Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989.
15
efnahagsstefna
Á aðalfundi Vinnuveitendasam-
bands íslands voru fluttar margar
athyglisverðar ræður. Mörgum
ræðumanna varð tíðrætt um áriö
1987. Talað var um slysaárið 1987.
Árið 1987, ár hinna mörgu mistaka.
Kjarni málsins var sá að röng efna-
hagsstefna 1987 leiddi af sér vanda-
mál sem torvelt er að leysa.
Einn virtasti endurskoðandi
landsins taldi eignatilfærsluna í
þjóðfélaginu vegna „fastgengis-
sfefnunnar" shka að ekki væri
unnt að leiðrétta hana. Svo alvar-
legt er máhð þegar ársreikningar
eru skoðaðir. Eigið fé útflutnings-
og samkeppnisgreina hefur brunn-
ið upp. Brennt á altari verðbólg-
unnar.
Verðbólgan var greidd niður og
lífskjörum haldið uppi með eigin
fé útflutningsatvinnuveganna. Svo
langt var gengið að eigið fé er kom-
ið niður fyrir hættumörk.
Þingmaður Framsóknarflokks-
ins á Vestfjörðum, Ólafur Þ. Þórð-
arson, lýsti því yfir að hann styddi
ekki ríkisstjóm Þorsteins Pálsson-
ar vegna þessarar stefnu.
Sjálfur lýsti ég því yfir ítrekað í
fjölmiðlum að ég teldi efnahags-
stefnu ríkisstjómar Þorsteins Páls-
sonar þá hættulegustu sem ég hefði
séð í framkvæmd á íslandi.
Nú em fræðimenn að rannsaka
afleiðingarnar sem raun ber vitni.
Nauðvörn
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar greip þegar til nauð-
varnar. Atvinnutryggingasjóður
var stofnaður til þess að skuld-
Kjallarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson,
alþingismaður
breyta hjá iha stöddum fyrirtækj-
um og Hlutafjársjóður var stofnað-
ur til að auka eigið fé fyrirtækja
er væru burðarásar atvinnulífs í
sínum byggðarlögum, það er að
segja þeirra fyrirtækja sem svo illa
vom farin að auknar lánveitingar
gætu ekki hjálpað.
í fljótu bragði var ekki um nær-
tækari lausnir að ræða. En gallinn
er sá að fyrirtækin fara þá í aukn-
um mæli í eigu banka, fjárfestinga-
sjóða, ríkis.
Þjóðnýting segja sumir en það er
rangt orð.
Th þess aö snúa rekstrargrund-
velhnum við þurfti svo mikið að
menn treystu sér ekki til að gera
það nema á lengri tíma.
Hækkun raungengis gat átt rétt
á sér 1987. Ekki er unnt og ekki
æskilegt að reyna að bjarga öhum
fyrirtækjum. En það eru mörk. Það
var farið langt yfir þau.
Máhð er einfalt. Þegar sjávarút-
vegur á íslandi með óvenjulegar
náttúrulegar aðstæður, mikla veiði
og hátt fiskverð er nær allur rekinn
með tapi er stjórnarstefnan röng.
Atkvæðagreiðsla ráðherra um
gengisskráningu er úrelt. Við verð-
um að nálgast markaðsgengi ís-
lensku krónunnar. Seðlabankinn
hefur ekki valdið þessu hlutverki.
Afleiðingar fastgengisstefnunnar
eru hroðalegar.
Eins og endurskoðandinn sagði
eftir rannsókn ársreikninga 138
fyrirtækja úr ýmsum greinum.
Þær er ekki unnt að leiðrétta.
Ný efnahagsstefna
Nú er nauðvörninni að ljúka, hún
má ekki taka lengri tíma. Ríkis-
stjórnin þarf að móta nýja efna-
hagsstefnu, hefja endurbyggingu
atvinnulífsins. Meðal aðalatriða
þar eru:
1. Að auðvelda fyrirtækjum að
auka eigið fé.
2. Að breyta rekstrargrundvelh
útflutnings- og samkeppnis-
greina með því að nálgast mark-
aðsgengi íslensku krónunnar.
3. Að opna lánamarkaðinn þannig
að innlend fjármögnunarfyrir-
tæki verði að keppa við.erlend
og útflutningsgreinar geti fengið
lán á svipuðum kjörum og sam-
keppnisgreinar erlendis.
