Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. Fréttir Kaup Landsbankans á Samvinnubankanum: Landsbankinn þarf að greiða Sambandinu út 525 milljónir - hrikaleg staða Sambandsins orsök kaupanna Bankaráðsfundur Landsbankans í gær, sem samþykkti kaupin á Sam- vinnubankanum með 3 atkvæðum gegn 2, var mesti deilufundur í sögu bankaráðs Landsbanka íslands. Fxmdurinn stóð í fimm klukkustund- ir og var umræðuefnið aðeins eitt; kaup Landsbankans á 52 prósenta hlutafé Sambandsins í Samvinnu- bankanum á 828 milljónir. Á banka- ráðsfundinum í gær var sú skýring gefin á hinum mikla hraða í málinu að staða Sambandsins væri það slæm að kaupin á Samvinnubankanum þyldu -enga bið. Landsbankinn kaupir, samkvæmt samningnum, hlut Sambandsins í Samvinnubankanum á 828 miUjónir króna. Það sem meira er, Lands- bankinn þarf að borga út 525 milljón- ir króna. Skuld Sambandsins við bankann minnkar því htið. Raunar er í samningnum getið að fyrir- greiðsla Landsbankans við Sam- bandið skuh vera með sama hætti næstu fimmtán árin og nú er. Heildarskuldir Sambandsins við Landsbankann eru nú um 2,6 millj- arðar króna. Skuld Sambandsins í Samvinnubankanum er sögð vera hátt á annan milljarð króna og er rætt um töluna 1,5 mihjarða króna. Þess utan eru sum kaupfélög orðin stórskuldug við báða bankana. Það voru bankaráðsmennimir Pét- ur Sigurðsson, Jón ÞorgUsson og Kristinn . Finnbogason sem sam- þykktu að ganga tU frekari samninga við Sambandið um kaupin á hlut fé- lagsins í Samvinnubankanum. Þeir Eyjólfur K. Sigurjónsson og Lúðvík Jósefsson greiddu atkvæði á móti. Á fundinum kom tU snarpra umræðna á mUli Sverris Hermannssonar og Lúðvíks Jósefssonar. Þeir Eyjólfur og Lúðvík báru fram þá ósk að atkvæðagreiðslu um kaup- in yrði frestað um nokkra daga eða þar tU frekari gögn lægju frammi í málinu. Því var hins vegar hafnað og máhð keyrt í gegn. Það eitt að bankaráðsmenn biöji um frestun og því sé hafnað er einsdæmi á banka- ráðsfundum Landsbankans. Mikhr fyrirvarar eru í samkomu- lagi því sem Sverrir Hermannsson gerði fyrir hönd Landsbankans við Guðjón B. Ólafsson, forstjóra Sam- bandsins, um kaupin á Samvinnu- bankanum. Tahð er að þessir fyrir- varar geti leitt tíl þess að kaupverðið 828 mUljónir króna lækki nokkuð. Á bankaráðsfundinum í gær var ekki talað um kaupsamning heldur minnisblað um samning og mun samkomulagið vera í formi viljayfir- lýsingar Landsbankans til að halda viöræðum áfram um kaupin. Það er því enn nokkuð í land að um raun- verulegan kaupsamning sé að ræða. Á bankaráðsfundinum í gær greiddi Kristinn Finnbogason at- kvæði með fyrirvara. Fyrirvarinn var sá aö ef eignir Samvinnubankans kynnu að lækka við endurskoðun á þeim myndi kaupverð Landsbank- ans lækka aö sama skapi. Jón Þorg- Usson tók undir orö Kristins. Þeir Eyjólfur K. Sigurjónsson og Lúðvík Jósefsson létu bóka harðorð mótmæh um vinnubrögð Lands- bankans í þessu máh svo og um af- greiðslu málsins á bankaráðsfundin- um í gær. Þar segir meðal annars: „Við teljum fráleitt að Landsbankinn eigi að greiða þeim eigendum bank- ans út peninga sem þegar skulda bankanum.“ Og síðar: ....fráleitt að skuldbinda Landsbankann næstu 15 árin tU að veita Sambandinu jcifn- mikU lán og meö sama hætti og nú er og um það að auka þau lán, ef umsvif Sambandsins aukast.“ -JGH Umboðsmenn Arnarflugs víðs vegar um landið hittust á árlegum fundi sínum í Reykjavík á laugardaginn. Á fundin- um var umboðsmönnunum kynnt vetraráætlun Arnarflugs í innanlandsflugi og millilandaflugi, helgarpakkar og ýmis fleiri tilboð á vegum félagsins. Tæplega 20 manns sóttu fundinn en umboðsmenn Arnarflugs viðs vegar um landið munu vera um 30 talsins. DV-mynd Brynjar Gauti Ný reglugerð um sölu og veitingar áfengis Dómsmálaráðuneytið hefur gefiö faranótt laugardags, sunnudags og segir í fréttatilkynningu frá dóms- út nýja reglugerð um sölu og veit- almennra frídaga mega veitingar málaráðuneytinu. ingar áfengis. Er reglugerðin gefin áfengis þó fara fram til klukkan Með hinum nýju reglum eru út í framhaldi áfengislaganna sem eitt eftir miðnættL Veitingaráfeng- einnig felld niður ákvæði um samþykkt voru síðasta