Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. Iþróttir Erlingur fyrstur í 100 leiki Erlingur Kristjáns- I I son, fyrirliöi KA, I *I varö á laugardaginn fyrsti knattspyrnu- maðiu’ félagsins til að leika 100 leiki í 1. deiid. Hann náöi þeim áfanga í leiknum við Val. Þaö veröur bið á því aö þaö afrek hans verði leikið eftir því næst- ur í röðinni er Gunnar Gísla- son, landsliösmaöur úr Hácken í Svíþjóð, sem lék 72 leiki meö KA í 1. deild. Af þeim sem leika nú með liðinu er Bjarni Jóns- son næstur en hann á að baki 67 leiki í deildinni. Ingvar ekki meö í fyrsta sinn frá 1984 Ingvar Guðmundsson gat ekki leikiö með Valsmönnum á Akur- eyri vegna meiðsla í baki. Fjar- vera hans er söguleg aö því leyti að haxm hafði leikið síðustu 94 leiki Vals í 1. deildinni - Ingvar missti síðast af leik með Hlíðar- endafélaginu í deildinni í júlí árið 1984! Birkir hefur ieikið lengst Sá sem nú hefur leikið lengst í deildinni án þess að missa úr leik er Birkir Kristinsson, markvörð- ur Fram. Hann lék á laugardag- inn sinn 89. leik í röð og er því í þann veginn að Ijúka sínu fimmta heila tímabih í 1. deild. Hann lék alla leiki ÍA í deildinni 1985-1987 og hefur verið í marki Fram i öllum leikjum 1988 og 1989. $00. leikur ÍA Skagamenn léku sinn 500. leik í deildakeppni Islandsmótsins frá upphafi þegar þeir mættu Fram á laugardaginn og héldu upp á það með góðura sigri. Þeir hafa leikið 492 leiki í 1. deild og 8 í 2. deild. Sigurleikimir eru 262, jafn- teflin 100 og töpin 138. ÍA hefur skorað 1003 mörk og fengið á sig 650. KA-menn gáfu út KA-lagiö Leikmenn KA komu saman í síö- ustu viku og sungu nýjan bar- áttusöng, KA-lagið, úm á spólu. Það hljómaði í hátalarakerfi Ak- ureyrarvallar fyrir og eftir leik- inn við Val og var vel tekiö undir í stúkunni, sérstaklega fyrir leik- inn! Þaö var hinn fjölhæfi Bjami Hafþór Helgason sem samdi lag- iö. -VS Akranes-Fram.. 2-0 KA-Valur.... 1-1 KR-Þór 3-2 Fvlkir-Keflavík 0-0 Víkingur-FH 0-3 FH 17 9 5 3 26-15 32 KA 17 8 7 2 27-15 31 KR 17 8 5 4 28-21 29 Fram 17 9 2 6 21-16 29 Akranes 17 8 2 7 19-19 26 Valur 17 7 4 6 20-15 25 Víkingur 17 4 5 .8 24-30 17 Þór 17 3 6 8 18-29 15 Keflavík 16 3 5 8 18-27 14 Fylkir 16 4 1 11 16-30 13 Markahæstir: Markahæstir: Hörður Magnússon, FH..........12 Kjartan Einarsson, ÍBK.........9 Guðmundur Steinsson, Fram.....9 Pétur Pétursson, KR............9 Antony Karl Gregory, KA........8 Goran Micic, Víkingi..........6 Heimir Guðjónsson, KR.........6 Pálmi Jónsson, FH.............6 KA-menn misstu af dýrmætum stigum: Bjarni kom í veg fyrir sigur KA - varði vel 1 lokin og Valur hélt jöfnu, 1-1 Skyldi Bjarni Sigurðs- son, markvörður Vals, hafa komið í veg fyrir að íslandsbikarinn í knatt- spyrnu færi í fyrsta skipti til Akur- eyrar, nánar tiltekið í hendur KA-manna? Á lokasekúndunum í leik hðanna á Akureyrarvelli á laugardaginn varði hann á glæsi- legan hátt skot Bjarna Jónssonar, alveg út við stöng og í næstu andrá var flautað til leiksloka. Þar með endaði leikurinn með jafntefli, 1-1, og það þýðir að KA þarf að treysta á að FH tapi stigi eða stigum gegn Fylki í lokaumferðinni til að eiga möguleika á íslandsmeistaratitlin- um. „Við fengum færin til að vinna leikinn, höfðum allt til að klára dæmið og það var sárgrætilegt að nýta það ekki. Nú eigum við okkar möguleika á tithnum undir öðrum og verðum að bíða þolinmóðir,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjáifari