Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Síða 11
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989.
11
Útlönd
Bush Bandaríkjaforseti hlaut koss frá pólskri blómarós við komuna til Varsjár í gær. Forsetinn er í opinberri heim-
SÓkn í Póllandi. Símamynd Reuter
Bandaríkjaforseti í Póllandi:
Lofar póli-
tískar umbætur
Bush Bandaríkjaforseti lofaði pól-
itískar umbætur sem átt hafa sér stað
í Póllandi síðustu vikur og mánuði í
ræðu er hann hélt við komu sína til
Varsjár í gær en forsetinn er í opin-
berri heimsókn í Póllandi.
En Bush reyndi heldur að draga
úr væntingum Pólverja um víðtæka
efnhagslega aðstoð Bandaríkjanna
og sagði í samtali við fréttamenn að
hann vildi ekki lofa of miklu. Marlin
Fitzwater, talsmaður forsetans, sagði
að Bandaríkjastjóm vildi hvetja til
áframhaldandi umbóta. „En við
verðum að vera raimsæ. Við höfum
ekki kistu fullri af peningum á að
skipa.“
Fréttaskýrendur telja að efnahags-
aðstoð Bandaríkjanna til Póllands
verði eitthvað rýrari en pólskir ráða-
menn vonuðust til en Bandaríkja-
stjóm mun leggja bæði Póllandi og
Ungverjalandi lið. Bæði eiga löndin
við mikla efnahagslega örðugleika
að etja. Erlendar skuldir Póllands
nema tæpum 40 milljörðum dollara
en Ungveijalands tæpum 20 milljörð-
um dollara.
Efnahagsaðstoð Bandaríkjanna til
Póllands er bundin þeim skilyrðum
að pólitískar umbætur síðustu vikna
haldi áfram þar í landi. Margt hefur
breyst í Póllandi síðan Bush kom
þangað síðast. Þegar forsetinn sótti
Pólverja heim síðast, árið 1987, þá
sem varaforseti, var Samstaða ólög-
leg. Nú hafa samtökin verið lögleidd
og em viðurkennd stjómarandstaða
í landinu. Frelsi fjölmiðla hefur og
aukist mikið á þessu ári sem liðið er.
Hringborðsumræður stjómvalda og
Samstöðu í apríl síðastliðnum leiddu
til samninga um pólitískar og efna-
hagslegar umbætur og þingkosning-
ar sem haldnar vora nýverið leiddu
til stórsigurs stjómarandstöðunnar.
Bush mun í dag ávarpa pólska
þingið, fyrstur forseta Bandaríkj-
anna, og mun þá kynna nánar tillög-
ur
Bandaríkjanna um efnahagsaðstoð
til Póllands. Þá er líklegt að hann
muni eiga viðræður við Jarazelski,
hershöfðingja og formann pólskra
kommúnista, í dag en við Lech Wa-
lesa, leiðtoga Samstöðu, á morgun.
Hann mun og skoða skipasmíðastöð-
ina í Gdansk en þar varð Samstaða
tíl.
Á þriðjudag fer Bush í opinbera
heimsókn til Ungverjalands en það
land er tahð ganga Póliandi næst
hvað varðar póUtískar umbætur.
Heimsókn Bush til PóUands og
Ungveijalands er kjörið tækifæri
fyrir hann að kynna hugmyndir sín-
ar um fijálsa og samheldna Evrópu.
Reuter
g
KAUPMEm ATHUQIÐ!
HAFIÐ ÞIÐ OPIÐ
Á LAUGARDÖGUM
í SUMAR?
HELQARMARKAÐUR DV verður birtur á
fimmtudögum í sumar.
í HELQARMAKAÐI DV eru upplýsingar um
afgreiðsiutíma verslana á fimmtudögum,
föstudögum og laugardögum, sértilboð og
annað það sem kaupmenn þurfa að koma
á framfæri.
Þeir aðilar, sem áhuga hafa á að auglýsa
í HELGARMARKAÐL vinsamlega hafi sam-
band við auglýsingadeild DV fyrir kl. 16 á
þriðjudögum.
AUQLÝSIHQADEILD
Sími 27022
Mótmæli í París
Um hundrað þúsund manns söfn-'
uðust saman í París á laugardaginn
til að mótmæla opinberum hátíða-
höldum í tilefni tvö himdrað ára af-
mæUs ffönsku stjómarbyltingarinn-
ar. Mannfjöldinn mótmælti einnig
toppfúndi sjö helstu iðnríkja heims
sem hefst í París 14.júU á BastiUudag-
inn.
Var ráðist á BastiUuna á ný til að
mótmæla því að ríkustu þjóðir henns
hittast á meðan þriðji heimurinn
sveltur. Var Mitterrand forseti sak-
aður um hafa framiö „söguleg mistök
með því að láta drottnara heimsins
taka þátt í hátíðahöldunum en ekki
þá sem skortir mat og vinnu.“
TT
Draumavagninn:
Áfast Fortjald
Stórir Hjólbarðar
Tvö Svefntjöld
Stór og Rúmgóður
Áföst Eldhúseining
Auðveld Tjöldun
Sterkur en Léttur
Ákaflega Meðfærilegur
Lúxus á aðeins kr. 245.000
Það má öruggt telja að Camp-let tjaldvagninn sé sá
heppilegasti fyrir íslenskar aðstæður, — það sannar
ánægjuleg reynsla fjölda Camp-let eigenda. Talaðu fyrst
við þá áður en þú heyrir í sölumönnunum. Þá sérðu best
hversu góður Camp-let er.
Camp-let, sá besti fyrir íslenskar aðstæður.
Gjsii
jonsson
& Co.
Sundaborg 11 Sími 91-686644