4. Að lækka verð á matvælum með
lækkun skatts á matvæh.
Eigiðfé fyrirtækja
Ríkisvaldiö og Alþingi geta með
lagabreytingum og reglugerðum
auðveldað fyrirtækjum að auka
eigiö fé. Það þarf að veita fé sem
lagt er í fyrirtækin svipaða skatta-
meðferð og öðru sparifé.
Nú er skattlagning mun meiri af
hlutabréfum en skuldabréfum.
Skuldabréf geta skilað 8-12% arði
eða meiru og eru án skattlagningar
nema eignaskatts sem þó er ekki
lagður á ríkisskuldabréf.
Hlutabréf njóta skattfrjáls arðs
miðað við nafnverð sem oftast er
ahtof lágt, auk þess sem fyrirtækin
verða að skha hagnaði svo að um
arð sé að ræða.
Hlutabréfin eru því áhættusam-
ari en skuldabréf.
Almenningur vih því heldur lána
fyrirtækjum í' formi skuldabréfa
keyptum á fjármagnsmarkaði en
eiga í þeim í formi hlutabréfa.
Lánsfé er svo dýrt að þetta veldur
fyrirtækjunum erfiðleikum.
í þeirri efnahagsstöðu sem við
erum nú er því mjög mikilvægt að
breyta skattalögum þannig að
hvatning verði til hlutabréfakaupa.
Auka þarf skattfrelsi fjár sem lagt
er th hlutabréfakaupa og lækka
mörkin sem hlutafélag þarf að upp-
fylla til að skattafsláttar sé notið.
Lækka hluthafatöluna, lækka lág-
markshlutafé.
Einnig þarf að heimila tap hluta-
fjár til skattfrádráttar eins og tap
annarra eigna, s.s. bíla og fast-
eigna.
Hlutafiármarkaður er öflugt tæki
th að auka eigið fé góðra fyrirtækja.
Því þarf að leita ráöa til að örva
viðskipti með hlutafé og e.t.v. koma
upp á hlutafiármarkaði viðskipta-
vaka (market maker) eins og talað
er um varðandi húsbréfin. Þannig
mætti auka þátttöku almennings í
atvinnulífinu.
Staöan á lánsfiármarkaði bein-
línis kallar á aðgerðir th að auka
eigið fé útflutningsfyrirtækja.
Ný efnahagsstefna verður að taka
við af nauðvöminni. Uppbygging
sem afmáir afleiðingarnar af efna-
hagsstefnu ríkisstjórnar Þorsteins
Pálssonar.
Guðmundur G. Þórarinsson
„I þeirri efnahagsstöðu sem við erum
nú er því mjög mikilvægt að breyta
skattalögunum þannig að hvatning
verði til hlutabréfakaupa. ‘ ‘
Gagnrýnin fjöl-
miðlakennsla
örva þarf gagnrýna hugsun um efni fjölmiöla.
Við kennarar þurfum að ganga
út frá reynslu okkar sjálfra og nem-
enda okkar en ekki kenna einhver
sérstök fræði og kenningar.
Áherslan þarf að hggja á því að
lesa gagnrýnið. Þá á ég ekki við áð
lesa gagnrýnið fyrir nemendur
heldur með þeim og að örva th
gagnrýninnar hugsunar um efni
og umgjörð fiölmiðla. það er þýð-
ingarmeira að kanna fiölmiðlapól-
itík og hvernig við notum fiölmiðla
en að geta sett samband okkar og
fiölmiðla inn í þrönga fyrirfram-
sniðna ramma.
Við, þ.e. kennarar og nemendur,
þurfum að kanna okkur sjálf og
okkar viðbrögð. Eigendur og yfir-
ráðafólk fiölmiðla geta aldrei
ákveðið endanlega hvemig við not-
um fiölmiðil. Við erum virk, við
höfum gaman af fiölmiðlum, við
höfum nautn af því að sjá, heyra
og lesa margvíslegt efni, jafnvel
efni sem við vitum vel að okkur
þykir „ómerkilegt", jafnvel efni
sem við vitum að er „forheimsk-
andi“.
