Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Side 20
20 í
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989.
Iþróttir
Þorvaldur örlygsson, landsliösmaður úr KA, hefur þarna snúiö á tvo Valsmenn, þá Sævar Jónsson og Atla Eövaldsson, sem báðir eru félagar Þorvalds í íslenska landsliðinu.
DV-mynd Brynjar Gauti
Norðanmeim KA hleypa spennu í slaginn um íslandsmeistaratitilinn:
Valur lá í nepjunni
- KA-menn unnu Valsmenn, 0-1, í tvísýnum leik á Hlíðarenda
Valur....
KR.......
Akranes...
KA.......
FH.......
Fram.....
Keflavík...
Vlkingur..
1 2 9-3 16
1 2 12-9 13
2 9-6 13
2 11-8 12
2 9-9 12
3 6-7 10
3 8-12 9
4 13-11 8
Fylkir....
Þór.......
.8215 7-14 7
.7 1 2 4 5-10 5
í kvöld lýkur 8. umferð en þá
leika Fram-|A og Þór-KR. í
vikunni fer 9. umferð fram en þá
leika Fylkir - FH á miðvikudag, á
fimmtudag verða þrír leikir,
KA-ÍBK, Víkingur-Fram og
ÍA-Þór. Á föstudag leika loks
KR-Valur.
KA-menn hleyptu lífi í slaginn um Islandsmeistaratitilinn í
gærkvöldi. Unnu þeir þá sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda,
0-1. Þeir síðartöldu tróna þó enn á toppi fyrstu deildarinnar.
Eina mark leiksins gerði Antony Karl Gregory er hann fékk
knöttinn um miðbik síðari hálfleiks, óvaldaður í vítateig Vals.
Kom færi hans í kjölfar aukaspymu frá Gauta Laxdal en boltinn barst
til Antony eftir mikinn háloftabardaga í vítateig bikarmeistaranna.
Átti Antony, sem áður lék í framlínu Hlíðarendamanna, ekki í vand-
ræðum með að senda boltann fram hjá Bjama Sigurðssyni sem varði
annars vel í leiknum.
Viðureignin var í heildina dapurleg. Lítið var um áferðarfallega knatt-
spymu en meira um tilefnislítil hlaup, spörk og hvimleiö brot.
Leikmenn vom raunar ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu. Spilað var
í kalsagarra á hálum og blautum velli.
„Þessi sigur okkar er móralskur og mikilvægur," sagði Guðjón Þórðar-
son, snjall þjálfari norðanmanna, eftir leikinn.
Bestir í liði KA vom þeir Þorvaldur Örlygsson og Erlingur Kristjáns-
son. Sá fyrrtaldi skóp oftsinnis usla en hinn var traustur í vöm.
Hjá Val ríkti meðalmennskan en Bjami stóð þó upp úr í markinu.
Þess má geta að Valsmaðurinn Sævar Jónsson meiddist nokkuð tila
á höfði eftir árekstur við fyrrum félaga sinn, Jón Grétar Jónsson. Báðir
urðu aö yfirgefa völlinn vegna slyssins. - Sævar strax eftir óhappið en
Jón Grétar nokkm síðar.
Dómari leiksins náði ekki tökum á honum.
Gunnar R. Ingvarsson. ý?
Maður leiksins: Þorvaldur Örlygsson úr KA.
-JÖG
Brann-bræður
hreppa góðan byr
- Björgvinjarliöiö vann Lilleström, 2-0
Brann, liði bræðranna Ólafs og
Teits Þóröarsona, gekk vel í norsku
fyrstu detidinni um helgina. Brann
mætti þá efsta liðinu, stórveldinu
Lilleström, og haföi betur í góðum
leik, 2-0.
Björgvinjarliðið, sem lék á
heimavelli sínum, sýndi loks þá
knattspyrnu sem aðdáendur þess
væntu afþví í upphafl móts og áttu
meistaraefnin aldrei möguleika.
Ólafur Þórðarson, Skagamaöur-
inn snjalli og harði, lék ekki með
Björgvinjarliðinu að þessu sinni en
honum var sem kunnugt er vikiö
af leikvelli í síöustu umferð.
Þessi úrslit auka spennuna í
norsku deildinni og gefúr Brann
byr í öll segl. Láðiö hefur siglt lygn-
an sjó um miðja deild en er nú nær
toppnum en áður. Það heíúr 16 stig
í 6. sæti.
Lilleström er enn efst þrátt fyrir
ósigurinn gegn Brann með 23 stig
en Molde og Vaalerengen koma þar
á eftir með 22 stig.
-JÖG
Kodak ^
Express
%
■
A IS/KET
rviírsrúTZJR
jiiirrmiiiniiiiim mimnm HTm
LJÓSMYNDAÞJONUSTAN HF
LAUGAVEGI 178 • SÍMI 68 58 11
rmaiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuimiiin