 i Þinghól, Hamraborg 11, 3. hæð. Allir velkomnir. Safnaðarfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík Konur úr kvenfélagi og safnaðarfélagi Fríkirkjunnar í Reykjavík ætla að hittast á Café.Hressó í Austurstræti mánudag- inn 8. maí kl. 20.30. Fundarefni: Hvað er framundan? Tökum þátt í starfinu meö sannleikann að leiðarljósi. LOKAÐ þriðjudaginn 9. maí vegna jarðarfarar HERMANNS JÓNSSONAR Rekstrarvörur Draghálsi 14-16 Meiming________________dv Hvörf Hlrfar íslenski dansflokkurinn: Hvörf, 4 ballett- ar eftir Hlif Svavarsdöttur Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson, Erik Satie, Þorkell Sigurbjörnsson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Búningar: Sigurjón Jóhannsson, Hlif Svavarsdóttir, Sigrún Úlfarsdóttir Frumsýning í Þjóóleikhúsinu 6. maí Sýning íslenska dansflokksins á íjórum ballettumn eftir Hlíf Svav- arsdóttur var merkileg fyrir ýmissa hluta sakir. Samkvæmt yfirliti yfir fimmtán ára starfsferil flokksins sem birt er í leikskrá, er þetta í fyrsta sinn sem heil sýning er öll helguð einum íslenskum dansahöfundi, sem hlýtur að teljast markverður áfangi. Sýningin færir okkur einnig heim sanninn um það hve marg- þættur dansahöfundur Hlíf er, ef til vill að því marki að okkur reyn- ist erfltt að fylgja henni eftir, koma auga á „rauðan þráð“ í þeirri heild sem starf hennar er. Svo ólíkir eru þeir fjórir ballettar sem sýndir eru undir samheitinu Hvörf, hvort sem litið er til heildar þeirra eða blæbrigða innbyrðis. Rauöur þráður (frumflutningur) er til dæmis sérdeilis ágengt verk, uppfullt af niðurbældum ofsa, Inn- sýn I er knappt og ljóðrænt, Innsýn II jaðrar við melódrama, en Af mönnum er í íróníska kantinum, sem undirstrikaö er af púkablístri og búkhljóðum í tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar. Hnykkur á línunni Fyrst nokkur almenn orð um sýninguna. Vöntun á samæfmgu er enn sem fyrr höfuðverkur flokksins. Þegar samstilltar hóp- hreyfmgar fara úr skorðum, kemur hnykkur á þá línu sem dansahöf- undur dregur í sviðsrýmiö. Þetta gerðist allt of oft á -frumsýningu, einkum í Rauðum þræði og Innsýn II, sem ef til vill má skrifa á frum- sýningarskrekk. Ég var heldur ekki viss um að lýsingin gerði nógu mikið fyrir dansana. Er ég fylgdist meö stíl- færðum átökunum í Rauðum þræði, sem eiga sér staö innan ámóta stílfærðrar sviðsmyndar, truflaði það mig að sjá í sífellu skugga dansaranna bylgjast í tjöld- Ásdís Magnúsdóttir, Hany Hadaya og Robert Bergquist í Innsýn I. Ballett Aðalsteinn Ingólfsson unum til hliðar, mynda hrynjandi sem vinnur á móti hrynjandi sjálfs dansins. Ekki þótti mér heldur nógu sniðugt að fylgjast með dökk- klæddum dönsurunum í Innsýn II gegnt dökkum bakgrunni. En þarna er náttúrlega við fleiri en ljósameistara að sakast. Ótti, flótti Eins og áður er drepið á er Rauð- ur þráður átakaverk, afstrakt til- brigði um ótta, flótta, yfirgang og togstreitu, sem dansararnir tjá ekki aðeins sín á meðal heldur með samskiptum sínum við sviðsmynd- ina. Hallandi svið sem endar á hvassri brún gerir þeim erfitt fyrir, er aukin heldur sú ysta nöf sem er leiðarstef dansins. Öðrum megin á sviðinu standa (og hallast) einnig tvær stórar hellur, sem dansararn- ir hjúfra sig að, lesa sig upp eða kasta sér (og öðrum) á. Flestar hreyfmgár eru hastarlegar, ágeng- ar og ógnandi, eða þá að þær snú- ast upp í hið fáránlega, enda svo kannski í labbi eða valhoppi. Rauður þráður (rauðir þræðir eru á búningunum) er erfitt verk, bæði að dansa og horfa á, en það er án efa metnaðarmesta verk Hlif- ar til þessa, morandi í sláandi til- tækjum, nýstárlegum lausnum, áhrifamiklum sjónhornum. Á tón- list Hjálmars H. Ragnarssonar er ég ekki dómbær, en hún var öll i sama stíl og dansinn, allt að því frumstæð. Ég var þegi hrifmn af hvítu klæð- inu sem dansaö er á í byrjun. Marr- iö í því svarar ekki kostnaði, auk þess sem samanvöðlað