Fjölmiðlanotkun tekur líka stöð-
ugum breytingum. Það eru ekki
síst börn og unglingar sem eru
mótendur nýrra neysluforma, t.d.
með hlustun á tónhstarútvarps-
stöðvar. Með því að viðurkenna
hversu stóran þátt fiölmiðlar skipa
í lífi unglinga geta skólar átt þátt í
opinni þróun fiölmiðla og sam-
bands okkar við þá. Fjölmiðla-
fræðsla er ekki bara aðferð - fiöl-
miðlafræðsla er sérstakt viöhorf til
sköpunar og lýðræðis.
Kjallariim
Ingólfur Á.
Jóhannesson
landvörður í þjóðgarðinum
í Jökulsárgljúfrum
Fjölmiðlapólitík
Fjölmiðlanám er haldhtið ef ekki
er athugað aht samhengið. Við þurf-
um að kanna sambönd eigenda, við
þurfum að athuga þátt fiölmiðla í
thurð og sköpun neysluþjóðfélags,
við þurfum að athuga tengsl við al-
þjóðlega fiölmiðla, o.s.frv.
Við þurfum líka að athuga dag-
skrámar sjálfar. Einstakir þættir
eða greinar eru e.t.v. ekki svo mik-
hvæg, heldur tengsl á milli sjón-
varpsþátta, textathvísanir, tákna-
kerfi, alþjóðlegar/íslenskar útgáfur
myndmáls.
Við þurfum að athuga póhtíkina
í því sem fer inn. Við þurfum að
athuga hvað verður útundan og
hvers vegna. Ég hefi haldið því
fram að í íslenskum fiölmiðlum
verði umhverfismálapóhtík og
hagsmunir bama og unghnga
skipulega útundan.
Umhverfismálapóhtík er leiðin-
leg samnborið við t.d. umijöhun
um sjónvarpsstjörnur og aðrar fiöl-
miðlafigúrur. Við gætum t.d. núna
kannað þátt íslenskra fiölmiðla í
að auðvelda ríkisstjóminni og Hval
hf. að halda uppi hvalveiðum undir
hulu „visinda" í trássi viö alþjóð-
lega samþykkt. Hvaða upplýsingar
fá inni í fiölmiðlunum? Hvaða sjón-
armið er lögð áhersla á? Hvaða
spumingum neitar sjávarútvegs-
ráðherra að svara? Af hveiju streit-
ast íslensk stjómvöld við?
Tæknihyggjuhætta
Við getum með gagnrýnum fiöl-
miðlalestri og thbúningi eigin efnis
í skólum haft áhrif á hvernig fiöl-
miðlar fiaha um menn og málefni.
En að gefa út skólablað, að búa th
video, að útvarpa, er ekki bara
tækni. Þetta er erfitt frá vitrænu
sjónarhomi. Það krefst skipulagn-
ingar, það krefst snjahrar hugs-
unar. Æfingin skapar meistarann,
skyldum við ætla, en einungis þó
að við föhum ekki í þá gryfiu að
ætla okkur um of.
Þegar ég var unghngur voru það
aðahega skólablöð sem við stóðum
fyrir, sum fiölrituð á fmmstæðan
hátt, en einnig höfðum við um tíma
aðgang að gamahi útsendingarstöð
fyrir útvarp. Segja má að ég hafi
verið fiölmiðlafrík, ekki síður sem
skapandi en neytandi, en það var
ekki tæknin sem heihaði, a.m.k.
ekki tæknin ein. Það var gaman,
gaman að skapa efni, að hugsa um
póhtíkina, að hugsa um sköpunina.
Jafnvel þótt það væri aðeins póhtík
í htlum skóla var af nógu að taka.
Að hafa miðihnn, blaðið, örvaði
hugsunina um að hlutimir þyrftu
ekki að vera eins og þeir vom. Enn
er þetta gaman.
(Hvati að gerð þessa greinaflokks
var lestur minn á bók Bretans Lens
Mastermans, Teaching the Media,
sem gefin var út af Comedia í Lon-
don 1985.)
Ingólfur Á. Jóhannesson
„Meö því að viðurkenna hversu stóran
þátt fjölmiðlar skipa í lífi unglinga geta
skólar átt þátt í opinni þróun fjölmiðla
og sambands okkar við þá.“