vor. Þá var ismunuþó veröaaðhættahálftíma álagningu á áfengi sem selt er á útgáfa leyfa fyrir veitingastaði áður en leyíðum skemmtanatíma veitingastöðum. Er þaö gert í Ijósi færð frá dómsmálaráöuneytinu til lýku'r. reynslunnar af frjálsri álagningu á lögreglustjóra. „Reglur þesar eru settar í Ijósi öh sem selt er á veitingastööum og Framvegis verður meginreglan þróunar undanfarinna ára og í í trausti þess að verð á óáfengum sú að áfengisveitingum á almenn- samræmi viö sjónarmið er kotnið drykkjum muni lækka. Reglugerð- um veitingastöðum skuh ljúka haíá fram af hálfu lögreglu í in gildir frá 1. október næstkom- klukkan hálftólf á kvöldin. A6- Reykjavík og borgaryfirvalda," andi. -hlh Enginn æsingur í miðbænum Talsverður maxmfiöldi safnaðist saman í miðbæ Reykjavíkur á fóstu- dags- og laugardagskvöld en helgin var engu að síður mun rólegri en lögreglumenn höfðu búist við. Að sögn lögreglunnar hafa fyrstu tvær helgamar í september ahtaf verið erfiðar. Skólakrakkar sletta yfirleitt ærlega úr klaufunum fyrst á haust- inn en nokkur breyting hefur orðið á þar sem æsingur er ekki eins mik- ih og oft áður. „Þessi helgi var ein- ungis í meðahagi," sagði varðstjóri- hjá lögreglunni, „þó býsna mikið hafiveriöaögera.“ -ELA Sigurður Viggósson, oddviti Patrekshrepps: Staðan orðin sú sama og fyrir tveimur vikum - Mutafjárloforð komin í 85 milljónir króna „Við tókum þá ákvörðun í gær að standa við okkar tilboð. Staðan er því í raun orðin sú sama og fyrir tveimur vikum. Ætlunin er fyrst og fremst að endurlífga atvinnulíf á Patreksfirði. Þaö veröur unnið ró- lega fyrst um sinn aö þessum málum. En ég vil taka fram að mér finnst að hlutur fjölmiðla í þessu máli hafi verið allsérkennilegur," sagði Sig- urður Viggósson, oddviti Patreks- hrepps, í samtah viö DV í morgun. Á fundi sínum í gær ákváðu að- standendur hlutafélagsins Stapa á Patreksfirði að standa við tilboð sitt í togarann Sigurey. Guðrúnu Lárus- dóttur, útgerðarmanni úr Hafnar- firði, var sleginn togarinn á uppboði fyrir skömmu en hún dró tilboð sitt til baka. Boltinn var því í höndum Patreksfirðinga sem áttu næsthæsta thboðiö. „Hlutafjársjóður verður áfram inni í myndinni,“ sagði Sigurður. „Hins vegar get ég ekki svarað neinu um það ennþá hvort í þessari stööu verði um að ræða að við fáum þær 100 milljónir sem okkur hafði verið lof- aö. Hlutafjárloforð hér á staðnum eru komin í 85 milljónir króna og það verður byrjað á því á fuhu að vinna í þeim málum,“ sagði Sigurður. „í dag verður haldinn fundur með upp- boðshaldara og kröfuhöfum og þá mun máhð að einhveiju leyti skýrast betur og þeir taka afstöðu til tilboðs- ins.“ - Stefniö þið þá aö því að bjóöa í hraðfrystihúsið þar sem togarinn er líklega endurheimtur? „Um það viljum við ekkert gefa út strax. En við erum að vinna að áætl- un um uppbyggingu atvinnulífsins á staðnum og það kemur í ljós seinna hvað gert verður,“ sagði Sigurður. -ÓTT Sameiginlegt framboð í Reykjavik: Frumkvæðið hjá Birtingu „Ég ht svo á að hugmyndir um sameiginlegt framboð minnihluta- flokkanna til borgarstjómarséu enn til umræðu," sagði Kristín Á. Ólafs- dóttir, borgarstjómarfuhtrúi Al- þýðubandalagsins, en nú er aftur að færast líf í umræður um sameigin- legt framboð minnihlutaflokkanna, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Kvennahsta og Framsóknarflokks gegn Sjálfstæðisflokknum í Reykja- vík. Sagði Kristín að hið nýja félag, Birting, myndi hafa nokkurt frum- kvæði í þessum málum. Að sögn Margrétar S. Bjömsdóttur hjá Birtingu er félagið að undirbúa opinn fund í lok september þar sem á að fjalla um sameiginlegt framboð. „Við stefnum að því að leiða aha þessa fjóra flokka saman ef hægt er. Þetta var mjög tíl umræðu fyrir síð- ustu kosningar og á þessu kjörtíma- bhi hafa flokkarnir unnið mikið sam- an. Því höfum við mikla trú á ár- angri af samstaríi þeirra,“ sagði Margrét. Samkvæmt heimildum DV er einn- ig mögulegt að A-flokkamir tveir standi að sameiginlegu framboði en slíkt kæmi þó líklega ekki upp fyrr en fuhreynt væri með sameiginlegt framboð allra fjögurra flokka. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.