KA, í samtah við DV eftir leikinn. Tvöfalleg mörk Mörkin komu bæði í fyrri hálfleik. Hafidór Áskelsson, Akureyringur- inn í Valsliðinu, skoraði fallegt mark af 20 metra færi á 30. mínútu. Boltinn barst út fyrir vítateig KA eftir hom- spymu og Halldór afgreiddi hann með viðstöðulausu skoti ofarlega í markhomiö. Jöfnunarmark KA var ekki síðra, tveimur mínútum fyrir hlé. Þorvald- ur Örlygsson fékk boltann fyrir utan vítateig Vals, sneri af sér varnar- mann, stakk sér á ská inn í vítateig- inn og sendi boltann í netið, 1-1. Sunnanrok setti svip á leikinn Sterkur vindur af suðri setti svip sinn á leikinn. Valsmenn léku gegn honum í fyrri hálfleik og réðu þá ferðinni lengi vel. KA-menn gerðu þá of mikið af því að sparka upp í vindinn og áttu því fáar markvissar sóknarlotur fyrsta hálftímann. Eftir mark Halldórs fóra KA-menn inns- vegar að spila betur, áttu þá margar hættulegar sóknir og það skilaði sér í jöfnunarmarkinu. Akureyringunum tókst hins vegar ekki aö nýta sér vindinn að marki í síðari háifleik. Þó réðu þeir ferðinni mestalian tímann, Valsmenn komust ekki í umtalsverðar sóknir fyrr en á síðasta korterinu en KA náði aldrei nægilega góðum samleik til að sigr- ast á öflugri Valsvörninni. Reyndar björguðu Valsmenn af og til á síðustu stundu í vítateig sínum en færi Bjama í lokin var það eina virkilega hættulega sem KA skapaði sér í hálf- leiknum. KA var nær sigri í heildina séð var KA nær sigri. Liðið fékk fleiri marktækifæri en Valur og Jón Grétar Jónsson fór sér- lega iiia með þrjú slík í fyrri hálf- leiknum. Það besta féll hins vegar Gauta Laxdal í skaut níu mínútum fyrir hlé, þegar hann slapp einn inn í vítateig Vais en Bjami Sigurðsson bjargaði glæsilega með úthlaupi. Þorvaldur sýndi snilidar- tilþrif ífyrri hálfleik Það er ekki sanngjarnt að leggja dóm á frammistöðu liðanna í þessum leik, til þess setti sunnanrokið of mikinn svip á hann auk þess sem KA-menn léku undir miklu álagi vegna þeirra væntinga sem gerðar voru til þeirra heima fyrir. Þorvald- ur Örlygsson og Bjami Jónsson voru bestu menn KA. Þorvaldur sýndi oft snilldartilþrif í fyrri hálfleiknum en var ekki eins áberandi í þeim síðari þegar hann var settur í fremstu víg- línu og Bjarni var öflugur á miðjunni cillan timann. Bjami í aðalhlutverki Bjami var í aðalhlutverki hjá Val, varði mjög vel á mikilvægum augna- blikum og vörnin var þétt. Þorgrím- ur Þráinsson og Sævar Jónsson nýt- ast báðir betur eftir að þeir vixluðu stöðum, Þorgrímur er nú aftastur og spilaði af miklu öryggi og Sævar kann betur við sig í sinni gömlu stöðu. Einar Páll Tómasson var líka mjög traustur og Sigurjón Kristjáns- son hieypti nýjum krafti í Valsliðið þegar hann kom inn á seint í leikn- um. Áhorfendur vom 1.776, um tvö þús- und þegar allt er tahð. Sæmimdur Víglundsson dæmdi, hafði góð tök á leiknum og fær 2 stjörnur. Maður leiksins: Bjami Sigurðsson, Val. -VS • Bjarni Sigurðsson, markvörður Vals, ns sloppinn einn inn fyrir vörn Reykjavíkurli • Um 2.000 manns fylgdust með viðureig KA eins og vænta mátti. • Halldór Áskelsson, Akureyringurinn í liði Vals, og Antony Karl Gregory, Valsmaðurinn í liði KA, í baráttu á Akureyrarvelli á laugardaginn. Halldór skoraði fa egt mark fyrir Val en Antony hafði hægt um sig gegn sínum gömlu félögum. DV-mynd Tómas Lárus Vilbergssi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.