skemmir það „dansmynd" upphafsatriðis. Hvítt og svart Innsýn I var algjör andstæða við Rauðan þráð, hófstillt, allt að því klassískt verk með einhverjum fallegustu paradönsum (og þrí- dönsum) sem íslenskur dansahöf- undur hefur samið. Sérstaklega hugnuðust mér atriði þeirra Ás- dísar Magnúsdóttur og Roberts Bergquist annars vegar og þeirra Sigrúnar Guðmundsdóttur og Hany Hadaya hins vegar. Innsýn II, dans dökkklæddra meyja, var síðan hnýtt aftan við dans hvítklæddra í Innsýn I. Það verk var satt best að segja heldur leiðinlegur samsetningur, fullt af innihaldslausum og útjöskuðum hreyfmgum og melódramatískum ýkjum. Ekki get ég ímyndað mér annað en verkið hafi verið samið til uppfyllingar. En allt um þaö var túlkun Snorra Sigfúss Birgissonar á píanóskissum Satie afar ljúf. Af mönnum, verðlaunaballett Hlífar, veröur æ ásjálegri við frek- ari kynni. í þetta sinn varð ég var við kímni, jafnvel glettnislega írón- íu, í dansinum sem ég ekki skynj- aöi fyrr. AI Flóamarkaður FEF Félag einstæðra foreldra heldur flóa- markað í Skeljanesi 6, Skerjafirði, alla laugardaga í mai kl. 14-17. Alltaf eitthvað nýtt á hverjum laugardegi. Andlát Jón Ingi Guðmundsson sundkennari, Skúlagötu 54, lést í Landakotsspítala föstudaginn 5. maí. Sigurlilja Þórðardóttir lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði þann 3. maí sl. Andrés Markús Þorleifsson, Efsta- lundi 2, Garöabæ, lést af slysförum þann 4. maí. Jakob Jóhann Thorarensen andaðist í sjúkrahúsinu á Hólmavík flmmtu- daginn 4. maí. Jón Bjarnason lést á Hrafnistu, Hafn- arfirði, 5. maí. Reykjavík Kvíkmyndir_______ Leikbræður Síðasti dansinn (Sweet Hearts Dance) Aðalhlutverk: Don Johnson, Jeff Daniels Leikstjóri: Robert Greenwald Handrit: Ernest Thompson Sýnd i Stjörnubiói Wiley Boon (Don Johnson) og Sam Manners (Jeff Daniels) hafa verið vinir frá æsku. Wiley er giftur Söndru (Susan Sarandon) og á þrjú börn en Sam er enn ólofaður. Sam eyðir miklum tíma með Boon fjöl- skyldunni, einkum Wiley. Þeir gera nánast allt saman og haga sér oft eins og þeir væru enn í gaggó. Wi- ley á í innri baráttu og hjónabandið gengur ekki vel. Sam kynnist Adie Nims (Elizabeth Perkins) og verður ástfanginn í fyrsta sinn á ævinni. Á meöan ástin blómstrar hjá Sam dofnar hún hjá Wiley. Á endanum flyst Wiley úr húsinu og sest að í hjólhýsi við vinnustað sinn. Sam og Wiley halda áfram leikaraskap sínum, sem þeir hafa stundað árum saman, eins og aö fara á skauta og á sleða. Kyle (Justin Henry), sonur Wileys, á erfitt með að sætta sig við brottför fóður síns og það myndast þrúgandi samband á milli þeirra. Sam biður Adie að giftast sér en hún neitar bónorði hans. Bæði Sam og Wiley eiga erfitt með að tjá tilfmningar sínar og hnút- arnir leysast því ekki fyrr en máhn eru rædd af fullri hreinskilni. Don Johnson er þekkastur sem hörkutólið í Miami Vice en hér sýnir hann allt aðra og mannlegri hlið á sér. Honum tekst að ná góð- um tökum á hinum vansæla Wiley. Jeff Daniels (Something Wild, The House on Carrol Street) hefur leik- ið svipaðar persónur áður og fer létt með það. Susan Sarandon (Bull Durham) og Elizabeth Perkins (About last Night) standa sig báðar ágætlega en það er Justin Henry (Kramer vs Kramer, Martins Day) sem stendur sig einna best sem unglingurinn Kyle. Leikstjórn Ro- berts Greenwald (The Burning Bed, Xanadu) er máttlaus og mynd- uppbyggingin leiðinleg og veikir myndina mikiö. Handritið gerir persónunum ágæt skil en það er heldur langdregið og meðferð leik- stjórans á því gerir þaö sunílur- laust og laust í reipunum. Kvik- myndataka og tónlist gerir ekkert til að styrkja myndina. Þrátt fyrir veika punkta þá eru í myndinni mörg góð og vel leikin atriði en heildarútkoman er ekki sérlega sterk. Þetta er mynd um fólk, leik þess og störf, ástir og tjáningu til- fmninga: Stjörnugjöf: * ★ Hjalti Þór Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.