Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989.
15
Áfengisskattur á dreifbýlið
Enga bæklinga er að finna á útsölustöðum ÁTVR um áfengi, svo sem
um mismunandi styrkleika, geymsluþol, samræmingu borðvína með
mat o.s.frv. - Slíkir bæklingar yrðu eflaust vel þegnir af viðskiptavinum.
Þórshafnarbúi skrifaði lesenda-
bréf í DV á dögunum og krafðist
þess að bjór yrði seldur í öllum
verslunum landsins og alls staðar
á sama verði. Fram kom að fólk í
dreifbýli, sem pantar bjórkassa frá
næstu útsölu ATVR, þarf að greiða
600 krónur í sendingarkostnað ofan
á útsöluverðið.
Ekki á ég von á að krafan um
bjór í allar búðir eigi fylgi að fagna
meðal meirihluta þjóöarinnar. Hitt
er svo annað mál að mig hefur lengi
undrað það langlundargeð sem
dreifbýlisfólk sýnir ÁTVR eða fjár-
málaráðuneytinu varðandi það at-
riði að leggja sendingarkostnað of-
an á útsöluverð. Það er nú einu
sinni svo að ríkið hefur einkarétt á
að selja áfengi hérlendis og því
væri það sanngjarnt að áfengi væri
selt á sama verði til neytenda hvar
sem þeir búa á landinu. Krafan um
sama verð fyrir alla landsmenn
heyrist þó sjaldan. - Kannski að
ástæðan sé sú að öll umræða um
áfengi og áfengismál hérlendis er
svo einhæf?
Öðrum megin eru þeir sem helst
vilja láta banna allt áfengi og svo
eru hinum megin þeir sem vilja að
áfengi sé selt í hverri sjoppu. Hinir
sem standa mitt á milli þegja
þunnu hljóði. En miðað við þessa
opinberu umræðu má búast við að
þeir sem vilja taka upp baráttu fyr-
ir sama veröi á áfengi til allra verði
úthrópaðir sem drykkjusvolar og
útsendarar áfengisauðvaldsins.
Það er því ekki nema von að flest-
ir dreifbýlismenn láti sér nægja að
nöldra í barm sér þegar þeir þurfa
að borga 600 krónum hærra verð
fyrir bjórkassann en þeir sem hafa
aðgang að útsölu ÁTVR í sínum
bæ.
KjallaiTim
Sæmundur Guðvinsson
blaðamaður
Sjálfsagt að krefjast
sama verðs
Umræða um þetta mál á ekkert
skylt við áróður með eða móti
áfengi og neyslu þess. Hér er ein-
faldlega um að ræða lið í að jafna
aðstöðu fólks án tillits til búsetu.
Við getum litiö til Noregs í þessu
sambandi.
Norðmenn er frægir fyrir ýmis-
legt annað en frjálslyndi hvað varð-
ar meðferð og sölu áfengis, að
minnsta kosti ef litið er á Dani til
samanburðar. Sveitarstjórnir á
hverjum stað ráða því hvort áfeng-
isútsala er sett á laggirnar eða ekki.
Áfengi er eingöngu selt í sérstökum
ríkisverslunum eins og hér, með
þeirri undantekningu þó, að bjór
er hægt að kaupa í fjölda matvöru-
verslana.
Hins vegar er það svo í Noregi
að þeir dreifbýlisbúar, sem eru út-
sölulausir, ef svo má taka til orða,
panta sitt vín úr næstu útsölu og
fá það sent á kostnaðarverði, þaö
er að segja ríkið greiðir sendingar-
kostnaðinn.
Norömenn segja aö þetta sé alls
ekki gert í þeim tilgangi að reyna
að örva vínsölu út um dreifðar
byggðir heldur sé það réttlætismál
að allir sem vilja geti keypt sitt vín
á sama verði, burtséð frá því hvar
þeir búa í landinu.
Þetta finnst mér mjög eðlileg af-
staða og shkt fyrirkomulag ætti
auðvitað að taka upp hér á sömu
forsendum.
Auövitaö er þetta aðeins eitt at-
riöi af mörgum til að jafna aðstööu
fólks í dreifbýli miðað við okkur
þéttbýlisbúa. En það eru nógir til
að fjalla um allt annað þótt þeir
vilji ekki ræða opinberlegá þennan
aukaskatt á áfengi til sveitamanna
af ótta við aö verða fyrir árásum
þeirra sem ekki geta rætt áfengis-
mál án ofstækis.
