Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Qupperneq 23
•G8ei iMlíi .Sí huðaoumAm 22 bls. 27 KRIá gegrt KA bls. 27 ' B ' JB W kost i Dalnum - bls. 28 - bls. 34 Þeir léku árið 1953 -sjábls.24og25 Landslið íslands - bls. 26 Aðstaðan w I bls. 32 Blikum skellt í Bikarnum bls. 31 Irinn var bestur bls. 30 Sigurður varð meistari í Sviss - um sigur Luzem í Sviss og viðtal við Sigurð Grétarsson á bls. 28 Sigurður Grétarsson, sem kom til landsins í gær vegna landsleiksins við Austurríki á miðvikudag, varð um helg- ina landsmeistari í Sviss með félagi sinu Luzern. Hér fagna þeir sigrinum saman, Sigurður og Jiirgen Mohr, en sá síðartaldi gerði markið sem færði Luzern titilinn. Símamynd Reuter Noregur: Ólafur gerði tvö Ólafur Þórðarson átti stórleik með liði sínu, Brann, í norsku 1. deildinni í gær. Ólafur skoraði tvö mörk í 4-2 sigri Brann á heimavelli gegn Mjöln- er. Ólafur og Teitur bróðir hans, sem þjálfar liðið, eru þar með komnir með 9 stig í norsku 1. deildinni. Á toppnum eru Viking og Lille- ström meö 14 stig en nú er 7 um- ferðum lokið í Noregi. -RR Jafnt hjá Hácken Hácken, lið þeirra Ágústs Más Jónssonar og Gunnars Gíslasonar, landsliðsmanna í knattspymu, gerði 2-2 jafntefli við Elfsborg á útivelii í sænsku 1. deildinni um helgina. Lið Hafþórs Sveinjónssonar, Kalmar FF, vann hins vegar Jonsered, 4-0, og er í 2. sætinu. -RR • Heirnsmethafinn í snóker, Gary Hill frá West Bromwich i Englandi. Hill setti metskor á HM-móti unglinga í Hafnarfirði. Hill fékk glæsileg verðlaun fyrir vikið, þ.á m. islenskan stein með merki Hafnarfjarðar. DV-mynd S Körfuknattleikur: Valur áfram hjá Tindastóli - lið Sauðkrækinga styrkist enn Ægir Már Eáiason, DV, Suðumequm; Valur Ingmundarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefúr ákveð- ið að leika áfram með úrvalsdeildarliöi Tindastóls frá Sauðárkróki Til stóð um hríð að þessi sterki leikmaður, sem lék vel með landslið- inu á Smáþjóðaleikunum í vor og frábærlega með Tindastóli á liðnum vetri, færi að nýju í sitt gamla félag, híjarðvík. Þaö félag hefur verið veldi í körfuknattleiknum á slðustu árum. Valur, sem hefur verið í hópi allra bestu leikmanna íslands um árabil, tók þessa ákvörðun eftir talsverða ígrundun en ljóst er að lið Tindastóls verður gríðarlega sterkt á næsta ári. Sauðkrækingar hafa nú þegar fengið til sín Sturlu Örlygsson, sem | lék með ÍR og þjálfaði liðið á síðasta vetri. Þá fá Sauökrækingar að öllum líkindum Bandarikjamann til að styrkja liðið enn frekar. Þess má geta að Kári Maríusson hefur verið ráðinn þjálfari hjá félag- inu en Valur mun því sinna leiknum óskiptur en hann var þjálfari hjá Tindastóli í vetur. Ætla má að Tindastóls-liöiö verði i toppslagnum og komist langt, enda með sterkan heimavöll og hið frambærilegasta lið ef fer sem horfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.