Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. im Miðasala og sala áskriftarkorta hefst á morgun! Úr sýningunni Fertugasta leikár Þjóðleikhússins er hafið. Verkefiiaskrá vetrarins samanstendur af 6 verkum fyrir stórt svið auk tveggja til þriggja sýninga sem verða teknar upp frá fyrra leikári. Með áskriftarkorti tryggir þú þér fast sæti á allar áskriftarsýningarnar og sparar að auki 20%. Korthafar frá síðasta leikári hafa forkaupsrétt á sætum sínum til föstudagsins 15. september n.k. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18. Símapantanir alla virka daga ifá kl. 10-12 í síma 11200. Hringdu í síma 11200 og fáðu verkefnaskrána senda heim. Stóra sviðið: 1. áskriftarverkefiii Oliver! Söngleikur fyrir alla fjölskylduna eftir Lionel Bart, í þýðingu Flosa Ólafssonar, byggður á sögunni um Oliver Twist. Leikstjóri er Benedikt Árnason og stjórnandi tónlistar er Agnes Löve. Hreyfingar og dans: Ingibjörg Björnsdóttir. Aðalhlutverkin leika Þórhallur Sigurðsson, Laddi, og Gissur Páll Gissurarson. Sýningar verða aðeins £rá 23. sept. til 1. nóvember. 2. áskriftarverkefhi Lítíð Qölskyldu- fyrirtæki Nýr gamanleikur eftir Alan Ayckbourn, þýddur og staðfærður af Árna Ibsen. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson Frumsýnt í nóvember. 3. áskriftarverkefiii Heimili Vemhörðu Alba Síðasta verk spænska þjóðarskáldsins Federico Garcia Lorca. Magnað verk um sterkar tilfinningar, kúgun og brennandi lífsþorsta. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir. Aðalhlutverkið leikur Kristbjörg Kjeld. Frumsýnt á jólum. 4. áskriftarverkefhi I pagliacci og Carmina Burana Þjóðleikhúsið og íslenska óperan vinna saman að þessum tilkomumiklu verkum, ásamt íslenska dansflokknum. Söngur, dans, leiklist og hljóðfærasláttur spinnast saman í einni sýningu. Frumsýnt í janúar. 5. áskriftarverkeftii Nýtt leikrit Ólafiir Haukur Símonarson semur nú nýtt leikrit fyrir marga leikara að beiðni Þjóðleikhússins. Höfimdurinn er löngu þekktur fyrir vinsæl leikverk eins og Bílaverkstæði Badda. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Frumsýnt í mars. 6. áskriftarverkefhi Spaugstofan Þeir félagar í Spaugstofimni, Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason, semja nú revíu að frumkvæði Þjóðleikhússins. Spaugstofan er m.a. þekkt fyrir sjónvarpsþáttinn 89 af stöðinni. Frumsýnt í apríl. Sýningar á stóra sviðinu £rá fyrra leikári: Haustbrúður eftir Þórunni Sigurðardóttur. og bamaleikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Báðar sýningarnar á stóra sviðið í nóvember. Áskriftarkort Þú færð 20% afslátt af almennu sýningarverði kaupir þú áskriftarkort. Fáðu þér áskriftarkort °g tryggðu þér fast sæti. Þjóðleikhúsið áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.