Leiðbeiningar og viðvaranir
Norðmenn fara ekki varhluta af
áfengisbölinu fremur en aðrar
þjóðir og vilja gæta fyllstu varúðar
í sölu og meðferð áfengis. En það
hindrar þá ekki í að veita almenn-
ingi mun betri þjónustu hvað varð-
ar upplýsingar um vín og vínteg-
undir en hér þykir við hæfi.
Norska ríkið gefur út vandaöan
bækling sem liggur frammi í áfeng-
isútsölum. í ritinu er að fmna verð-
skrá, upplýsingar um styrkleika
hinna ýmsu tegunda, fróðleik um
borðvín og hvernig vín skuli
drekka með hinum og þessum rétt-
um og í hvernig glösum skuli fram-
reiða hinar ýmsu tegundir áfengis.
Sömuleiðis er rekin símaþjónusta
sem er fólki til leiðbeiningar á
þessu sviði. Mér er ekki kunnugt
um að þetta hafi verið flokkað und-
ir áróður fyrir drykkju.
Um leið og reynt er að koma til
móts við óskir almennings með
hlutlausri fræðslu á þennan hátt
gleymist ekki að reka áróður gegn
áfengisneyslu. Má nefna sem dæmi
að gefnir eru út litskrúðugir bækl-
ingar þar sem þekkt fólk úr heimi
viðskipta, íþrótta og hsta lýsir því
yfir að það þurfi á öllum sínum
kröftum að halda óskertum í starfi
og leik og því neyti það ekki áfeng-
is. Shkir bæklingar hggja líka
frammi á útsölustöðum. Mér skilst
að ÁTVR hafi fengið leyfi til að
nota norska bækhnginn um vín og
meðferð þess sem fyrirmynd aö
sambærilegu riti sem ætlunin er
að gefa út hérlends og er það vel.
Hlutlaus fræðsla á þessu sviði
sem öðru getur ekki skaðað neinn.
Þeir sem á annað borð misnota
áfengi gera það hvort sem svona
upplýsingar eru fyrirliggjandi eða
ekki en ahir hinir sem neyta áfeng-
is í hófi ættu að hafa gagn og
ánægju af aukinni fræðslu.
Sæmundur Guðvinsson
„Mig hefur lengi undrað það langlund-
argeð sem dreifbýlisfólk sýnir ÁTVR
eða fjármálaráðuneytinu varðandi það
atriði að leggja sendingarkostnað ofan
á útsöluverð.“
Eru skotveiðimenn sóðar?
Skotveiðimenn kanna bráðina.
Eg skemmti mér við það fyrir
skemmstu að ganga eilítið með-
fram sjónum vestur á Mýrum.
Meðal annars varð mér gengiö út
eftir fahegu nési vestur undir Ökr-
um. Þetta nes er ekki merkt með
heiti á þeim kortum sem mér eru
tiltæk, en framundan því eru sker
sem heita munu Pohsker, ef kunn-
ugir verða þá einhverju nær um
hvaða nes ég er að tala um.
Þetta nes er ákaflega fahegt, með
háum, lábörðum klöppum norðan
og hér og hvar liggja sund ofan í
gegnum þessar klappir. Sjórinn
dynur á klöppunum, jafnvel í þeirri
kyrru sem var þegar ég gekk þarna
um. Inn af klöppunum er gróið land
fram á lægri klappir hinum megin.
Þar liggur mjór vogur inn í landið
með þeim tærasta sjó sem ég hef
lengi séð og þar býr selur sem hug-
ar að mannaferðum úr hæfilegri
fjarlægð.
Eins og eftir styrjöld
Það sem vakti athygli mína alveg
sérstaklega á þessum fallega og
kyrrláta stað var hvílík ókjör af
haglaskothylkjum lágu út um allar
trissur. Á tveimur stöðum utarlega
á nesinu, þar sem klappirnar forma
sérstök afdrep, var eins og styrjöld
hefði verið háð.
Af þessu vaknaði sú spurning
hvort skotveiðimenn væru sóðar.
Spurningunni er auðsvarað: Já.
Það fer ekki á milli mála að þeir
sem þarna hafa staðið með fret-
hólka sína eru einstakir sóðar.
Og það rifjar upp hve víöa má
sjá spörðin (skothylkin) eftir þá.
Spörð þeirra eru. verri en eftir
aðrar skepnur. Þau eru gerð úr
málmi og plasti og eyðast seint eða
ekki.
Æth tóm skothylki séu verri
flutningur að bera heim aftur en
fuh á skotstaðinn?
KjaUaiinn
Sigurður Hreiðar
ritstjóri
Skothylkjum skilað
móti nýjum skotum
Nú hefur verið sett skilagjald á
einnota umbúðir undan gosi og
bjór. Það sýnist ekki vanþörf á að
setja skilagjald á tóm skothylki
skotveiðimanna. Eða setja það í lög
að enginn skotveiðimaður fái að
kaupa íleiri ný skot en hann getur
skilað tómum skothylkjum fyrir á
móti.
Það var heldur ekki nóg að leggja
skilagjald á umbúðir undan gosi
og bjór. Fjórðungsfernur undan
svala og öðrum viðlíka drykkjum,
einnig lítersfernur undan mjólk,
aldinsafa og þvtiíku, er víða að
finna þar sem farið er um landið.
Eru þær umhverfisvinsamlegar?
Eyðast þær á skömmum tíma?
Hvernig stendur á að ekki er til
einhvers að vinna að skUa þeim,
úr því fólk getur ekki skihð aö það
er engu meira til kostað að taka
rusl með sér tU baka þangað sem
hægt er að koma því í eðhlega sorp-
hirðu heldur en það var að fara
með það í áningarstað.
Hvernig valda
gamlir bílar mengun?
Á næsta þingi er áætiað að leggja
fram frumvarp um skilagjald á
bíla. Það er Jón Sigurösson- ráð-
herra sem ber þetta frumvarp fyrir
brjósti. Hann segir að „gömul bíl-
hræ“ séu stórkostiegur mengunar-
valdur. Mig langar að vita hvernig.
Að vísu veit ég að í hverju meðal-
bílhræi, sem enn hefur allt á sínum
stað, leynast aUt upp í átta lítrar
af smurolíu sem hugsanlega gætu
farið út í jarðveginn um síðir. Ég
veit ekki hvað annað í „bílhræi"
er til mengunar. Nema verið sé að
tala um sjónmengun en þá erum
við komin í afstætt hugtak. Ég sé
ekki aö hvaða leyti fornbíll, sem
hætt er aö nota, er meiri sjón-
mengun en gamalt akkeri, vagnhjól
eða einhvers konar landbúnaðar-
tæki, sem þykir hið mesta skraut í
garði. Eða bara sum hús eða önnur
mannvirki, sem ekkert skUagjald
er á.
Varla er heldur hægt að meina
mönnum aö stUla upp gömlum bU-,
höfðingjum á sínu eigin landi ef
þeir kjósa svo.' Mér þætti fengur
að því ef Jón Sigurðsson vildi svara
því hér í þessu blaði hvaða mengun
er af því, önnur en þessi litla, hugs-
anlega olíumengun, að gamlir bílar
fái að standa óáreittir heima hjá
sér, utan almannafæris, meðan úr
því fæst skorið hvort einhver viU
hugsa frekar um þá tU endurbygg-
ingar eða endanlegs niðurrifs, og
þá tU þess að framlengja líf annarra
áhka.
Lög gegn fornminjum
Við skulum minnast þess að bílar
verða fyrr fornminjar en margt
annað. Við höfum nú þegar eyði-
lagt svo mikið af þessum forn-
minjum að við eigum ekki eintak
af öUum þeim bUum sem hér hafa
gist land og verið vinsæhr, jafnvel
brotiö blað í samgöngusögu þjóðar-
innar. Og nú á að setja lög sem
beinlínis miða að því að ekkert fái
að verða fornminjar - á sama tíma
og unnið er að því sumar eftir sum-
ar að grafa eftir öðrum fomminjum
upp á von og óvon.
Við verðum að skUgreina skýrt
hvenær aflagður bUl er orðinn „bíl-
hræ“. Þaö eitt að af honum hafi
verið tekin númer eða á hann vanti
einhvern hlut sem hann hafði í
upphafi er ekki nóg til þess að hann
sé orðinn „bflhræ" og „mengun"
og skuli þar með urðaður - eða
heygður, eins og nú á að fara með
sorp höfuðborgarsvæðisins í Álfs-
nesi.
Sjálfur tel ég miklu meiri mengun
að skothylkjum sportveiöimanna
sem hggja eins og hráviði úti um
allt land.
Hafi þeir skömm fyrir sóðaskap-
inn. Sigurður Hreiðar
„Spörö þeirra eru verri en eftir aðrar
skepnur. Þau eru gerö úr málmi og
plasti og eyðast seint eöa ekki.“